Leita í fréttum mbl.is

Nýtt upphaf

Alþingiskosningar boða nýtt upphaf í stjórnun landsins hverju sinni. Niðurstaða kosninganna nú benda eindregið til þess, að ríkisstjórn sömu flokka muni halda áfram. Þó er það ekki einboðið og Framsóknar- og Sjálfstæðisfólk gætu skoðað alla aðra möguleika ef þeim sýnist svo.

Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins eru sigurvegarar kosninganna. Sjálfstæðisflokkurinn heldur sjó, þó svo virðist þegar þetta er skrifað að hann tapi örlitlu fylgi. Vinstri græn tapa nokkru fylgi, sem var viðbúið eftir að Sósíalistaflokkurinn kom fram. Fylgistap VG er álíka mikið og fylgi Sósíalistaflokksins. Persónulegar vinsældir Katrínar Jakobsdóttur náðu ekki að auka fylgi flokksins eins og sumir bjuggust við. 

Ekki verður séð í þessari stöðu, að ríkisstjórn verði mynduð án Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þeir flokkar geta myndað ríkisstjórn með stuðningi og/eða þáttöku Miðflokksins, Flokks fólksins eða Viðreisnar. 

Miðað við skilgreiningu mína á hægri og vinstri í íslenskri pólitík þá virðist svo sem það sé greinileg hægri sveifla, en þá tek ég Flokk fólksins sem hægri flokk enda helmingur þingflokks hans hægra fólk og við bætist síðan gamall hægri krati. Fleira kemur til skv. skoðanakönnunum, þá er greinilegt að flokkurinn sækir fylgi sitt til hægri í pólitík þó formaður flokksins verði trauðla skipaður sess þar.

Við Sjálfstæðisfólk megum vel við una, þó að við hefðum öll viljað sjá meiri árangur. Sá árangur næst þegar Flokkurinn tekur upp ákveðnari stefnu með fullveldi þjóðarinnar, markaðssamfélaginu og þjóðlegum og kristilegum gildum. 

 

 

 


Bloggfærslur 26. september 2021

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 104
  • Sl. sólarhring: 148
  • Sl. viku: 4287
  • Frá upphafi: 2296077

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 3926
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband