Leita í fréttum mbl.is

Það sem ekki má segja frá.

Í kvöld kl. 20 verður opinn fundur í Valhöll við Háaleitisbraut um útlendingamál. Dómsmálaráðherra Jón Gunnarsson verður frummælandi.

Fundarboðendur ætluðu að auglýsa fundinn á feisbók og sendu tillögu að auglýsingu um fundinn fyrir nokkru. Þeirri tillögu var hafnað þar sem auglýsingin væri of stór. Það var lagfært, en þá bregður svo við að feisbók hafnar að birta auglýsinguna vegna þess að verið sé að fjalla um viðkvæm málefni, sem geti valdið ólgu í þjóðfélginu. 

Feisbók tekur sér með þessu ritskoðunarvald, sem fer algjörlega í bága við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Verið er að aulýsa umræðufund, þar sem skipst verður á skoðunum um málefni útlendinga. 

Það er alvearlegt mál og ólíðandi að Zuckerberg og félagar á feisbók taki sér alræðisvald um það hvað má segja og hvað má ekki segja. Það má t.d. ekki tala um mál sem ágreiningur er um og getur valdið geðhrifum hjá einhverjum.

Hvað er til ráða. Eiga strákar í Ameríku að ráða því hvað má segja og ekki segja á Íslandi. Stjórnvöld í landinu eiga að bregðast við svona ritskoðun og fordæma hana. 


Bloggfærslur 20. október 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 304
  • Sl. sólarhring: 844
  • Sl. viku: 4094
  • Frá upphafi: 2295829

Annað

  • Innlit í dag: 290
  • Innlit sl. viku: 3756
  • Gestir í dag: 284
  • IP-tölur í dag: 278

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband