Leita í fréttum mbl.is

Formannskjör í Sjálfstæðisflokknum

Miðað við yfirlýsingar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar ráðherra má búast við spennandi formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum. Hefðbundinn undirbúningur er að baki og því gat Guðlaugur sagt hið fornkveðna.

"Fólk til sjávar og sveita, úr öllum landshlutum, stéttum og starfsgreinum hefur skorað á mig o.s.frv."

Vegna formannskosninganna má búast við því að mikill fjöldi Sjálfstæðisfólks mæti til Landsfundar og það er fagnaðarefni. Fundurinn mun þó hverfast eingöngu um kosningar í æðstu trúnaðarstöður.

Gengi eða gengisleysi Sjálfstæðisflokksins ræðst ekki eingöngu af því hverjir skipa æðstu trúnaðarstöður þó það skipti vissulega miklu máli. Á þessum Landsfundi væri nauðsynlegt að þeir sem ætla sér æðstu forustusæti Flokksins geri afdráttarlausa grein fyrir því, með hvaða hætti Flokkurinn muni koma Sjálfstæðisstefnunni í öndvegi undir stjórn viðkomandi og víkja af braut vinstri lausna og vinstri pópúlisma eins og kynrænu sjálfræði, sem allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með á sínum tíma.

Brýnasta úrlausnarefnið er að taka á vanda vegna gríðarlegs innflutnings fólks til landsins. Því miður á Flokkurinn slæma sögu í þeim málaflokki frá árinu 2014. Formaður Flokksins og sá sem býður sig fram gegn honum hafa báðir verið leikendur í þeirri slæmu sögu og óheillaþróun.

Nú verður fróðlegt að sjá og heyra hvort þeir sem bjóða sig fram til æðstu embætta í Flokknum bjóða flokksfólki sínu og þjóð upp á ásættanlegar lausnir í innflytjendamálum þannig að við náum stjórn á landamærunum. Það er mikilvægara en stjórnarsamstarf með VG.

Líklegt er, að gengi eða gengisleysi Sjálfstæðisflokksins ráðist frekar af því hvaða stefnu og baráttu Flokkurinn stendur fyrir, en kosmetískum aðgerðum varðandi kjör á forustufólki.


Bloggfærslur 28. október 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 417
  • Sl. sólarhring: 468
  • Sl. viku: 3473
  • Frá upphafi: 2295151

Annað

  • Innlit í dag: 375
  • Innlit sl. viku: 3162
  • Gestir í dag: 372
  • IP-tölur í dag: 368

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband