Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið og fjölmiðlaelítan óttast tjáningarfrelsið.

Elon Musk, sem ku vera ríkasti maður í heimi, hefur keypt Twitter og segist ætla að tryggja tjáningarfrelsi. Hann gagnrýnir að Twitter hafi m.a. lokað á dagblaðið New York Post, sem var Joe Biden Bandaríkjaforseta mótdrægt í aðdraganda forsetakosningana í Bandaríkjunum. Blaðið hafði m.a. komist yfir ýmis gögn varðandi son Biden sem voru síður en svo þeim feðgum til framdráttar. Þetta mátti ekki sjást þó  ekki væri farið með rangt mál. Enda grétu þeir starfsmenn Twitter sem höfðu staðið fyrir ritskoðunarstefnu og útilokunarstefnu á sumt fólk og skoðanir þegar fréttist að Musk hefði keypt fjölmiðilinn.

Musk sagði í þessu sambandi: "Free speech is the bedrock of functioning democracy." (tjáningarfrelsi er undirstaða þess að lýðræðið sé virkt) Hann spyr hvort þeir sem andæfa gegn kaupum hans á Twitter séu á móti tjáningarfrelsi. Verðug spurning.

Athyglisvert er að skoða hverjir hafa goldið varhug við og jafnvel andæft kaupum Musk á Twitter og því sem hann hefur sagt um frelsi fólks til tjáningar. 

Alþjóðasamtök blaðamanna bregðast illa við þegar Musk segir að fjölmiðillinn eigi að tryggja tjáningarfrelsi en ekki hefta það.

Evrópusambandið bregst illa við þegar maður kaupir fjölmiðil og segist ætla að tryggja tjáningarfrelsið.

Lögfræðingur fjölmiðilsins sem Musk keypti fór að gráta þegar hann hafði keypt fjölmiðilinn og tilkynnti að bann sem hún hafði sett á ákveðna fjölmiðla yrði aflétt þar sem nú mundi fjölmiðillinn starfa á grundvelli tjáningarfrelsis. 

Sérkennilegt að ofangreindir lyklaverðir hins eina sannleika sem má heyrast m.a.að skipt skuli um þjóðir í Evrópu og Bandaríkjunum, kynferðislegu sjálfræði og banni við því að orðinu megi halla gagnvart múslimum eða transfólki, nauðsyn skyldubólusetninga ggn Cóvíd o.fl. o.fl., skuli bregðast svona illa við því, að nú skuli eiga að leiða tjáningarfrelsið á ný til öndvegis hjá fjölmiðlinum Twitter.

Þolir vinstri sinnaða fjölmiðlaelítan og kassafólkið og möppudýrin hjá Evrópusambandinu ekki frjáls skoðanaskipti og tjáningarfrelsi allra. Mega bara þau þóknanlegu sem hafa "réttar skoðanir" að mati kassafólksins og möppudýrana fá að tjá sig og breikka enn meira gjána sem er á milli vinstri fjölmiðla- og  stjórnmálaelítunar og almennings í Vestur Evrópu og Bandaríkjunum.


Er þjófnaður sæmd?

Tvær konur sem kalla sig listakonur stálu eða létu stela listaverki Ásmundar Sveinssonar "Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku"

Þegar þjófnaðurinn uppgötvaðist og hið þjófstolna fannst inni í klambri sem þær stöllur kölluðu listaverk, voru þær kokhraustar og réttlættu þjófnaðinn með því að listaverk Ásmundar Sveinssonar af einum mesta kvennskörungi sögualdar hafi verið rasískt. Að þeirra mati hefur þá hver sem er rétt á því að gera hvað sem er við hið raunverulega listaverk Ásmundar.

Í frjálsu þjóðfélagi hefur fólk tjáningarfrelsi og getur haldið fram sínum skoðunum, en það réttlætir ekki, að einstaklingurinn fari sínu fram og taki sér sjálfdæmi um að framfylgja hverju svo sem honum dettur í hug jafnvel þó það gangi á réttindi annarra. Ef við samþykkjum það, þá er komið hið raunverulega frumskógarlögmál sem endar alltaf með  því að sá sterkari fer sínu fram að geðþótta gagnvart hinum veikari.

Þegar þjófnaður kvennana sem kenna sig við list uppgötvaðist hljóp til lögmaður þeirra og talar um sæmdarþjófnað,(sem hún raunar nefnir sæmdarrétt)  þar sem þær stöllur  hafi  komið hinu þjófstolna inn í klambureldflaugina sem þær gerðu og kalla listaverk. Væri fallist á þá skoðun þá getur hver sem er stolið hverju sem er og réttlætt það með einhverjum fáránleika eins og "listakonurnar" gera og komið  hinu þjófstolna inn í eitthvað klambur og slegið þar með sinni "sæmdar" eign á hið stolna. 

Ekki væri það nú beinlínis hugnanlegt eða mundi stuðla að friði og allsherjarreglu í samfélaginu. Er ekki rétt að þær stöllur sem stálu listaverki Ásmundar fái sömu meðferð og aðrir þjófar?

 

 

 


mbl.is Leyfi höfundar þarf að liggja fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2022

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 49
  • Sl. sólarhring: 1130
  • Sl. viku: 7264
  • Frá upphafi: 2312912

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 6724
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband