Leita í fréttum mbl.is

Hverju mega þá aðrir búast við?

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir grein fyrir því í blaðaviðtali, að erlendur hælisleitandi og afbrotamaður, hafi ítrekað haft í hótunum við sig m.a. hótað sér lífláti. Hann þurfti að vara börnin sín við að opna ekki útidyr og vera á varðbergi gagnvart ógnvaldinum.

Þrátt fyrir að um sé að ræða mann sem á töluvert undir sér, þá fékk hann enga vernd og mátti þola að vera stöðugt á varðbergi gagnvart hugsanlegri árás á sig og fjölskyldu sína. 

Fyrst svo er komið með vararíkissaksóknara, hvernig er þá staða almennra borgara? Hvaða réttarvernd hafa þeir? Sagt er að margir láti nú þegar hjá líða að gæta réttar síns til að lenda ekki í útstöðum við erlend glæpagengi á Íslandi.

Af öllum hópum innflytjenda er reynslan sú, að þeir sem eru seinfærastir og erfiðastir og liggja að meginhluta upp á velferðarkerfinu með hæstu glæpatíðni, koma frá því svæði í Mið-Austurlöndum, sem ríkisstjórnin hamast við að flytja inn sem flesta. Þetta er gert þrátt fyrir að reynsla allra þjóða af innflutningi fólks frá þessum heimshluta.

Fyrst stjórnleysið er orðið svo mikið sem kemur fram hjá vararíkissaksóknara nú þegar við hverju má þá búast í framtíðinni eftir helstefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. Já og hvernig á að bregðast við til að tryggja að við búum í virku réttarþjóðfélagi þar sem fólk getur gengið öruggt um göturnar og búið við öryggi heima hjá sér?   


Bloggfærslur 11. mars 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 313
  • Sl. sólarhring: 376
  • Sl. viku: 3369
  • Frá upphafi: 2295047

Annað

  • Innlit í dag: 283
  • Innlit sl. viku: 3070
  • Gestir í dag: 281
  • IP-tölur í dag: 278

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband