Leita í fréttum mbl.is

Íran er ekki á dagskrá bara Ísrael

Árum saman hefur klerkastjórnin í Íran unniđ ađ ţví ađ gerđ verđi allsherjarárás á Ísrael úr mörgum áttum og eytt hundruđum milljarđa í ţađ verkefni.

Árásarhringurinn um Ísrael, sem klerkastjórnin hefur búiđ til er Hesbollah í Líbanon, Hamas á Gaza, Vígasveitir m.a. íranskar í Sýrlandi og vígasveitir á svokölluđum  Vesturbakka. Árás Hamas á Ísrael 7.okt.s.l. var skipulögđ og fjármögnuđ af Íran.

Vestrćnir fjölmiđlar fjalla ekki um ţessi mál og hvađ mikiđ er lagt í sölurnar til ađ ná fram allsherjarútrýmingu á Gyđingum ekki bara Gyđingum í Ísrael heldur öllum Gyđingum. Klerkastjórnin í Íran og ofangreindir nótar ţeirra eru mun róttćkari en nasistarnir á miđri síđustu öld, en glćpur ţeirra ćtti ađ vera öllum víti til varnađar. 

Á Vesturlöndum hefur engin mótmćlt ţessum hrikalega stríđs undirbúningi klerkana í Íran eđa hvatt fólk til ađ sniđganga Íranskar vörur.

Áriđ 2022 leyfđi 22 ára stúlka í Íran Masha Amin sér ađ ganga um án ţess ađ hylja hár sitt. Hún var handtekin og drepin. Frelsi til ađ ráđa klćđaburđi sínum nćr ekki til kvenna í Íran ţrátt fyrir langa baráttu. Kvennasamtök um allan heim horfa framhjá ţví ţegar ţćr hitta kvenkyns fulltrúa klerkana á ráđstefnum. 

Í kjölfar drápsins á Masha Amin urđu mikil mótmćli og klerkastjórnin drap fjölda fólks ađallega ungt fólk allt niđur í 9 ára börn. Margir halda ţví fram, ađ fleiri hafi veriđ drepnir vegna mótmćlanna í Íran en falliđ hafa á Gasa. 

Á Vesturlöndum hafa mótmćli verđ óveruleg vegna ţessarar kúgunar, illmennsku og morđa í Íran. Ekki eru gerđar kröfur um ađ fólk kaupi ekki vörur frá Íran og ţessi hryđjuverkastjórn verđi sniđgengin. Á sama tíma ćđa ţúsundir vinstri sinnađs fólks og nytsamra sakleysingja í mótmćlum gegn Ísrael og er orđiđ ađ fimmtu herdeild Írana í  fyrirhuguđu útrýmingarstríđi ţeirra gagnvart Ísrael. Ţetta fólk tekur undir hugmyndir Hamas, Hesbollah og Íran um ađ má Ísrael út af landakortinu. Ţess er krafist ađ fólk hćtti ađ kaupa vörur frá Ísrael og sniđgangi fyrirtćki eins og Rapid, sem ekkert hefur til saka unniđ, út frá rasískum forsendum.

Ţetta er krafa af sama meiđi og nasistarnir á síđustu öld beittu gegn Gyđingum. Ţeir sem ţekkja ţá sögu blöskrar ţađ sem nú er ađ gerast međal vinstri sósíalista í Evrópu. Ţeir hafa tekiđ sér ţjóđernissósíalistanna á síđustu öld til fyrirmyndar. Gegn slíkum útrýmingar rasisma verđur ađ bregđast af hörku. 

Ţeir sem hingađ til hafa jafnan haft rasistaheiti á hrađbergi gagnvart fólki sem vill vernda ţjóđleg gildi og takmarka ađgengi ólöglegra hćlisleitenda til landsins er fólkiđ sem nú gerir sig sekt um ađ vera hinir raunverulegu rasistar. Til dćmis um ţađ má benda á,ađ engin af ţessu liđi setur fram kröfu á hendur Hamas ađ ţeir láti eftirlifandi gísla sem voru á sínum tíma meir en 200 lausa. Enginn.

Er ţađ ekki sérkennilegt ađ kröfur ţessa fólks skuli bara vera á annan veginn og beinast á rasískum forsendum ađ Gyđingum. 

 

 

 


Bloggfćrslur 14. mars 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 3078
  • Frá upphafi: 2294756

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 2807
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband