Leita í fréttum mbl.is

Fals, lygi og óbođleg vinnubrögđ.

Í Mbl.í dag greinir frá röngum upplýsingum Hamas um mannfall á Gaza. Jake Wallis Simons ritstjóri rćddi ţetta í blađagrein í DT fyrir nokkru og segir sérkennilegt ađ alţjóđlegar fréttastofur skyldu ekki kanna máliđ, en taka upplýsingum frá Hamas, sem heilögum sannleika.

Hamas segir, ađ yfir 31.000 hafi falliđ og 70% ţeirra séu konur og börn. Abraham Wyner, tölfrćđiprófessor viđ Pennsylvaníu háskóla, hefur skođađ upplýsingarnar og séđ ađ ţćr standast ekki tölfrćđilega. Sem dćmi nefnir hann ađ upplýsingar um fjölda fallinna og samsetningu ţeirra (konur, börn, karlmenn) séu nánast ţćr sömu dag eftir dag. Skv. upplýsingunum frá 29. október, hefđu 26 karlmenn átt ađ lifna viđ skv. skýrslunum og marga daga létu bara konur lífiđ. Semsagt falsfréttir.

Í febrúar viđurkenndi Hamas ađ hafa misst 6.000 vígamenn eđa um 20% ţeirra sem eiga ađ hafa falliđ. Vćri sú stađhćfing rétt, ađ 70% ţeirra sem hefđu dáiđ vćru konur og börn, vćru tveir kostir. Enginn karlmađur,sem óbreyttur borgari hefđi dáiđ í átökunum eđa ađ allir karlmennirnir sem hefđu falliđ vćru Hamas vígamenn.

Prófessor Wyner telur, ađ ţeir sem hafa sćrst eđa dáiđ í átökunum séu ekki ađallega konur og börn, heldur sé meirihluti fallinna, vígamenn Hamas.

Í Financial Times ţ. 14.mars s.l. segir, ađ Hamas hafi haft um 40 ţúsund vígamenn undir vopnum í byrjun átakanna, en um helmingur ţeirra séu fallnir alls 20.000. Ţegar ţessar tölur eru skođađar ţá sést ađ ályktanir prófessors Wyner og rannsóknir eru réttar og fjölmiđla- og stjórnmálaelítan hefur veriđ ađ hneykslast á fölskum forsendum yfir hlutum sem ţessir ađilar áttu ađ sjá ađ gátu ekki stađist.

Mestur hluti fallinna eru vígamenn Hamas og hlutfall óbreyttra borgara sem hafa falliđ á Gasa er lítiđ miđađ viđ stríđiđ viđ ISIS t.d. í borgunum Raqqa og Aleppo. Prófessor Wyner segir ađ ţetta bendi til ađ varnarsveitum Ísrael hafi tekist ađ koma í veg fyrir hlutfallslega hátt hlutfall óbreyttra borgara fallinna í átökum viđ illa sýnilega óvinahermenn(Hamas) sem skýla sér á bakviđ óbreytta borgara.

Alţjóđlegar fréttastofur hafa heldur betur látiđ annađ í veđri vaka, allt byggt á falsfréttum Hamas. Allt tal um ţjóđarmorđ er ţví della.

Ţegar Hamas réđist á Ísrael 7.okt. s.l, drápu Hamas liđar eingöngu almenna borgara og misţyrmdu konum og börnum og drápu međ viđbjóđslegum hćtti, nauđguđu konum, drápu ţćr og svívirtu lík ţeirra. Merkilegt ađ fólk á Vesturlöndum skuli afsaka slíkar gerđir um leiđ og ţađ fordćmir varnarviđbrögđ Ísrael, sem beinast ađ vígamönnum Hamas.

Hamas ćtlar hinsvegar ađ drepa alla Gyđinga hvar sem ţeir finnast. Ţađ er yfirlýsing og vilji til ţjóđarmorđs.

Í ljósi ţessara stađreynda er međ ólíkindum, ađ fjölmiđlar og stjórnmálamenn á Vesturlöndum skuli standa fyrir skefjalausum áróđri gegn Ísrael og ađgerđum ţeirra til ađ tryggja öryggi sitt á fölskum forsendum áróđursvélar Hamas.

Ţađ er líka dapurlegt ađ horfa upp á bandamenn Ísrael hvika og blakta eins og strá í vindi ţegar gefur á bátinn vegna falsfrétta Hamas.

Ţađ er síđan hryllilegt ađ horfa upp á ađ vofa Gyđingahatursins skuli enn á ný rísa í Evrópu, sporin ćttu ađ hrćđa. 


Bloggfćrslur 19. mars 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 164
  • Sl. viku: 3068
  • Frá upphafi: 2294746

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2797
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband