Leita í fréttum mbl.is

Orkuskortur og vindmyllur

Í áratugi hafa Vinstri grænir barist gegn vistvænum vatnsafslvirkjunum. Fyrrverandi formaður VG hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann hrópaði aftur og aftur að verið væri að drekkja landinu, því hann var áhrifalaus og áfram haldið í uppbyggingu vistvænna orkuvera landi og þjóð til góðs. 

Núverandi formaður VG hefur haft meiri áhrif til ills í þessum málum, þó lítið fari fyrir henni og í tíð ríkisstjórnar hennar hafa engar nýjar vistvænar virkjanir verið reistar. Afleiðingin er orkuskortur, sem hamlar framþróun og dregur úr möguleikum landsmanna til betri lífskjara.

Afleiðingin er líka sú, að nú hafa stórgróðapungar séð sér hag í því að eyðileggja óbrenglað útsýni í landinu og reisa viðamikla vindmyllugarða. Gerð er grein fyrir því í dag með hvaða hætti meiningin er að eyðileggja óbrenglað útsýni og landslag Norðurárdals í Borgarfirði. Önnur svæði landsins munu fylgja á eftir.

Vindmyllur eru vondur og dýr kostur til orkuöflunarþ Vegna þvergirðingsháttar stjórnmálamanna,sem haldnir eru sömu firrum og VG í loftslagsmálum hafa margir slíkir risið vítt um Evrópu og iðulega valdið tímabundnum straumrofum og það sem verra er að verð á raforku til neytenda hefur hækkað gríðarlega. 

Það á ekki að leyfa VG að eyðileggja landið með þvergirðingshæatti í orkumálum og koma því til leiðar í skjóli Evrópusambands reglna að neytendur þurfi að greiða mun hærra verð fyrir orkuna en áður.

Það er óskiljanlegt hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur getað hengslast í ríkisstjórn með VG og bera nú ásamt VG ábyrgð á orkuskortinum. 

Eftir að hafa verið undir pilsfaldinum hjá VG í tæpan áratug er trúverðugleiki Sjálfstæðisflokksins sem flokks frelsis, framfara og takmarkaðra ríkisafskipta ekki lengur til staðar. 

Spurningin er þá góðir Sjálfstæðismenn. Hvað má til varnar verða vorum sóma?

 


Bloggfærslur 21. mars 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 51
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 3107
  • Frá upphafi: 2294785

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 2836
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband