Leita í fréttum mbl.is

Enn eitt hryðjuverk ríkis Íslam

Ríki Íslams tókst enn einu sinni að drepa fjölda fólks og særa enn fleiri þegar liðsmenn þeirra gerðu fólskulega árás á tónleika í tónlistarhúsi við Moskvu í Rússlandi. Vonandi sjá forseti Íslands og utanríkisráðherra sóma sinn í því að votta Rússum samúð sína vegna hryðjuverkaárásarinnar þar sem fjöldi saklauss ungs fólks lét lífið.

Haft er fyrir satt, að lögregla í Evrópu komi í veg fyrir meira en 90% ætlaðra hryðjuverka Íslamista, þó að þessi ógnaröfl nái ekki að framkvæma nema brot af því sem þau ætla að framkvæma, þá er þau hryðjuverk þó svo skelfileg, að það hvetur til þess að öll ríki Evrópu, Rússland þar með talið standi saman um að vinna gegn þessari óværu.

Því miður geisar stríð á milli  Úkraínu og Rússlands með miklum mannfórnum á báða bóga og miklu tjóni á mannvirkjum og öðrum innviðum. Brýnasta verkefni leiðtoga Evrópu er að koma á friði milli þjóðanna til þess að Evrópa geti sameinuð beitt sér fyrir þeim brýnustu verkefnum og gegn þeim vandamálum sem steðja að Evrópu í stað þess að bræður haldi áfram að berjast í Úkraínu.

 

 

 


Bloggfærslur 23. mars 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 156
  • Sl. viku: 3072
  • Frá upphafi: 2294750

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2801
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband