Leita í fréttum mbl.is

Eina þjóðin.

Utanríkisráðuneyti erlendra ríkja hafa sum hver hlutast til um að aðstoða eigin ríkisborgara á Gaza.

Aðgerðir utanríkisráðuneytis Íslands vekja sérstaka athygli þar suður frá og víðar, en við hlutumst til ein þjóða um dvalarleyfishafa, sem Ísland ber enga ábyrgð á.

Að venju var  utanríkisráðherra í fjölmiðlafríi þegar svara þurfti fyrir þessa aðgerð. En Katrín Jakobsdóttir sagði mikið gleðiefni, að utanríkisráðherra hefði hlutast til um að flytja yfir 70 dvalaraleyfishafa frá Gasa til Íslands. Í sama streng tók lautinant Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra, sem minnti á ljóðlínuna úr kvæði Steins Steinars: "Og lautinant Valgerður (Guðbrandur) vitnar um veginn af Drottins náð." 

Hvorki dönsku né sænsku ríkisstjórninni hefur nokkru sinni dottið í hug að gera aðra eins vitleysu og íslenska utanríkisráðuneytið stendur nú fyrir. Hlutfallslega miðað við fólksfjölda, samsvarar þessi innflutningur ráðuneytisins til þess, að Svíar flyttu inn 2.016 manns og Danir 1.224. Þetta dettur þessum þjóðum ekki í hug. Þær hafa vítin til að varast.

En íslenska ríkisstjórnin virðist á sama róli og bent er á í helgri bók að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki. En þetta er bara byrjunin. Meining ríkisstjórnarinnar er að flytja inn helmingi fleiri. Hvar er þetta fólk eiginlega statt?

Í dag eru birtar niðurstöður rannsóknarstofu vinnumarkaðarins. Þar kemur fram að 11% launafólks búi við skort. Ekki nóg með það. Meirihluti einstæðra mæðra eða 63% á erfitt með að ná endum saman. Ekki hefur frést af viðbrögðum vinnumarkaðsráðherrans Guðmundar Inga Guðbrandssonar við þessu enda á hann sjálfsagt nóg með að fagna eins og lautinant Valgerður á sínum tíma þeirri auknu ómegð sem hann er að flytja inn í landið og íslenskir skattgreiðendur verða að ala önn fyrir um ókomin ár. 

Það er von að fólki ofbjóði eins og Stefaníu Jónsdóttur sem skrifar skelegga grein í Mbl. í dag um stjórnmálamenn þjóðarinnar: 

"Ekkert af ykkur er að verja land og þjóð." 

Taka má undir þetta að mestu, en samt eru sem betur fer nokkrar heiðarlegar undantekningar. Það er hins vegar dapurlegt að svo virðist sem meirihluti stjórnmálastéttarinnar átti sig ekki á meginhhlutverki sínu: Að verja kjör almennings í landinu og standa vörð um þjóðtungu, menningu og fullveldi þjóðarinnar. 

 

 

 

 


Bloggfærslur 6. mars 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 3074
  • Frá upphafi: 2294752

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 2803
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband