Leita í fréttum mbl.is

Vel að verki staðið.

Fátt er mikilvægara fyrir arðsköpun og góð lífskjör en að friður ríki á vinnumarkaðnum og hjól atvinnulífsins snúist með eðlilegum hætti. 

Það þarf framsýnt fólk, heiðarlegt og velviljað til að láta skynsemina ráða í kjarasamningum stað þess að reyna að ná meintum persónulegum ávinningi með þvergirðingshætti. Sá meinti ávinningur reynist oftast tap en ekki gróði þegar upp er staðið. Hætt er við að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sitji nú uppi með þann Svarta Pétur vegna eigin vandamála.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur leitt samningaviðræður af stakri prýði og þau Vilhjálmur Birgisson forustumaður breiðfylkingarinnar, Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins nálguðust málin lausnarmiðað frá upphafi. Þjóðfélagið stendur í þakkarskuld við þau öll og það má virkilega óska öllum þeim sem að þessum samningum koma til hamingju.

Þau eru að leggja sín lóð á vogaskálina til að aukin velmegun verði í landinu og friður ríki á vinnumarkaðnum. Þennan árangur verður að hlúa að og standa gegn öllum þeim, sem reyna vitað eða ómeðvitað að eyðileggja þennan árangur. 

 

 


Bloggfærslur 7. mars 2024

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 3078
  • Frá upphafi: 2294756

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 2807
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband