Leita í fréttum mbl.is

Rekinn fyrir að segja satt

Bandaríski hershöfðinginn Peter Fuller hefur verið rekinn úr starfi sínu í Afghanistan fyrri að gagnrýna Hamid Karzai forseta Afganistan og segja að Afganar væru vanþakklátir.  Hershöfðinginn sagði að ríkisstjórnin í Kabúl væri ekki í tengslum við raunveruleikann og hann vonaði að næsti forseti Afganistan yrði skárri.

Fuller sagði að Bandaríkjamenn væru að eyða um 12  billjónum dollara í að byggja upp her og lögreglu auk margs annars en á sama tíma segði Karzai að ef kæmi til átaka milli Pakistan og Bandaríkjanna mundu Afganar standa með Pakistan.  Fuller sagði að þetta væri eins og að stinga sig í augun með nál auk þess sem Afganar vildu fá skriðdreka og herflugvélar gefins eingöngu til að nota á hersýningum.  Yfirmenn hershöfðingjans sögðu að þessi ummæli væru óheppileg og leystu hann tímabundið frá störfum.

Fuller var semsagt að segja satt en óheppilegt. Hann er ekki sá eini sem er rekinn frá Afganistan  fyrir að segja satt. Stanley McChrystal fyrrverandi yfirmaður heraflans í Afganistan var rekinn fyrir sömu sakir eftir  blaðaviðtal í júní 2010.

Yfirmenn í bandaríska hernum eru farnir að spyrja af hverju erum við hérna og til hvers?

Herráðsforingi Íslands Össur Skarphéðinsson sem ólmur fór í stríðið við Gaddafí í Líbýu spyr ekki svona spurninga. Hann vill leggja sitt af mörkum til að viðhalda stríðsrekstri í Afganistan og skeytir þá engu um hversu vitlaust þetta stríð er. Nýjasta framlag Össurar er að etja mágkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrum ráðherra og borgarstjóra á foraðið og senda hana til Afganistan. Þar á Ingibjörg að vinna að kvennfrelsismálum fyrir 70 milljónir í laun á ári. 

Ríkisstjórn Íslands þar með talinn Steingrímur J er greinilega þeirrar skoðunar að eðlilegt sé að halda þessum fráleita stríðsrekstri í Afganistan áfram og loksins náði Össur að flæma Ingibjörgu Sólrúnu burt úr íslenskri pólutík og  af landi brott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein og oft er sannleikurinn ekki vinsæll. Þú segir Össur vera herforingja en það er akkúrat orðin en ég kalla ríkisstjórnina herforingjaráðsstjórn en það er stjórn sem loka stjórnarskránni og öllum almennum lögum hvað þá kafla um Landráð. 

Valdimar Samúelsson, 6.11.2011 kl. 21:32

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er nú svolítið kvikindislegt af þér að skrifa svona um mágaástirnar í Samfylkingunni. En þetta getur víst ekki verið sannara.

Og Talibanar taka völdin samstundis þegar kaninn fer og Ingibjörg mun engu hafa áorkað í kvenfrelsismálum. Þetta Afganistan mál er einn farsi og illa verið staðið að því sem átti að gera, sem var að sljákka í Talibönum.

Borgar Össur henni þessar 70 millur eða einhver annar?

Halldór Jónsson, 6.11.2011 kl. 23:16

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Valdimar.  Össur styður og ríkisstjórnin hernað NATO í Afganistan og loftárásir á fólk og mannvirki í Líbýu og Steingrímur J og VG gera það líka á sama tíma og þeir þykjast vilja ganga úr NATO. Skrýtin söfnuður þessi ríkisstjórn.

Jón Magnússon, 7.11.2011 kl. 22:36

4 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Halldór. En það eru Sameinuðu þjóðirnar sem borga henni tvöföld laun hæstlaunaðasta skilanefndarmannsins. Þjóðin athugi það þegar það hneykslast á skilanefndunum. Með því er ég ekki að segja að það sé ekki fullt tilefni til þess.

Jón Magnússon, 7.11.2011 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 797
  • Sl. viku: 3805
  • Frá upphafi: 2295540

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 3480
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband