Leita í fréttum mbl.is

Leiðin til vondra og versnandi lífskjara

Í kvöldfréttum RÚV þ.12.2. var sagt frá því að lífskjör hér á landi væru mun lakari en á hinum Norðurlöndunum. Launþegar hér hafa 60% lægri tekjur en launþegar á hinum Norðurlöndunum. Auk þess erum við með dýrustu lán í Evrópu. 

Markmið okkar er að vera í fararbroddi ásamt frændum okkar á Norðurlöndunum og geta boðið fólkinu í landinu upp á bestu lífskjör sem völ er á, frelsi og frjálsa samkeppni. Þessi markmið eru því miður fjarlæg nú  og langt í að framfarasókn þjóðarinnar hefjist.

Sama dag og fréttist af bágum kjörum launamanna í landinu voru stjórnmálamenn þjóðarinnar önnum kafnir við  að gera kröfur um að  auknar byrðar yrðu lagðar á skattgreiðendur og reyna að koma í veg fyrir samkeppni á fjármálamarkaðnum, til að bjarga örsparisjóð á Siglufirði. Fjármálaráðherra og varaformaður Framsóknar jörmuðu um þetta í einum kór eins og þau hafi gleymt að gjaldþrota sparisjóðastefna Steingríms J. hefur þegar kostað þjóðina yfir 50 milljarða.

Fyrirbrigðið í stóli borgarstjóra og strengjabrúða hans í Samfylkingunni voru önnum kafnir við að auka ríkisstyrk til Hörpu til að rugla samkeppnina á þeim markaði enn meir. Skattgreiðendur borga. Stjórnir Hörpu sitja allar áfram enda málið í endalausu ferli hjá menntamálaráðherra.

Leiðin til vondra og versnandi lífskjara er vörðuð og markviss undir forustu hugsjónalausra, markmiðslausra stjórnmálamanna sem telja rétt að skattgreiðendur hendi endalaust góðum peningum á eftir vondum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Orkuhúsið og Harpan eru bestu dæmi um heimsku og flottræfilshatt fátæklinga. EN- ÞEIR HAFA KRUMLURNAR Í VASA vinnandi almennings.

Vonandi þurfa þeir aldrei á spítala- eða fá hjartaáfall !

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.2.2013 kl. 20:27

2 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála Erla.

Jón Magnússon, 14.2.2013 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 1696
  • Frá upphafi: 2296256

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1569
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband