Leita í fréttum mbl.is

Aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna I.

Forsætisráðherra hefur kynnt tímasetta aðgerðaráætlun um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þær hugmyndir lofa góðu og tímamörk sem einstökum ráðherrum eru sett til að ljúka vinnunni.

Miðað er við það í tillögu forsætisráðherra að ná fram leiðréttingu verðtryggðra höfuðstóla lána vegna verðbólguskots áranna 2007-2010.  Verðbólguskotið sem talað er um hófst raunar ekki að marki fyrr en í janúar árið 2008 og var komið niður í þokkalega ástættanleg mörk í júní árið 2010. Annað verðbólguskot kom frá júlí 2011 til júlí 2012. 

Viðmiðun forsætisráðherra er að leiðrétta verðtryggða höfuðstóla á ákveðnu tímabili. Einfaldasta leiðin, sem tryggir fullt jafnræði, er sú að taka vísitölu verðtryggingar úr sambandi frá því í janúar 2008 til júní 2010. Höfuðstóll lánanna yrði þá óbreyttur að frádregnum greiðslum inn á höfuðstól frá 1.1.2008 til 1.6.2010. Höfuðstólshækkun mundi þá ekki reiknast fyrr en í júní 2010 af höfuðstólnum 1. janúar 2008 miðað við vísitöluhækkun m.v. næsta mánuð á undan. Uppfærður höfuðstóll miðað við þennan útreikning mundu skuldarar síðan geta breytt í óverðtryggð lán með 2% hærri ársvöxtum en verðtryggðu lánin bera frá og með 1.1.2014. 

Þessi leið sem hér er bent á er einföld, sanngjörn og mismunar ekki skuldurum. Varla er hægt að ganga skemur í leiðréttingu stökkbreyttra höfuðstóla verðtryggðu lánanna. Vissulega kostar þessi leið, en sá kostnaður er fyrst og fremst því að kenna að stjórnmálamenn neituðu að taka á þessum vanda þegar átti að taka á honum í október 2008 og vandinn varð verri og verri í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur.

Forsætisráðherra hefur með framsetningu sinni hvað varðar niðurfærslu stökkbreyttra verðtryggðra höfuðstóla  stigið jákvæðasta skrefið sem ráðamaður í landinu hefur stigið frá bankahruni og fram til þessa.

Þessa vinnu verður að vinna hratt vegna þess að hver mánuður sem líður er dýr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Þar sem talað er um höfuðstólshækkun reiknist frá júní 2010 m.v. höfuðstól næsta mánuð á undan er miðað við þennan útreikning: Höfuðstóll frystur frá 1.1.2008 tekur vísitöluhækkun m.v. grunnvísitölu 1.júní 2010 til 1.júlí 2010 þannig að fyrsta hækkun vísitölunar væri í júlí 2010.

Jón Magnússon, 11.6.2013 kl. 16:49

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Smá leiðrétting, Jón.  Verðbólgan í september 2007 nam sem svaraði 17% á ársgrunni.  Að verðbólgan hafi verið komin í 12,3% í maí 2008 þýddi að hún hafði verið að verið að byggjast upp í 12 mánuði.  Það er því full ástæða til að skoða a.m.k. verðbætur sem lögðust á síðustu mánuði ársins.  Bæta má við að frá 1. janúar 2009 hafa bara tveir mánuðir mælst með meiri verðbólgu en september 2007, þ.e. júní 2009 og febrúar í ár!

Annað atriði:  Vísitölumæling í júní kemur fram í verðbótum í ágúst.

Marinó G. Njálsson, 12.6.2013 kl. 01:14

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það er rétt Marinó, en ég er að miða við lengra tímabil en mánuði skv. upplýsingum um breytingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá Seðlabanka Íslands sbr. kúrfu.

Jón Magnússon, 12.6.2013 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 415
  • Sl. sólarhring: 464
  • Sl. viku: 4236
  • Frá upphafi: 2428036

Annað

  • Innlit í dag: 383
  • Innlit sl. viku: 3919
  • Gestir í dag: 356
  • IP-tölur í dag: 335

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband