Leita í fréttum mbl.is

Svefngenglar (Sleepwalkers)

Fyrir nokkrum árum las ég bókina "The Sleepwalkers how Europe went to war in 1914" eftir sagnfrćđinginn Christopher Clark. Ţar er lýst hvernig stjórnmálamenn Evrópu voru eins og svefngenglar í framkomu og afstöđu og allt í einu leiddi ţađ til styrjaldar, sem hafđi í sjálfu sér engan tilgang. Ćskumenn Ţýskalands, Bretlands, Frakklands, Austurríkis, Ítalíu og Rússlands auk fleiri voru drepnir hundruđum ţúsunda saman vegna skammsýni stjórnmálaleiđtoganna og skorts á framtíđarsýn. 

Ađdragandi fyrri heimstyrjaldar er víti til varnađar. 

Í sjö ár hefur veriđ mannskćđ borgarastyrjöld í Sýrlandi. Leiđtogar Vesturlanda hafa lítiđ lagt til málanna sem gćti stuđlađ ađ friđi. Ţess í stađ mörg hver stutt mismunandi hópa uppreisnarmanna og hryđjuverkamanna gegn stjórn Sýrlands. Ađkoma Vesturlanda međ Bandaríkin í broddi fylkingar hefur fyrst og fremst orđiđ til ađ styrkja hryđjuverkahópa og draga borgarastyrjöldina á langinn. 

Fyrir nokkru var Sýrlandsstjórn sökuđ um ađ hafa beitt efnavopnum gegn eigin borgurum. Engin ágreiningur er um ađ slíkt er fordćmanlegt og óásćttanlegt. Ágreiningur er hins vegar um hver beitti ţessum vopnum eđa hvort ţeim var yfirleitt beitt. Forustumenn Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands voru hins vegar ekki í vafa og hótuđu stigmögnun borgarastyrjaldarinnar međ ţví ađ blanda herafla sínum í ađgerđir sem mundu bitna á Sýrlandsstjórn. 

Ekkert af ţví sem ađ ţessir ráđamenn Vesturlanda hafa sagt og gert á undanförnum dögum er líklegt til ađ hafa jákvćđa ţróun í för međ sér. Ţá hafa ţessir ráđamenn ekki sett fram neinar tillögur eđa kröfur sem leitt gćtu til ţess ađ borgarastyrjöldinni yrđi lokiđ. Ţvert á móti hafa ţeir fariđ ađ međ svipuđum hćtti og leiđtogum Evrópu er lýst í bókinni Sleepwalkers í ađdragand fyrri heimstyrjaldar. 

Ađgerđir, ađgerđarleysi og hugmyndafrćđileg fátćkt forustumanna Vesturlanda gćtu leitt til átaka og styrjaldar, sem engin ćtlađi sér ađ taka ţátt í. Ţví miđur virđast Theresa May forsćtisráđherra Breta og Macron forseti Frakklands horfa til Trump Bandaríkjaforseta um forustu og virđast ćtla ađ fylgja honum í blindni. Hótađ er ađ varpa sprengjum eđa öđrum hernađarađgerđum í Sýrlandi. En til hvers góđs getur ţađ leitt?

Er líklegt ađ bođađar ađgerđir Vesturlanda í Sýrlandi leiđi til friđar eđa er meiri hćtta á ađ ţađ leiđi til enn meiri stigmögnunar styrjaldarinnar og verđi e.t.v. vatn á myllu íslamskra öfgamanna. En ţađ sem verst gćti orđiđ ef ţćr leiddu til átaka milli stórvelda, sem ţá gćtu orđiđ eins og heimstyrjöldin fyrri, stíđ án takmarks eđa tilgangs, en leiddi engu ađ síđur til hörmunga og dauđa milljóna. 

Ţjóđir Evrópu og fólkiđ í Bandaríkjunum verđa ađ gera ţá lágmarkskröfu til forustumanna sinna, ađ ţeir séu ekki eins og svefngenglar, en vinni í ţágu friđar og hagsćldar eigin borgara og stuđli ađ ţví m.a. í ţeim tilgangi međ markvissum hćtti ađ friđur komist á í Sýrlandi,


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fjórar Evrópuţjóđir taka nú í raun beinan ţátt í styrjöldinni í Sýrlandi og Sýrlandsstjórn og Rússar virđast hvort eđ er í ţann veginn ađ vinna sigur. Svefngengillinn í Víetnamstríđinu er genginn aftur.   

Ómar Ragnarsson, 14.4.2018 kl. 21:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 334
  • Sl. viku: 2026
  • Frá upphafi: 1475667

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1817
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband