Leita í fréttum mbl.is

Huglæg þráhyggja og forræðishyggja

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur verið haldinn þeirri huglægu þráhyggju, að Borgarlínan svokallaða mun leysa allan vanda í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Nú hefur Dagur eignast samherja í þessari þráhyggju, en það er Helga Vala Helgadóttir alþingiskona.

Í grein sem Helga Vala skrifar í Morgunblaðið þ.21.september s.l. fjallar hún um stórátak ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og segir að stinga megi "þessu stórátaki í loftslagsmálum strax ofan í skúffu og stimplað, falleg orð á blaði, en lítið í verki" Ég vona að hún hafi rétt fyrri sér.

Ástæða þess að Helga Vala kemst að þessari niðurstöðu varðandi stórátakið í loftslagsmálunum er sú, að ríkisstjórnin hugsar ekki um það mikilvæga skref að fækka einkabílum á götum borgarinnar. Eins og Dagur hefur hamast við að reyna að gera með litlum árangri.

Þau Dagur og Helga Vala eiga það sameiginlegt að vilja hafa vit fyrir fólki og segja því hvernig það á að hegða sér og ganga iðulega langt í forræðishyggjunni. Að þeirra mati er vont að fólk skuli aka um á einkabílum. 

Nú er það svo að furðufyrirbrigði ríkisstjórnarinnar um stórátak í loftslagsmálum tekur forræðishyggju Helgu Völu og Dags fram að nokkru leyti. Skv. áætluninni á að banna fólki að kaupa og nota bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti. En það er ekki nóg að mati Helgu Völu enn frekari tálmanir skulu lagðir í götu einkabílsins og þá er það Borgarlínan sem leysir allan vanda. 

Í bið eftir Borgarlínunni mega síðan íbúar höfuðborgarsvæðisins norpa í kulda og norðangarra af því að það er gott að ferðast með þessum nýmóðins strætó og þetta forræðishyggjufólk nú í öllum flokkum telur að Borgararnir séu þess ekki umkomnir að velja sjálfir með hvaða hætti þeir telja hentugast að komast milli staða. 

En jafnvel þetta er ekki nóg fyrir Helgu Völu lengra skal haldið. Spurningin er hvort hún skrifar næst pistil um að allir skuli neyddir til að borða skv. matseðli frá Lýðheilsustöð ríkisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bíð spenntur eftir Borgarlínu, fyrst fer maður í strætó að Borgarlínu, svo aftur í strætó að áfangastað. Svo eins til baka, samtals sex farartæki flytja mann í einni ferð á einn stað. Vonandi þarf ég ekki að koma við á fleirir stöðum. Svo fær maður að nopra úti í öllum veðrum. Gott fyrir gamlan kropp.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 22.9.2018 kl. 13:24

2 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Í þessum pistli þínum leynist fullyrðing sem er röng. Það er nefnilega rangt að segja að Dagur B hafi sagt að borgarlína leysi ALLAN vanda borgar umferðarinnar, hann hefur hinsvegar sagt að hún muni leysa hluta hennar.

Helgi Rúnar Jónsson, 22.9.2018 kl. 15:57

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Helga Vala Helgadóttir kom upp um botn­lausa fá­fræði sína í Morgunblaðs-pistli, þar sem hún hélt þessu blákalt fram:

"Það er óhrekj­an­leg stað­reynd að einka­bíll­inn er stærsti söku­dólg­ur­inn hvað varðar los­un kol­efn­is og við höf­um ekk­ert val um það að við verðum að minnka stór­lega notk­un okk­ar á hon­um." (Sic!)

 

En stað­reyndin er sú, eins og Özur Lárusson, frkvstj. Bíl­greina­sam­bands­ins, benti strax á í svargrein í Mbl., að ... "los­un fólks­bíla af gróður­húsaloft­teg­und­um [er] 4% af heild­inni. Hvernig er þá hægt að fá það út eins og Helga Vala held­ur fram að einka­bíll­inn sé stærsti söku­dólg­ur­inn?"

 

Hún stendur þarna uppi eins berstrípuð og keisar­inn í ævintýrinu í grát­bros­legri fáfræði sinni, en henni er samt gefið færi á því, í þessari líka flokksnefnu sinni, að eiga virkan þátt í því að útrýma hér benzín- og diesel-bílum, gersamlega að óþörfu og alls ekki til minnkunar á mengun í heiminum (framleiðsla og frákast rafhlaðna og rafgeyma er mun meira mengandi en benzínnotkun) og til mikils kostnaðarauka og þyngsla fyrir landsmenn (rafbílar mun dýrari, og ef svikurum í Sjálfstæðisflokki o.fl. flokkum tekst að fá Þriðja orkupakka ESB samþykktan, mun raforkuverð hér hækka til móts við það sem er á meginlandinu, en það er t.d. fimmfalt dýrara í Þýzkalandi en hér (í USA þrefalt dýrara). Að endingu myndu allir hér tapa, í boði Helgu Völu, Dags og kjánanna sem samþykktu manngerðu-loftslagsvanda-hjátrúna; og núverandi ríkisstjórn gengur hart fram í þeirri vitleysu, með hækkun kolvetnisgjalds og banni við benzín- og dieselbílum!

 

Þessu fáfróða liði er ekki viðbjargandi. Burt með það!

Jón Valur Jensson, 22.9.2018 kl. 17:45

4 identicon

Já, þetta er stórmerkilegt, sérstaklega litið til þess að hluti bíla í allri menguninni er um 4%. Það er margt stærra sem mengar meira sem mætti taka á fyrr.

Borgarlínan mun engu bjarga og allra síst slæmri fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Það væri nær að skoða nýja tækni eins og sjálfkeyrandi bíla eða dróna, einnig gæti Uber gert helling.

kv.

Emil

Emil (IP-tala skráð) 22.9.2018 kl. 19:12

5 Smámynd: Jón Magnússon

Einmitt Örn þessi Borgarlína er nefnilega algjör dýrð og dásemd með öfugum formerkjum þegar hugmyndin er skoðuð nánar. Strætó að Borgarlínu og síðan Borgarlína og síðan hugsanlega annar Strætó. Betra getur það varla verið. 

Jón Magnússon, 22.9.2018 kl. 21:51

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er hárrétt hjá þér Helgi Rúnar.

Jón Magnússon, 22.9.2018 kl. 21:52

7 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Jón Valur og hún opinberaði það ekki í fyrsta skipti með þessum skrifum að hafa ekki kynnt sér málið en láta fullyrðingarnar flæða engu að síður. Þetta eru falsfréttirnar, sem Eiríkur Bergman minnist ekki á. 

Jón Magnússon, 22.9.2018 kl. 21:53

8 Smámynd: Jón Magnússon

Sjálfur ek ég á rafmagnsbíl Emil. Mér þykir það góður kostur. En vil að þeir sem vilja aka á bílum sem knúnir eru öðru eldsneyti eigi að hafa fullan rétt til þess að gera það. Mengun af bílunum er ótrúlega lítil þegar á heildina er litið og miðað við það hve einkabíllinn er nauðsynlegur á Íslandi þá eru þessar árásir allra flokka á eðlilega notkun einkabíla þeim til skammar. Ótrúlegt að Sjálfstæðisfólk á Alþingi skuli ætla að banna fólki að kaupa bensínbíla eftir 12 ár. 

Jón Magnússon, 22.9.2018 kl. 21:55

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og hvað mun svo þessi blessuð borgarlína kosta? Nú er talað um 80 þúsund milljónir, jafnvel þó enginn viti enn hvað borgarlínan er í raun og veru og enn minni vitneskja því um kostnað.

Spekingar Reykjavíkurhrepps reiknuðu út að kostnaður við uppgerð á bragga myndi kosta vel á annað hundruð milljóna króna. Endanleg niðurstaða var á fimmta hundruð milljóna króna!

Gunnar Heiðarsson, 23.9.2018 kl. 08:58

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er gert ráð fyrir almennri notkun rafbíla í almannavarnakerfinu? 
Hvað með neyðarástand - segjum vegna stór-jarðskjálfta eða eldsumbrota sem rjúfa raforkuflutninga? Þá yrði ekki hægt að að hlaða rafbílinn, en hugsanlega hefði bensín/dieselbíllinn hálfan tank sem nægði til þess að flýja áhættusvæði og aðstoða líka aðra nauðstadda.

Kolbrún Hilmars, 23.9.2018 kl. 15:32

11 Smámynd: Halldór Jónsson

 Ótrúlegt að Sjálfstæðisfólk á Alþingi skuli ætla að banna fólki að kaupa bensínbíla eftir 12 ár. 

Er þetta bara ekki framlag okkar il að halda stjórninni saman?

Halldór Jónsson, 23.9.2018 kl. 16:06

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú gleymir einu Örn: Áður en maður kemst í strætóinn þarf maður að keyra að stoppistöðinni. Ég held meira að segja að ég hafi einhvers staðar séð að hluti af þessu skynsemdarverkefni sé að byggja risavaxnar bílageymslur við stoppistöðvarnar. Og svo þarf maður að kaupa annan bíl til að keyra frá áfangastað borgarlínunnar í vinnuna.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.9.2018 kl. 18:50

13 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Kolbrún kemur með gott innslag, við glimrandi góðan pistil. Forræðishyggja "góða" fólksins á eftir að kosta fleiri mannslíf, en bjarga.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 25.9.2018 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 679
  • Sl. sólarhring: 927
  • Sl. viku: 6415
  • Frá upphafi: 2473085

Annað

  • Innlit í dag: 616
  • Innlit sl. viku: 5844
  • Gestir í dag: 591
  • IP-tölur í dag: 578

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband