Leita í fréttum mbl.is

En samt er neyðarástand- eða hvað?

Trausti Jónsson veðurfræðingur upplýsir á bloggi sínu í gær, að nýliðinn ágústmánuður hafi verið sá kaldasti á landinu frá árinu 1993. Þá segir hann að sumarið í sumar sé að meðaltali 0.1 gráðu fyrir neðan meðalhita síðustu 10 ára. 

Nú er það svo að íbúar Suðvesturlands telja sumarið í sumar væntanlega besta sumar sem þeir hafa upplifað. En misskipt hefur verið veðurfarsins gæðum. Kuldanepja víða á norðvestan og norðanverðu landinu í sumar leiðir til þess að meðalhitinn á landinu er lægri en undanfarin 26 ár.

Í lok síðasta árs komu mælingar opinberra aðila, sem sýndu að jöklar landsins höfðu stækkað. 

Þessar staðreyndir ríma illa við fullyrðingar um hamfarahlýnun og neyðarástand vegna þess. 

Fréttastofur hamast við að færa okkur fréttir af meintri hamfarahlýnun í Evrópu þegar ný hitamet eru sett og greina frá hvílíkt ógnarmagn af Grænlandsjökli sé að bráðna. Hefðbundnir stjórnmálamenn krefjast aðgerða í formi aukinna ríkisafskipta, hækkaðs vöruverðs og skattlagningar á alþýðu manna. 

Fréttastofur greina hinsvegar ekki frá því að álíka ógnarmagn af ís bætist við Grænlandsjökul ár hvert og sumarið í heild í Evrópu er ekkert óvenjulega hlýtt miðað við mælingar utan stórborga þar sem mælingar eðli máls samkvæmt verða ónákvæmar og misvísandi.

Þrátt fyrir þetta skal áfram haldið í að skattpína landslýð og selja aflátsbréf kolefnajöfnunar vegna meintrar hamfarahlýnunar og neyðarástands sem er meiri í orði en á borði og halda því að börnum að jörðin sé að farast og grípa verði ekki gripið til ofsafenginna aðgerða og verulegrar lífskjaraskerðingar þegar í stað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nokkuð undarlegt að halda því fram að Grænlandsjökull sé að hverfa. Yfir sumartímann er hitastig á jöklinum 12-18 gráður í mínus, flesta daga. Einstaka sumur koma einn til tveir dagar þar sem hitinn verður eitthvað hærri, en aldrei nær hann því að komast upp fyrir frostmark.

Þetta kom fram í frétt frá dönsku veðurstofunni, fyrir nokkrum vikum síðan, þegar þeirri stofnun þótti fréttnæmt að hitastig á jöklinum nálgaðist frostmark, eftir að leifar svokallaðrar hitabylgju sem átti að hafa riðið yfir Evrópu, náði til jökulsins.

Gunnar Heiðarsson, 1.9.2019 kl. 10:45

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Norðanáttasumur hafa reyndar alltaf verið í kaldari kantinum hér á landi og auðvitað sólrík sunnanalands. Jöklar landsins munu væntanlega koma illa út úr þessu sumri og Grænlandsjökull einnig.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.9.2019 kl. 00:12

3 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Hamfarahlýnunin sett á dagskrá til að skattleggja fólk og fá það til að sætta sig við aukið yfirþjóðlegt val.

Helgi Viðar Hilmarsson, 2.9.2019 kl. 13:48

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Vegna þess sem Gunnar segir þá bætir hábunga Grænlandsjökuls á sig nýju snjólagi árið um kring, líka á hlýjum sumrum. En jökullinn skríður undan eigin þunga og bráðnar til jaðrana á sumrin og kelfir í sjó fram. Hvort hann rírni á milli ára fer síðan eftir jafnvæginu þarna á milli, sama og gerist með aðra jökla.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.9.2019 kl. 14:18

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það væri í meira lagi fróðlegt að fá útskýringar á því hvernig ísinn á Suðurskautinu getur allur verið að bráðna, eins og sumir hamfarahlýnunarsinnar vilja halda fram. Í einfeldni minni hélt að það þyrfti hitastig yfir frostmarki, til að bræða ís. 

 Hamfarahlýnunarbjálfunum hefur með tilstyrk mengunarkvotaheildsala tekist að sannfæra fávíst fjölmiðlafólk og enn ver gefna, eða málefnagelda stjórnmálamenn um að ís bráðni við mínus tuttugu og fimm gráður. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.9.2019 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2020
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 369
  • Sl. sólarhring: 406
  • Sl. viku: 4052
  • Frá upphafi: 1669051

Annað

  • Innlit í dag: 327
  • Innlit sl. viku: 3535
  • Gestir í dag: 312
  • IP-tölur í dag: 310

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband