Leita í fréttum mbl.is

Bullið étur börnin sín

Oft er sagt að byltingar éti börnin sín. Sú var heldur betur staðreyndin í frönsku byltingunni á 18.öld þar sem byltingarforingjarnir sem dæmdu aðra til að hálshöggvast með fallöxinni voru síðar dæmdir til þess sama.

Kommúnistabyltingar hafa haft sama einkenni, að dæma og drepa fyrrum byltingaforingja þegar "hinn sterki byltingaforingi" hvort heldur hann hét, Stalín, Mao eða eitthvað annað tók yfir.

Nýjum tímum fylgja nýir siðir. Það hefur verið tímafrekur samkvæmisleikur meginstefnustjórnmálamanna um allan heim að finna nýja og nýja hópa, sem verið sé að ráðast á og móðga. Drýgstir í þessari baráttu hafa verið þeir sem telja sig tilheyra hinu frjálslynda vinstri, sem er þegar á botninn er hvolft algjör andstæða frjálslyndis. Þessir talsmenn taka út volaða minnihlutahópa sem ekki má undir neinum kringumstæðum móðga eða segja gamansögur um, eins og t.d konur,múslima, samkynhneigða, transara,dökka, rauða, feita, granna o.s.frv. 

Það er sameiginlegt öllum þessum meintu minnihlutahópum, að þeir eiga rétt á því að móðgast út af hverju sem er. Þó enginn átti sig á því að þeir hafi verið móðgaðir. En þá er um að gera að hoppa á bullvagninn og samsinna ruglinu.

Einn helsti sporgöngumaður þessa bulls er Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada sen í dag er heldur betur orðinn fórnarlamb eigin vandlætingar, fyrir það eitt að klæðast eins og Arabi og mála andlit sitt svart á grímuballi á skólaárum sínum. Þetta þykir bera ótvírætt merki um  grófasta rasisma. Sjálfur grátbiður þessi meistari bullaranna fólk um að fyrirgefa sér óafsakanlegann rasisma. Rasisma hvað?

Stjórnmálaandstæðingar hans hræra í gruggugu vatni í staðinn fyrir að segja að þetta upphlaup sé ekkert annað en rugl. Fólk verði að fá að gera að gamni sínu og þó ungur maður klæði sig í grímubúning þá sé það ekki til að gera veður út af. 

En nei meginstefnustjórnmálin geta ekki fyrirgefið svona asnaspörk skólastráka á grímuballi af því að það má alls ekki gera neitt, sem gæti verið til þess fallið að móðga múslima, konur, svarta, feita og samkynhneigða o.s.frv. að viðlagðri ábyrgð og mannorðsmissi. Þess vegna verður Trudeau ekki fyrirgefið.

Trudeau hefur sjálfur heldur betur gefið tóninn á undanförnum árum með skammaryrðum og nafngiftum gagnvart öðrum ekki síst manninum sem stjórnar fjölmenna ríkinu sunnan Kanada.

Nú étur bullið barnið sitt Trudeau. Hann er ákærður og sekur fundinn ef hamfaraelítunni og verður krossfestur af sínum eigin byltingarfélögum fjölmenningarstefnunnar vegna þeirrar bullómenningar sem hann sjálfur ber ábyrgð á að er við lýði og hefur unnið við að byggja upp.

Hann og meginstefnustjórnmálafólk og fjölmiðlafólk má ekki víkja af þeim hugmyndafræðilega vegi dyggðarinnar, að það er aðeins í lagi að gera lítið úr kristninni og svo ekki sé talað um hvítum kristnum gagnkynhneigðum karlmönnum. Því að þar eru menn á viðurkenndum og öruggum leikvelli háðsins, níðsins og lítilsvirðingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Þetta minnir á Fatlaða fólið hans Megasar. Allir urðu brjálaðir, nema öryrkjarnir. Lokains komust þeir á dagskrá.
Ætli nokkur svertingi hafi móðgast ?

Haukur Árnason, 20.9.2019 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2020
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.12.): 38
  • Sl. sólarhring: 699
  • Sl. viku: 3946
  • Frá upphafi: 1667810

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 3461
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband