Leita í fréttum mbl.is

Engin er öruggur í prófkjöri

Fyrir nokkrum áratugum birti frambjóđandi í prófkjöri aulýsingu sem sagđi; "Engin er öruggur í prófkjöri." Sá frambjóđandi naut mikilla vinsćlda, en ţađ hafđi veriđ hljótt um hann um stund. Auglýsingin vakti ţá athygli sem henni var ćtlađ og frambjóđandinn fékk mjög góđa kosningu.

Ásmundur Friđriksson ţingmađur og frambjóđandi í prófkjöri Sjálfstćđisflokksins í Suđurkjördćmi er mađur, sem hefur ekki gengist fyrir víđtćkum auglýsingum í ţessum kosningum eđa auglýsingum almennt á sjálfum sér eđa störfum sínum. Hann er hógvćr mađur og jafnvel ţó ađ mörgum hafi ţótt eđlilegt ađ hann mundi sćkjast eftir forustusćtinu á lista flokksins, vegna starfa sinna,lýđhylli og skođana sem eiga á stundum ekki upp á pallborđiđ hjá forustunni. Ţrátt fyrir ţađ sýnir Ásmundur ţá hógvćrđ, ađ fara einungis fram á ţađ viđ kjósendur, ađ ţeir kjósi hann í annađ sćtiđ. 

Ásmundur hefur ákveđnar skođanir og stendur viđ skođanir sínar og flytur mál sitt af festu og byggir á ţeim grunngildum sem Sjálfstćđisflokkurinn var stofnađur til ađ berjast fyrir.

Hann hefur vakiđ athygli fyrir ađ hafna ţví ađ Evrópusamandiđ geti tekiđ íslenska löggjöf í fangiđ og víkja međ ţví til hliđar fullveldi ţjóđarinnar. Ţá hefur hann einn af fáum ţorađ ađ standa upp og andmćla lýđhyggju stjórnmálastéttarinnar og tilraunum til ađ flytja inn sem flesta svonefnda hćlisleitendur á kostnađ skattgreiđenda auk ţess, sem hann hefur gerst talsmađur fyrir ákveđnum jákvćđum breytingum varđandi stjórn og skipulag fiskveiđa.

Vegna málefnabaráttu sinnar á Ásmundur skiliđ ađ fá góđan stuđning. En hann lćtur ţađ ekki nćgja heldur er mikilvirkur í ađ vera í góđu sambandi viđ kjósendur sína og skođa mál ţeirra sem til hans leita og reyna ađ veita ţeim úrlausn. Ađ ţví leyti minnir hann um margt á góđa ţingmenn frá síđari hluta síđustu aldar á međan allt of margir ţingmenn í dag njóta ţess eftir kosningar ađ koma sér vel fyrir í vćrđarvođum ţess umbúnađar sem ţingmönnum er bođiđ upp á í dag og minnast kjósenda sinna síđan nokkrum vikum eđa mánuđum fyrir kjördag.  

Ţađ eru hagsmunir Sjálfstćđisflokksins,ađ Ásmundur fái góđan stuđning í ţessu prófkjöri. Slíkur stuđningur er ekki bara stuđningur viđ hann  sem einstakling í vinsćldakosningu heldur miklu frekar stuđninur viđ ţćr skođanir og málefni sem hann stendur fyrir. 

Kjósendur verđa alltaf ađ muna, ađ ţađ er engin öruggur í prófkjöri og ţeir verđa ađ kjósa ţá fulltrúa sem ţeir treysta best til ađ sjá um sín mál á nćsta kjörtímabili.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 503
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annađ

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband