Leita í fréttum mbl.is

Heróín, áfengi og sykur.

Í Vancouver í Kanada og raunar í allri bresku Kólumbíu(BK) er leyfilegt að vera með 2.5 gr. af heróíni, fentanyl, kókaíni, metaamfetamíni eða ecstasy. Fólk er hvorki handtekið né efnin tekin af því. Neysla efnana er vandalaus fyrir þau sem vilja.

Dauðsföllum vegna ofneyslu hefur fjölgað mikið í BK,en spurningin stendur um það hvort neysla þessara efna sé heilsufarslegt vandamál eða hvort glæpavæða eigi neysluna. Stóra spurningin um hvort og hvað langt ríkisvaldið eigi og megi ganga til að vernda fólk fyrir sjálfu sér og hvenær bregðast beri við og hvernig.

Á sama tíma og vinstri sinnuð stjórnvöld í BK og Kanada auðvelda og leyfa  neyslu efna sem hingað til hafa verið ólögleg fíkniefni og telja það skref í frjálsræðisátt, er verið að setja tálmanir og reglur um það sem hingað til hefur verið talið sjálfsagt í lýðræðislegu þjóðfélagi. 

Höft og bönn í Kanada á tímum Kóvíd voru mjög harkaleg og þá þvældist ekki fyrir hinum vinstri sinnaða forsætisráðherra Justin Trudeau að takmarka borgaraleg mannréttindi. 

Á sama tíma og kókaín og heróínneysla er leyfð þá ráðleggja Kanadísk yfirvöld fólki að drekka ekki meira en tvö glös af víni á viku og frá árinu 2026 verða öll matvæli með hátt fituinnihald, sykur eða sódíum að vera merkt með varúðarmerkjum á framhlið pakninga slíkra matvæla annars má ekki selja þau. En engar varúðarmerkingar þurfa að vera á heróíninu eða kókaíninu. 

Vinstri nauðhyggjan og afskiptasemi af borgurunum er aldrei langt undan þó að sum efni séu sumu fólki  hugleiknari en önnur. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Í Kanada getur þú farið fram á "líknardráp". Ekki verður reynt að telja þér hughvarf, ekkert tiltal, engar spurningar, "ósk" þín er allt sem þarf.

Sennilega þarft þú að skrifa uppá eitthvert skjal til að sýna fram á að "líknardrápið" er eftir þínum eigin "vilja".

Það er ekki öll vitleysan eins í landi Trudos, en þarna sjáum við vinstristefnuna opinberast í öllu sínu veldi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.2.2023 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 893
  • Sl. sólarhring: 909
  • Sl. viku: 2580
  • Frá upphafi: 2297140

Annað

  • Innlit í dag: 848
  • Innlit sl. viku: 2408
  • Gestir í dag: 827
  • IP-tölur í dag: 794

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband