Leita í fréttum mbl.is

Eru innanflokksátök í vændum í Sjálfstæðisflokknum?

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins áttu fund með formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins án borgarstjóra. Mér er ekki kunnugt um að það hafi nokkru sinni gerst áður að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi haldið slíkan fund án þess að borgarstjóri væri með og venjulega frumkvöðull að fundinum.

Á heimasíðu Björns Bjarnasonar í gær má sjá að hann er langt frá því að vera ánægður með störf borgarstjórans. Björn Bjarnason var borgarfulltrúri Sjálfstæðisflokksins síðasta kjörtímabil og er öllum hnútum kunnugur í stjórn borgarinnar.

Spurningin er hvort þau öfl sem eru Vilhjálmi borgarstjóra andstæð og hafa alla tíð verið það séu nú þegar honum verða á þau mistök sem urðu við frágang mála í Reykjavík Energy Invest vilji nú nýta sér tækifærið og blása til enn einnar sóknar gegn honum?

Sjálfstæðisflokkurinn er stjórnlyndur flokkur og þegar fokið hefur aðeins ofan af óánægjunni þá er líklegt að menn þar á bæ leggi ekki til atlögu við Vilhjálm að svo stöddu. Þessi makalausi fundur borgarstjórnarmanna með forustu Sjálfstæðisflokksins án borgarstjóra vekja þó upp margar spurningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég myndi hafa meiri áhyggur af innanflokksmálum í ff.
Formarðurinn sveik sigurjón um framkvæmdastjórastöðu og segist sjálfur vera um það bil að gefast upp á að sætta fólk innan flokksins.
Mín spá þá verður guðjón kominn heim áður en kjörtímabilinu líkur.

Óðinn Þórisson, 7.10.2007 kl. 17:03

2 identicon

Mjög dökkur blettur hefir fallið á blessaðan Borgarstjórann.Þennan blett mun hann þurfa að bera það sem eftir er.En hverjir eru arkitektarnir að þessum spinningi hjá O R ? Þessa arkitekta að þessum þjófnaði á eigum almennings þarf að finna og koma burt úr þeim ofvernduðu störfum,sem þeir eru að dútla og braska í.Vilhjálmur er að missa traust og trúnað all hratt þessa dagana,og hans samflokksmeðreiðasveinar,reyndar virðist Júlíus Vífill koma samt sterkur, og heill að þessu,fer Vilhjálmur frá og leysir Júlíus hann af.????????

Jensen (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 22:22

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Minni á fundinn um orkumál og OR sem þingmenn Frjálslynda flokksins halda á Akranesi annað kvöld - mánudagskvöld.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar

Magnús Þór Hafsteinsson, 7.10.2007 kl. 22:44

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Eru deilur í gangi innan Frjálslynda flokksins um Evrópumál? Yfirlýsingar þínar um þann málaflokk koma ekki beint heim og saman við yfirlýsingar annarra innan hans s.s. varaformannsins, formannsins og þingflokksformannsins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 7.10.2007 kl. 23:18

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég skil hvorki Frjálslynda né Júlíus Vífil þessa daganaþ Því síður skil ég yfirlýsingu þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um innanbæjarmálefni okkar Reykvíkinga.

:-(

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.10.2007 kl. 00:26

6 identicon

Sæll Jón

Ég var mjög ánægður með málflutning þinn í Silfri Egils 

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 00:30

7 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

þú tókst vel á málum dagsins í Silfri Egils. Til hamingju með það!

Þóra Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 00:39

8 Smámynd: Jón Magnússon

Ummæli formanns Frjálslynda flokksins um tilraunir til að sætta fólk eiga ekki við þingflokk Frjáslynda flokksins. Þar sem að ítrekað er haldið fram að formaður flokksins eigi við meintar deilur á milli mín og Kristins H. Gunnarssonar skal upplýst að engar deilur hafa komið upp á  milli okkar sem formaður flokksins hefur þurft að koma að.

Það eru ekki deilur í gangi innan Frjálslynda flokksins um Evrópumál. Við Grétar Mar höfum lýst yfir vilja til að skoða hvaða kostir væru í stöðunni. Í því felst ekki áskorun um að ganga í sambandið. Þar er einungis um ábyrga pólitíska afstöðu að ræða. Það er fráleitt að hafna kostum án þess að skoða þá. Flóknara er það ekki ágæti Hjörtur.

Það er dauður stjórnmálaflokkur þar sem allir eru alltaf sammála um allt. Spurning er hvernig tekst að samræma sjónarmið til að koma fram sem ein heild.  Innan þingflokks Frjálslynda flokksins hafa ekki verið deilur eða meiningarmunur sem ekki hefur tekist að leysa í fullri sátt og átakalaust. 

Jón Magnússon, 8.10.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 2723
  • Frá upphafi: 2494825

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 2509
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband