Leita í fréttum mbl.is

Mistök viðurkennd.

Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi Hrafnsson Kínafari hafa viðurkennt að þeim hafi orðið á afdrifarík mistök. Með samþykkt í orkufyrirtækinu Reykjavík Energy Invest í gær þar sem dregin voru til baka kaupréttartilboð til ákveðinna lykilstarfsmanna og öllum starfsmönnum Orkuveitunnar var gefin kostur á að kaupa hluti fyrir ákveðið voru viðurkennd þau mistök að starfsmönnum fyrirtækisins hafði verið mismunað með fyrri ákvörðun.

Þessi leiðrétting dugar samt ekki. Eftir stendur spurningin um af hverju pólitíksir fulltrúar borgarinnara mismuna almenningi í landinu. Af hverju fær Jón Jónsson ekki að kaupa með sama hætti og Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason. Af hverju ekki að gefa almenningi kost á því að vera með á jafnréttisgrundvelli og leita síðan til eins eða tveggja kjölfestu fjárfesta í framhaldi af því, vanti þá eitthvað upp á fjármögnun fyrirtækisins.

Það hefur opinberast fyrir almenningi undanfarna daga að stjórnendur almenningsfyrirtækja og stjórnmálamenn eru því miður á kafi í vafasömum gjörningum svo ekki sé meira sagt. Það er nauðsnlegt að borgaryfirvöld geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi okkur um það hvað gerðis, hvenær og hvernig. Þá er líka nauðsynlegt að stjórn fyrirtækisins komi aftur saman til fundar og gefi öllum jafnan kost á að kaupa í fyrirtækinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 2239
  • Frá upphafi: 2296176

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2071
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband