Leita í fréttum mbl.is

Af hverju má ASÍ ekki gera verðkannanir í Bónus?

Forstjóri búðarkeðjunar sem rekur Hagkaup og Bónus segir að ASÍ megi ekki framkvæma verðkannanir í búðum sínum vegna óvandaðra vinnubragða sem hafi skaðað fyrirtækið.

Kaupmenn hafa iðulega sett út á verðkannanir en sjaldnast hafa slíkar ásakanir átt rétt á sér. Með örfáum undantekningum hafa verðkannanir gefið raunsanna mynd af mismun á verðlagi milli verslana og breytinga á verðlagi milli tímabila.  Þá má fullyrða að Bónus sé sú verslun sem mest hafi hagnast á verðkönnunum um langt árabil. Með vísan til þess er ákvörðun forstjórans undarleg.

Á upplýsingatímum eins og við lifum á þá er það fráleitt að meina verkalýðshreyfingunni að kanna verðlag í verslunum. Slíkt ráðslag hlítur að vekja upp spurningar hvers vegna viðkomandi fyrirtæki vill ekki að hlutlægt eftirlit sé haft með vöruverði sínu. Þessi afstaða er þó ekki algjörlega ný því að fyrirtækið beitti sömu útilokun þegar Neytendasamtökin framkvæmdu verðkannanir en þá var hægt að bregðast við því með sama hætti og ASÍ getur brugðist núna til að neytendur geti fengið upplýsingar um verð í verslununum.

Hitt er svo annað að það er gjörsamlega fráleitt að stærsta matvöruverslanakeðjan skuli freista þess að koma í veg fyrir að verð í verslunum hennar Hagkaup og Bónus sé kannað af hlutlausum aðilum.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er með ólíkindum að forstjóra Bónus skuli detta þetta í hug.

Sigurjón Þórðarson, 15.10.2007 kl. 11:30

2 identicon

Þeir eiga erfitt með að sætta sig við að hafa ekki komið best út úr könnuninni blessaðir. Neytendur þurfa að taka málin í sínar hendur og sniðganga slíkar verslanir. Bónus hefur básúnað það í auglýsingum sínum þegar þeir hafa komið vel út. Nú á hinns vegar að loka á kannanir vegna þess að þeir eru ekki að standa sig í samkeppninni.

Daníel (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 11:33

3 identicon

Svona vinna þeir bara hjá Högum sem reka Bónusverslanirnar. Þeir þora ekki að hleypa fólki í verðkannanir þegar aðrir bjóða lægri verð en þeir og það er Högum alveg hreint til skammar. 

Stefán (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 12:00

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Finnur er sár yfir síðustu útkomu, heyrði viðtal við hann í hádegisfréttum. Þar segir hann að það sé verið að bera saman epli og appelsinu, ef það er raunin skil ég hans sárindi. Ég skil hins vegar ekki að ASÍ hafi ekki vandaðri vinnubrögð en það að bera saman epli og appelsínu. í vesturbæ Reykjavíkur kom ný Krónuverslun fyrir stuttu og það hefur víst fækkað all verulega kúnnunum í Bónus. Ekki nóg með að Bónus tapar hér í Vesturbænum þá tapar Hagkaup víst líka segja kunnugir.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 15.10.2007 kl. 12:45

5 Smámynd: Ibba Sig.

Ég veit sitthvað um verðkannanir á matvöru á Íslandi í gegnum árin og mitt álit er að Bónusfólk hafi ekki tekið þessa ákvörðun að ástæðulausu.

Mjög margar verðkannanir eru gallaðar í forminu og margar verslanir víla ekki fyrir sér að svindla til að fá betri útkomu. Ef ASÍ hefur á einhvern hátt klúðrað verðkönnun þannig að hún gefi ranga mynd af verði einstakra verslana eiga verslanir ekki að taka þátt. Svo einfalt er það. Hér eru milljarðar undir, ekki bara hjá verslunum því þessir milljarðar koma frá neytendum sem vilja versla hjá þeim sem best býður. 

Litlar upplýsingar er að fá inni á síðu ASÍ um framkvæmd könnunarinnar. Þó er að finna þar exel töflu þar sem allt verð er listað. Í einhverjum dálkum er að finna stafina e  og em sem þýðir ekki til og ekki verðmerkt. Það gefur til kynna að ASÍ sé að taka skráð hilluverð og nota það í þessari könnun en eins og allir neytendur vita eru merkingar í verslunum í molum og ekki hægt að treysta á hillumerkingar. Verð á strimli er hið eina sem er að marka enda er það verðið sem neytandinn greiðir. Hafi ASÍ ekki sent útsendara sína alla á sama tíma í allar verslanir, látið þá haga sér eins og almennir viðskiptavinir, keypt alltaf sömu vöru í eins pakkningum, rennt vörunum í gegnum kassann og fengið strimilinn og notað verðið af honum, er könnunin gölluð

Bara þetta litla "em=ekki verðmerkt" segir manni að það sé sitthvað athugavert við könnun ASÍ. 

Ibba Sig., 15.10.2007 kl. 16:58

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er nú aldeilis gott fyrir neytendur aðö hafa þann sem ibbar sig og veit betur um verðkannanir og öll þau vísindi, betur en þeir sem hafa leitað sérfræðinga með framkvæmd kannana sinna eins og ASÍ mun hafa gert. Mér er sagt að þeir hafi haft vaðiðp fyrir neðan sig í þeim efnum einmitt ef einhver færi að ibba sig við þá um þessar verðkannanir.

Einhvern veginn sýnist manni nú að síðasti ritari sé hálf meðvirkur með Bónus í skrifum sínum. Gott ef ekki viðkomandi á starfsmann Bónuss í ættarmeiði sínum.

Ég minnist þess ekki að viðkomandi hafi neitt ibbað sig á meðan kannanir sýndu Bónus með lægri körfuna. Merkilegt- en hvað það var skrýtið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.10.2007 kl. 21:29

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér er um gríðarlega mikilvægt atriði að ræða og það má ekki gerast að hætt sé að stunda eftirlit með verði í verslunum. Engin leið er að ætlast til þess af hverjum borgara að hann fylgist nógu vel með og mikið hagræði í því hafa gott og vel útfært eftirlit í gangi.

Það verður að finna leiðir til þess að gera kannanirnar þannig úr garði að niðurstaðan sé óumdeilanleg þótt taka verði "dagsform" verslana með í reikninginn, þ. e. að misjafnlega getur staðið á á stundum.

En á tímum lágrar verðbólgu ætti að vera hægt að gera þetta almennilega. Ef

meiri peninga þarf til þess er þeim peningum vel varið.

Ómar Ragnarsson, 15.10.2007 kl. 21:33

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

þessi hrokafulla afstaða Bónus er ekki ný bóla.

Fyrir nokkrum árum var sonur minn að gera verkefni í skóla (hann var 16 ára) um verð í matvöruverslunum. Hann for i Bónus á Laugavegi og skrifaði niður nokkur verð en var bara hreinlega hent út af verslunarstjóra.

Hann sagði mér frá framkomu verslunarstjórans. Ég fór með syni mínum og hélt vörð á meðan sonurinn kláraði þetta litla skólaverkefni, að vísu með nöldrandi verslunarstjóra á bakinu sem greinilega hafði fengið fyrirskipanir um að úthýsa öllum verðkönnunum.

Bónusmenn eru haldnir einhverri drottnunargirni, þeir haga sér eins og húsbændur í torfkofa sem gátu tuktað vinnuhjúin til eins og þeim sýndist.

Það er nú bara mín skoðun! 

Benedikt Halldórsson, 15.10.2007 kl. 22:49

9 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sá sem er að fela,er sennilega að stela,eða hvað?????????

Ari Guðmar Hallgrímsson, 16.10.2007 kl. 09:14

10 Smámynd: Ibba Sig.

Nei Predikari, ég þekki engan sem er að vinna í Bónus og er ekki tengd fyrirtækinu á neinn annan hátt en þann að ég á það til að kaupa matvöru þar og kannski einstaka sokkapar. 

Og já, það er gott að hafa fólk sem "ibbar sig", jafnvel stóru, fínu, (hálf) opinberu batteríin geta gert mistök og hafa orðið uppvís að slíku í gegnum tíðina. 

Sem er ekki gott því hér erum við að tala um milljarða viðskipti og þá er ég ekki að spá í afkomu Krónunnar eða Bónuss heldur allra þeirra sem kjósa að kaupa matvöru sína þar sem hún er ódýrust. Það er grafalvarlegt mál ef fólk fær rangar upplýsingar sem verða til þess að það þarf að greiða meira fyrir matarkörfuna en ella.  

Og allar upplýsingar sem liggja fyrir benda til þess að umrædd könnun hafi verið meingölluð og ekki til þess fallin að gefa almenningi rétta mynd af verðlagi í þessum verslunum.  

Ibba Sig., 16.10.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 330
  • Sl. sólarhring: 773
  • Sl. viku: 4120
  • Frá upphafi: 2295855

Annað

  • Innlit í dag: 315
  • Innlit sl. viku: 3781
  • Gestir í dag: 306
  • IP-tölur í dag: 300

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband