Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
30.4.2007 | 17:54
Koma verður í veg fyrir mannsal og misnotkun á fólki.
Það eru rúm 200 ár síðan Bretar og Danir samþykktu lög sem bönnuðu þrælasölu. Samt sem áður les maður um að viðskipti með fólk hafi aldrei verið meiri en einmitt núna. Í Bandríkjunum og Evrópu eru ungar konur m.a. hnepptar í kynlífsþrælkun. Gegn þessu verður að vinna með öllum ráðum.
Ég hef sett fram þá hugmynd að við legðum til að sett yrði á fót sérstök samevrópsk lögregludeild. Sem hefði það sérstaka verkefni að uppræta mannsal í hvaða formi sem það væri og vinna að því að koma í veg fyrir því að frelsi fólks væri af því tekið. Þetta er ósómi sem verður að vinna gegn. Hvort heldur mannsal viðgengst á Íslandi eða ekki þá eigum við að taka forustu um að koma þessum ófögnuði út í ystu myrkur.
Rannsaka þarf hvort mansal teygi anga sína hingað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.4.2007 | 08:48
Bjarni Benediktsson gerðu grein fyrir málinu.
Bjarni Benediktsson er eitt glæsilegasta foringjaefni Sjálfstæðisflokksins. Ég hef bundið miklar vonir við hann sem framtíðarleiðtoga í íslenskum stjórnmálum. Björn Bjarnason frændi hans er besti fagráðherra síðari ára og að mínu mati með heiðarlegustu stjórnmálamönnum landsins.
Það eru meiri kröfur gerðar til þeirra sem miklar væntingar eru bundnar við. Þess vegna skiptir máli nú fyrir Bjarna Benediktsson að hann komi fram og geri heiðarlega grein fyrir afgreiðslu 3 manna nefndar Alsherjarnefndar Alþingis á máli tengdadóttur Jónínu Bjartmars. Hver fór fram á afgreiðslu nefndarinnar? Hvaða atriði skoðaði nefndin? Hvað réðí því að nefndin lagði til að stúlkan fengi ríkisborgararétt? Var Sigurjóni Þórðarsyni sem situr í Alsherjarnefnd gerð grein fyrir málinu? Var Kolbrúnu Halldórsdóttur sem er áheyrnarfulltrú í Alsherjarnefnd gerð grein fyrir málinu?
Þessar skýringar verður Bjarni að gefa strax undanbragðalaust. Góður maður eins og Bjarni Benediktsson á ekki að láta svona mál flækjast fyrir sér.
29.4.2007 | 20:41
Jónína Bjartmars og ríkisborgararéttur tengdadótturinnar.
Sumir muna e.t.v. eftir hremmingum við stjórnarmyndun borgaraflokkana í Svíþjóð eftir síðustu kosningar þar sem tvær konur sem áttu að verða ráðherrar urðu að hætta við það.
Það var leiðinlegt að sjá þau Bjarna Bendiktsson Guðjón Ólaf Jónsson og Guðrúnu Ögmundsdóttur segja það í sjónvarpinu að allt hefði verið í lagi með afgreiðslu á máli tengdadóttur Jónínu Bjartmarz og og þau hefðu ekki vitað um þessi tengsl. Þessar staðhæfingar þeirra eru rangar.
Það er verklagsregla þegar mál eins og mál tengdadóttur Jónínu eru til skoðunar hjá 3 manna nefnd Alsherjarnefndar Alþingis að kannað er sérstaklega hvar viðkomandi einstaklingur býr, fjárhagsaðstæður og hverjum viðkomandi tengist hér á landi. Hafa verður í huga að þegar málið komi til skoðunar á borði þeirra Bjarna Benediktssonar, Guðjóns Ólafs og Guðrúnar að þá hafði umsókn tengdadótturinnar verið hafnað af útlendingaeftirlitinu og dómsmálaráðuneytinu.
Þriggja manna nefnd alsherjarnefndar sem þau Bjarni, Guðjón og Guðrún sátu í bar að athuga mál og stöðu tengdadóttur Jónínu í samræmi við verklagsreglur í nefndinni. Það hljóta þau að hafa gert og vitað nákvæmlega um stöðu mála og tengsl stúlkunnar við Jónínu. Annars hefðu þau brotið gegn þeim starfsreglum sem hafa verið viðhafðar í alsherjarnefnd. Hafi þau lagt til að stúlkunni væri veittur ríkisborgararéttur án þess að hafa kannað málið með eðlilegum hætti þá hafa þingmennirnir vanrækt starfsskyldur sínar. Hvorki staðhæfingar og skýringar þingmannana í Alsherjarnefnd Alþingis né skýringar Jónínu Bjartmars standast skoðun. Því miður.
29.4.2007 | 18:30
Sjálfstæðisflokkurinn eyðir mestu en ekki minnstu
Í Morgunblaðinu í dag er segt frá auglýsingarkostnaði stjórnmálaflokkana. Margir Sjálfstæðismenn halda því fram í fullri alvöru að þessar upplýsingar Morgunblaðsins sýni ótvírætt að Sjálfstæðisflokkurinn eyði minnstum peningum í kosningabaráttuna en það er rangt.
Sjálfstæðisflokkurinn er með yfir 100 manns á launum í kosningabaráttunni eða mun fleiri en nokkur annar flokkur. Sjálfstæðisflokkurinn er með flesta launaða starfsmenn allt árið. Kosnigabarátta er ekki bara nokkrar vikur fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er með flestar kosningaskrifstofur og birtir þar auglýsingar í gríð og erg. Fleira mætti nefna.
Þegar allt er talið þá liggur fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn eyðir langmest í kosningabaráttuna beint.
Það er líka til að taka að stjórnarflokkarnir nota fé skattgreiðenda óspart í kosningabaráttunni. Ráðherrar láta mynda sig við að klippa á borða eða taka skóflustungur fyrir mannvikjum og öðru þess háttar. Það heitir ókeypis auglýsing en til upprifjunar fyrir þá Frjálshyggjumenn sem enn styðja þennan stjórnlynda sósíaldemókratíska flokk Sjálfstæðisflokkinn skal á það bent að Milton Friedman sagði á sínum tíma "There aint no such thing as free lunch". Þannig er það heldur ekki með skóflustungu pólitík ráðherrana. Skattgreiðendur borga.
29.4.2007 | 18:22
Frjálslyndir vilja eyða biðlistum.
Mér fannst þessi frétt nokkuð sérstök vegna þess að Frjálslyndir hafa haft það á stefnuskrá sinni að eyða biðlistum m.a. þeim biðlistum sem um ræðir í fréttinni án þess að ástæða hafi þótt til þess af fjömiðlum að slá því upp eða geta sérstaklega ummæla frambjóðenda Frjálslyndra í þessu efni.
Ég hef sérstaklega vakið athygli á velferðarhallanum eins og ég kalla það sem hefur skapast í tíð ríkisstjórnarinnar þar sem þeir sem lakast eru settir hafa ekki fengið í sinn hlut þann bata sem orðið hefur á lífskjörum almennings í landinu. Þess vegna er brýnast að leiðrétta velferðarhallann. Eyða biðlistum og borga öryrkjum og öldruðum sómasamlegar bætur og lífeyri. Velferðarkerfið á Íslandi á að bjóða þeim sem þurfa á því að halda mannsæmandi lífskjör. Ekki bara brýnustu lífsnauðsynjar heldur mannsæmandi lífskjör.
Einn vinur minn er búinn að bíða í marga mánuði eftir aðgerð. Hann gengur um á hverjum degi bryjðandi verkjapillur og skakkur vegna vanlíðunar. Þetta er aðgerð sem tekur ekki langan tíma. En hann er á biðlistanum. Hvað skyldi það kosta þjóðfélagið að sinna ekki slíkum aðgerðum. Þessi vinur minn er hættur að geta sinnt vinnunni sinni. Hvað þarf hann að bíða lengi í kvöl? Það er spurning sem allt of margir þurfa að spyrja.
Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2007 | 17:28
Ráðstefna um málefni innflytjenda.
Ég var á athyglisverðri ráðstefnu í dag sem Veraldarvinir gengust fyrir um málefni innflytjenda. Það var gaman að sjá að talsmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kannast ekkert við það sem þeir bera ábyrgð á í málefnum innflytjenda. Þannig gátu þær Guðfinna Bjarnadóttir frá Sjálfstæðisflokki og Sæunn Stefánsdóttir frá Framsóknarflokki engu svarað þegar ég beindi til þeirra spurningum um innflytjendalöggjöfina sem sýndi fram á hvað málflutningur þeirra var innantómur og í miklu ósamræmi við það sem flokkar þeirra standa raunverulega fyrir. Það var fátt um svör.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bera ábyrgð á því að undanþágan við óheftum innflutningi fólks frá nýju Evrópusambandsríkjunum var ekki nýtt. Þessir flokkar bera ábyrgð á því að ekkert var gert til að taka vel á móti þeim sem hingað komu og þeir bjuggu og búa iðulega í ófullnægjandi húsnæði og án nauðsynlegra mannréttinda. Þegar við Frjálslynd bentum á þetta þá snéru þeir út úr umræðunni og sökuðu okkur um að vera fjandsamlegir innflytjendum. Málflutningur þessa fólks dæmir það að lokum
Á fundinum var bent á siðferðilega skyldu okkar vegna m.a. ástandsins í Írak. Ég er sammála því að við berum siðferðilega ábyrgð vegna skammsýni forustumanna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Frjálslyndi flokkurinn er eini flokkurinn sem kemur heiðarlega fram í málefnum innflytjenda og bendir á vanda sem þarf að ræða. Framsóknarflokkurinn bauð 150 innflytjendum í mat og drykk í gær til að reyna að sannfæra þá um að Framsóknarflokkurinn væri vænn. Sú tilraun hefur vonandi mistekist.
27.4.2007 | 14:50
Frönsku forsetakosningarnar.
Um hvað snúast kosningar og skiptir það einhverju máli hvort Nicolas Zarkosy eða Segolene Royal verður kjörin? Hvað segja skoðanakannanir? Skoðanakannanir spáðu Royal slöku gengi framan af en það kom í ljós að þær voru ekki allskostar réttar. Zarosy leggur meiri áherslu á lög og reglur en Royal og margt fleira. Royal er hlynnt inngöngu Tyrkja í Evrópusambandið eftir ákveðinn tíma en Zarkosy er á móti því að þeir fái inngöngu nokkru sinni.
Athyglivert er að heyra að Zarkosy segir að verstu mistöku sem gerð hafi verið í franskri pólitík nokkru sinni hafi verið 35 stunda vinnuvikan. Royal hefur látið hafa það eftir sér að Kínverskir dómstólar séu skilvirkari en franskir ef til vill ætti hún að kynna sér kínversku refsilöggjöfina.
Miðað við loforð þeirra munu þau auka ríkisbáknið í Frakklandi. Það er annars merkilegt að skattgreiðendur skuli ekki hafa meira að segja í pólitík en raun ber vitni. Ef eitthvað þá sýnist mér Zarkosy vera líklegri til að stjórna betur en Royal sem hefur of mikið af gamaldags sósíalisma í farteskinu.
27.4.2007 | 11:34
Hættuástand framunan?
Jón Baldvin Hannibalsson segir að hættuástand sé framundan og Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins og fleiri geri sér það ljóst. Vaxtamunur milli Íslands og Evrusvæðisins er 11%. Jöklabréf hafa verið gefin út í von um skjótfengin gróða upp á hundruð milljarða. Þetta heldur uppi gengi krónunnar sem aftur veldur viðskiptahalla og þar með er boginn spenntur til gengisfalls síðar með aukinni verðbólgu.
Þetta er sú framtíðarsýn sem fyrrverandi fjármálaráðherra Jón Baldvin Hannibalsson hefur á íslenska efnahagskerfið.
Ég hef undanfarin ár raunar allt þetta kjörtímabil bent á þessar augljósu staðreyndir. Ríkisstjórnin hefur haldið uppi skuldsettri velferð. Stundum held ég að ríkisstjórnarflokkarnir hafi stjórnunarstíl í anda Loðvíks 15 Frakkakonungs sem eyddi gegndarlaust um efni fram en þegar honum var bent á það þá sagði hann "Það lafir meðan ég lifi" Ríkisstjórnarflokkarnir virðast stjórna undir kjörorðinu "Það lafir fram yfir kosningar"
Er ekki kominn tími til að kjósa ábyrga flokka og einstaklinga til forustu. Frjálslynda flokkinn X-F
27.4.2007 | 11:25
Hagstjórnarmistök?
Þegar fyrrverandi fjármálaráðherra sem mikið mark er takandi á skrifar þá hlítur maður að leggja við hlustir. Í dag er grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi fjármálaráðherra sem heitir "Fyrirtækin flýja hagstjórnarmistökin" Í greininni bendir hann á að þar sem skuldir heimilanna séu að stærsta hluta á verðtryggðum langtímalánum á föstum vöxtum hafi aðgerðir Seðlabanka til að slá á verðbólguna lítil áhrif til að slá á lánsfjáreftirspurn. En verðbólgureikningurinn sem bætist við höfuðstól lánanna í gegnum verðtrygginguna hefur aukið útgjöld hinnar skuldugu fjölskyldu um hálfa milljón á ári. Þar með fór hinn prísaða kaupmáttaraukning hjá mörgum fyrir lítið segir Jón Baldvin.
Jón Baldvin bendir á það með skýrum hætti hvaða hættur eru í því að vera með verðtryggð lán í þjóðfélagi þar sem ríkisstjórn hefur gert hagstjórnarmistök. Hann segir að vegna óstöðugleika krónunnar hafi fyritæki neyðst til að fara úr landi.
En venjulegt fólk á þess ekki kost við verðum að búa við hagstjórnarmistök ríkisstjórnarinnar. Heimilin í landinu fá reikninginn þegar gengið fellur. Heimilin í landinu fá reikninginn þegar olíuverðið hækkar.
Eina leiðin er að taka um aðra viðmiðun varðandi gengi krónunnar og afnema verðtrygginguna. Verðtryggingin er hækja gjaldmiðils sem engin treystir.
26.4.2007 | 23:50
Góður fundur í Breiðholtsskóla. Umræða eyðir fordómum
Ég var á góðum fundi með frambjóðendum hinna flokkana í Breiðholtsskóla í kvöld. Þar komu m.a. fram að ákveðin vandamál hafa komið upp í grunnskólum í hverfinu vegna vanrækslu ríkisstjórnarinnar á að sinna þeim mikla straumi innflytjenda sem sest hefur hér að á undanförnum árum. Ljóst er að sú umræða sem við Frjálslynd hófum vorið 2006 um vanrækslu ríkisstjórnarinnar í þessum efnum á fullan rétt á sér. Það skiptir máli að gera vel við þá sem hingað koma og gæta þess að íslenskt velferðarkerfi starfi með eðlilegum hætti.
Við Frjálslynd höfum ítrekað bent á að vandamálið er ekki innflytjendurnir. Vandamálið er of margir á skömmum tíma. Vandamálið er síðan fyrst og fremst ráðleysi og vanræksla ríkisstjórnarinnar á að taka á málum þannig að öllum sem hingað eru komnir sé tryggð mannréttindi og möguleikar til að aðlaga sig að þjóðfélaginu.
Sem betur fer gera fleiri og fleiri sér grein fyrir að sú umræða sem við Frjálslynd höfum haft um þessi málefni er þörf og til þess fallin að eyða fordómum og búa svo um hnútana að hér skapist ekki vandamál í framtíðinni. Þeir sem hafa reynt að afflytja þessa umræðu gera öllum ógagn. Umræða á aða eyða fordómum. Þannig höfum við nálgast málið við Frjálslynd og munum halda áfram að gera það.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 64
- Sl. sólarhring: 807
- Sl. viku: 6263
- Frá upphafi: 2471621
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 5714
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson