Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
20.9.2007 | 14:54
Góð niðurstaða.
Hægt er að óska þjóðkirkjunni og Dómkirkjuprestakalli til hamingju með að hafa fengið góðan og öflugan prest þar sem Anna Sigríður Pálsdóttir er. Ég lít á stöðu Dómkirkjuprests sem ein helstu prestsembætti landsins. Þær stöður eru nú vel skipaðar þar sem sr. Hjálmar Jónsson og sr. Anna S. Pálsdóttir munu skipa þær stöður.
Það skiptir líka miklu að konur komist til aukinna áhrifa innan þjóðkirkjunnar en þær gegna í vaxandi mæli prestsembættum víða um land.
Skemmtilegt að dóttir Dómorganistans Páls Ísólfssonar skuli koma til starfa fyrir sóknina sem Dómkirkjuprestur.
Valnefnd valdi Önnu Sigríði Pálsdóttur í starf Dómkirkjuprests | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2007 | 11:50
Heilbrigðisráðherra og Háskólasjúkrahús.
Á sínum tíma deildu þeir hart Alfreð Þorsteinsson og núverandi heilbrigðisráðherra í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Alfreð var þá stjórnarformaður Orkuveitunnar og lagði út í ýmsa vafasama hluti eins og risarækjueldi svo dæmi séu tekin. Heilbrigðisráðherra var þá í minnihluta og deildi hart á Alfreð. Alfreð vék fyrir síðustu kosningar til borgarstjórnar fyrir helstu vonarstjörnu Framsóknarflokksins Birni Inga Hrafnssyni og var rétt sú dúsa að verða formaður framkvæmdanefndar um byggingu hátæknisjúkrahús. Því starfi hefur hann gegnt síðan.
Nú hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að leggja niður framkvæmdanefndina hans Alfreðs og er þar með búinn að koma Alfreð út úr málinu. En spurning er hvort að það þýði að heilbrigðisráðherra vilji gera eitthvað annað eða hvort hann ætlar að halda áfram á sömu leið en með nýjum formanni nýrrar framkvæmdanefndar?
18.9.2007 | 20:21
Eru það okkar hagsmunir að vera í Schengen?
Það eru milljónir manna týndir á Schengen svæðinu. Schengen samstarfið færir okkur takmörkuð þægindi eða gæði en galopnar landið fyrir tæplega 500 milljón manns. Þeir íbúar Schengen svæðisins sem hingað vilja koma geta það án nokkura takmarkana eða eftirlits og verið hér í ákveðinn tíma án þess að íslensk yfirvöld hafi nokkuð með það að gera.
Það er merkilegt að menn skuli reka í rogastans yfir því að hér sé mikið af fólki við störf án þess að það sé nokkurs staðar skráð. Síðustu 12 mánuði hafa verið skráðir 15.000 þúsund manns inn í landið löglega til starfa eða 1.250 manns á mánuði. Það lætur því nærri að um það bil ein Akureyri hafi komið til landsins frá útlöndum á einu ári. Spurning er þá hvað eru margir óskráðir? Hvað koma margir í gegn um Schengen samstarfið og eru hér án þess að íslensk yfirvöld viti nokkuð um það. Er það annars nokkuð skrýtið miðað við þetta að víða í verslunum eða þjónustufyrirtækjum t.d. Pissastöðum sé samskiptamálið frekar enska en íslenska.
Í dag var greint frá því að Frakkar ein fjölmennasta þjóð Evrópu hefði ákveðið að takmarka enn innflytjendastrauminn til landsins með ákveðnum aðgerðum. Hvað ætlum við að bíða lengi með að gera nauðsynlegar ráðstafanir.
Dómsmálaráðherra getur brosað út í bæði um leið og hann skálar í kampavíni við starfsfélaga sína til að fagna því að tugir milljóna manna til viðbótar hafa nú fengið frjálsan aðgang að Íslandi.
Shengensvæðið stækkar til austurs á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.9.2007 | 13:03
Forsenda framfara og atvinnuuppbyggingar
Ég átti þess kost að heimsækja 4 háskóla með menntamálanefnd Alþingis í lok síðustu viku. Háksólann á Akureyri, Bifröst, Hvanneyri og Hólum. Þessir skólar eru ólíkir um margt en það sem mér þótti athygliverðast var sá þróttur og sú djarfa framtíðarsýn sem stjórnendur þessara skóla hafa. Víða var okkur bent á það hvað mörg ný störf yrðu til með tiltölulega lágri fjárveitingu.
Mannauður verður forsenda velmegunar í íslensku þjóðfélagi. Framfarasókn í atvinnulífi þjóðarinnar ræðst af því hvað vel við getum búið komandi kynslóðir undir það að taka við og búa til hálaunaþjónustu hér á landi. Óneitanlega fyllist maður bjartsýni af því að hitta fólkið sem stjórnar þessum Háskólum utan höfuðborgarsvæðisins.
Ég velti því fyrir mér eftir að hafa hitt þetta fólk sem stjórnar háskólunum og raunar í síðustu viku líka þá sem stjórna fjármálafyrirtækjunum hvort að stjórnmálastarfið og hugmyndirnar þar væru ekki staðnaðar miðað við þá þróun sem orðið hefur víða annarsstaðar í þjóðfélaginu.
13.9.2007 | 08:27
Stóraukin ríkisútgjöld, ávísun á verðbólgu.
Ríkisstjórnin hefur kynnt áætlun sína um að stórauka ríkisútgjöld. Útgjaldaaukninguna kallar ríkisstjórnin mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar þorskafla. Þetta er rangt.
Í fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin ekki kannað hvaða þörf var á mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðar á þorskafla og hverjir töpuðu vegna þess.
Í öðru lagi vegna skorts á þarfagreiningu þá eru meintar mótvægisaðgerðir ómarkvissar.
Í þriðja lagi þá er verið að leggja til gæluverkefna að hluta og hins vegar ávísa fjármunum sem óhjákvæmilegt var að gera en á vitlausum tíma í mörgum tilvikum.
Í fjórða lagi eru ýmis góð og gagnleg verkefni sem leggja á fjármuni til annað væri óeðlilegt þegar rúmir 10 milljarðar eru greiddir úr ríkissjóði. Þessi verkefni eru þó flest þess eðlis að það var ástæða til að bíða með þau meðan ofurþensla er á almenna markaðnum.
Í fimmta lagi koma til landsins 1200 innflytjendur á mánuði til að vinna eða um 15.000 síðustu 12 mánuði. Samt sem áður kalla fyrirtækin enn á meira vinnuafl. Það liggur því ljóst fyrir að ekki var þörf á að fjölga störfum í ofhituðu hagkerfi.
Í sjötta lagi þá er aðgerðum ekki beint til þeirra sem verða fyrir tekjusamdrætti vegna skerðingar þorskvóta.
Í áttunda lagi þá veldur svona mikil útgjaldaaukning úr ríkissjóði aukinni verðbólgu. Ríkisstjórn og Seðlabanki vinna því greinilega ekki saman.
Í níunda lagi þá hafa útgerðarmenn haldið því fram að vegna gjafakvótakerfisins þá hafi hagræðing og framlegð aukist gríðarlega mikið í sjávarútvegi. Fyrirtækin ættu því að geta tekið skammvinnum tímabundnum samdrætti án aðstoðar ríkisvaldsins með sama hætti og önnur fyrirtæki þurfa að gera verði samdráttur hjá þeim. Í því sambandi má minna á að boðaður samdráttur í þorskafla er til þess skv því sem ríkisstjórnin segir að þorskafli verði mun meiri á næsta ári og næstu árum. Aðgerðir hvað fyrirtækin í sjávarútvegi varðar voru því óþarfar miðað við það sem útgerðarmenn og ríkisstjórn hafa haldið fram.
Í tíunda lagi þá á velferðarkerfi að vera fyrir fólk en hvorki fyrir fyrirtæki eða sveitarfélög. Einu mótvægisaðgerðirnar sem þörf gat verið á snéri því að einstaklingum, fólki sem kunni að verða fyrir tekjusamdrætti en ekkert í tillögum ríkisstjórnarinnar snýr að því.
Með eyðslustefnu sinni sem minnir á gamaldags þrautreynda byggðastefnu 9 áratugarins á síðustu öld er ríkisstjórnin að kynda verðbólgubál, auka þrýsting á gengisfellingu krónunnar og auka ríkisútgjöld til muna. Reikna má með eftir þess aðgerð að opinber útgjöld á Íslandi muni nema um helmingi af þjóðarframleiðslu.
Skyldu forsætis- mennta og fjármálaráðherra vera búnir að taka fram söngkverið hennar Ingibjargar Sólrúnar þar sem er að finna ljóðið "Sovét ísland óskalandið hvenær kemur þú.?
12.9.2007 | 15:10
Vald sérfræðinnar.
11.9.2007 | 22:05
Við verðum að komast frá flotkrónunni.
Helstu fjármálastofnanir landsins að Seðlabankanum einum unanskildum skilja nauðsyn þess og tala fyrir því að gjaldmiðill þjóðarinnar njóti trausts þannig að hann þurfi ekki að styðja sig við hækju eins og verðtryggingu langtímalána.
Spurning er hvort taka á upp Evru eða leita annarra leiða. Krafan er um aukið öryggi í viðskiptum. Flotkrónan er ávísun á óöryggi en væri ekki svo þá þyrfti enga verðtryggingu. Verðtryggingin er vegna þess að krónunni er ekki treyst til lengri tíma. Færa má gild rök fyirr því að lánakostnaður heimilanna sé margfalt meiri vegna þess herkostnaðar sem að gjaldmiðillinn leggur á venjulega neytendur.
Íslenska krónan er hávaxtagjaldmiðill og meðan markaðurinn álítur að henni sé treystandi til skamms tíma þá halda menn áfram að fjárfesta í jöklabréfum. Ársvextir af útgefnum jöklaréfum nema nú rúmum 70 milljörðum á ári. Það er sú byrði sem flotkrónan leggur nú þegar á þjóðarbúið.
Það er ábyrgðarleysi af ríkisstjórninni að taka ekki gjaldmiðilsmálin til alvarlegrar umræðu og ákvarðanatöku um aukið öryggi í viðskiptum. Ríkisstjórnin getur ekki borið fyrir sig að hún hafi ekki verið vöruð við alvarlegum afleiðingum þess að fresta óhjákvæmilegri ákvörðun um gjaldmiðilsbreytingu.
11.9.2007 | 07:31
Ferð viðskiptanefndar í fjármálastofnanir
Í gær átti ég þess kost að fara með viðskiptanefnd Alþingis í tvær fjármálastofnanir, Landsbankann og Byr. Það var gaman að kynnast því hvað það er mikill kraftur í íslenskum fjármálafyrirtækjum og viðhorfum þeirra sem þar starfa. Sú bylting sem hefur orðið í starfi þessara fjármálafyrirtækja hefur skapað mörg hundruð ný hálaunastörf og breytt viðhorfum í flestum tilvikum til hins betra.
Við ræddum við forsvarsmenn þessara fyrirtækja m.a. um íslensku krónuna og það er ljóst að forustumenn í fjármálaheiminum telja að það sé kominn tími til að gera breytingar til að tryggja aukið öryggi í viðskiptum en krónan uppfyllir ekki þau skilyrði lengur.
Ég hef lengi talið að þó að sjálfstæður gjaldmiðill hafi reynst vel á vissum tíma þá væri fyrir nokkru liðinn sá tími að það væri skynsamlegt að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil í því formi sem við erum með. Það er of hættulegt vegna spákaupmennsku. Það veldur því að íslenskir neytendur borga mun hærra verð fyrir lánin sín en neytendur annarss staðar á Evrópska efnahagssvæðinu og veldur óþarfa erfiðleikum fyrir framleiðslugreinar og þá sem eru í milliríkjaviðskiptum.
Lagaumhverfi um fjármálastofnanir kom að sjálfsögðu mikið til umræðu á fundum okkar og það er ljóst og var vitað fyrirfram að mikilvægt er að sú lagaumgjörð sé sniðin um fjármálafyrirtækin að þau hafi möguleika og eðlilegt svigrúm til athafna á sama tíma og þess er gætt að eðlilegt eftirlit sé með starfsemi þeirra og þess gætt að um raunverulega markaðsstarfsemi sé að ræða einkum varðandi neytendur. Ég hef orðað það svo að viðmiðunin eigi að vera sú að lagaumgjörðin um fjármálafyritækin sé þannig að þau séu sett í treyju en ekki í spennitreyju.
Það skiptir máli að stjórnmálamenn hefti ekki starfsemi fyrirtækja og búi þeim þá umgjörð sem hentast er fyrirtækjum og þjóðfélagi. Eitt af því sem verður að koma til skoðunar og öfgalausrar umræðu sem fyrst er gjaldmiðillinn. Vitræn stefna í gjaldmiðilsmálum er eitt mikilvægasta úrlausnarefni sem við stöndum frammi fyrir. Það er nauðsynlegt að bregðast við áður en fjármálafyrirtæki og þeir sem það geta hafa flúið íslensku krónuna sem viðmið í viðskiptum.
10.9.2007 | 08:23
Spennandi vika á verðbréfa- og gengismörkuðum.
Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á gengis- og verðbréfamörkuðum heimsins þessa viku. Fyrir nokkru varð ljóst að það stefndi í mikla niðursveiflu í kjölfar slæmra frétta frá Bandaríkjunum en það er helst eyðslan í Bandaríska hagkerfinu sem hefur drifið uppsveifluna í hagkerfum heimsins áfram. 1929 þegar mikið verðfall varð á hlutabréfum í kauphöllinni í New York dró alríkisstjórnin samtímis úr peningamagni í umferð. Nú fara stjórnendur peningamála þveröfugt að. Milljörðum er dælt út á markaðinn til að reyna að koma í veg fyrir hraða niðursveiflu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það gengur einkum þegar það liggur fyrir að engin innistæða er fyrir verði margra skráðra félaga á hlutabréfamörkuðum.
Það verður líka spennandi að sjá hver áhrifin verða hér á landi gangi það eftir sem margir sérfræðingar spá að mikil niðursveifla verði á erlendum mörkuðum. Íslenska hlutabréfavísitalan mun þá taka dýfu og gengi krónunnar lækka. Spurning er þá hvort að Seðlabankinn muni bregðast við með svipuðum hætti og slíkar stofnanir í Evrópu og Ameríku, lækki vexti og auki peningamagn í umferð.
En svo benda margir á að þegar búist er við sveiflu þá komi hún ekki heldur nokkru síðar. Það tímabil sem við erum að ganga í gegn um núna verður lærdómsríkt en sem betur fer hefur hagfræðinni farið fram þannig að við kunnum betur að bregðast við duttlungum markaðarins en fyrri hluta síðustu aldar.
9.9.2007 | 14:40
Vegir utanríkisráðherra eru sérstakir.
Utanríkisráðherra hefur biðlað til Háskólsamfélagsins um að hefja "vísindalega" áróðursherferð fyrir réttlætingu kosningabaráttu fína fólksins til að fá fulltrúa Íslands kosinn í Öryggisráð SÞ. Sama dag tilkynnti utanríkisráðherra að hún ætlaði að kalla NATO liðsmann þjóðarinnar í Írak heim þó aðeins 35 dagar væru þar til hún lyki störfum.
Áróðursherferð Háskólasamfélagsins á að sannfæra Íslendinga um ágæti þess að sækjast eftir kjöri í Öryggisráð SÞ og leita afsökunar á peningaaustrinum í þá kosningabaráttu þrátt fyrir að mikill meiri hluti landsmanna sé á móti þessu. Afturköllun íslenska NATO liðans varðar hins vegar Ísland og þá sem hugsanlega vilja greiða okkur atkvæði í kosningunni til Öryggisráðsins
Spurning er hvort utanríkisráðherra telur það til styrktar framboði Íslands í Öryggisráð SÞ meðal NATO þjóða að bregðast við með þeim hætti að kalla eina NATO liðann í Írak heim?
Utanríkisráðherra segir að allt annað gildi um liðsmenn Íslands í Afghanistan, án þess að færa vitræn rök fyrir því.
Það væri e.t.v. verðugt verkefni á næstu fundum Háskólasamfélagsins að velta fyrir sér þeirri spurningu hvort þjóð sem kallar gæslumenn sína úr verkefnum að eigin geðþótta án samráðs við bandalagsþjóðir sínar á erindi í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 20
- Sl. sólarhring: 431
- Sl. viku: 4236
- Frá upphafi: 2449934
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 3947
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson