Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
9.3.2009 | 20:37
Mun viðskiptaráðherra axla ábyrgð
Það var fróðlegt að fylgjast með viðtali Helga Seljan við viðskiptaráðherra í Kastljósi nú áðan. Rætt var um yfirtöku ríkisins á Straumi-Burðarás. Einn banki er fallinn og spurning er hvað þeir sem hæst hafa talað um bankahrun og að það hafi gerst á vakt þessa eða hins og ákveðnir einstaklingar verði að axla ábyrgð segja nú.
Þegar Helgi Seljan ræddi við Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra í vetur þá spurði hann viðskiptaráðherra að því er mig minnir alltaf að því hvort hann ætlaði ekki að axla ábyrgð á bankahruninu. Nú beið ég spenntur eftir að sjá hverju núverandi viðskiptaráðherra svaraði þessari spurningu Helga Seljan. En svo merkilega vildi til að Helgi spurði aldrei um þetta. Viðskiptaráðherra nýtur greinilega forréttinda sem Björgvin G. Sigurðsson naut ekki.
En af hverju var þörf á að taka Straum Burðarás yfir. Af hverju var þörf á því að hætta peningum skattborgaranna í þetta ævintýri. Hér var ekki um hefðbundinn viðskiptabanka að ræða og ábyrgð ríkisins því takmörkuð ef nokkur. Af hverju þá að taka ábyrgð á milljarða hundruðum?
Í þessu tilviki hefði verið eðlilegra að bankinn hefði farið í skiptameðferð án þess að ríkið blandaði sér í málið eða liggja einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að ríkisstjórnin ákveður að hætta fjármunum almennings með þessum hætti án þess að nokkur þörf sé á?
Auknar líkur á þjóðargjaldþroti" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 18:06
Sterkur leiðtogi kveður.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur verið einn sterkasti stjórnmálaleiðtoginn í hartnær tvo áratugi. Hún hefur verið góður foringi Samfylkingarinnar. Ljóst er að Samfylkingin mun stríða við forustuvanda næstu árin fyrst sterkustu og hæfustu stjórnmálamenn flokksins að Ingibjörgu frátalinni þau Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson gefa ekki kost á sér til formennsku í flokknum. Ég vona að Ingibjörg nái sem fyrst góðri heilsu en það er vafalaust hárrétt ákvörðun hjá henni að hverfa frá alla vega að sinni.
Pólitík er óvægin og Ingibjörg hefur mátt þola það eftir að hún veiktist að hart hefur verið sótt að henni af mörgum, jafnvel svo að það hefur verið fjarri því að vera viðurkvæmilegt. Það virðist því miður vera svo að úlfarnir eru reiðubúnir til að ráðast á hvern þann stjórnmálamann sem sýnir af sér einhvern veikleika. Það mættu allir muna það sem gefa sig að stjórnmálum að tími hetjunnar er alltaf stuttur á þeim vettvangi.
Ég hef oft gagnrýnt Ingibjörgu Sólrúnu vegna andstæðra stjórnmálaskoðana okkar. Ég met hana hins vegar mikils sem einstakling og stjórnmálamann.
Vandamál Samfylkingarinnar voru ærin en verða enn alvarlegri þegar Ingibjörg Sólrún hverfur úr forustunni.
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2009 | 13:15
Vörumst vinstri stjórn.
Svandís Svavarsdóttir segir í kjölfar kosningasigurs síns í forvali VG að stærsta verkefnið séð að tryggja vinstri stjórn eftir kosningar og Sjálfstæðisflokkurinn fái hvíld. Svandís nefnir hins vegar ekki af hverju þetta er lífsnauðsyn.
Skyldi borgarfulltrúinn Svandís Svavarsdóttir vera svona hrifin af því sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur áorkað s.l. mánuð að hún vilji endilega að þetta stjórnarsamstarf haldi.
Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur ekki komið með heilstæða áætlun um það með hvaða hætti á að standa að endurreisn efnahagslífsins. Atvinnulausum fjölgar og fleiri og fleiri fyrirtæki fara í þrot. Hver skyldi vera framtíðarsýn borgarfulltrúa sem talar með þeim hætti að það sé nauðsynlegt að tryggja að vinstri stjórn verði eftir kosningar þegar ekkert liggur fyrir um hvað hún getur eða ætlar sér að gera.
Landsmenn geta hins vegar gert sér grein fyrir því hvað vinstri stjórn hefur í för með sér. Skattar munu hækka verulega. Halli á fjárlögum mun hækka verulega. Verði stefna Vinstri grænna að veruleika þá verða ekki til mörg arðberandi ný störf í landinu. Atvinnuleysi mun því aukast nema hvað varðar framhald boðaðrar stefnu um atvinnubótavinnu verði að veruleika. Er það þetta framtíðarland sem borgarfulltrúinn Svandís Svavarsdóttir sér fyrir sér í hillingum. Einhvern veginn finnst mér enduróma úr þessum hugleiðingum Svandísar um vinstri stjórn það sem næsta kynslóð vinstri manna á Íslandi á undan Svandísi kyrjuðu jafnan. "Sovét Íslands óskalandið hvenær kemur þú"
Til þessu eru vítin til að varast og vinstri stjórn er vissulega víti til að varast.
Vinstristjórn lífsnauðsyn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2009 | 22:48
500 milljarðar milli vina.
Hvað eru 500 milljarðar milli vina? Í sjálfu sér ekki neitt sem mér eða ykkur kemur við ef vinirnir hafa algjörlega með það að gera og þetta eru þeirra peningar eingöngu. Öðru máli skiptir ef um peninga annarra er að ræða. Þá eru það ekki 500 milljarðar milli vina heldur 500 milljarðar sem verður að skýra af hverju var farið með á þann hátt sem gert var.
Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum og vinum 500 milljarða. Var einhver glóra í þeim lánveitingum?
Fást lánin endurgreidd?
Miðað við allar kennitölur þá eru þessar lánveitingar með þeim hætti að gripið hefði verið til aðgerða af hálfu yfirvalda fyrir minni fjárhæðir en þessar og það með þeim hætti að lántakar og lánveitendur hefðu þurft að þola opinbera gistingu og fæði þangað til þeir hefðu skýrt af hverju þessar sérstöku fjárráðstafanir voru með þeim hætti sem Morgunblaðið greinir frá í dag.
Finnst sérstökum saksóknara ekki ástæða til að gera eitthvað í málinu strax?
Hvað skyldi dómsmálaráðherra hafa um málið að segja?
Já og viðskiptaráðherra?
Viðskiptaráðherra ætti að geta tjáð sig um þessar sérstöku lánveitingar ekki síður en hann gat upplýst þjóðina um skoðanir sínar og álit á mótmælafundum áður en hann settist í ráðherrastól.
Er ekki eðlilegt að þjóðin krefji ofangreinda embættismenn svara?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.3.2009 | 12:23
Af hverju á músikhúsið að hafa forgang
Músikhúsið við höfnina er dæmi um furðulega hugaróra sem allt of margir voru haldnir allt of lengi. Talið var eðlilegt og sjálfsagt að leggja út í margra tugamilljarða framkvæmd. Ljóst var að framkvæmdin mundi þegar músikhúsið væri fullbyggt leggja mikinn kostnað á ríki og Reykjavíkurborg. Samt var haldið áfram á þeim tíma þegar þjóðin taldi sig vera eina ríkustu þjóð heims. Jafnvel á þeim tíma þá var bruðlið og óráðssían við þessa framkvæmd óafsakanleg.
Það var þarft af Pétri Blöndal að vekja athygli á þessu máli með þeirri gagnrýni sem hann hafði uppi í dag. Ég hef frá upphafi talið mörg önnur verkefni í þjóðfélaginu mun brýnni en byggingu músikhússins. Nú þegar fyrir liggur að spurning getur verið um það hvort við getum haldið uppi eðlilegu félagslegu öryggisneti og sparað er og skornar niður framkvæmdir og aðgerðir á heilbrigðissviðinu og á vettvangi félagsmála þá finnst ríkisstjórninni eðlilegt að halda áfram eyðslunni við músikhúsið
Er það rétt að uppkomið muni músikhúsið kosta ríkissjóð og Reykjavíkurborg samtals um 3 milljónir á dag alla daga ársins? Sé svo er það þá ekki öldungis merkilegt að ríkisstjórnin skuli setja músikhúsið í forgang
Glundroði í málum tónlistarhúss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 23:07
Sjálfstæðisflokkurinn á réttri leið.
Sjálfstæðisflokkurinn er hástökkvari þessarar skoðanakönnunar. Ég tek skoðanakönnunum alltaf með vara en það sem þær mæla best er hvort fylgi er að aukast eða minnka. Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurin að bæta við sig um 3 prósetn frá síðustu könnun. Það gefur vísbendingu um að Sjálfstæðisflokkurinn sé á réttri leið eftir það fylgishrun sem skoðanakannanir hafa sýnt undanfarna mánuði.
Ég legg áherslu á að Sjálfstæðisflokkurinn byggi sig upp sem víðsýnan breiðan flokk sem leggur höfuðáherslu á mannúðlega markaðshyggju, einstaklingsframtak og takmörkuð ríkisafskipti. Með slíka stefnu að leiðarljósi verður Sjálfstæðisflokkurinn langstærsti flokkur þjóðarinnar.
Í kvöld var ég á fundi með Sjálfstæðisfólki í Árbæjarskóla. Það var bæði fjölmennt og góðmennt. Þarna voru allir frambjóðendur flokksin í prófkjörinu í Reykjavík og gerðu grein fyrir sér og stefnumálum sínum við væntanlega kjósendur. Það var virkilega gaman og góð stemmning. Það skiptir öllu máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vel takist til með að velja sigurstranglegan lista til baráttu þannig að þessi fylgisaukning verði bara byrjunin á enn betri uppskeru þegar talið verður upp úr kjörkössunum í lok apríl.
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 16:43
Stýrivextir lækka í Evrópu ekki á Íslandi. Af hverju?
Seðlabanki Danmerkur hefur lækkað stýrivexti sina niður í 2.25% en stýrivextir Seðlabanka Evrópu eru 1.5%. Hér á landi eru stýrivextir enn á annan tug prósenta. Hvað veldur því að við getum ekki verið í svipuðu vaxtaumhverfi og nágrannaþjóðir okkar
Hvernig eiga íslenskar fjölskyldur að geta staðið undir afborgunum lána og kostnaði við að lifa mannsæmandi lífi meðan vaxtaokrið er svona mikið hér á landi?
Hvernig eiga íslensk fyrirtæki að geta staðið sig í samkeppni þegar þau þurfa að greiða margfaldan lántökukostnað á við erlenda samkeppnisaðila.
Er hægt að byggja upp nýsköpun og arðbæran atvinnurekstur meðan helkuldi vaxtaokursins umlykur viðskiptaumhverfið
Það verður að lækka stýrivexti á Íslandi niður í það sama og er í nágrannalöndum okkar það er fogangsatriði.
Stýrivextir lækka í Danmörku um 0,75 prósentur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 12:15
Starfslítil ríkisstjórn
Ríkisstjórnin hefur ekki komið með tillögur sem máli skipta til lausnar skuldsettum einstaklingum og fjölskyldum.
Ríkisstjórnin hefur ekki komið með tilögur sem máli skipta varðandi lánamál og skuldastöðu fyrirtækjanna í landinu.
Ríkisstjórin hefur ekki markað sér neina stefnu varðandi verðtryggingu lána og ekki virðist nein samstaða um það innan ríkisstjórnarinnar hvert á að stefna í þeim efnum.
Ríkisstjórnin hefur nú starfað í rúman mánuð og svo virðist sem eina málið sem stjórnarflokkarnir hafi náð samstöðu um áður en stjórnin var mynduð hafi verið að bera fram frumvarp til laga til að koma bankastjórn Seðlabankans frá.
Steingrímur J. og Jóhanna bera ábyrgð á því að á hverjum degi fara ný fyrirtæki í þrot og fleiri missa vinnuna.
Það liggur fyrir að það verður að gera grundvallarbreytingar á lánamarkaðnum á Íslandi til að styðja fólk og fyrirtæki. Þær breytingar máttu ekki bíða þegar ríkisstjórnin var mynduð og það er ábyrgðarleysi að láta tímann líða án aðgerða.
Svo virðist sem að sé forgangsatriði Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að bera fram tillögur um breytingar á kosningalögum og stjórnarskrá í stað þess að beina sjónum að þeim vanda sem fyrir hendi er í þjóðfélaginu.
4.3.2009 | 23:12
Engar breytingar hjá VG
Er það ekki aldreilis merkilegt að þeir sem mest tala um breytingar skuli ekki gera neinar breytingar hjá sér. Listi VG í Norðausturkjördæmi verður óbreyttur að því er máli skiptir. Ég óska Steingrími, Þuríði og Birni til hamingju með 1., 2. og þriðjasætið. Ef til vill eru engir til að taka við kyndlinum af Steingrími J?
Steingrímur J. efstur í NA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2009 | 18:52
Kærar þakkir
Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem komu við opnun kosningaskrifstofu minnar í Síðumúla 35. Mér fannst einstaklega ánægjulegt að þeir Friðrik Sóphusson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skyldu flytja góðar ræður og kveðjur við opnunina.
Við Friðrik áttum samleið allan þann tíma sem ég var í Sjálfstæðisflokknum og eigum enn. Ég tók við af honum sem formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna en andstæðingur minn í þeirri kosningu var einmitt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Menn kynnast iðulega vel mannkostum manna þegar þeir eiga þá fyrir andstæðinga og þrátt fyrir að við Vilhjálmur ættum ekki alltaf samleið á sínum tíma í Sjálfstæðisflokknum þá tókst með okkur ágæt vinátta sem hefur staðið óháð því hvernig pólitíkin hefur verið og þó gefið hafi stundum á bátinn og nokkrar væringjar verið með mönnum.
Ég vil líka nota tækifærið til að þakka þeim sérstaklega sem gerðu það mögulegt að skrifstofan var opnuð á réttum tíma með þeim glæsibrag sem um var að ræða. Undirbúningurinn var í góðum höndum konu minnar og vina. Okkur Mörtu langar sérstaklega að þakka vini mínum Jóni Magngeirssyni sem alltaf klárar öll verkefni með miklum glæsibrag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 297
- Sl. sólarhring: 697
- Sl. viku: 4118
- Frá upphafi: 2427918
Annað
- Innlit í dag: 273
- Innlit sl. viku: 3809
- Gestir í dag: 264
- IP-tölur í dag: 253
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson