Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
31.10.2011 | 23:23
Beðið fyrir steikinni
Fræg fatahengilmæna Giesela Bündchen viðurkennir að vera mikil kjötæta og hún elski líka dýr. Þess vegna segist hún biðja fyrir steikinni áður en hún borðar hana. Auk þess segist hún leggja hendur yfir steikina og blessa hana þakklát fyrir að hún skuli eitt sinn hafa lifað.
Það er mismunandi hvernig fólk sækir sér sáluhjálp og aflát misgerða og í sjálfu sér er þetta ekkert fráleitarar en margvíslegt annað ritual.
Hvað sem þessu líður þá hefur Gíesela þessi fengið þá blessun að vera ríkasta módel í heiminum. Verði henni að góðu.
29.10.2011 | 13:43
Ólyginn sagði mér
Íslendingar þekkja það hvernig Gróa á Leiti fór að til að renna stoðum undir trúverðugleika ósanninda sinna. Þá sagði Gróa jafnan í upphafi máls síns "ólyginn sagði mér" Þess var gætt að geta ekki höfundar til að útilokað væri að staðreyna það hvort Gróa segði satt.
Þorvaldur Gylfason prófessor við Háskóla Íslands hefur tekið við þar sem Gróu þraut erindið.
Fyrir hálfum mánuði síðan skrifaði hann grein í Fréttablaðið réðist að nafngreindum mönnum með því að vísa rangt til heimilda svo sem rækilega var bent á í grein í blaðinu daginn eftir.
Nú segist Þorvaldur á fésbókarsíðu sinni hafa átt samtal við fyrrum Seðlabankastjóra á safnfundi hagfræðinga innlendra og erlenda um efnahagsmál Íslands í Hörpu og þar hefði eftirfarandi komið fram:
"Fyrrverandi seðlabankastjóri sagði við mig í gær, að ein ástæðan til þess, að bankarnir starfa undir leyndarhjúp frekar en fyrir opnum tjöldum, sé sú, að mikið sé af óhreinu fé í umferð. Hann var að tala um Ísland. Mig langaði að segja við manninn: Hvers vegna ertu að hvísla þessu að mér? Hvers vegna skrifarðu ekki um þetta í blöðin?
Í framhaldi af þess spurði fréttamiðill Þorvald nánar út í þetta samtal en Þorvaldur segist ekki geta sagt meira.
Ef þetta er rétt sem Þorvaldur segir þá er um grafalvarlegt mál að ræða. Um brot á lögum um peningaþvætti er þá að ræða og Þorvaldi, ónafngreinda Seðlabankastjóranum sem og þeim bankamönnum og stjórnmálamönnum sem í hlut eiga ber lagaleg skylda til að upplýsa um "óhreina féð í umferð".
Þorvaldur getur ekki í þessu tilviki neitað að upplýsa um jafnvíðtæka svikastarfsemi í fjármálum og hann íjar að í fésbókarfærslu sinni.
En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þorvaldur á mikilvæg trúnaðarsamtöl við ónafngreinda huldumenn. Í grein í Fréttablaðinu 7.7.2005 sagði Þorvaldur frá því að "ónefndur maður" hafi sest hjá sér í flugvél og upplýst hann um að ákæra yrði gefin út á hendur Baugsmönnum vikuna á eftir. Þorvaldur hefur aldrei fengist til að upplýsa hvaða maður þetta var, en ummælin voru höfð uppi af hálfu Þorvaldar til að sýna fram á að víðtækt samsæri væri í gangi af hálfu lögreglu og stjórnvalda sem beindist að Baugsmönnum svokölluðu. Semsagt refsiverð atlaga æðstu manna löggæslu og ákæruvalds.
Nú sem fyrr er Þorvaldur að tala um alvarlegt lagabrot. Að þessu sinni þá verður ekki betur séð en hann haldi því fram að allir helstu bankamenn landsins, yfirmenn Seðlabanka og æðstu menn framkvæmdavalds tengist því.
Úr því sem komið er getur Þorvaldur ekki annað en upplýst þjóðina um málið eða sæta því ella að njóta þess vafasama heiðurs að vera í sama flokki sem heimildamaður og vinkona hans Gróa á Leiti.
25.10.2011 | 07:18
Fyrirgefning
Þegar Norðmaðurinn Leif Hovelsen var 19 ára árið 1943 var hann handtekinn af Gestapo leynilögreglu Nasista og settur í hið illræmda Grini fangelsi í Osló. Leif var í andspyrnuhreyfingunni og hann sætti hræðilegum pyntingum í fangelsinu, hótunum um aftöku og einangrunarvist af því að hann neitaði að gefa hernámsliði nasista upplýsingar um félaga sína.
Leif segir að þegar hann var handtekinn hafi mamma hans sagt þegar hann var leiddur burt af Gestapo liðum "Leif gleymdu aldrei Jesú." Leif segir að þessi ráðlegging mömmu hans hafi fylgt honum allt líf hans.
Þegar Leif var frelsaður úr fangavistinni 1945 þá var honum boðið að pína kvalara sína, en hann neitaði að gera það. Leif sagði "Ég vildi berjast fyrir réttlæti en þetta var hefndarþorsti." Þess vegna bauð hann fyrirgefningu sína þegar hann stóð andspænis kvölurum sínum.
Leif stóð síðan fyrir aðgerðum til að koma á eðlilegum samskiptum Þjóðverja og Norðmanna og hann hjálpaði mörgum sem höfðu þurft að sæta þjáningum vegna ógnarstjórnar kommúnista.
Leif dó fyrir nokkrum dögum 87 ára að aldri. Hann gleymdi aldrei ráðleggingu mömmu sinnar og gleymdi aldrei Jesú og boðskap hans um mannkærleika. Hann starfaði alla tíð í samræmi við það.
Heimurinn væri betri og öruggari ef það væru fleiri sem fylgdu þessu fordæmi Leif heitins um fyrirgefningu og gættu þess að gleyma ekki boðskap Jesú um mannkærleika og frið.
23.10.2011 | 11:32
Upphefðin kemur að utan
Paul Krugman hagfræðiprófessor frá Bandaríkjunum, lýsir enn einu sinni yfir aðdáun sinni á því hvað vel hafi tekist til á Íslandi frá hruni og stuðningsmenn Samfylkingarinnar mega ekki vatni halda og lýsa hver um annan þveran ánægju sinni með Krugmann.
Athyglivert er í þessu sambandi að skoða að Paul Krugmann bendir sérstaklega á hvað það hafi verið gott fyrir Ísland að hafa krónuna og getað skert lífskjör almennings með því að lækka laun um allt að 70% miðað við fjölþjóðlega gjaldmiðla.
Óneitanlega er það sérstakt að flokksspírur Samfylkingarinnar skuli hver um aðra þvera ásamt nokkrum verkalýðssinnum lýsa yfir ánægju með þessa gríðarlegu tekjuskerðingu launþega og mikilvægi þess að hafa íslensku krónuna.
Paul Krugmann kemur ekki inn á það að yfir 5.000 Íslendingar hafa flúið land frá hruni og skuldir heimila eru hæstar á Íslandi.
Paul Krugmann dáist að því að fjármála- og ríkiskerfið á Íslandi skuli komast upp með að stela eignum fólksins með verðtryggingu og lækka laun að raungildi um allt að 70% til að bankar og ríki komist á þokkalegan kjöl.
Er þetta virkilega það sem Samfylkingarfólk, verkalýðshreyfing og þeir sem kalla sig til vinstri í íslenskum stjórnmálum telja mikilvægast til heilla fólkinu í landinu og lýsa ánægju með?
11.10.2011 | 10:14
Stjórnarskrá og þjóðaratkvæðagreiðsla
Borgarahreyfingin birtir heilsíðuauglýsingar í dagblöðum þar er krafist er þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Valkostirnir sem þessi stjórnmálasamtök bjóða kjósendum er að kosið verið á milli tillagna stjórnlagaráðs og hugsanlegra tillagna Alþingis komi þær á annað borð fram.
En hvað á að gera komi Alþingi ekki með tilllögur. Um hvað á þá að kjósa? Þess er ekki getið í auglýsingunni og sýnir hversu ómarkviss þessi krafa er.
Hugmyndir Borgarahreyfingarinnar, Þorvaldar Gylfasonar og annarra sporgöngumanna þeirrar aðferðarfræði sem viðhöfð hefur verið við vinnu að nýrri stjórnarskrá byggjast á öðrum sjónarmiðum en þeim sem viðurkennd eru varðandi stjórnarskrá og stjórnarskrárvinnu í öðrum löndum í okkar heimshluta.
Þorvaldur Gylfason og fleiri hafa ítrekað krafist þess að hér verði sett ný stjórnarskrá óháð því hvort um hana ríkir sátt í þjóðfélaginu. Þetta er krafa um að hugsanlega lítill meiri hluti beiti afli sínu af fullum þunga í fullri andstöðu við nærfellt helming þjóðarinnar.
Þetta er röng hugsun og í fullri andstöðu við hugmyndir manna um breytingar á stjórnarskrá í öðrum lýðræðisríkjum í norðanverðri Evrópu. Hugsun Borgarahreyfingarinnar og Þorvaldar Gylfasonar er meir í ætt við hugmyndir sem voru uppi í árdaga Sovétríkjanna sálugu en landa eins og Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur svo dæmi séu tekin.
Í því sambandi er gott að benda á hvernig Svíar fóru að varðandi breytingar á sinni stjórnarskrá. Þar var unnin vinna sem stóð í mörg ár og var unnin af fagaðilum ásamt fulltrúum helstu hreyfinga í samfélaginu. Niðurstaðan var síðan lögð fram og að fengnum athugasemdum og ábendingum var haldið áfram vinnunni og henni síðan skilað með þeim hætti, að fullkomin sátt ríkti um þær víðtæku breytingar sem Svíar gerðu á sinnin stjórnarskrá. Hér er krafan hins vegar sú að ófullbúnar og oft vanhugsaðar tillögur stjórnlagaráðs verði knúnar fram strax með afli meirihlutans.
Svipuð vinna og unnin var í Svíþjóð hefði þurft að fara fram hér og svona vinnu verður að vinna til að vitræn niðurstaða náist um breytingar á stjórnarskránni og um hana takist víðtæk og nauðsynleg sátt. Þannig vinnubrögð eru sæmandi og nauðsynleg í lýðræðis- og réttarríki til að skapa þá nauðsynlegu umgjörð um grundvallarréttindi borgarana sem stjórnarskrá er umfram annað ætlað að setja.
10.10.2011 | 21:03
Hverjir eru ofsóttir?
Það er athyglivert að skoða hvaða trúarbragðahópur verður fyrir mestu og skipulögðustu ofsóknunum í heiminum.
Þegar að er gáð þá kemur í ljós að það er kristið fólk sem verður fyrir ofsóknum vegna trúar sinnar víðs vegar um heiminn.
Í dag berast fréttir frá Egyptalandi þar sem Koptar sá merki og gamalgróni trúarhópur kristins fólks verður stöðugt og hefur orðið fyrir gríðarlegum ofsóknum um árabil. Kristið fólk verður fyrir ofsóknum í nánast öllum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs m.a. verða kristnir Palestínumenn fyrir ofsóknum bæði af hálfu Palestínumanna sem játa Íslam og einnig af hálfu Gyðinga.
Í Sýrlandi í landi hins "vonda Assads" virðast stjórnvöld þó gæta hagsmuna kristins fólks og það gerði hinn "illi Saddam" líka í Írak en eftir innrás Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra í Írak hefur kristið fólk verið drepið umvörpum í Írak, kirkjur brenndar og um helmingur kristinna er flúinn úr landi
Á Indlandi, Kína og víða í Afríku verður kristið fólk fyrir ofsóknum vegna trúar sinnar og í Evrópu sækja rétttrúnaðarsinnar fjölmenningarsamfélagsins að kristnu fólki undir yfirvarpi mannréttinda. Óneitanlega nokkuð vasklega fram gengið þegar mannréttindi kristins fólks víðast hvar í veröldinni eru misvirt vegna trúarskoðana þess.
Það er óneitanlega merkilegt að þrátt fyrir að kristið fólk sé talið vera í meiri hluta í landi eins og t.d. Englandi þá geta menn orðið fyrir aðsókn og starfsmissi vegna þess að það ber kristin trúartákn eða hefur þau í bílum sínum.
Ef til vill er kominn tími til að fólk fari í nýja krossferð og þá krossferð friðarins, mannréttindanna, persónufrelsisins og umburðarlyndisins.
10.10.2011 | 00:14
DDT er gott fyrir mig.
Ég sá myndskreytingu á tímariti Máls og menningar þar sem stóð. DDT er gott fyrir mig. Þessi mynd minnti mig á það að vinstri elítan og umhverfisverndarsinnar og aðrir fulltrúar váfræðinnar komu því fram að undraefnið eins og það var kallað, DDT, var bannað.
En hvað er DDT?
DDT er eiturefni sem vann kraftaverk. Þetta eiturefni drap mosquito flugur sem báru malaríu og bjargaði milljónum mannslífa. Þrátt fyrir þetta var DDT bannað þó að sannanir fyrir því að það ylli fólki eða búfé heilsutjóni þegar efnið er notað með réttum hætti, væru ófullkomnar. En EPA (Environmental Protection Agency) umhverfisverndarstofnunin bannaði efnið engu að síður. Banninu var fagnað af vinstri sinnum eins og aðstandendum tímarits Máls og menningar.
Bann EPA leiddi til minni framleiðslu á DDT og mjög takmarkaðrar notkunar. Hverjar hafa afleiðingarnar orðið?
Á Sri Lanka voru um 3 milljónir malaríusýkinga og 7.300 dauðsföll vegna þess árið 1948. Vegna DDT þá voru sýkingarnar 1964 aðeins 17 og engin dó. Eftir að notkun DDT var hætt sýktust um 500 þúsund.
Á milli 1950 og 1970 var malaríu nánast útrýmt og sá sem fann upp þetta undraefni Dr. Paul Muller fékk Nóbelsverðlaun í læknisfræði árið 1948. Árið 1970 var skrifað af vísindaráði Bandaríkjanna að DDT hefði komið í veg fyrir dauða 500 milljóna manna.
Váfræðingunum gengur vafalaust oft gott til. En þeir gleyma því iðulega í offorsinu að í upphafi skyldi endirinn skoða. Þeir sem stóðu að banninu á DDt verða að viðurkenna það tjón sem þeir hafa unnið með því að banna efnið. Það er í samræmi við annað að helsta menningartímarit kommúnista á sínum tíma "Tímarit Máls og menningar." skuli telja eðlilegt að taka sérstaklega upp baráttuna gegn efninu sem bjargaði hundruðum milljóna manna á sama tíma og bannið veldur sýkingum og dauða fjölda fólks.
Væri nokkuð úr vegi að skoða þessar staðreyndir í sambandi við váfræðikenningarnar um loftslagsbreytingar af manna völdum. Undarlegt að það eru sömu öflin í báðum tilvikum sem berjast fyrir banni á bann ofan.
8.10.2011 | 21:36
Vinstri hendin veit ekki hvað sú hægri gerir
Þegar Jesús talaði um gjafmildi sagði hann að það ætti að gefa með því hugarfari að vinstri hendin vissi ekki hvað sú hægri gerði. Boðskapurinn er sá að gefa án þess að nokkur iðrun eða eftirsjá sé vegna gjafarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur greinilega misskilið kenningu Krists. Jóhanna heldur að það að vinstri hendin viti ekki hvað sú hægri gerir þegar um gjafir er að ræða þýði það að vinstri hendin eigi að taka til baka það sem sú hægri gefur. Í sjálfu sér er það í anda sósíalismans alls staðar þar sem hann er praktíseraður.
Jóhanna hefur ákveðið að skerða fjárframlög til Háskóla Íslands um hundruði milljóna á næstu árum. Á sama tíma tilkynnir sama Jóhanna að ríkisstjórnin ætli að gefa Háskólanum á annann milljarð króna. Jóhanna gefur og Jóhanna tekur.
Aðspurð um það hvar hún ætli að finna peningana sem gefa á Háskóla Íslands. Þá segist Jóhanna muni finna þá án frekari skýringa.
Ef til vill verður meira skorið niður hjá Háskóla Íslands svo Jóhanna geti staðið við sitt.
7.10.2011 | 08:14
Kristi úthýst
Borgarráð hefur ákveðið að úthýsa kristinni boðun úr leik- og grunnskólum borgarinnar. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn benda réttilega á að þessar tillögur beri m.a. merki alvarlegra fordóma í garð trúfélaga.
Sumir halda því fram að það skipti engu máli hvaða flokkur er kosinn þar sé sami grauturinn í mismunandi skálum. Þetta er rangt og sú afstaða Borgarráðs að úthýsa kristinni fræðslu úr skólastarfi í borginni sýnir m.a. að það skiptir máli hverjir fara með stjórn borgarinnar og samfélagsins.
Engin vandamál hafa verið í skólastarfi varðandi trúarbragðafræðslu eða trúarlega boðun nema að fámennur en hávær hópur trúleysingja hefur hamast gegn kristinni boðun og trúarbragðafræðslu. Fulltrúar trúleysingjanna eiga nú sinn meirihluta í stjórn Reykjavíkurborgar þvert á skoðanir meiri hluta borgarbúa. Sú ákvörðun minni hlutans að úthýsa Kristi úr skólastarfi Reykjavíkur sýnir því að þessu leyti að það skiptir máli hverjir eru valdir í kosningum til að stjórna borg og ríki.
Kristnar lífsskoðanir eru samofnar íslensku þjóðfélagi og menningu. Það verður því erfitt fyrir kennara að framfylgja ákvörðun borgarráðs í daglegu skólastarfi. Sem dæmi um regluverk Jóns Gnarr og Margrétar Sverrisdóttur um bann við kristinni boðun þá er ákveðið að "Sígildir söngvar o.fl. sem teljast hluti af gamalgrónum hátíðum skuli halda sínum sessi." Miðað við þetta er þá má syngja "Heims um ból" og í "Betlehem er barn oss fætt" rétt fyrir jólin en þó ekki af öllum.
Önnur regla borgarráðs segir "Þá verði þess gætt að nemendur fylgist einungis með en séu ekki þáttakendur í helgisiðum eða athöfnum" Nemendum verður þannig einungis heimilt að fylgjast með þegar jólasálmarnir eru sungnir en mega ekki sjálfir taka þátt. Það að syngja "Heims um ból" er jú bæði helgisiður og athöfn.
En þetta er ekki nóg. Borgarráð ákveður líka að setja sérstakar tálmanir varðandi áfallahjálp presta og heimsóknir í kirkjur.
Manni er spurn hvort brýna nauðsyn bar til þessara ákvarðana við stjórn Reykjavíkurborgar? Einnig hvaða hvatir eru að baki svona ákvörðunum Besta flokksins og Samfylkingarinnar?
6.10.2011 | 12:48
3 ár
3 ár eru liðin frá bankahruni. Engin hefur verið ákærður í sambandi við það. Ekkert fé hefur fundist eða verið gert upptækt hvorki á Tortóla né annarsstaðar. Skuldavandi heimilanna hefur ekki verið leystur, en vogunarsjóðir og stórfyrirtæki hafa fengið gefnar upp skuldir sem nema 5 faldri þeirri fjárhæð sem þarf til að leysa vanda heimilanna.
Þeir sem nanfgreindir voru af útrásarvíkingum sem helstu orsakavaldar hrunsins lifa vel og praktuglega og virðast halda öllu sínu eða mestu leyti.
Engin ákæra tengd falli stóru bankanna þriggja hefur enn séð dagsins ljós og er ekki að vænta á næstunni miðað við upplýsingar frá Sérstökum saksóknara. Þúsundir íslendinga eru landflótta og atvinnuleysi er meira en nokkru sinni fyrr. Nauðungaruppboðum og gjaldþrotum fjölgar. Fleiri og fleiri eiga í alvarlegum skuldavanda og sé miðað við nýjustu tölur þá virðist sá skuldavandi geta tengst rúmlega 100 þúsund Íslendingum. Þannig er Ísland Jóhönnu og Steingríms í dag þremur árum eftir hrun.
Steingrímur J. Sigfússon sem krafðist þess í kjölfar hrunsins að eignir bankamanna og útrásarvíkinga yrðu frystar auk annars þá hefur ekkert slíkt gerst þó að Steingrímur hafi verið helsti ráðamaður í pólitík í landinu 2 ár og 8 mánuði af þeim 3 árum sem liðin eru frá hruni. Hann stóð síðan fyrir því að framselja skuldir heimilanna til erlendra vogunarsjóða, en vel kann að vera að eignarráð þeirra sé m.a. einmitt í höndum þeirra sem bankamanna og útrásarvíkinga hverra eigur Steingrímur krafðist að yrðu frystar meðan hann var í stjórnarandstöðu.
Jóhanna Sigurðardóttir sem sat í ríkisstjórninni þegar hrunið var og var ráðherra Íbúðalánasjóðs,sem líka fór á hausinn í hennar ráðherratíð en hefur verið bjargað með framlögum frá skattgreiðendum, man ekki eftir því að hún hafi setið í ríkisstjórninni sem hún kallar hrunstjórnina og hún man heldur ekki eftir því að hún og Samfylkingarliðið knúði á um það í þeirri ríkisstjórn að ríkisútgjöld hækkuðu meir en nokkru sinni fyrr í sögu lýðsveldisins. Það gerðist í bullandi þenslu og ábyrgð allra þeirra sem að þessu stóðu er mikil.
Jóhanna og Steingrímur hafa talað um að þeir sem voru við stjórn þegar stóru bankarnir þrír féllu yrðu aða axla ábyrgð og þau töluðu upp hatrið í þjóðfélaginu og hafa lagt grunninn að þeirri málefnasnauðu upphrópsumræðu sem varð í kjölfar hrunsins einmitt á þeim tíma sem nauðsyn bar til að bregðast við með málefnalegum hætti.
Á vakt þeirra Jóhönnu og Steingríms hafa fjölmörg fjármálafyrirtæki fallið má þar minna á t.d.
VBS þrátt fyrir að Steingrímur gæfi þeim 26 milljarða af fé skattgreiðenda, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Straumur fjárfestingabanki, Sjóvá-Almennar tryggingar sem Steingrímur greiddi 12 milljarða af fé skattgreiðenda, Sparisjóður Keflavíkur og Byr er rekin á undanþágu. En þau Jóhanna og Steintrímur telja sig ekki bera neina ábyrgð á þessu og Steingrímur sér ekki að hann beri ábyrgð á þeim kostnaði sem vitlaus pólitísk stefnumörkun hans í málefnum sparisjóðanna hefur kostað ríkissjóð. Þau Steingrímur og Jóhanna eiga það sammerkt að sjá ekki bjálkana í eigin augum en greina hins vegar glögglega flísina í augum pólitískra andstæðinga.
Til að drepa umræðunni á dreif og þegar ekki dugar að lýsa endalaust ábyrgð á bankahruninu á Sjálfstæðisflokkinn, frjálshyggjuna, Davíð og eftirlitsaðila þá fann Jóhanna það út í samvinnu við vinstri sinnaða lukkuriddara, að stjórnarskráin bæri ábyrgð á bankahruninu og því bæri brýna nauðsyn til að breyta henni.
Er einhvers að vænta af fólki eins og Jóhönnu og Steingrími nema aukna eymd og volæði auk fleiri vitlausra ákvarðana.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 22
- Sl. sólarhring: 816
- Sl. viku: 5758
- Frá upphafi: 2472428
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 5249
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson