Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
22.5.2012 | 15:38
Málþóf
Mörgu áhugafólki um stjórnmál finnst málþóf á þjóðinginu vera óskiljanlegt, skammarlegt og leiðinlegt.
Vel má fallast á að það sé leiðinlegt, en þetta er eitt af fáum vopnum stjórnarandstöðu í lýðræðisríkjum þegar ríkisstjórn ætlar að keyra mál áfram af offorsi.
Málþóf er viðurkennd aðferð stjórnarandstöðu í lýðræðisríkjum en vekur óvíða jafn mikla athygli og í Bandaríkjunum þar sem þingmenn og flokkar viðurkenna strax að þeir ætli að beita þessari aðferð, en hér á landi er verið í einhverjum skollaleik með jafn augljóst mál.
Þannig getur verið að stjórnarandstaða eins og ríkisstjórn sé óbilgjörn og þá þokast fá mál áfram í þjóðþinginu. Þá skortir á samningalipurð, forystu og foringjahæfileika og viðurkenningu á því að í lýðræðisríki þá er framganga mála list hins mögulega en ekki að berja höfðinu stöðugt við steininn eins og forsætisráðherra er færari um að gera en nokkur annar stjórnmálamaður í gjörvallri Íslandssögunni.
Það er fyrst og fremst forsætisráðherra að kenna að mál hlaupa stöðugt í rembihnút. Síðst þegar Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingforseti hafði náð samkomulagi með sinni lipurð og stjórnarráðsmálið hlaut afgreiðslu þá kom forsætisráðherra í ræðustól Alþingis daginn eftir og hafði í heitingum við stjórnarandstöðuna og hæddist að henni fyrir að hafa gefist upp.
Ég veit ekki til þess að nokkur forsætisráðherra fyrr eða síðar í lýðræðisríkjum hafi farið fram með þeirri óbilgirni og ruddaskap og forsætirsráðherra Íslands gerði í þessu tilviki.
Forsætisráðherra getur því sjálfri sér um kennt að stjórnarandstaðan beitir skæðasta vopni stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Forsætisráðherra setur öll ágreiningsmál í hnút og virðast ekki kunna að leysa þá hnúta sem hún bindur.
Ásýnd Alþingis væri vissulega önnur og málþóf undantekning frekar en regla ef liprir foringjar eins og t.d. Össur Skarphéðinsson eða Ögmundur Jónasson héldu um forustuna í stað óbilgjarnasta stjórnmálamanns Íslands.
21.5.2012 | 22:05
Stefna fyrirfinnst engin.
Forstjóri Útlendingastofunar greinir frá ýmsum athygliverðum hlutum í viðtali í Frétablaðinu í dag.
Í fyrsta lagi segir hún frá því að stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda fyrirfinnist engin. Hún segir að bæði hún og forverar hennar hafi kallað eftir stefnu stjórnvalda en án árangurs.
Í öðru lagi bendir hún á að Útlendingastofnun sé einnig útvörður íslenska velferðarkerfisins. Eitthvað sem almennt gleymist að ræða um af hálfu þeirra sem vilja galopna landamærin á grundvelli fjölmenningarlegra viðhorfa.
Í þriðja lagi upplýsir hún að vinnan sé oft mjög óþægileg fyrir starfsfólkið og það hafi sumt fengið áfallahjálp og sálfræðiaðstoð.
Í fjórða lagi segir hún að dæmi séu um að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi verið eltir og staðið hafi verið fyrir utan heimili þeirra lengi.
Í fimmta lagi gerir hún grein fyrir því að Útlendingastofnun sé að afgreiða 3.500 dvalarleyfi og sinna 89 hælisleitendum. Þetta er athyglivert í atvinnuleysinu.
Í sjötta lagi segir hún að hælisleitendum hafi fjölgað um 80% frá sama tíma fyrir ári.
Í sjöunda lagi upplýsir hún að engin úrræði séu til og engin stefna hafi verið mörkuð um það hvernig bregðast skuli við fjölgi hælisleitendum mikið.
Í áttunda lagi þá segir hún að nú fái um 60% af þeim sem leita eftir hæli í landinu landvist en fyrir nokkrum árum voru það um 10%.
Þetta eru þær staðreyndir sem blasa við og liggja fyrir. Það er athyglivert að fá þessar upplýsingar í kjölfar þess hamagangs og illyrða sem ýmsir vinstri sinnaðir fjölmenningarsinnar hafa haft uppi gagnvart mér vegna réttmætra ummæla minna í blogfærslu fyrir tæpri viku um hælisleitendur sem eru ekkert annað en ólöglegir innflytjendur.
Fangelsiskerfið í Bandaríkjunum er eitt vitlausasta kerfi sem til er í heiminum og fleiri Bandaríkjamenn eru í fangelsum en fólk víðast hvar í heiminum. Samt sem áður á kerfið öfluga formælendur sem atyrða og hatast við þá sem leyfa sér að benda á réttmæta ágalla á kerfinu. Með sama hætti leggur fjöldi sem á fjárhagslegra hagsmuna að gæta vegna komu hælisleitenda til landsins til hatrammrar og persónulegrar atlögu gegn hverjum þeim sem leyfir sér að fjalla um þessi mál málefnalega.
Þessi háværi og öfgafulli hópur sem hefur jafnan merkimiða um rasisma og mannfyrirlitningu á lofti er að ákveðnum hluta að gæta eigin atvinnulegra og peningalegra hagsmuna. Væri ekki svo af hverju bjóða þeir ekki svokölluðum hælisleitendum að búa hjá sér eins og Tamimi gerði.
Eftir að ég skrifaði færslu um þessi mál fyrir nokkrum dögum hefur fjöldi fólks komið að máli við mig og þakkað mér fyrir að fjalla um þessi mál, en margir taka fram að þeir þori ekki að tjá sig um málið af ótta við aðsókn af fjölmenningarsinnum og fylgifiskum þeirra.
Fyrir nokkrum árum kvaddi ungur maður sér hljóðs og ræddi á málefnalegan hátt um málefni innflytjenda og hælisleitanda. Hann varð fyrir hótunum og dreifibréfum var dreift í hverfið hans þar sem hann var borinn þeim sökum að vera rasisti auk ýmissa annara miður skemmtilegra hluta sem áttu engin við rök að styðjast.
Þessi ógn girðir fyrir málefnalega umræðu um málefni innflytjenda og hælisleitenda sem er þeim mun verra þar sem stefna stjórnvalda í málinu fyrirfinnst engin. En ógn fjölmenningarsinnanna er einmitt ætlað að koma í veg fyrir málefnalega umræðu um þessi mál og þeim hefur tekist það býsna vel.
Það var einkar athyglivert að meir en 2000 skráðu að þeim líkaði færslan sem ég skrifaði fyrir nokkrum dögum um þessi mál, en um 16 manna harðsnúinn hópur hefur hins vegar allt á hornum sér og þar fara fremst í flokki lögmaðurinn sem hefur aðalatvinnu af þjónustu við hælisleitendur og maður hennar. Líklega af sömu hvötum og þeir sem í Bandaríkjunum þola enga umræðu um fangelsismál þar í landi.
Sem betur fer eigum við vandaða opinbera starfsmenn sem gefa sig í að sinna þessu mikilvæga vanþakkláta verkefni eins og forstjórar Útlendingastofnunar hafa jafnan fundið fyrir. Þeim hefur ítrekað verið gert lífið leitt af fjölmenningarsinnunum sem hafa m.a. tekið sér ógnandi mótmælastöðu fyrir utan heimili þeirra.
Er ekki betra að ræða þessi mál með málefnalegum hætti. Þetta er jú spurning um velferð eins og forstjóri Útlendingastofnunar bendir á. Mér er ekki síður annt um fólk en þeim sem sveipa um sig manngæskustimplinum á annarra kostnað stundum hempuklæddir.
Mér finnst gaman að umgangast útlendinga sem hingað eru komnir og búa í landinu og reyna að fóta sig og byggja upp framtíð sína hér í landi af heiðarleika og dugnaði. Ég á marga kunningja í þeim hópi. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að meðferð þessara mála er spurning um velferð. Velferð þeirra sem búa í þessu landi hvort heldur þeir eru aðfluttir eða innfæddir.
Þess vegna varaði ég við því haustið 2006 að hingað væri að koma allt of mikill straumur útlendinga á of skömmum tíma. Ekki vegna þess að ég hefði á móti þessu fólki heldur vegna þess að ég spáði því að þetta mundi leiða til áður óþekkts atvinnuleysis hér á landi. Sú varð og raunin.
En talsmenn bankanna á þeim tíma, sem féllu haustið 2008, hagfræðingar og aðrir pótintátar sögðu þetta tóma vitleysu og aukinn innflutningur útlendinga til landsins mundi bara bæta lífskjörin. Hver skyldi hafa haft rétt fyrir sér? Dæmi hver sem vill.
Það er slæmt þegar fólk veigrar sér við að nýta sér málfrelsið eins og algengt er í þessum málaflokki vegna aðsóknar og öfga fámenns hóps sem hikar ekki við að ráðast persónulega á þá sem nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt til að taka til máls um mikilvæg þjóðmál. Ég hef hingað til ekki látið það hindra mig í að ræða mikilvæg mál jafnvel þó það hafi leitt til presónulegra óþæginda á köflum og í þessu máli finnst mér mikilvægt að reyna að halda umræðunni öfgalausri á eðlilegum forsendum.
Forsendur fjölmenningarsinnana hafa allstaðar reynst rangar eins og t.d. David Cameron forsætisráðherra Bretlands og Angela Merkel kanslari Þýskalands hafa réttilega bent á.
21.5.2012 | 12:16
Af hverju Afganistan
Í rúm 10 ár hafa herir NATO(ISAF) barist við Talibana og einhverja aðra í Afganistan. Af hálfu NATO var rangt frá upphafi að blanda sér í málið og andstætt þeirri hugmyndafræði og reglum sem NATO byggðist á.
Í byrjun október 2001 hélt Tony Blair þá forsætisráðherra fræga ræðu á flokksþingi Verkamannaflokksins breska og seldi herhlaup á hendur Afganistan og sagði að innrás mundi eyðileggja ólöglega eiturlyfjasölu frá landinu.
Tony Blair sagði m.a.
"The arms the Taliban are buying today are paid for by the lives of young British people buying their drugs on British streets. This is another part of the regime we should destroy."
Eftir 10 ára hernað þar sem lífi um 3000 NATO hermanna (kallað ISAF hermenn af því að það eru fleiri þó NATO beri hitan og þungann) hefur verið fórnað þá hefur lítið breyst. Eiturlyf streyma enn frá Afganistan. Yfir 80% af heimframleiðslu á opíum er framleitt í Afganistan og yfir 90% af heróíni sem selt er í Evrópu þ.á.m. Bretlandi er búið til úr ópíum frá Afganistan.
Um langan tíma hefur hermönnum NATO liðsins verið bannað að eyðileggja opium akrana. NATO liðið hefur ekki lengur það markmið að gera neitt í því.
Kostnaðurinn við herhlaupið í Afganistan er meir en 2 billjónir enskra punda á ári. Talan í íslenskum krónum er eitthvað sem maður á bágt með að skilja. Samt sem áður leggjast bæði Obama og Cameron á eitt með það að reyna að telja bandalagsþjóðir sínar á að halda áfram vitleysunni.
Allt þetta herhlaup í Afganistan var rugl frá upphafi. Það gerir lítið gott en kostar óafsakanlega mikla peninga og mannslíf. Afleiðingin 10 árum síðar: Gjörspillt ríkisstjórn Hamid Karsai í Kabúl og eiturlyfjasala frá landinu sem aldrei fyrr.
Þess vegna á Ísland á vettvangi NATO að berjast fyrir því að afskiptum af Afganistan verði hætt þegar í stað.
18.5.2012 | 10:17
Þegar öfgarnar bera vitsmunina ofurliði.
Í færslu sem ég skrifaði um kostnað ríksins vegna ólöglegra innflytjenda eða hælisleitenda svo notað sé viðurkennt pólitískt réttyrði. Vakti ég athygli á því að kostnaður skattgreiðenda vegna ólöglegra innflytjenda væri meiri en það sem ríkið greiðir til öryrkja og aldraðra.
Þessi ábending mín sem er staðreynd, fór fyrir brjóstið á mörgu stuðningsfólki ríkisstjórnarinnar og þeim sem hafa atvinnuhagsmuni af því að hafa kerfið í kring um "ólöglega innflytjendur" hælisleitendur eins flókið og láta það taka eins mikinn tíma á kostnað skattgreiðenda og nokkur kostur er.
Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar kallar mig óþverra vegna þessa og villta vinstrið segir mig geðsjúkan þetta eru meðal þeirra málefnalegu sjónarmiða sem þetta fólk setur fram. Svona persónuníð dæmir þá sem því beita, en er dæmi um það þegar fólk afneitar eðlilegri umræðu og vill búa í sínum eigin þrönga hugsjónaheimi. Hefði þetta verið hægra fólk þá hefði það verið sagt öfgafólk.
Þeir sem hafa fjárhagslegra hagsmun að gæta af kerfisruglinu fara fram af meiri yfirvegun enda eiga þeir meira undir að þetta haldi áfram. Fólk gáir lítið af því hvað það eru margir sem hafa fjárhagslega hagsmuni og vinnu við þetta kerfi. Hvað skyldu það annars vera margir?
Það sem öllu þessu fólki sést þó yfir eða vill ekki ræða og er aðalatriði í mínum málflutningi er þetta:
Í fyrsta lagi þá er óafsakanlegt að ríkið greiði meira fyrir framfærslu ólöglegra innflytjenda les hælisleitenda en íslenskra öryrkja og aldraðra.
Í öðru lagi þá er hvergi veist að eða gert lítið úr því fólki sem hingað kemur sem ólöglegir innflytendur, les hælisleitendur.
Í þriðja lagi þá er fyrst og fremst verið að gera athugasemd við það með hvaða hætti kerfið vinnur.
Í fjórða lagi er vakin athygli á þeirri hættu sem við erum í sem fámenn þjóð ef við spyrnum ekki við fótum og lærum af því sem gerst hefur í nágrannalöndum okkar.
Í fimmta lagi er vakin athygli á því hvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er fjandsamleg atvinnuuppbbyggingu í landinu sem hafi flæmt fjölda fólks úr landi og þess krafist að stefnunni verði breytt til atvinnuuppbyggingar í stað stöðnunar.
Er skrýtið að Samfylkingarfólki og Vinstri grænum sárni við upptalningu á þessum staðreyndum?
16.5.2012 | 12:40
Ólöglegir innflytjendur fá 215 þúsund á mánuði.
Ólöglegum innflytjendum fjölgar nú sem aldrei fyrr. Ástæðan er sú að í nágrannalöndunum hefur sú frétt borist til ólöglegra innflytjenda að hér í landi sé ríkisstjórn og stjórnvöld sem taki á málum af linkind. Við megum því búast við auknum straumi ólöglegra innflytjenda á næstunni.
Útlendingastofnun hefur átt í erfiðleikum. Ítrekað hefur verið ráðist að starfsmönnum stofnunarinnar og störfum hennar af pólitískum sporgöngumönnum ólöglegra innflytjenda. Þeir hafa jafnan haft á orði, að þeir sem vilja gæta að hagsmunum þjóðarinnar í þessum efnum og fara að lögum fari fram af of mikilli hörku og séu jafnvel rasistar.
Ítrekað er haldið fram í umræðunni að við séum vond við ólöglega innflytjendur og beitum þá harðræði. Það er rangt. Ólöglegir innflytjendur fá 215 þúsund krónur í dagpeninga á mánuði frá íslenska ríkinu og venjulega húsaskjól að auki, en íslenskir öryrkjar fá 173 þúsund og ellilífeyrisþegar 166 þúsund.
Það þarfnast skýringa af hverju betur er gert við ólöglega innflytjendur varðandi lífeyri en íslenska öryrkja og ellilífeyrisþega.
Umræðan um þessi mál er með sérstæðum hætti, þannig að fólk veigrar sér við að blanda sér í hana opinberlega af því að það vill ekki láta öfgamennina á vinstri vængnum stimpla sig sem vont fólk og rasista. En sú orðræða, nafngiftir og einkunnagjafir er röng og ósæmileg af þeim sem henni beita.
Staðreyndin er sú að við erum að hrekja þúsundir fjölskyldna úr landi. Þar fer dugandi fólk með sérmenntun og fagmenntun af landi brott daglega. Ríkisstjórnin stuðlar að þessum útflutningi Íslendinga með atvinnustefnu sinni.
Á sama tíma stuðlar hún að innflutningi ólöglegra innflytjenda vegna linkindar við að halda uppi lögum og reglum.
Í dag er sagt frá því í fréttum í Bretlandi að þar eru um 4000 þúsund erlendir glæpamenn sem ríkisstjórnin hefur ekki getað komið úr landi vegna þess hvernig réttarkerfið vinnur. Í Danmörku eru um 20 þúsund ólöglegir innflytjendur. Í báðum löndum er talað um ólöglega innflytjendur sem vaxandi vandamál sem þurfi að bregðast við með virkari úrræðum.
Viljum við fá holskeflu fjölgunar ólöglegra innflytjenda yfir okkur með þeim síaukna kostnaði sem það hefur í för með sér fyrir skattgreiðendur?
Eða erum við tilbúin til að standa með íslenskum hagsmunum og fá börnin okkar heim og skapa þeim lífvænlega atvinnu og framtíð í landinu?
Ólöglegir innflytjendur eru hér í landi ólöglega af hverju fá þeir meiri greiðslur í lífeyri frá skattgreiðendum en öryrkjar og ellilífeyrisþegar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (68)
15.5.2012 | 23:55
Atvinnusköpun norrænu velferðarstjórnarinnar
Vinur minn sagði, að það væri ekki rétt að vinstri stjórnin hefði ekkert gert til að skapa ný störf. Sérstakur saksóknari hefði ráðið marga unga lögfræðinga og sama væri að segja um Umboðsmann skuldara.
Nú væri helst von ungra viðskiptafræðinga að fá vinnu við gjaldeyriseftirlit Seðlabankans.
Sýnir e.t.v. best forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og áherslur.
14.5.2012 | 16:53
Er kvótinn þjóðareign?
13.5.2012 | 23:09
7000 ár að borga skuldirnar
Álftanes er ekki eina sveitarfélagið í heiminum þar sem meiri hluti sveitarstjórnar skuldsetti sig umfram heilbrigða skynsemi.
Í spænska þorpinu Pioz skammt frá Madrid þar sem búa 3.800 skuldsetti sveitarstjórnin sig svo mjög, að miðað við tekjur sveitarfélagsins þá tekur 7.000 ár að borga skuldirnar til baka.
Sveitarstjórnin í Pioz tók lán til að byggja og kauaa íbúðir, vatnshreinsunarstöð og sundlaug með flottum vatnsrennibrautum fyrir hálfan milljarð. Nú er búið að loka sundlauginni af því að það er of dýrt að reka hana. Hætt er að lagfæra vegi og byggingar. Rafmagn er í 12 klukkustundir á sólarhring. Það virðist erfiðara á Spáni að velta óráðssíu við stjórn sveitarfélaga yfir á aðra, en hér á landi.
En hvernig bregðast ofurskuldug sveitarfélög við hér? Er beitt einhverjum aðhaldsaðgerðum - ef svo er þá hverjum?
11.5.2012 | 09:47
Nýtt verkefni fyrir rannsóknarnefnd Alþingis?
Í fyrradag var sagt frá því að spænska ríkið mundi yfirtaka Bankia bankann í því skyni að endurreisa trú á fjármálastjórn landsins og bankakerfinu. Sá er munur á aðkomu stjórnvalda hér á sínum tíma vegna Glitnismálsins í september 2008 og þessa spænska máls að þar höfðu endurskoðendur bankans neitað að undirrita reikninga samfara ásökunum um útblásna eignastöðu-greinilega meðvitaðri um stöðu mála en endurskoðendur Glitnis banka á sínum tíma.
Gæfa Spánverjaa er að eiga engan Gylfa Magnússon mótmælanda og fyrrum ráðherra, sem í kjölfar yfirtöku ríkisins á Glitni mælti fyrir áhlaupi á íslenska bankakerfið með fullum árangri. Hagfræðideildir Spænskra háskóla er líka meðvitaðri um mikilvægi þess að svona aðgerð takist og gangverk viðskiptalífsins en hagfræðideildir íslensku háskólanna voru fyrir bankahrunið hér.
Það er einnig athyglivert að enginn kennir Davíð um þessa yfirtöku eða fjandskap stjórnvalda við banka eða skammast út í forsætisráðherra, spænskt stjórnkerfi eða ríkisstjórn. Forusta stjórnarandstöðuflokksins lætur sér ekki til hugar koma að kalla ríkisstjórnarflokkinn hrunflokk eða kenna markaðshagkerfinu um slæma stöðu spænskra banka og nauðsyn þjóðnýtingar Bankia.
Fyrst spænskir stjórnmálamenn og háskólamenn eru svona illa meðvitaðir þegar vandamál steðja að varðandi banka landsins, þá virðist full þörf á að virkja hið snarasta rannsóknarnefnd Alþingis að nýju til að rannsaka vanda spænsks stjórnkerfis og stjórnmála sem og skoða hvort ekki sé nauðsynlegt að landinu verði sett ný stjórnarskrá.
Ekki fer sögum af því að forsætisráðherrann spænski hafi boðað ríkisstjórnina til tíðra funda áður en gripið var til þjóðnýtingar Bankia en í einni frétt er sagt að ákvörðunin hafi meira að segja komið réðherrum á óvart. Sennilega er því einnig verkefni fyrir Landsdóm Markúsar Sigurbjörnssonar að skoða hugsanlegt afbrot spænska forsætisráðherrans í aðdraganda bankakrísunar þar í landi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.5.2012 | 09:56
Gott fólk og rasismi
Tveir ólöglegir innflytjendur frá Alsír voru dæmdir í fangelsi fyrir lögbrot. Í framhaldi af því andmælti Bragi Guðbrandsson formaður Barnastofu og Baldur Kristjánsson sóknarprestur í Þorlákshöfn dómi héraðsdóms. Ekki var annað að skilja á þessum embættismönnum en í þessu tilviki hefðu lögregluyfirvöld og dómstólar stjórnast af kynþáttafordómum semsagt rasisma.
Af persónulegri viðkynningu við þá báða Braga og Baldur þá veit ég að þar fara góðir menn sem vilja láta gott af sér leiða. Góðir menn þurfa þó eins og aðrir að gæta sín og mega ekki fara offari í umræðunni eða bregða yfirvöldum eða öðrum samborgurum sínum um rasisma, þegar þeir hinir sömu vita að það er rangt. Það er alltaf hættulegt að grafa undan yfirvöldum og viðleitni þeirra til að halda uppi lögum og reglum.
Þeim Braga og Baldri gengur gott eitt til, þó þeir fari fram af nokkurri skammsýni. Sama verður ekki sagt um fyrirbrigðið Dögun sem er sambræðingur framboðsgalins fólks úr nokkrum stjórnmálahreyfingum, sem mótmælir þeim rasisma sem þeir Guðjón Arnar Kristjánsson og Sigurjón Þórðarson félagar í Dögun finna í réttum og löglegum aðgerðum lögregluyfirvalda.
Á sama tíma og góðir íslendingar eins og Bragi og Baldur sem og fyrirbrigðið Dögun ráðast að yfirvöldum fyrir rasisma, þá eru bresk dagblöð og aðrir fréttamiðlar full af fréttum um það, hvernig yfirvöld í Manchester á Englandi, brugðust vegna ótta um að vera sökuð um rasisma.
Þessi yfirvöld í Bretlandi, barnaverndarnefndir og lögregluyfirvöld sinntu ekki ítrekuðum kærum ungra stúlkna um misnotkun, nauðganir og hópnauðganir af ótta við að vera brugðið um rasisma. Hópar múslimskra manna aðallega frá Pakistan stóð að þessu. Í gær voru 9 félagar í þessum glæpahópi dæmdir fyrir að hafa misnotað og nauðgað um 50 stúlkum. Fyrsta kæran kom 2008 og öll sönnunargögn voru fyrir hendi, en yfirvöld horfðu í hina áttina af óttans við að vera stimpluð rasistar. Glæpamennirnir gátu haldið áfram að misnota og nauðga ungum hvítum stúlkum og gátu gengið lengra og lengra án þess að yfirvöld gerðu neitt.
En óttinn er ekki bara hjá yfirvöldum. Það er áberandi að breskir fjölmiðlar tala alltaf um hóp asískra karla. Hlutirnir eru ekki nefndir réttum nöfnum. Það er ekki sagt hópur múslima frá Pakistan. Nei það er ekki pólitískt rétt að mati fjölmiðla og þess vegna skulu allir karlar frá Asíu liggja undir ámæli.
Á sama tíma og kristið fólk í Bretlandi þarf að fara í dómsmál til að geta borið krossmark á opinberum vinnustöðum loka yfirvöld þar í landi augunum fyrir því að karlar ættaðir frá Pakistan, misnoti og nauðgi ungum hvítum stúlkum af því að viðbrögð laganna gagnvart þeim gæti leitt til þess að gott fólk og stjórnmálahreyfingar á við Dögun gætu gert hróp að þeim og brugðið þeim um rasisma
Aðalatriðið sem má ekki gleymast er að við erum einstaklingar og mannréttindi eru bundin við einstaklinga og eiga að vera það en ekki hópa, kynþætti eða kyn. Þess vegna eiga allir rétt á vernd laganna og þurfa að þola það að þeir séu beittir viðurlögum á grundvelli laga og réttar. Þeir sem gera hróp að yfirvöldum og bregða þeim um rasisma eða óeðliegar kenndir ættu alltaf að hafa það í huga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 171
- Sl. sólarhring: 833
- Sl. viku: 3992
- Frá upphafi: 2427792
Annað
- Innlit í dag: 159
- Innlit sl. viku: 3695
- Gestir í dag: 158
- IP-tölur í dag: 156
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson