Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014
30.11.2014 | 18:02
Eyðum
Við eigum meiri pening en við héldum sagði formaður fjárlaganefndar Alþingis. Þess vegna ætlum við að eyða þeim pening öllum saman í alls konar góð mál.
Góð mál eru ekki af skornum skammti og auðveldlega mætti eyða mun meiri pening í ámóta góð mál og þau sem fjárlaganefnd leggur nú til að bæta við ríkisútgjöldin.
Hvað skyldi stjórnarandstaðan segja við þessu? Hún lýsir ánægju með málið og finnst ekki nóg að gert heldur eigi að eyða meiri pening á kostnað skattgreiðenda.
Svo bregður nú við að full samstaða alþingismanna er um að eyða annarra fé þ.e. skattgreiðenda, til viðbótar við það sem áður var lagt til, af því að greiðslustaðan er betri en haldið var.
Stjórnarandstaðan orðar það ekki nú að það væri viturlegra að greiða niður ríkisskuldir. Það er bara þegar leiðrétta á ranglæti verðtryggingar sem stjórnarandstöðunni finnst það við hæfi.
Af hverju dettur engum á þessari samkundu við Austurvöld í huga að spara, greiða upp skuldir eða lækka skatta finnst greiðslustaðan er betri en haldið var?
24.11.2014 | 12:51
Verðtrygging og nauðsynlegar upplýsingar.
EFTA dómstóllinn hefur dæmt að íslenska verðtryggingin brjóti ekki í bága við regluverk Evrópusambandsins. Dómur EFTA dómstólsins nú snýst um hvort upplýsingagjöf fjármálastofnana til neytenda vegna töku verðtryggðs láns hafi verið fullnægjandi. Niðurstaða dómsins er sú að útreikningur miðað við 0% verðbólgu séu ófullnægjandi upplýsingagjöf.
Hvaða þýðingu það hefur er erfitt að segja vegna þess að í því efni er EFTA dómstóllinn óræðari en véfréttin í Delfí í Forn Grikklandi. Ítrekað er vísað til þess að það sé fyrir íslenska dómstóla að dæma um það hvaða afleiðingar það hafi. Þá er einnig vísað til þess hvað neytandi vissi og mátti vita.
Veruleg óvissa er um hvort einhverjir geti fengið verðtryggða lánasamninga sína ógilta á grundvelli svara EFTA dómstólsins. Miðað við orðalag og forsendur EFTA dómstólsins í málinu þá geta lögaðilar og þokkalega menntaðir einstaklingar ekki átt von á því að verðtryggðum lánasamningum þeirra verði vikið til hliðar.
Verðtrygging á neytendalánum er óréttlát og bitnar illa á neytendum. Þess vegna er nauðsynlegt að losna við hana og hafa svipuð lánakör í boði fyrir neytendur og í nágrannalöndum okkar. Lausn á því máli næst ekki fram fyrir dómstólum. Það er pólitísk ákvörðun og nýgengin dómur EFTA dómstólsins breytir þar engu. Sá dómur fjallar eingöngu um hvort að mistök við upplýsingagjöf til neytenda varði ógildingu sumra lánasamninga en tekur ekki á hinu stóra meini
VERÐTRYGGINGUNNI
Verðtryggingin verður að fara af öllum neytendalánum dómstólar munu ekki dæma hana ógilda miðað við fyrirliggjandi regluverk. Það mál verður að sækja á Alþingi.
Má e.t.v. minna á loforð ríkisstjórnarinnar í því efni?
24.11.2014 | 07:59
Hver verður innanríkisráðherra?
Val á ráðherrum fer eftir mörgu öðru en getu einstakra þingmanna til að gegna viðkomandi ráðherraembætti. Í prófkjörsflokkunum ræður sú vinsældakosning vali á ráðherrum auk staðsetningu þingmanna eftir kjördæmum. Þá má ekki gleyma kynferði sem hefur oft úrslitaþýðingu.
Sjálfstæðisflokkurinn velur ráðherra í samræmi við ofangreindar viðmiðanir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir ætti því að koma fremst á grundvelli kynferðis. Ragnheiður er auk heldur með hæfustu stjórnmálamönnum landsins. Hún er hins vegar í vitlausu kjördæmi.
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis er í kjördæmi þar sem engin ráðherra er fyrir og hefur farsælan og flekklausan pólitískan feril. Auk þess er Einar K. Guðfinnsson meðal þeirra þingmanna sem rækja starf sitt af hvað mestum dugnaði og natni.
Reykjavíkurkjördæmi suður hefur nú engan ráðherra og þingmenn þess kjördæmis munu vafalaust telja að einn úr þeirra hópi ættí ríkasta tilkallið til ráðherraembættis. Þar yrðu a.m.k. tveir kallaðir og sá með lengri þingsetu yrði fyrir valinu. Þannig er það nú.
Sem betur fer á Sjálfstæðisflokkurinn góðu fólki á að skipa sem fellur inn í alla þessa flokka sem eru forsenda ráðherravals hversu gáfulegir eða vitlausir sem þeir eru.
Gamall baráttumaður í pólitík sagði mér einu sinni að þar sem hann og skoðanabræður hans áttu undir högg að sækja þá skipti höfuðmáli að velja alltaf þann hæfasta til forustustarfa. Horft hefði verið framhjá öllu öðru. Þeir náðu árangri. Sennilega yrði það farsælast fyrir þjóðfélagið ef sama viðmiðunun yrði látin ráða við ráðherraval og vikið yrði til hliðar ómálefnalegum sjónarmiðum eins og kjördæmum, vinsældakosningu og gerð líkamlegs vatnsgangs.
22.11.2014 | 15:07
Afsögn og sök
Það er hemill á rökfræðilega umræðu að ræða mál út frá hagsmunum einstaklinga. Þess vegna verður umræða í fámennum þjóðfélögum eins og Íslandi oft ómarkviss og persónugerð í stað þess að aðalatriði málisins séu rædd.
Þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir ákvað vonum seinna að segja af sér ráðherradómi þá var spurningin ekki um sök heldur hvort það væri heppilegt fyrir stjórnsýsluna í landinu, ríkisstjórnina og Sjálfstæðisflokkinn að hún gegndi áfram störfum.
Þegar hún hefur nú sagt af sér þá er spurningin ekki um framtíð hennar í pólitík, sem engin getur sagt fyrir um heldur hvort afsögn hennar hafi verið eðileg út frá málefnalegum sjónarmiðum.
Það gengur síðan ekki upp fyrir mig rökfræðilega þegar formaður Sjálfstæðisflokksins segist telja það heppilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að varaformaður hans hafi þurft að segja af sér sem ráðherra og verði við það hæfari varaformaður.
Ég hef ekki velkst í vafa um að Hanna Birna Kristjánsdóttir mundi þurfa að segja af sér eftir að upplýsingar bárust um samskipti hennar og lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins meðan á rannsókn máls sem beindist að henni og ráðuneyti hennar stóð. Eg hef undrast hversu lengi formaður Sjálfstæðisflokksins lét þetta ástand viðgangast og ef einhver hópur fólks ætti að fá meðvirkniverðlaunin í þessu máli þá er það þingflokkur Sjálfstæðisflokksins.
Það er svo annað mál að þetta lekamál er allt með ólíkindum og gjörsamlega ómögulegt að skilja hvað rak fólk í Innanríkisráðuneytinu til að afla og koma upplýsingum um þennan ólöglega innflytjenda og meinta glæpastarfsemi hans á framfæri við fjölmiðla. Óneitanlega setur líka að manni kjánahroll þegar verjandi hans kemur ítrekað fram í fjölmiðlum og ræðir um skjólstæðing sinn eins og hvítskúraðan kórdreng.
Það er svo allt annað mál hvort Hanna Birna á endurkomu í pólitík eða ekki. Mona Sahlin þurfti að segja af sér eftir að hafa misnotað greiðslukort ráðuneytis síns en varð síðar formaður sænskra sósíaldemókrata- Kjósendur voru hins vegar ekki á því að fyrirgefa henni og sænskir sósíaldemókratar töpuðu stórt undir hennar forustu. Ritt Bjerregaard þurfti að segja af sér sem ráðherra í Danmörku og átti síðar langan farsælan pólitískan feril.
Á sínum tíma sagði Jóhann Hafstein þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins þegar verið var að tala um að hann léti af embætti og deilur milli Gunnars og Geirs voru í miðpunkti, að það væri engin maður svo merkilegur að Sjálfstæðisflokkurinn og hagsmunir hans væru ekki merkilegri. Þar átti hann við hvort viðkomandi væri trausts verður og líklegur til að leiða flokkinn til góðra verka og aukinnar tiltrúar þjóðarinnar.
Þessi orð Jóhanns Hafsteins eiga að vera sú viðmiðun sem fólk á að miðað við í starfi Sjálfstæðisflokksins.
19.11.2014 | 10:24
Kynbundnar lánveitingar
Ríkislánastofnunin, Byggðastofnun, ætlar að hefja kynbundnar lánveitingar. Lánin sem um er að ræða standa einungis kvenkyns einstaklingum til boða á lægri vöxtum en lán til karla.
Ekki veit ég hvernig þetta rímar við lög um jafnstöðu kynjanna og hvort þeir sem hæst tala um þá jafnstöðu hafa eitthvað við kynbundna mismunun lánveitinga að athuga.
Ríkislánastofnunin, Byggðastofnun, hefur tapað hlutfallslega mestu fé allra lánastofnana frá því þessi pólitíska lánastofnun var stofnuð. Hrunbankarnir eru þar ekki undanskildir. Fyrir liggur að stofnuin hefur nær eingöngu lánað karlmönnum og mettap lána er því þannig fólki að kenna.
Þó jafnstaða kynjanna sé mikilvæg þá er spurning hvort það eigi að koma í veg fyrir jákvæða hluti. Kynbundin mismunun á þessum vettvangi gæti þó haft í för með sér að konur yrðu umsækjendur og skráðar fyrir atvinnustarfsemi sem að hins kyns fólk hefði þó með að gera. Spurning er hvernig Byggðastofunun ætlar að koma í veg fyrir slíka misnotkun.
Víða í veröldinni hafa komið fram lánastofnanir sem lána nær eingöngu til smáfyrirtækja sem konur reka og sú lánastarfsemi hefur almennt gefist vel. Þá má ekki gleyma að velmegun þjóða er mest þar sem atvinnuþáttaka kvenna er mest. Þess vegna gæti kynbundin lán af því tagi sem ríkislánastofnunin boðar verið góðra gjalda verð. Ýmis rök geta því mælt með lánveitingum af þessu tagi
En þá er spurningin ef jafnstöðunni er vikið til hliðar að þessu leyti af skynsemisástæðum, getur það þá ekki átt við þess vegna með sömu formerkjum á öðrum sviðum.
18.11.2014 | 16:22
Píratar og prentfrelsið
Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp sem ber heitið "afnám fangelsisrefsingar fyrir tjáningu skoðana" Þó að þessi breyting yrði að lögum þá breytti hún engu í raun þar sem engin hefur verið settur í fangelsi vegna þeirra brota sem frumvarpið varðar undanfarna áratugi þó slík refsing hafi verið dæmd.
Það er virðingarvert að óbreyttir þingmenn leggi fram lagafrumvörp og hugsunin er sú að endurskoða refsiákvæði vegna ærumeiðinga og standa vörð um eðlilega tjáingu. Þess vegna hefði verið æskilegt að þingmennirnir hefðu hugsað málið aðeins lengra fyrst á annað borð verið er að leggja til breytingar á refsiákvæðum vegna ærumeiðinga.
Þeir sem þurfa helst á æruvernd að halda eru einstaklingar vegna brota fjöl- og vefmiðla gagnvart t.d. friðhelgi einkalífs þeirra og heiðri. Þeir sem þurfa síður á æruvernd að halda eru þjóðríki, trúarhópar eða kynþættir. Það skaðar almennt ekki Þýskaland þó einhverjir kalli þjóðverja bölvaða nasista, sem þeir eru ekki. Kristið fólk á Vesturlöndum hefur mátt búa við árásir á trúarskoðanir sínar og trúartákn án þess að ástæða þyki til að beita refsilöggjöfinni. Þess vegna kom það fólki á Vesturlöndum á óvart þegar meðlimir Pussy Riot voru fangelsaðir fyrir brot á refsiákvæðum þess lands sem er hliðstætt þeim sem hér eru.
Meginatriðið er að fólk hafi víðtækt tjáningarfrelsi, en verði að bera ábyrgð á orðum sínum. Það verður þó að vera innan skynsamlegra marka. Gamanleikarinn Rowand Atkinson sem lék m.a. Mr. Bean hefur verið hvað ákveðnasti talsmaður víðtæks tjáningarfelsis og fundist hatursákvæði vegna trúarhópa, hagsmunahópa og þjóða ganga allt of langt og takmarka eðlilega tjáningu og þess vegna eðlilega kerskni og húmor.
Þingmenn Pírata mættu skoða þetta mál nánar hvað varðar meiri breytingar á meiðyrðalöggjöfinni þannig að eðlileg umræða geti þróast í þjóðfélaginu þannig að þöggun tepurskaparins verði ekki alls ráðandi.
16.11.2014 | 18:26
Afnemum matarskatta
Gríðarlegir skattar gjöld og kvótar eru lögð á innflutt matvæli og vörur unnar úr þeim. Þetta eru einu matarskattarnir í landinu. Þegar Frosti Sigurjónsson Framsóknarþingmaður segist vera á móti matarskatti þá mætti ætla að formaður Efnahagsnefndar Alþingis vissi hvað hann væri að tala um.
Ef matarskattarnir og innflutningshöftin yrðu afnumin þá mundi verð á matvælum lækka verulega. Með því að hætta sérstökum stuðningi við matvælaframleiðslu innanlands mætti auk heldur lækka skatta umtalsvert t.d. láta matvæli bera 0% virðisaukaskatt.
Þetta mundi bæta kjör alls almennings í landinu svo um munaði. Auk þess mundi þetta hafa þau áhrif að vísitala neysluverðs til verðtryggingar mundi lækka verulega og þar með verðtryggðu lánin. Sennilega er ekki til skynsamlegri efnahagsaðgerð en einmitt það að afnema hina raunverulegu matarskatta sem allir hafa verið settir með atkvæði Framsóknarþingmanna.
En Frosti Framsóknarmaður er að tala um annað. Frosti er að tala um örlitla breytingu á virðisaukaskatti. Sú breyting skiptir ekki nema brotabroti af því sem hagur heimilanna mundi batna um ef skattar á matvæli yrðu afnumdir þ.e. raunverulegir matarskattar.
Nú háttar svo til að fjárlagafrumvarpið var lagt fram eftir að um það hafði verið fjallað í ríkisstjórn og þingflokkum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Hefði ekki verið samstaða um meginatriði fjárlagafrumvarpsins þá hefði tillaga um breytingu á virðisaukaskatti aldrei komið fram. Fráhlaup Frosta Sigurjónssonar og ýmissa annarra Framsóknarmanna frá eigin tillögum er því ómerkilegur pópúlismi.
Formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráðherra, getur ekki setið undir því að leggja fram sameiginlegar tillögur ríkisstjórnarinnar, en svo hoppi þingmenn Framsóknarflokksins frá eins og gaggandi hænur á túni við fyrsta goluþyt. Annað hvort styður Framsóknarflokkurinn eigin tillögur eða hann er ekki samstarfshæfur.
13.11.2014 | 23:43
Ranglæti skammsýninnar
Við bankahrun var ákveðið að skattgreiðendur ábyrgðust allar innistæður Íslendinga í íslenskum bönum. Þá gerði VG og Samf ekki athugasemdir. Fulltrúar fjármagnsaflanna réðu sér lítt fyrir gleði. Ekki var talað um að það hefði mátt fara betur með skattfé eða eyða því í annað.
Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar segir að stökkbreytt verðtryggð lán einstaklinga almennt skuli leiðrétt að hluta, til að ná fram örlitlu réttlæti. Þá brá svo við að VG og Samfylkingin ákváðu að vera á móti réttlátri leiðréttingu og fengu til liðs við sig helstu fulltrúa fjármagnsaflanna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, Pétur Blöndal og Vilhjálm Bjarnason. Þeir Pétur og Vilhjálmur greiddu síðan atkvæði á móti eins og stjórnarandstaðan þrátt fyrir að hafa samþykkt þetta við stjórnarmyndun. Óneitanlega sérkennilegt bandalag sósíalistanna í VG og Samfylkingunni og fjármagnsfurstana.
Þegar meginhluti gengislána til einstaklinga reyndust ólögmæt þá fengu þeir sem þau tóku leiðréttingu. Talsmenn VG og Samfylkingarinnar lýstu ánægju með það. Afskriftir skulda fyirrtækja og rekstraraðila upp á hundruðir milljarða nutu líka velvilja fjármagnsfurstana, VG og Samfylkingarinnar.
Þá átti eftir að leiðrétta verðtryggð lán venjulegs fólks sem hafði ekki farið offari í fjárfestingum en tapað miklu vegna galinna verðtryggðra lánakjara og óráðssíu annarra.
Við umræðu um neyðarlögin 2008 og síðar benti ég ítrekað á það sem hlyti að gerast í kjölfar bankahruns og gengisfellingar væri: Í fyrsta lagi mundi þjóðarframleiðsla dagast saman með tilheyrandi tekjuskerðingu. Í öðru lagi yrði verðhrun á fasteignum. Í þriðja lagi mundu verðtryggð lán hækka þó engin væri virðisaukinn í þjóðfélaginu. Af þeim sökum vildi ég láta taka verðtrygginguna úr samabandi. Allt þetta gekk eftir en vegna skammsýni mallaði verðtryggingin áfram og át upp eignir venjulegs fólks. Það var óréttlátt. Ranglæti.
Venjuleg fasteign lækkaði við Hrun um 65% í Evrum, pundum eða dollurum talið, en verðtryggðu lánin hækkuðu verulega á sama tíma. Það er sú stökkbreyting sem verið er að litlum hluta að leiðrétta hjá venjulegu fólki.
Þessi leiðrétting er lágmarksleiðrétting og kostnaðurinn er þeim Jóhönnu Sigurðardóttur, Gylfa Arnbjörnssyni og öðru áhrifafólki að kenna sem stóð á móti því að verðtryggingin væri tekin úr sambandi á sínum tíma. Sá kostnaður sem ríkissjóður þarf að bera vegna þess að reynt er að ná fram skrefi í réttlætisátt er þeim að kenna sem neituðu að horfast í augu við staðreyndir við Hrun og gera raunhæfar ráðstafanir.
Þessar leiðréttingar kosta mikið fé en eru hluti sanngirnisbóta þar sem galið lánakerfi verðtryggingar fær að viðgangast á neytendalánum.
Mér er með öllu óskiljanlegt að þeir sem hæst gala um félagslegt réttlæti VG og Samf o.fl. skuli í þessu máli samsama sig með fjármagnsöflunum í landinu gegn fólkinu á sama tíma og foringjar þeirra sækja allir um að fá að vera með og njóta sanngirninnar sem þau eru samt á móti.
Þeir eru margir Hamletarnir í íslenskri pólitík þessa dagana.
11.11.2014 | 11:11
Eitthvað annað
Fátt sýnir betur stefnuleysi og hugmyndasneyð stjórnarandstöðu en þegar forstumenn hennar segja allir sem einn að það hefði ekki átt að gera þetta, heldur eitthvað annað.
Í gær kynnti ríkisstjórnin skuldaleiðréttinu, sem gagnast venjulegu fólki verulega til frambúðar einkum ef verðtryggingin verður tekin af hið snarasta og það verður að gera. Forustufólk stjórnarandstöðunar voru í framhaldi af því spurð um aðgerðirnar og þá komu þau Katrín Jakobs, Árni Páll, Birgitta Jóns og Guðmundur Steingríms fram eins og einradda kór sem kyrjaði sömu hjáróma laglínuna. "Ekki þetta heldur eitthvað annað."
Nánar aðspurð sögðu leiðtogar stjórnarandstöðunnar eins og í vel æfðu leikriti nákvæmlega það sama eða "Það hefði t.d. mátt greiða niður skuldir, leggja meira í heilbrigðiskerfið, leggja meira í menntakerfið o.s.frv." Semsagt það mátti gera eitthvað bara eitthvað annað en kom skuldsettum einstaklingum til aðstoðar.
Það er athyglisvert að stjórnarandstöðunni kom ekkert annað í hug en endilega að eyða þeim fjármunum í eitthvað annað en að ná fram meira réttlæti fyrir þá sem þurftu að þola óréttlæti stökkbreyttu höfuðstóla verðtryggðu lánanna.
Athyglisvert að engum í stjórnarandstöðunni datt í hug að koma með hugmynd um að lækka skatta. Nei það mátti ekki rétta hag skuldugra heldur eyða því í annað.
Skattalækkun hefði þó líka dugað skuldsettum einstaklingum sem og öðrum og stuðlað að auknum hagvexti. En það datt semsagt stjórnarandstöðunni ekki í hug enda flokkslíkamabörn hugmyndafræði aukinnar skattheimtu.
10.11.2014 | 17:29
Leiðrétting og mótmæli
Á sama tíma og ríkisstjórnin kynnir langþráða leiðréttingu á stökkbreyttum höfuðstólum verðtryggðra lána er boðað til mótmælafundar á Austurvelli til að mótmæla einhverju.
Leiðrétting höfuðstólanna sem hækkuðu svo mikið í efnahagslegum ólgusjó banka- og gengishruns á árunum 2008 og 2009 var sjálfsögð, en hefði verið einfaldari og deilst með réttlátari hætti hefðu stjórnendur þessa lands samþykkt að taka verðtrygginguna úr sambandi strax við bankahrunið eins og ég lagði til eða þá fljótlega á eftir.
En betra er seint en aldrei. Ríkisstjórnin er nú að framkvæma það sem lofað var fyrir kosningar og er að því leyti ólík ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem lofaði og sveik.
Einhverjir munu gagnrýna þessa millifærslu fjármuna, sem með einum eða öðrum hætti kemur frá skattgreiðendum hvað sem hver segir. En þeir hinir sömu hefðu þá frekar átt að gagnrýna það þegar ríkið tók á sig hundraða milljarða skuldbindingar með því að ábyrgjast allar innistæður á innistæðureikningum í bönkum langt umfram skyldu.
Hefði skuldaleiðréttingin ekki verið gerð á óréttlátum ímynduðum virðisauka verðtryggingarinnar, en bara borgað fyrir þá sem áttu, en þeir sem skulda látnir liggja óbættir hjá garði þá yrðum við áfram þjóðfélag sem ekki gætti neins réttlætis.
Með aðgerðum ríkisstjórnarinnar er staðfest algjör skömm og svik þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar og skjaldborgar þeirra um skuldsett heimili.
Í stað þess að fagna því jákvæða sem ríkisstjórnin er að gera, þá finnst sporgöngufólki Samfylkingar og Vinstri grænna rétt að mótmæla við Alþingishúsið, jafnvel því sem Alþingi kemur ekkert við og hefur ekkert með að gera.
Lánleysi mótmælandanna sem koma saman til að mótmæla einhverju af því bara er í besta falli grátbrosleg við þessar aðstæður.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 176
- Sl. sólarhring: 831
- Sl. viku: 3997
- Frá upphafi: 2427797
Annað
- Innlit í dag: 164
- Innlit sl. viku: 3700
- Gestir í dag: 163
- IP-tölur í dag: 160
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson