Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014
8.11.2014 | 11:46
Hyskið á landsbyggðinni og útældi skíturinn á gólfinu
Rithöfundur sem ég held töluvert upp á talar í dag um hyskið á landsbyggðinni. Um daginn talaði skipuleggjandi mótmælafundar á Austurvelli um útældan skít á gólfi. Er svona orðfæri viðeigandi í umræðu siðaðs fólks?
Sýnir þetta ekki skort á að fólk gæti hófs í almennri umræðu og sýni hvort öðru tilhlhýðilega virðingu.
Fólkið á landsbyggðinni er ekki hyski heldur almennt gott fólk. Með sama hætti og það fólk sem býr í Reykjavík og foringi Framsóknarflokksins kallaði einu sinni "Grimsbýlýðinn" er líka almennt gott fólk. Að nota orðið hyski eða lýður er því orðanotkun sem lýsir hroka þess sem notar það og lítilsvirðingu gagnvart þeim sem hljóta þessar einkunnir.
Þegar stærstu viðskiptabankarnir urðu gjaldþrota árið 2008 varð þjóðin fyrir verulegu áfalli og þurfti að horfast í augu við að við vorum ekki með sérstök viðskiptagen sem gerðu okkur að "übermenschen"(ofurfólki) í viðskipta- og fjármálalífi eins og forseti lýðveldisins talaði iðulega um. Við vorum í besta falli fyrirhyggjulítið fólk í fjármálum.
Í framhaldi af því virðist eins og annað Hrun hafi orðið, sem birtist oft í illvígri umræðu, illmælgi gagnvart mönnum og málefnum þar sem stöðugt er verið að kenna einhverjum um það, sem ef til vill var, ef betur er að gáð ansi mörgum að kenna.
Það skiptir máli fyrir þjóðina til að komast áfram í tilverunni og skapa sér og afkomendum sínum betri tilveru og betri lífskjör að sýna hvort öðru virðingu og gaumgæfa hvað horfir til framfara.
Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja er orðtæki sem er alveg rétt. En það má hins vegar ekki láta fortíðina skyggja svo á framtíðina að hún verði ekki.
7.11.2014 | 00:11
Fréttablaðið, maðurinn og boltinn.
Fjölmiðlafólk sem margt vinnur við að setja fram skoðanir og gagnrýna aðra, á oft erfitt með að taka gagnrýni. Sér í lagi þegar svara verður vant. Þá er stundum gripið til þagnarinnar. Stundum til útúrsnúninga en ef viðkomandi hefur engin rök og getur ekki svarað málefnalega þá grípa lélegir fjölmiðlar stundum til þess ráðs að fara í manninn sem gagnrýndi og setja á hann stimpil sem á að gera hann ótrúverðugan.
Í bloggfærslu fyrr í vikunni benti ég á að Fréttablaðið færi rangt með staðreyndir og höndlaði þær eins og blaðið væri komið í kosningabaráttu fyrir Jón Gnarr. Engin á Fréttablaðinu hefur getað svarað þessari réttmætu gagnrýni og þar sem svara varð vant var ákveðið að fara í manninn sem gagnrýndi og hengja á hann merkimiða. Þetta var innleggið til að sýna fram á að lítt mark væri á gagnrýninni takandi.
Nú tel ég mér heiður af því að vera í þeim hópi sem blaðið bendlaði mig við en þar greinir menn þó á um ýmislegt. En þessi merkimiði kemur málinu ekkert við þar er reynt að fara í manninn en ekki boltann eins og allir góðir KR ingar skilja. Eftir stendur að blaðið gerir kjánalega tilraun til útúrsnúninga af því að það treystir sér ekki til að svara málefnalega.
Er við því að búast að umræða geti verið vönduð og málefnaleg þegar fjölmiðlar kinoka sér við að halda uppi málefnalegri umræðu en telja þess í stað rétt að bullukollast um menn og málefni.
það skiptir máli að fjölmiðlar séu vandaðir og taki sjálfa sig alvarlega og taki tillit til réttmætrar gagnrýni í stað þess að stuðla að ómálefnalegri umræðu út í bláinn.
6.11.2014 | 09:38
Er RÚV hemill á framsækna fjölmiðlun í landinu?
Samkvæmt reikningum 365 miðla helsta fjölmiðlafyrirtækis landsins fyrir utan RÚV, þá eiga 365 miðlar ekki fyrir skuldum og og vantar þar marga milljarða upp á. En skuldir 365 miðla umfram eignir nema samt ekki meiru en því sem árlega er lagt til RÚV af skattgreiðendum.
Fjölmiðlar sem 365 reka hafa oft verið framsæknir og tekið upp nýungar þegar ríkisfjölmiðillinn svaf. Til upprifjunar má minna á að Stöð 2 varð fyrst til að taka upp almennilegt barnaefni m.a. á laugardagsmorgnum. Stöð 2 stundaði lengi metnaðarfulla innlenda dagskrárgerð og áfram mætti telja. Í dag er Bylgjan ein besta útvarpsstöð landsins.
Meðan morgunútvarp RÚV ætlar alla lifandi að drepa úr leiðindum og með slappar fréttir, þá er Bylgjan með lifandi skemmtilegt og fræðandi morgunútvarp. Sama er að segja um síðdegisútvarp Bylgunar sem ber af þó þar sé minni munur en á morgnana. Sá þáttur á RÚV sem tekur eiginlega helst fram því sem Bylgjan hefur fram að færa er þáttur Andra Snæs og Guðrúnar Dís sem er með skemmtilegasta útvarpsefni RÚV.
RÚV hefur sérstöðu á markaðnum. Árlega greiða skattgreiðendur RÚV meir en 5 milljarða. Forskot RÚV á auglýsingamarkaði er líka gríðarlegt. Samt er RÚV skuldum vafinn fjölmiðill. Hvernig er hægt að reka einn fjölmiðil sem hefur þetta gríðarlega forskot svona illa? Hvernig geta aðrir fjölmiðlar staðist ríkisfjölmiðlinum snúning þegar forgjöfin er svona mikil?
Með því að taka rúma 5 milljarða á ári til að leggja til eins fjölmiðils er verið að draga úr samkeppni á fjölmiðlamarkaðnum og koma í veg fyrir að upp spretti þúsund blóm í stað visins fjölmiðlaakurs RÚV.
Sennilega mundi það koma best íslenskri fjölmiðlun, blaðaútgáfu, ljósvakamiðlun, öryggi, menningu og tungu að ríkið hætti öðrum fjölmiðlarekstri en þeim sem væri vegna öryggis og fræðslu en veitti þess í stað styrki til innlendrar þátta- og dagskrárgerðar. Jafnframt hyrfi RÚV af auglýsingamarkaði, en það eitt ætti að geta tryggt eðlilegan framgang þeirra fjölmiðla sem eiga erindi við neytendur jafnt blaða sem ljósvakamiðla.
5.11.2014 | 11:51
Breyttist eitthvað við bankahrunið?
Þegar stóru viðskiptabankarnir urðu gjaldþrota árið 2008 opnaðist fyrir fólki margt furðulegt í fjármálaheiminum. Margir ráku augun í að sami eða sömu aðilar áttu ógrynni félaga sem áttu síðan hvort í öðru og mynduðu ógrynni af viðskiptavild og óefnislegum verðmætum sem voru síðan einskis virði.
Spurningarnar sem vöknuðu hjá fólki voru m.a. af hverju þurftu sömu aðilar að eiga tug eða hundruð einkahlutafélaga þegar eitt hefði verið nóg nema þegar þurfti að millifæra, búa eitthvað til og kaupa þrotabú félaga í eigu sömu aðila. Þá spurði fólk líka hvernig á því hefði staðið að stjórnendur gjaldþrota bankanna hefðu verið svo vitlausir að lána félögum sem voru í raun gjaldþrota ef ekki hefði tilkomið bókhaldslegar færslur um svonefnd óefnisleg verðmæti.
En hefur eitthvað breyst?
Helsti samnefnari eigenda fjölmiðlasamsteypunnar 365 miðla, sem á 99.97% hlutafjár hefur sett hlutafjáreign sína að veði til Landsbankans. Hvað skyldi vera virði þeirra?
Heildarskuldir 365 eru í dag 7.6 milljarðar og heildareignir eru 8.4 milljarðar samkvæmt nýju uppgjöri. Í sjálfu sér fínt þegar skuldsett félag á 700 milljónum meira en það skuldar. Þegar nánar er skoðað kemur í ljós að 5.7 milljarðar af eigninni er óefnisleg,viðskiptavild. Rauneignir félagsins eru bara 2.4 milljarðar.
Nýi Landsbankinn hefur lánað 365 miðlum 7 milljarða þrátt fyrir að efnislegar eignir félagsins séu aðeins 2.4 milljarðar eða þriðjungur lánsins. Er einhver glóra í svona lánveitingum. Hvað skyldu nú vökulir rannsóknarblaðamenn og margverðlaunaðir fréttahaukar á RÚV og víðar hafa um þetta að segja?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2014 | 09:18
Kosningabarátta Fréttablaðsins
Fréttablaðið hefur hafið markvissa baráttu fyrir því að koma Jóni Gnarr fyrrum borgarstjóra í embætti forseta Íslands. Fyrsti liður baráttunnar var að gera skoðanakönnun þar sem yfir 800 manns voru spurðir og af þeim nefndu rúm 15% Jón Gnarr sem einstakling sem þeim hugnaðist.
Næsta skref blaðsins í baráttunni fyrir kjöri Jóns Gnarr var að birta forsíðufrétt með stríðsletri á forsíðu helgarblaðsins þar sem fullyrt var að 40% landsmanna vildi fá Jón Gnarr sem forseta. Sú fullyrðing var röng, en gaf hins vegar kosningastjórn Jóns Gnarr á Fréttablaðinu tilefni til að birta við hann drottningarviðtal í blaðinu, sem var þá þriðja skrefið í baráttu blaðsins fyrir kjöri mannsins.
Nýjasta skref Fréttablaðsins í baráttunni og það fjórða á þrem dögum er ritstjórnargrein þar sem ritstjóri blaðsins telur Jón Gnarr verðugan fulltrúa sem baráttumann fyrir alheimsfriði. Fyrst það gerir Jón Gnarr hæfastan íslendinga til að verða forseti þá hefði þjóðin samkvæmt þessari rökfræði betur kosið Ástþór Magnússon á sínum tíma sem fulltrúa allsherjarfriðar.
Fróðlegt verður að sjá hvert verður næsta skref Fréttablaðsins í baráttunni fyrir að koma Jóni Gnarr á Bessastaði og fróðlegt væri að sá sem skrifaði ritstjórnargrein blaðsins í dag mánudaginn 3. nóvember útskýrði fyrir þjóðinni með hvaða hætti hugmyndafræði sú sem hann talar svo fjálglega um í leiðaranum geta leyst aðsteðjandi vanda vegna hryðjuverkaógnar og skulu þá ótalin önnur hryðjuverkasamtök en ISIL.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 248
- Sl. sólarhring: 777
- Sl. viku: 4069
- Frá upphafi: 2427869
Annað
- Innlit í dag: 231
- Innlit sl. viku: 3767
- Gestir í dag: 227
- IP-tölur í dag: 220
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson