Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015
25.2.2015 | 10:09
Kaupþingslánið og ráðsmennska Seðlabankastjóra
Kaupþing fékk 500 milljón Evra neyðarlán frá Seðlabanka Íslands (SÍ) 6.10.2008. Öllum sem sátu á Alþingi mátti vera ljóst að mjög var þrýst á það af ýmsum hagsmunaaðilum og ríkisstjórn að SÍ veitti Kauþingi lánið. Öllum var einnig ljóst að miklu skipti að einn af stóru viðskiptabönkunum lifði af bankakreppu. Þess vegna var lánvetingin talin áhættunnar virði.
Seðlabankinn veitti lánið að fengnum upplýsingum frá stjórnendum Kaupþings, sem að hluta til voru rangar og tók veð í nánast öllum hlutum í FIH bankanum í Danmörku til tryggingar endurgreiðslu lánsins. Þegar Bretar settu hryðjuverkalög á Ísland og bankann Singer og Friedlander í eigu Kaupþings varð ekki við neitt ráðið. Kaupþing fór í slitameðferð.
Stjórnarandstaðan og fréttamiðlar m.a. fréttastofa RÚV virðist haldin þeirir þráhyggju að símtal millil þáverandi forsætisráðherra Geirs H. Haarde og þáverandi Seðlabankastjóra og Davíðs Oddssonar, skipti einhverjum sköpum varðandi lánveitinguna.
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 22.2.s.l. er fjallað um þá staðreynd að ríkisstjórn Geirs H. Haarde og INgibjargar Sólrúnar Gísladóttu var áfram um að lánið yrði veitt. Enfremur að að þeri sem tóku við í Seðlabankanum beri ábyrgð á meðferð veðsins og endurheimtu lánsins.
Viðbrögð stjórnarandstöðu og fréttamiðla við þessum upplýsingum hafa verið með ólíkindum. Enn eru settar fram upphrópanir um símtal milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde og síðan gert mikið úr því að Seðlabankinn beri ábyrgð á lánveitinunni eins og það liggi ekki ljóst fyrir.
Hefði Davíð Oddsson og sambankastjórarar hans í SÍ ekki haft víðtækt samráð við ráðandi aðila í þjóðfélaginu um veitingu lánsins þá hefði það verið óeðlilegt miðað við þær alvarlegu aðstæður sem blöstu við. Þá er spurningin hvort rangt hafi verið að veita lánið gegn því veði sem SÍ tók? Miðað við aðstæður á þeim tíma og þær upplýsingar sem fyrir lágu þá var það ekki.
Það sem mestu máli skiptir er að SÍ gat fengið lánið endurgreitt að fullu í september 2010. Tjón skattgreiðenda vegna neyðarlánsins til Kaupþigs hefði þá ekkert orðið.
Þannig greinir viðskiptabalað Berlinske Tidende og Morgunblaðið og raunar fleiri miðlar frá því þann 17.9.2010 að tvö tilboð hafi verið gerð í hlutabréfi í FIH-bankanum. Annað tilboðið hafi tryggt endurgreiðslu 500 milljóna evra neyðarlánsins að fullu. Ef Már Guðmundsson bankastjóri SÍ, hefði fallist á það tilboð þá hefði tjón SÍ og skattgreiðenda ekkert orðið af veitingu neyðarlánsins.
Samkvæmt fréttum fjölmiðla ákvað Már Guðmundsson að taka áhættu og fallast á annað tilboð þar sem hluti neyðarlánsins var endurgreiddur, en SÍ tók síðan áhættu af gengi danska skartgripafyrirtækisins Pandóru vaðandi eftirstöðvarnar þannig að skilanefnd Kaupþings gæti þá hugsanlega fengið einhverja fjármuni í sinn hlut. SÍ undir stjórn Más ákvað því að taka áhættu án ávinnings nema þá fyrir þriðja aðila. Þetta virðist hafa verið gert án samhliða kröfu til þess, að slitabúið myndi ábyrgjast greiðslu þess sem ekki fengist greitt af láninu.
Með þessari ákvörðun setti Már Guðmundsson hagsmuni skattgreiðenda í hættu. SÍ gat aldrei fengið meira en sem nam andvirði neyðarlánsins og eini aðillinn sem gat hagnast á þessari ráðstöfun var skilanefnd Kaupþings.
Það þarf ekki að rannsaka neitt eða hlusta á símtöl. Málavextir liggja ljósir fyrir. Í fyrsta lagi þá var um eðlilega lánveitingu að ræða til Kaupþings með neyðarláninu upp á 500 milljónir evra miðað við aðstæður. Í öðru lagi gætti SÍ þess að taka fullnægjandi veð og í þriðja lagi þá virðist núverandi bankastjóri SÍ hafa teflt hagsmunum bankans í hættu með því að taka ekki tilboði um sölu veðsins í september árið 2010 sem tryggt hefði fulla endurgreiðslu neyðarlánsins. Niðurstaða þess ræðst ekki endanlega fyrr en í árslok 2015.
Mér er það ráðgáta að fjölmiðlar og stjórnmálamenn þessarar þjóðar skuli ekki gera sér grein fyrir jafn einföldum staðreyndum og greina aðalatriði frá aukaatriðum og átta sig á hver er Svarti Péturinn í spilinu.
(Grein í Morgunblaðinu birt 24.2.2015)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.10.2016 kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2015 | 11:07
Til varnar Jóni Kristinssyni Gnarr
Þó ég hafi ítrekað gagnrýnt Jón Kristinsson sem kallar sig Gnarr vegna ýmissa sjónarmiða sem hann hefur sett fram, þá erum við sammála um það grundvallaratriði að hver borgari hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar hversu gáfulegar eða vitlauasar sem öðrum finnast þær.
Í pistli sínum í dag bendir Jón réttilega á að Guð er ekki einkamál presta og að þeir séu engir rétthafar að guðshugtakinu. Í því sambandi má benda Jóni Kristjánssyni á það að Jesús segir að hverjum og einum sé heimilt að nálgast sig með þeim hætti sem hann/hún óskar. Jesús segir það beinum orðum að engin hafi einkarétt á guðshugtakinu eða að nálgast sig heldur geri það hver sem er eftir vilja og skilningi á boðun hans.
Kerfisfólk allra tíma hefur hins vegar viljað takmarka rétt einstaklingsins til þeirrar sjálfstæði nálgunar sem Jesús boðar. Kerfismennirnir tóku yfir á kirkjuþinginu í Níkeu 325 með afleiðingum sem að mínu viti hamlar eðlilegri nútímalegri boðun Kristinnar trúar.
Í annan stað biður Jón um að trúaðir virði rétt hans til að hafa aðra skoðun. Af sjálfu leiðir að við sem viljum frelsi einstaklingsins og skoðanafrelsi virðum þann rétt.
Í þriðja lagi segir Jón Kristinsson orðrétt: "að ekki megi gera grín að trú fólks. Það þykir mér hættulegt viðhorf." Breski leikarinn Rowand Atkinson (Mr. Bean) hefur ítrekað bent á þetta sama, en þar skiptir sköpum hverrar trúar fólk er. Kristið fólk lætur grín um trú sína yfir sig ganga, en ítrekað höfum við orðið þess vör á síðustu vikum að það gera Íslamistar ekki. Það er mikilvægt að við á Vesturlöndum ítrekum stöðugt þessi sjónarmið. Það á að vera heimilt og refsilaust að gagnrýna og gera grín að trúarskoðunum og sérhópum, þó hver verði að bera ábyrgð skoðana sinna.
Það er grundvallaratriði að einstaklingarnir hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar í lýðfrjálum löndum og við tileinkum okkur öll þau viðhorf sem að eignuð eru heimspekingnum Voltaire. "Ég fyrirlít skoðanir þínar en ég er tilbúinn að leggja mikið á mig til að þú fáir að halda þeim fram. "
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.2.2015 | 10:43
Spáð fyrir um bankahrun?
Ítrekað halda fjölmiðlungar því fram að Lars Christiansen hafi spáð fyrir um bankahrunið í skýrslu sinni "Iceland Geysir crisis" árið 2006. Það gerði hann ekki. Skýrslan fjallar um ofhitnað efnahagskerfi og hvaða bankana varðar að þeir gætu lent í mótvindi og þurft að selja hluta eigna sinna erlendis. En ekkert bankahrun var í spilunum hjá Lars
Það ber ekki vott um góð vinnubrögð hjá fjölmiðlafólki þegar það heldur ítrekað fram að eitthvað sé með allt öðrum hætti en það er og það jafnvel þó búið sé að leiðrétt það oftar en einu sinni.
Þeim varnaðarorðum sem Lars Christiansen kom með í skýrslu sinni árið 2006 var vísað út í hafsauga af ráðandi stjórnmálamönnum og útrásarvíkingum sem töldu skýrsluna sína afbrýðisemi Dana út í viðskiptalegu ofurmennin með hið sérstaka viðskiptagen sem forseti lýðveldisins talaði um.
Það væri e.t.v. mikilvægara fyrir þjóðina að skoða það hvað Lars sagði í raun og veru árið 2006, hvernig brugðist var við og hverjir andmæltu því sem hann sagði og hverjir tóku undir með honum og vöruðu við.
Í framhaldi af varnaðarorðum Lars Christiansen árið 2006 um ofhitnað efnahagskerfi ákváðu þáverandi stjórnarflokkar að hækka útgjöld ríkisins um rúm 20% að raunvirði til að ofhita það ennþá meira. Slík var hagspekin.
16.2.2015 | 10:04
Gegn Guði
Eftir að Jón Ásgeir helsti skuggastjórnandi 365 miðla hf gerði mágkonu lögmanns síns að yfirstjórnanda miðilsins var það eitt fyrsta verkið að láta fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins hætta með laugardagspistla sem hann hafði skrifað um árabil. Þeir pistlar voru skrifaðir á vandaðri íslensku og fjölluðu jafnan um Evrópusambandið.
Í staðinn var Jón sem kallar sig Gnarr fenginn sem pistlahöfundur. Stílbrögð hans eru til muna einfaldari og fjalla um pistlahöfundinn sjálfan upplifanir hans og baráttu. Síðasti pistillinn sem hefði eins getað heitið "Barátta mín" fjallar um átök pistlahöfundar við Guðdóminn og þá niðurstöðu hans að Guð sé ekki til.
Raunar eru þessar hugleiðingar borgarstjórans fyrrverandi léleg eftiröpun á heimspeki Friedrich Nietsche sem sagði m.a. á næst síðustu öld: "Faðirinn í Guði hefur verið rækilega afsannaður" Niðurstaðan var síðan hin sama og hjá Jóni Gnarr að afneita allri tilvist æðri máttar af því að Guð væri dauður eða ekki til.
Þó pistlar ritstjórans fyrrverandi hafi á stundum verið einsleitir þar sem hann fjallaði nánast eingöngu um Evrópusambandið, þá er þar þó af meiru að taka og mun víðtækra, mikilvægaara og flóknara viðfangsefni en umfjöllun Jóns Gnarr um sjálfan sig.
Hætt er við að fljótlega þrjóti Jón Gnarr örendið ef hann ætlar eingöngu að einbeita sér að umfjöllun um þetta takmarkaða viðfangsefni,sjálfan sig og barátttu sína. Þó er dæmi þess að stjórnmálamaður fyrir miðja síðustu öld í Þýskalandi hafi um árabil haldið úti skrifum um sjálfan sig og baráttu sína og endað með því að gefa út bók um efnið, sem hét einmitt því merka nafni
"Barátta mín."
15.2.2015 | 10:45
Gerist þetta aldrei hér?
Skothvellir glumdu í annars friðsælli Kaupmannahöfn í gær. Enn einn Íslamisti ákvað að ráðast annars vegar gegn Gyðingum og hins vegar gegn tjáningarfrelsinu, þar sem drepa átti sænskan skopmyndateiknara sem hafði teiknað kjánalega mynd af spámanninum. Íslamistinn drap tvo og særði þrjá í skotárásunum.
Getum við verið viss um að samskonar atburður gerist ekki hér ef einhver sem Íslamistar telja rétt að drepa er hér á landi eða kemur sem gestur. Það væri barnalegt að álíta að svo væri. Þessi skotárás í Kaupmannahöfn í gær er umfram það sem höfundar bókarinnar "Íslamistar og naívistar" ímynduðu sér þegar þeir skrifuðu bókina. Grundvöllurinn sem höfundarnir ganga út frá er þó enn í fullu gildi. Þöggunin og neita að horfast í augu við þá ógn sem frelsi og mannréttindum stendur af Íslamistum.
Varnaðarorð mín sem komu fram í grein árið 2006 m.a. um syni Allah og fordæmd voru af vinstri menningar- og fréttaelítunni sem rasismi eru nú staðreynd og almennt viðurkennd. Vestrænar ríkisstjórnir glíma við vandann vegna andvaraleysis. Hryðjuverkaárásir Íslamista hafa verið gerðar í Madríd, París, London, Kaupmannahöfn, Amsterdam o.s.frv. o.s.frv.
Á sama tíma er vinstri sinnaða menningar- og fréttaelítan upptekin við að hundelta alla þá sem vara við ógninni. Sú ógn sem stafar af Íslamistunum og hugmyndafræði þeirra veldur hins vegar ekki vökunum hjá þessu fólki. Ekki þykir ástæða til að fjalla um ógnina nema í almennu framhjáhlaupi í almennum fréttatímum. Meiri tíma er varið í að eltast við fólk vegna ummæla um staðsetningu mosku og þegar Ásmundi Friðrikssyni þingmanni varð fótaskortur á tungunni. Ítrekað er Ásmundi líkt við fjöldamorðingjann Breivik í íslenskum blöðum. Það finnst fréttaelítunni allt í lagi og ekki þurfi að amast við eða fordæma slíkt.
Við getum ekki lengur litið á atburðina sem gerðust í París fyrir nokkru og nú í Kaupmannahöfn sem einangruð fyrirbrigði sem kom fyrir annað fólk langt í burtu. Ógnin er fyrir hendi í öllum lýðræðisríkjum Vesturlanda.
Markmið Íslamistanna er að eyðileggja vestræn mannréttindi og frelsi. Það er skylda allra sem unna mannréttindum og einstaklingsfrelsi að berjast gegn þeirri ógn hvað sem það kann að kosta. Í þeirri baráttu er ekki hægt að gefa afslátt og þeir sem ítrekað líta undan og láta sem ekkert sé eru svikarar við þau gildi sem hafa fært þjóðum heims frelsi, mannréttindi og velmegun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.2.2015 | 08:53
Sekur er sá einn sem tapar
Kl. 10 að morgni 13.febrúar 1945 fyrir 70 árum síðan hófust hrikalegustu loftárásir sem sögur fara af. Þann dag og daginn eftir vörpuðu um 1200 breskar og bandarískar flugvélar sprengjum á menningarborgina Dresden í Þýskalandi og jöfnuðu meir en 60% borgarinnar við jörðu og steiktu meginhluta þeirra sem þar voru með vítislogum.
Sennilega fæst aldrei úr því skorið hvað margir voru drepnir í þessum hildarleik, en tölurnar eru á bilinu 32.000 manns til 600.000.- Sá sagnfræðings sem skrifað trúverðugustu söguna af þessum stríðsglæp telur að 130.000 þúsund manns hafi verið drepin.
Dresden var var kölluð Flórens við Elbu vegna Baroque bygginga og arkitektúr, menningar- og listalífs. Þar voru engin hernaðartæki eða framleiðsla vígtóla. Þar voru aðallega skólar og spítalar. Tugþúsundir flóttamenn voru í borginni þegar þessi versti stríðsglæpur síðari heimstyrjaldar var framinn. Borgin hafði engar loftvarnir af því að engum datt í hug að þessi borg yrði skotmark.
Á þeim tíma sem Churchill og Rosevelt gáfu skipun um að sprengja Dresden í tætlur voru Þjóðverjar búnir að tapa stríðinu. Rúsneski herinn var um 100 kílómetra frá borginni. Fyrirskipunin um að sprengja óbreytta borgara í tætlur var óafsakanlegur stríðsglæpur. Í kjarnorkuárásinni á Hirosima í Japan dóu um 70.000 manns eða færri en ég tel að hafi dáið í Dresden. Sú árás á saklausa borgara var líka óafsakanlegur stríðsglæpur.
Í allri seinni heimstyrjöldinni voru færri en 50.000 Bretar sem dóu í loftárásum. Bretar hafa samt lýst þeim loftárásum sem óafsakanlegum stríðsglæpum. Loftárásum á Coventry í Englandi þar sem mikil hergagnaframleiðsla var fórust um 380 manns. Þeim árásum var lýst af Bretum sem óafsakanlegum þýskum stríðsglæpum.
Það getur aldrei verið réttlætanlegt að drepa saklausa borgara. Það er alltaf stríðsglæpur. Stundum verða mistök, en þegar tugir þúsunda borgara eru sprengd í tætlur eða farast í vítiseldi vegna ákvarðana æðstu ráðamanna eins og var um árásina á Dresden þá er það stríðsglæpur engu betri en ódæðin sem glæpamenn nasista frömdu gagnvart óbreyttum borgurum í löndum sem þeir hernámu aðallega í Póllandi og Sovétríkjunum.
Þeir sem tóku ákvörðun um að drepa tugi þúsunda óbreyttra borgara í Dresden og eyðileggja menningarlegan gimstein án hernaðarlegrar nauðsynjar eru stríðshetjur með sama hætti og þeir sem tóku ákvörðun um að varpa kjarnorkusprengum á Hírósíma og Nagasakí. Allt tal um að þessir stríðsglæpir hafi stytt stríðið og komið í veg fyrir annað manntjón er rangt.
Þeir sem töpuðu eru útmálaðir sem böðlar og glæpamenn eins og þeir voru. En verður þá ekki að leggja dóm á sama grundvelli á alla sem frömdu stríðsglæpi. Var betra að Rosevelt og Churchill dræpu saklaust fólk en Hitler og Hirohito?
En sekur er sá einn sem tapar.
11.2.2015 | 15:26
Glæpamannavæðingin og traustið.
Fram til 6.október 2008 taldi þorri þjóðarinnar allt vera afsakanlegt, væri hægt að græða á því eða þeir sem röngu hlutina gerðu ættu mikla fjármuni. Sú peningalega afsiðum sem átti sér stað í nokkur ár fram að hruni var skelfileg.
Þegar þjóðin komst að því að hún var ekki rík, en hafði í besta falli verið blekkt til að trúa því og þeir sem höndluðu með milljarða, milljarðatugi og milljarðahundruð ýmist áttu ekkert á yfirborðinu eða höfðu klúðrað málum með þeim hætti að vogunarsjóðir þeirra, bankar og önnur fjármálafyrirtæki fóru á hausinn hófst glæpamannavæðing þjóðfélagsins.
Það var eðlilegt að fólki yrði brugðið og gleymdi á svipstundu peningalegri afsiðun sinni og leitaði að sökudólgum. Fremstir í för fóru tveir háskólakennarar ásamt Agli Helgasyni sem mærðu síðan þann sem tók við Fjármálaeftirlitinu sem forstjóri fyrir að henda ónýtum málum í haugum í hausinn á Sérstökum saksóknara. Báðir háskólakennararnir vörðu forstjórann síðan þrátt fyrir að íljós hafi komið að hann hafði gerst sekur um afbrot sem hann hefur nú verið dæmdur til refsingar fyrir.
Egill Helgason einn helsti talsmaður glæpamannavæðingarinnar fékk fjölda fólks í viðtöl sem glæpamannavæddu stofnanir og fyrirtæki eða íjuðu að því og nægir í því sambandi að nefna Sigurbjörgu stjórnsýslufræðing og Evu Joly, auk ýmissa minni spámanna sem gátu eftir hrun allan vanda leyst og töldu sig hafa séð allt fyrir þó engin hefði orðið var við það áður.
Glæpamannavæðingin náði til þess að allt að 3% fullorðinna íslenskra karlmanna lá undir grun hjá Sérstökum saksóknara um árabil. En svo er nú komið að mest var það á fölskum forsendum. Enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á neinn glæp sem leiddi til bankahrunsins hvort sem okkur líkar betur eða verr.
En hluti af glæpamannvæðingunni og sú staðreynd að hún var röng hefur leitt til mikils vantrausts þjóðarinnar á stofnanir og stjórnmálamenn. Þess vegna er mikilvægt að vinna úr því til að eðilegt þjóðfélag geti þrifist á Íslandi
Ef til vill var það óheppilegt vegna vantrausts þjóðarinnar, að leikendur í viðskiptalífi fyrir hrun skyldu veljast til helstu forustustarfa í íelenskri pólitík en þá er þeim mun nauðsynlegra að sýna fram á að þeir hinir sömu séu traustsins verðir og góðir hagsmunagæslumenn almannahagsmuna.
Þess vegna skiptir miklu fyrir ríkisstjórnina nú að kaupa þau gögn um meint skattsvik íslendinga og fjármálaleg undanskot í gegn um erlend fjármálafyrirtæki, sem henni standa til boða hratt og örugglega.
Til að við getum sem fyrst unnið í eðlilegu þjóðfélagi þarf fólkið í landinu að ná að höndla aftur það meginatriði að hver maður er saklaus þangað til sekt hans er sönnuð og hætta að glæpamannavæða samfélagið að ósekju. Ráðamenn þjóðarinnar hafa mikið verk að vinna og það er ekki til auðveldunar þessu mikilvæga atriði að skipa æ ofan í æ þá til verka í stjórnsýslunni sem voru með báðar hendur í hunangskrukkunni fyrir hrun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2015 | 12:34
Kostakjör?
Auglýst voru kostakjör frá ákveðinni ferðaskrifstofu á ferð til erlendrar stórborgar. Óneitanlega virtust þessi kostakjör vera nokkuð kostnaðarsöm.
Auðvelt var að kanna verð á flugi til viðkomandi borgar á þeim tíma sem viðkomandi ferð var auglýst. Einnig er auðvelt að leita eftir hvað sambærilegt hótelrými mundi kosta sömu daga.
Niðurstaðan var sú að í stað þess að borga tæpar hundrað þúsund krónur fyrir einstaklinginn þá gat ég ekki betur séð en hægt væri að komast til sömu borgar á sama tíma á sambærilegum hótelum fyrir kr. 70 þúsund. Hjón gætu því sparað sér tæpar kr. 60.000 með því að panta sjálf á netinu í stað þess að nýta þau kostakjör sem auglýst eru hjá ferðaskrifstofunni.
Nú ættu ferðaskrifstofur að geta fengið afslætti hjá flugfélögum og hóetelum vegna þess að um hópferðir er að ræða og ferðin er ákveðin fyrir ákveðinn lágmarksfjölda með töluvert löngum fyrirvara. Hvernig stendur þá á því að einstaklingurinn getur með skömmum fyrirvara fundið sambærilega ferð fyrir sig og sinn eða sína nánustu á verulega lægra verði?
Eina sem vantar upp á ferðina sem pöntuð er á netinu og kostakjaratilboð ferðaskrifstofunnar er fararstjóri, en einstaklingurinn getur bætt úr því með því að kynna sér mál á netinu.
Seljendur þurfa að gera betur en þetta og ferðamiðlari sem getur ekki boðið neytendum ferðir á betra verði en þeir geta keypt á netinu á tæpast erindi við neytendur nema til að okra á þeim.
7.2.2015 | 10:06
Ég um mig frá mér til mín.
Í greinarkorni sem Jón Gnarr ritar í Fréttablaðið í dag tekst honum að nota persónufornafnið, ég í meir en tuttugu skipti. Nú er það ekki nýlunda að stjórnmálafólki þyki vænt um sjálft sig og þyki mikið til sín koma, en það er fátítt að þeir hinir sömu sýni það á jafn grímulausan hátt og Jón Gnarr gerir í greininni.
Grínistinn Tom Lehrer sem var vinsæll á áttunda áratug síðustu aldar segir frá því í einu ljóði sínu, "We are the folk song army" með sinni kaldhæðnislegu kímni, hvað það er erfitt og óvinsælt að berjast fyrir hlutum, "sem allir aðrir eru á móti" og Jón Gnarr fjallar um í grein sinni málum eins og friði, vináttu og mannkærleik.
Hér skal tekið undir allar hugrenningar og stílbrögð Jóns Gnarr um gæskuna og mannkærleikann, sem gott er að hafa jafnan í huga og þá er e.t.v. ekki fráleitt að spyrja fyrrum ráðandi stjórnmálamann hvort það hafi verið inntakið í stjórnsýslu hans á liðnu kjörtímabili sem borgarstjóri í Reykjavík. Einhver mundi segja að þar hafi verið "business as usual" (sama stefna og áður) með þeim blæbrigðum sem fólust í lélegri stjórnun, hækkun gjalda og verri þjónustu fyrir borgaranna.
6.2.2015 | 00:21
Úrræðið góða.
Eftir mikla umhugsun og hamþrunginn fund utanríkisráðherra NATO ríkjanna fannst loks lausn sem tryggja mun öryggi Evrópu. Fyrirfólkið í Brussel ákvað nefnilega að koma á fót sérstöku 5000 manna hraðliði.
Evrópubúar anda að sjálfsögðu léttara yfir því að slík vígasveit hraðliða skuli taka til starfa og öryggi álfunar verður að sjálfsögðu allt annað og betra. Þrátt fyrir að ISIL bardagamennirnir séu fimm sinnum fleiri þá skiptir það ekki máli þar sem hraðsveitin á fyrst og fremst að vandræðast við Rússa.
Hraðsveitin mikla á að vera samsett af hermönnum frá Póllandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og fleiri landa og verður þá jafn tungumálalega hamin og her Austurríska keisaradæmisins í fyrri heimstyrjöld þar sem hermennirnir skildu illa fyrirskipanir.
Sagt er að Pútín forseti Rússlands og ríkisstjórn hans séu illa á sig komnir eftir hláturskastið sem sótti að þeim þegar þeir heyrðu af hraðliðs varnarviðbrögðum NATO og ræður ráðamanna NATO ríkjanna af því tilefni voru þýddar fyrir þá.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 131
- Sl. sólarhring: 1302
- Sl. viku: 5273
- Frá upphafi: 2469657
Annað
- Innlit í dag: 118
- Innlit sl. viku: 4826
- Gestir í dag: 118
- IP-tölur í dag: 118
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson