Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018
28.11.2018 | 11:25
Ætlar ríkisstjórnin að galopna landamærin?
Hér á landi hefur þess verið vandlega gætt, að engin umræða fari fram um samning Sameinuðu þjóðanna um flóttamenn og innflytjendur, sem stendur til að undirrita í Marrakech í Marokkó 10-11 desember n.k.
Upprunalega var skilgreiningin á hugtakinu flóttamaður, einstaklingur sem var ofsóttur persónulega í heimalandi sínu. Síðan var skilgreiningin rýmkuð þannig að hún náði til allra sem flýja undan stríði þó þeir búi ekki á átakasvæðum.
Nú ætla Sameinuðu þjóðirnar að koma á enn rýmri skilgreiningu hvað varðar réttindi fólks og möguleika til að setjast að þess vegna á Íslandi.
Samningur Sameinuðu þjóðanna um fólksflutninga "Global Compact for Safe,Orderly and Regular Migration" fjallar m.a. um skuldbindingar ríkja til að taka við innflytjendum og ekki verður annað séð þegar samningurinn er lesinn, að Vesturlönd verði að vera reiðubúin til að taka á móti milljónum velferðar innflytjenda þ.e.a.s. fólk sem vill koma til þess að fá betri lífskjör. Reynt er til hins ítrasta að þurrka út mun á þeim sem eru ofsóttir persónulega í heimalandi sínu, flóttamenn frá stríðshrjáðum ríkjum og velferðarinnflytjendum.
Í löndum þar sem umræða hefur verið um samninginn hefur það verið fært fram af stuðningsmönnum hans, að hann sé ekki bindandi að lögum, en það er ekki nema að hluta til rétt. Þegar ríkisstjórnin hefur skrifað undir samninginn þá gildir hann varðandi lögfræðilegt mat og skilgreiningar og meðferð dómstóla í málefnum innflytjenda.
Samningurinn er athyglisverður m.a. fyrir þá sök, að ekki er með einum eða neinum hætti vikið að þeim vandamálum sem þessar skuldbindingar valda ríkjum sem taka við innflytjendum. Samningurinn fjallar nánast eingöngu um þær skuldbindingar sem við þurfum að taka á okkur með því að opna landamærin fyrir innflytjendum.
Þessi samningur er gerður af fólki sem aldrei hefur verið kjörið í lýðræðislegum kosningum. Samningurinn var síðan til umræðu á ráðstefnu í New York árið 2016 og þá áttu þjóðkjörnir fulltrúar að sjálfsögðu að beita sér fyrir lýðræðislegri umræðu um hann. En um samninginn hefur verið þagað þunnu hljóði í einshverskonar hópeflisatferli stjórnmálaelítunnar nánast allsstaðar. En þar sem hann hefur komið til umræðu hefur það leitt til þess að þjóðirnar hafa ákveðið að samþykkja hann ekki.
Bandaríkin munu ekki samþykkja samninginn og segja hann brjóta gegn fullveldisrétti Bandaríkjanna. Til upplýsingar fyrir þá,sem halda að þarna hafi Donald Trump ráðið ferðinni þá er það misskilningur það er almenn samstaða um þessa afstöðu. Á það má líka minna að fyrir nokkru sagði helsti andstæðingur hans Hillary Clinton að Evrópa þyrfti að herða reglur til að koma í veg fyrir áframhaldandi fjöldainnflutning fólks til Evrópu.
Í framhaldi af því að við samþykktum ein vitlausustu lög sem er að finna í heiminum varðandi réttindi útlendinga jókst straumur velferðarfarþega hingað til lands og stjórnvöld varast sem mest má vera að gefa upp réttan kostnað vegna þess. Ljóst má þó vera að aukningin er slík að það kostar á annan tug milljarða að taka á móti fólki, sem flest hefur engan rétt til að koma hingað eða vera hér. Þær flóðgáttir munu opnast enn frekar verði samningurinn undirritaður í Marokkó í desember n.k.
Ég er lýðræðissinni og tel það miklu skipta að öll þau mál sem varða þjóðina fái eðlilega lýðræðislega umfjöllun, en sé ekki smyglað bakdyramegin inn í löggjöfina og skattgreiðendur sitji síðan uppi með aukna skattbyrði og þjóðin með skerta velferð.
Þess vegna er það krafa lýðræðissinna, að íslenska ríkisstjórnin skrifi ekki undir innflytjendasamning Sameinuðu þjóðanna í desember n.k. heldur beiti sér fyrir víðtækri lýðræðislegri umræðu um málið þar sem fólkið fái að segja til um það hvort það vill þetta eða ekki.
Nú þegar hafa fjölmörg þjóðlönd lýst því yfir að þau muni ekki undirrita samningin þ.á.m. Bandaríkin, Sviss, Ástralía, Pólland, Króatía, Ungverjaland, Austurríki og Tékkland svo nokkur séu nefnd. Í Þýskalandi og Danmörku hefur málið verið tekið til umræðu þó ríkisstjórnir þeirra landa hafi reynt að þegja málið í hel.
Nú er spurningin sú hvort við íslendingar ætlum sem þjóð að afsala okkur fullveldisrétti hvað varðar það hverjum við tökum á móti og teljum að eigi rétt til að koma til landsins og búa hér eða stöndum sem sjálfstæð þjóð og höfnum því að framselja fullveldið í þessum málum til forustufólks Sameinuðu þjóðanna, sem aldrei hefur verið kjörið af íslensku þjóðinni til að annast um íslensk málefni eða fullveldisrétt Íslands.
Ætlar ríkisstjórnin virkilega að afgreiða þetta mál án allrar umræðu og án þess að Alþingi hafi fjallað ítarlega um málið?
17.11.2018 | 18:19
Forsætisráðherra boðar lakari lífskjör
Á fundi VG og verkalýðshreyfingarinnar í dag var athyglisvert að heyra, að forsætisráðherra segir að hagvaxtarstefnan sé að líða undir lok og horfa þyrfti til jafnvægis umhverfisþátta, efnahagsþátta og félagslegra þátta. Þá sagði forsætisráðherra að við gerð kjarasamninga þyrfti að hafa í huga hvernig ætti að takast á við loftslagsbreytingar.
Boðskapur forsætisráðherra er athyglisverður. Boðuð eru versnandi lífskjör og efnahagskerfinu sem hefur bætt lífskjörin hvar sem er í heiminum er hafnað. Hugmyndafræði frjálsrar samkeppni og hagvaxtar er úrelt að mati forsætisráðherra. Nú skal takast á við loftslagsbreytingar og launþegar verða að axla ábyrgð á því og þola versnandi lífskjör þar sem að hagvaxtarstefnan hefur runnið sitt skeið á enda.
Í fréttum af fundinum kemur ekki fram hvernig verkalýðsleiðtogarnir tóku þessum heimspekilegu vangaveltum forsætisráðherra, en miðað við það sem sagt er af ræðu formanns Eflingar þá rímar hún ekki við stöðnunarhjal forsætisráðherra. Sólveig sagði að samið yrðu um krónur og aura og af sjálfu leiðir að fleiri krónur og aurar koma ekki í launaumslag launþega nema fylgt sé stefnu hagvaxtar. Svo einfalt er það.
Vinstri Græn þurfa að útfæra þá stefnu sem er að taka við af hagvaxtarstefnunni að mati formanns þeirra. Einkum verður fróðlegt að fá að vita með hvaða hætti VG sér að hægt sé að bæta stöðu fólksins í landinu með stefnu stöðunar, minnkandi framleiðslu, auknum sköttum og ríkisstyrktu grænu hagkerfi.
Fróðlegt væri einnig að fá að vita hvort verkalýðsleiðtogunum, sem hlustuðu á þennan boðskap forsætisráðherra hafi fundið einhvern samhljóm með skoðunum hennar og séu tilbúnir til að sætta sig við að félagsmenn þeirra þurfi að búa sig undir versnandi lífskjör í framtíðinni.
15.11.2018 | 06:13
Hinn nýi Guð
Fylgjendur hefðbundinna trúarbragða nálgast guðdóm sinn af virðingu, auðmýkt og undirgefni. Þó þau séu ekki bænheyrð þá fordæma þau ekki Guð sinn heldur leita að því, hvort þeir hafi ekki rækt skyldur sínar sem trúað fólk og ábyrgir einstaklingar og leitast síðan við að gera betur. Því fer fjarri að þau leiti til fjölmiðla til að fordæma Guð sinn fyrir að verða ekki við öllum óskum þeirra.
Hin nýi siður, sem hefur heltekið velferðarríki Vesturlanda í kjölfar sítrylltari neysluhyggju og ábyrgðarleysis einstaklinga er guðdómurinn sem á að sjá um hvern einstakling frá vöggu til grafar og tryggja velferð hans án þess að það skipti máli með hvaða hætti einstaklingurinn hegðar sér. Þessi Guðdómur er Ríkið. Sinn nýja Guð nálgast trúaðir með hroka, yfirlæti og fordæmingu hlutist hann ekki til um að verða við öllum óskum þeirra.
Kvöld eftir kvöld er okkur fluttar fréttir í sjónvarpsstöðvunum af fólki sem ekki hefur fengið allar óskir sínar uppfylltar í viðskiptum sínum við hinn nýja Guð. Sögurnar eru ávallt einhliða og fulltrúar hins nýja Guðs geta ekki borið af sér sakir vegna trúnaðar. Þessar fréttir eiga það sammerkt að almennt eiga þær ekkert erindi við almenning í landinu.
Fyrir nokkrum dögum var sagt frá því að stúlka á unglingsaldri í geðrofi eftir fíkniefnaneyslu hefði verið vistuð í fangageymslu lögreglu. Fordæming móðurinnar var alger og fulltrúi almannavaldsins, umboðsmaður barna tók undir það og fordæmdi að því er virðist lögregluna fyrir að setja stúlkuna í fangaklefa.
En hvað átti að gera? Á umboðsmanni barna mátti skilja að það væri eitthvað annað þó umboðsmaðurinn hefði sjálf engin úrræði.
Fyrir það fyrsta er það skylda foreldra að gæta barna sinna. Geti þau það ekki þá er næst að leita til heilbrigðisstofnana. Í þessu tilviki vildi heilbrigðisstofnun ekki taka við stúlkunni. Þess er ekki getið í fréttinni af hverju það var, þó leiða megi getum að því. Þá var ein stofnun hins nýja Guðs eftir lögreglan. Lögreglan hefur það úrræði að setja fólk sem er til vandræða eða er ógn við eigin öryggi í fangaklefa. Það hefur lengi verið ljóst.
Lögreglan er fyrst og fremst til að gæta öryggis borgaranna og almannafriðar. Hún hefur ekki sérstakar skyldur gagnvart fíkniefnaneytendum í geðrofi frekar en börnum sem eru sturluð vegna ofneyslu áfengis. En vandamálin lenda oft á hennar borði.
Iðulega hafa drukknir sturlaðir unglingar verið vistaðir í fangageymslum án þess að umboðsmaður barna hafi stokkið upp á nef sér eða fréttastofur sjónvarps hafi fundið sérstaka hvöt hjá sér til að fordæma slíkt athæfi. Gegnir öðru máli um unglinga sem eru sturlaðir vegna neyslu ólöglegra fíkniefna?
Ef til vill er til of mikils mælst að fréttafók setji hlutina í eðlilegt samhengi og gæti þess að flytja ekki einhliða fréttir, sem oftar en ekki eru - fréttir sem eiga ekkert erindi við almenning í landinu, en virðast frekar vera hluti helgihalds hinna nýju trúarbragða sem byggir á skyldu Ríkisins til að sjá fyrir öllum þörfum fólks frá vöggu til grafar.
13.11.2018 | 15:11
Skammarlegt bruðl og óráðssía Alþingis og stjórnmálastéttarinnar
Í gær var sagt frá því að bæta ætti við 17 aðstoðarmönnum til þingflokka. Hver um annan þveran lýstu formenn stjórnmálaflokka og þingflokka því yfir að þetta væri brýn nauðsyn.
Fólk veit ef til vill ekki hve vel er búið að þingmönnum án þess að fleiri flokkslíkamabörn séu tekin á launaskrá Alþingis.
Nú þegar geta alþingismenn fengið virka aðstoð starfsfólks Alþingis, ef þeir þurfa á að halda við samningu frumvarpa, þingsályktana o.s.frv. Bókasafn Alþingis er með virka upplýsingaþjónustu. Þegar ég sat síðast á þingi fannst mér alþingismenn í raun vera í bómull og mættu meir en vel við una.
Á þeim tíma var borin fram tillaga um að hver þingmaður fengi aðstoðarmann. Ég var eindregið á móti þeirri tillögu og taldi það algjört bruðl og er enn í dag ánægður með að hafa staðið í lappirnar og vera eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn því bruðli. Þetta varð þó ekki að veruleika, en það var Hrunið sem leiddi til þess.
Á þeim tíma sem aðstoðarmaður fyrir hvern þingmann var til umræðu sögðu margir þáverandi kollegar mínir við mig, að þetta væri ekkert mál vegna þess að við værum svo rík. Ég svaraði því til að hvað sem liði ríkidæmi þá væri það aldrei afsökun fyrir að fara illa með fé eða sóa fjármunum.
Nú er staðan sú, að stjórnmálaflokkarnir hafa aukið framlög til sjálfra sín frá skattgreiðendum um 7-800 milljónir og stálu þeir þó ærnu fé frá skattgreiðendum fyrir það.
Mér sagt að aðstoðarmenn ráðherra séu 25. Þingið greiðir fyrir 1 aðstoðarmann formanna stjórnmálaflokka og 1 framkvæmdastjóra þingflokks alls 16 manns í dag. Þess utan er þingflokkunum séð fyrir ritara einum hverjum eða 8. Nú á að bæta við 17 og verða þá þessir sérstöku aðstoðarmenn orðnir 52 fyrir utan annað starfslið Alþingis sem þingmenn geta leitað til. Með þessum hætti er hægt að koma fullt af flokkslíkamabörnum, sem geta ekki fengið starf annarsstaðar á jötuna.
Ofan á óráðssíu stjórnmálamanna á Alþingi koma síðan sveitarstjórnir sem bjóða sjálfum sér upp á starfs- og launakjör sem eru margfalt betri en stórborgarfultrúar í nágrannalöndum okkar hafa. Auk þess sem sveitarstjórnir borga drjúgar fjárhæðir til stjórnmálaflokkanna.
Það ber að lýsa vantrausti á stjórnmálastétt sem svona hagar sér. Skammtar sjálfri sér og háembættismannaaðlinum margfalda launahækkun og hikar ekki við að stela peningum af skattgreiðendum til félagsstarfsemi sinnar og til að koma gæðingum og vildarvinum í góð hálaunaembætti.
Meðan svo fer fram eiga stjórnmálamenn hvorki að njóta virðingar eða atvkæðis venjulegs launafólks eða vinnuveitenda í landinu.
12.11.2018 | 09:46
Vanhæfir stjórnmálamenn og/eða þjóðernishyggja
Ýmsir hafa bent á að einkenni okkar tíma væri m.a. hve illa upplýstir stjórnmálamenn væru og hirtu lítið um að afla sér grunnþekkingar á málum áður en þeir settu fram fullyrðingar. Síðan æti hver upp eftir öðrum með uppskrúfaðra og uppskrúfaðra orðalagi. Þetta rifjaðist upp þegar stjórnmálaleiðtogar hittust í París í gær til að minnast þess að 100 ár voru liðin frá því að vopnahlé var samið í fyrri heimstyrjöld.
Hver þjóðarleiðtoginn í París á eftir öðrum komu fram og kenndu þjóðernishyggju, að því er virtist nútímans, um að fyrri heimstyrjöld hefði brotist út. Meira að segja forseti íslenska lýðveldisins tók undir þessar röngu fullyrðingar og er hann þó sagnfræðimenntaður
Margir hafa skrifað um ástæður þess að fyrri heimstyrjöld braust út, en sennilega engin eftir jafnvíðtækar rannsóknir og af eins mikilli þekkingu og Christopher Clark höfundur bókarinnar "Sleepwalkers" Eftir lestur bókarinnar kemur manni einkum í hug vanhæfir stjórnmálamenn sem ástæðu þess að fyrra heimstríð braust út þó þjóðernishyggja hafi vissulega skipt máli hvað varðar konungsríkið Serbíu, sem taldi sig eiga tilkall til landa sem keisaradæmið Austurríki-Ungverjaland réði.
Í ofangreindri bók lýsir höfundur því að margháttaðir atburðir og þjóðfélagshræringar hafi orðið til þess að styrjöldin braust út. Hann segir m.a. "Spurningin um af hverju (styrjöldin braust út) leiðir til þess að skoða verður ýmis nærtæk og fjarlæg atriði eins og heimsveldisstefnu, þjóðernisstefnu, hernaðarbandalög, fjármálaöflin, hugmyndir um þjóðarheiður" o.fl.
Í bókinni er varað við því sem þjóðarleiðtogarnir gerðu í gær. að "setja fortíðina í það ljós að hún mæti þörfum nútímans" En hver af öðrum gerðu þjóðarleiðtogarnir einmitt það. Engin þó jafn afdráttarlaust og Angela Merkel sem vísaði til þess að þjóðernishyggja hefði verið orsök styrjaldarinnar og líkti því við vaxandi þjóðernishyggju í Vestur Evrópu.
Þessar fullyrðingar Merkel og annarra þjóðarleiðtoga sem tóku í sama streng, þ.á.m. sagnfræðingurinn forseti íslenska lýðveldisins, eru rangar. Því fer fjarri að vaxandi þjóðernishyggja hafi verið í keisaradæminu Rússlandi, Þýskalandi, Austurríki-Ungverjalandi, konungsríkinu Stóra Bretlandi, ríki Ottómana í Tyrklandi eða lýðveldinu Frakklandi árið 1914 þegar styrjöldin braust út. Þar voru hins vegar alls staðar vanhæfir stjórnmálamenn eins og víðast hvar núna.
Þá liggur líka fyrir að hugmyndaheimur þeirra og þær þjóðfélagshræringar sem voru árið 1914 eiga ekkert skylt við hugmyndafræði Alternative für Deutschland eða flokka Le Pen, Viktors Orban eða annarra sem eru brennimerktir með því að vera kallaðir þjóðernissinnar. Tilvísun Angelu Merkel var fyrst og fremst til að reyna að koma höggi á pólitíska andstæðinga vegna vandamála sem hún sjálf skapaði sem vanhæfur stjórnmálamaður.
Staðreyndin er sú, að það var friðvænlegt í Evrópu í ársbyrjun 1914. En keisaraveldið Austurríki-Ungverjaland var að mörgu leyti komið að fótum fram og ólíkar þjóðir og þjóðarbrot kröfðust sjálfstæðis með sama hætti og við gerðum fyrir 100 árum á grundvelli heilbrigðrar þjóðernishyggju. Telur forseti lýðveldisins að slík hugmyndarfæði sem leiddi til sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar frá Dönum hafi verið röng.
Án þjóðernishyggju væri Ísland ekki frjálst og fullvalda ríki í dag. Var það slæm hugmyndafræði? Gerðu forfeður okkar rangt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2018 | 10:18
Glæpurinn var að vera kristin
Asia Bibi er fátæk landbúnaðarverkakona, sem vann við það ásamt öðrum konum í þorpinu þeirra, að tína ber. Asia er kristin en samstarfskonur hennar múslimar. Samstarfskonur hennar báðu hana um að ná í vatn,sem hún gerði og drakk hluta af því úr málmkrús. Samstarfskonur hennar sögðu, að þar sem hún væri kristin hefðu hún gert málmkrúsina óhreina. Asia er sökuð um að hafa þá sagt:
"Ég trúi samkvæmt mínum trúarbrögðum á Jesús Krist sem dó á krossi fyrir syndir okkar. Hvað gerði spámaðurinn ykkar Múhameð einhverntímann til að bjarga mannkyninu?"
Asia hafnaði því að hafa sagt þetta um spámanninn Múhameð. Samt sem áður var hún ákærð fyrir guðlast og dæmd til dauða árið 2010 og hefur setið í fangelsi síðan. Áfrýjunardómstóll féllst á áfrýjun hennar og dauðadómi var hafnað. Afleiðingin var sú, að opinberir embættismenn sem tóku málstað Asiu voru myrtir og fjölskylda hennar varð að fara í felur.
Víðtæk mótmæli brutust út í Pakistan og yfirvöld ákváðu að setja ferðabann á Asia til að lægja öldurnar. En Asia hefur sótt um hæli í Bretlandi og víðar til að reyna að komast hjá því að vera myrt.
Óneitanlega sýnir mál Asia dapurlega mynd af réttarfari og viðhorfum múslima almennt í þessu fjölmenna ríki Pakistan.
Asia gerði ekki neitt annað en að lýsa trú sinni. Kristið fólk trúir því að Jesús sé bjargvættur mannkynsins. Af sjálfu leiðir að þá er Múhameð það ekki. Með sama hætti trúir fólk sem er Múhameðstrúar að Múhameð hafi verið síðastur helstu spámanna Guðs og hafnar því gildi Jesús sem slíks,þó hann sé samt spámaður skv. Múhameðstrú. Fram hjá þessum ágreiningi trúarbragðanna verður ekki komist. Hluti af trúfrelsi er því að fá að hafa skoðun skv. eigin trúarbrögðum og það er ekkert sem leyfir þeim sem eru annarrar trúar að verða reiðir og móðgast yfir því. En þannig er það samt í löndum múhameðstrúarfólks og þau viðhorf eru að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum.
En það er ekki bara í löndum Múhameðstrúarfólks,sem að frelsi kristins fólks er skert, til að tjá skoðanir sínar með eðlilegum hætti og gera grein fyrir afstöðu sinni til annarra trúarbragða þegar trúarbrögðin heita múhameðstrú. Þá hafa þeir sem hana aðhyllast leyfi til að verða reðiðir og brjóta og bramla vegna þessarar sérstæðu heimildar sinnar. Kristið fólk verður hins vegar að þola hvaða köpuryrði og andúð gegn sínum trúarbrögðum og hefur enga heimild til að verða reitt eða bregðast við.
Múslimar á Vesturlöndum hafa sóst eftir því að koma hugmyndum sínum um guðlast inn í vestræn réttarkerfi og hefur tekist það að hluta ef skoðaður er nýr dómur mannréttindadómstóls Evrópu, sem taldi það réttlætanlegt að dæma konu til sektar fyrir að hafa sagt sannleikann um Múahmeð af því að það gæti leitt til óróa í viðkomandi landi.
Svo virðist sem flóttamennirnir sem hafa komið til Evrópu frá löndum Múhameðstrúarfólks vilji endilega koma þeirri skipan á í Evrópu, sem olli því að það flúði til Evrópu og Evrópskir gapuxar kalla það fjölmenningu sem beri að virða.
Er ekki mikilvægara að standa vörð um Evrópsk gildi umburðarlyndis, trúfrelsis og mannréttinda heldur en fórna því mikilvægasta í samfélögum kristins fóks á altari fjölmenningar sem þýðir í raun m.a. að leyfa múhameðstrúarfólki að brjóta lög og reglur sem mótaðar hafa verið í kristnum samfélögum.
Sagan um örlög Asia Bibi ætti að vera lærdómur fyrir okkur. Það þarf alltaf að spyrna við fótum og vera trúr sínum skoðunum annars vaða öfgaöflin yfir allt.
5.11.2018 | 08:50
Eru það ekki efnahagsmálin sem skipta mestu?
Bandaríkjamenn ganga til kosninga á morgun. Undanfarið höfum við fengið fréttir af því í ríkisfjölmiðlinum, að forseti Bandaríkjanna sé svo óvinsæll, að ætla megi að flokkur hans muni bíða afhroð í kosningunum og tapa meirihluta sínum í fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings.
Hvað svo sem líður vinsældum eða óvinsældum Donald Trump, þá getur hann státað af hlutum, sem flestir stjórnmálamenn í heiminum mundu fegnir gefa mikið fyrir að geta.
Efnahagslífið í Bandaríkjunum er í blóma. Skattalækkanirnar sem Trump stóð fyrir virðast hafa skilað sér. Atvinnuleysi er minna en nokkru sinni fyrr síðustu 50 árin. Það hefur dregið úr fátækt. Laun hækka hraðar en þau hafa gert síðasta áratuginn. Þessi atriði skipta miklu máli sbr. vígorð Bill Clinton á sínum tíma "It´s the economy" sem skiptir öllu máli.
Skoðanakannanir sýna að meirihluti kjósenda þakkar Trump hversu vel gengur í efnahagslífinu, en spurning er hvort það skilar sér í kosningunum.
Þegar svona vel gengur í efnahagslífinu þá eru samt önnur mál til umræðu í kosningabaráttunni. Engin forseti Bandaríkjanna fyrr eða síðar hefur orðið fyrir jafn óvæginni gagnrýni og Donald Trump. Þá hafa pólitískar nornaveiðar verið í gangi gegn honum frá því áður en hann tók við embætti og sérstakur rannsóknardómari hefur verið settur honum til höfuðs. Allt það fár hefur engu skilað nema útgjöldum fyrir skattgreiðendur.
Eftir aðför Demókrata að Kavanaugh Hæstréttardómara var greinilegt að kjósendum líkaði það ekki og fannst allt of langt gengið. Skoðanakannanir sýndu það ótvírætt. Nú er hins vegar spurning hvort Trump geldur fyrir nokkra sturlaða menn sem hafa framið hryðjuverk í Bandaríkjunum eða reynt það síðustu vikur. Demókratar hafa verið ósparir á að kenna Trump um, þó þessi mál séu honum jafn óviðkomandi og hryðjuverkin í Columbine voru þáverandi Bandaríkjaforseta.
Miðað við forspá og fréttaflutning Ríkisútvarpsins, þá ættu Repúblikanar að bíða afhroð sem aldrei fyrr í kosningunum á morgun þrátt fyrir frábæran árangur í efnahagsmálum. Fróðlegt verður að fylgjast með þegar talið verður upp úr alvöru kjökössum í Bandaríkjunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 107
- Sl. sólarhring: 1283
- Sl. viku: 5249
- Frá upphafi: 2469633
Annað
- Innlit í dag: 99
- Innlit sl. viku: 4807
- Gestir í dag: 99
- IP-tölur í dag: 99
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson