Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2018
30.4.2018 | 09:11
Hryðjuverkamenn ISIL í hópi flóttamanna frá Sýrlandi.
Aðstoðarmaður aðalforingja ISIL, Kasir al Haddawi, sem var áður Emír í héraðinu Deir Essor í Sýrlandi var handtekinn í Tyrklandi fyrir nokkrum dögum ásamt tveim öðrum háttsettum ISIL liðum. Þeir voru í hópi sýrlenskra flóttamanna,á leið til Grikklands.
Europol gat numið sendi hryðjuverkamannanna og gert tyrknesku öryggislögreglunni viðvart. Hefði Europol ekki náð að brjótast inn í tölvusenda þá væru þessir ISIL liðar nú í Evrópu og ættu frjálsa för m.a.til Íslands,sem skilríkjalausir flóttamenn.
ÍSIL Emírinn Kasir er talinn bera ábyrgð á fjöldamorðum yfir 700 borgara í Deir Essor meðan hann var emír á svæðinu. Hann er einnig ber líka ábyrgð á fjöldamorðum á Shaitat ættbálknum.
Í síðustu viku komst lögregla yfir netþjóna ISIL í Holland, Kanada og Bandaríkjunum og tölvuupplýsingar frá öðrum löndum. Það eitt sýnir að hópur ISIL liða hefur náð að flýja og koma sér fyrir í vestrænum ríkjum. Aðeins virkar lögregluaðgerðir koma í veg fyrir hrikaleg hryðjuverk þeirra í okkar heimshluta.
Sú staðreynd að ISIL liðar eru í hópum að flýja Sýrland og Írak og koma sér fyrir í Evrópu og Norður Ameríku leiðir hugann að því hversu alvarlegt það er og til þess fallið að ógna öryggi borgaranna, að taka ekki upp einhliða virkt eftirlit með öllum þeim sem koma til landsins og vísa þeim umsvifalaust frá landinu, sem ekki geta gert grein fyrir sér með trúverðugum hætti. Það gæti að vísu kallað á breytingu á útlendingalögum og hugsanlega úrsögn úr Schengan samstarfinu - og farið hefur fé betra í báðum tilvikum.
Mikilvægasta hlutverk ríkisstjórna er að tryggja öryggi borgaranna. Með því að hafa útlendingalög á forsendum galopinna landamæra er verið að bjóða heim áður óþekktri hættu. Það væri einnar messu virði fyrir ríkisstjórn og Alþingi að taka umræðu um stefnu í innflytjendamálum. Auk áhættunnar sem núverandi stefna veldur borgurunum þá kostar þessi stefna skattgreiðendur fleiri og fleiri milljarða á ári.
Er ekki betra að byrgja brunnanna áður en börnin detta ofan í?
28.4.2018 | 22:48
Afbókanir, Sterk króna og svört atvinnustarfsemi
Í fréttum í kvöld var sagt að mikið væri um afbókanir erlendra ferðamanna. Framkvæmdastjóri bændaferða sem rætt var við, var ekki í vanda með að finna blórabögglana sem væru þessu valdandi. Að hans mati þá eru vandamálin tvö:
Sterk króna og svört atvinnustarfsemi.
Hér á landi þurfa menn almennt ekki að rökstyðja sitt mál og fréttamenn spyrja sjaldnast áleitinna spurninga.
Eðlileg spurning til framkvæmdastjórans hefði t.d. verið. Með hvaða hætti getur svört atvinnustarfsemi orsakað það að ferðamenn afbóki sig. Það er ekkert orsakasamhengi þar á milli. Svört atvinnustarfsemi hefur ekkert með afbókanir að gera.
Þegar krónan styrkist þá verða aðföng keypt erlendis frá ódýrari. Sterk króna ætti því að gera aðilum í ferðaþjónustu kleift að selja þjónustuna ódýrari. Sterka krónan er notuð sem til að afsaka það gegndarlausa okur, sem er í landinu. Okur sem stafar að hluta til vegna þess, að stjórnvöld hér hafa aldrei talið sig eiga skyldum að gegna við neytendur þessa lands. Þess vegna komast seljendur upp með hluti sem þeir gera ekki í nágrannalöndum okkar.
Öllum sem hafa fylgst með hefur verið ljóst að okrið í ferðaþjónustunni hefur verið gegndarlaust. "Ódýr" bændagisting kostar iðulega meira en 5 stjörnu hótel í erlendum stórborgum. Matur á veitingahúsum er svo dýr, að ferðamenn flykkjast í lágvöruverslanir til að kaupa sér vistir. Bílaleigubílar og hvað sem er kostar margfalt meira en í okkar heimshluta. Þetta veldur íslenskum stjórnmálamönnum ekki andvökum. Þeirra helsta áhyggjuefni hefur fram að þessu verið með hvaða hætti hægt er að skattleggja ferðamenn enn meir en þegar er gert.
Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvægur atvinnuvegur. Við vorum í fyrra mesta ferðamannaland í Evrópu hlutfallslega miðað við fólksfjölda. Viðfangsefni þeirra sem stýra málum innan ferðaþjónustunna sem og stjórnvalda ætti að felast í, að stuðla að því að þjónusta hér verði seld ferðamönnum sem og íslenskum borgurum á samkeppnishæfu verði.
Það mun valda þjóðhagslegri kreppu ef ferðamönnum fækkar verulega. Stundum betra að græða minna í einu en meira til lengri tíma litið og okra ekki á fólki eins og engin sé morgundagurinn.
Afbókanir erlendra ferðamanna er okri seljenda að kenna ekki krónunni eða svartri atvinnustarfsemi.
Vinur minn sem fer víða sagði mér um daginn, þá nýkominn frá Bandaríkjunum, að öðruvísi en áður var, þá vissu allir eitthvað um Ísland og það væri áhugavert land, en það væri hins vegar hræðilega dýrt. Af hveru vita Bandaríkjamenn það. Vegna þess að landar þeirra sem hafa sótt Ísland heim hafa þá sögu að segja. Líka frá þeim tímum þegar krónan var mun veikari.
Hvað var þá að?
13.4.2018 | 08:52
Svefngenglar (Sleepwalkers)
Fyrir nokkrum árum las ég bókina "The Sleepwalkers how Europe went to war in 1914" eftir sagnfræðinginn Christopher Clark. Þar er lýst hvernig stjórnmálamenn Evrópu voru eins og svefngenglar í framkomu og afstöðu og allt í einu leiddi það til styrjaldar, sem hafði í sjálfu sér engan tilgang. Æskumenn Þýskalands, Bretlands, Frakklands, Austurríkis, Ítalíu og Rússlands auk fleiri voru drepnir hundruðum þúsunda saman vegna skammsýni stjórnmálaleiðtoganna og skorts á framtíðarsýn.
Aðdragandi fyrri heimstyrjaldar er víti til varnaðar.
Í sjö ár hefur verið mannskæð borgarastyrjöld í Sýrlandi. Leiðtogar Vesturlanda hafa lítið lagt til málanna sem gæti stuðlað að friði. Þess í stað mörg hver stutt mismunandi hópa uppreisnarmanna og hryðjuverkamanna gegn stjórn Sýrlands. Aðkoma Vesturlanda með Bandaríkin í broddi fylkingar hefur fyrst og fremst orðið til að styrkja hryðjuverkahópa og draga borgarastyrjöldina á langinn.
Fyrir nokkru var Sýrlandsstjórn sökuð um að hafa beitt efnavopnum gegn eigin borgurum. Engin ágreiningur er um að slíkt er fordæmanlegt og óásættanlegt. Ágreiningur er hins vegar um hver beitti þessum vopnum eða hvort þeim var yfirleitt beitt. Forustumenn Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands voru hins vegar ekki í vafa og hótuðu stigmögnun borgarastyrjaldarinnar með því að blanda herafla sínum í aðgerðir sem mundu bitna á Sýrlandsstjórn.
Ekkert af því sem að þessir ráðamenn Vesturlanda hafa sagt og gert á undanförnum dögum er líklegt til að hafa jákvæða þróun í för með sér. Þá hafa þessir ráðamenn ekki sett fram neinar tillögur eða kröfur sem leitt gætu til þess að borgarastyrjöldinni yrði lokið. Þvert á móti hafa þeir farið að með svipuðum hætti og leiðtogum Evrópu er lýst í bókinni Sleepwalkers í aðdragand fyrri heimstyrjaldar.
Aðgerðir, aðgerðarleysi og hugmyndafræðileg fátækt forustumanna Vesturlanda gætu leitt til átaka og styrjaldar, sem engin ætlaði sér að taka þátt í. Því miður virðast Theresa May forsætisráðherra Breta og Macron forseti Frakklands horfa til Trump Bandaríkjaforseta um forustu og virðast ætla að fylgja honum í blindni. Hótað er að varpa sprengjum eða öðrum hernaðaraðgerðum í Sýrlandi. En til hvers góðs getur það leitt?
Er líklegt að boðaðar aðgerðir Vesturlanda í Sýrlandi leiði til friðar eða er meiri hætta á að það leiði til enn meiri stigmögnunar styrjaldarinnar og verði e.t.v. vatn á myllu íslamskra öfgamanna. En það sem verst gæti orðið ef þær leiddu til átaka milli stórvelda, sem þá gætu orðið eins og heimstyrjöldin fyrri, stíð án takmarks eða tilgangs, en leiddi engu að síður til hörmunga og dauða milljóna.
Þjóðir Evrópu og fólkið í Bandaríkjunum verða að gera þá lágmarkskröfu til forustumanna sinna, að þeir séu ekki eins og svefngenglar, en vinni í þágu friðar og hagsældar eigin borgara og stuðli að því m.a. í þeim tilgangi með markvissum hætti að friður komist á í Sýrlandi,
11.4.2018 | 15:49
Teboð hjá Trump
Í gær var Emírinn og einræðisherra ríkisins Qatar. Emir Sheikh Tamim bin Hamad Al-Thani í teboði í Hvíta húsinu í Washington DC í boði Donald Trump. Trump sagði að emírinn væri sérstakur vinur sinn. Á sama tíma hótaði hann Rússum og Sýrlendingum öllu illu vegna meintrar eiturefnaárásar og hryðjuverkastarfsemi.
Nú vil svo til, að ríki sem eiga landamæri að Qatar, Saudi Arabí og Sameinuðu Arabísku furstadæmin hafa auk, Yemen og Egyptalands sett Qatar í bann fyrir að styðja við bakið á hryðjuverkahópum bæði fjárhagslega og með því að selja þeim vopn og vistir. Það aftrar ekki Donald Trump að tengjast honum vináttuböndum.
Ítrekað hefur komið í ljós, að Qatar hefur stutt við hryðjuverkahópa bæði fárhagslega og með því að selja þeim og/eða leyfa vopnum og vistum að komast til þeirra. Hryðjuverkahópar, sem eru sérstaklega nefndir í því sambandi eru Hamas, Isis og Jabhat Al Nusra.
Þrátt fyrir þetta býður Trump emírnum frá Qatar í te og lofar hann fyrir baráttu gegn hryðjuverkum og kallar hann sérstakan vin sinn. Skyldi hann ekki vita um stuðning Qatar við hryðjuverkastarfsemi?
Vandamál Donald Trump er að hann hefur enga hugmyndafræðilega kjölfestu eða sýn á nauðsynlegar breytingar á bandarískri utanríkisstefnu. Þess vegna tollir starfsfólk illa hjá honum vegna þess að það veit ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður frá degi til dags.
Bandaríkjaforsetar skila ekki góðu verki nema hafa úrvalsstarfslið. Það hefur Donald Trump ekki. Það er engin von til þess að stjórnmálamaður sem hefur það eitt til málanna að leggja að tísta af og til um stjórnmálin geti komið miklu vitrænu til leiðar.
Ég batt vonir við, að með komu Donald Trump þá væri hægt að koma utanríkisstefnu Bandaríkjanna úr þeirri klemmu sem hún hefur verið í alla þessa öld. En Trump er á fleygiferð í að gera hlutina verri og er þá langt til jafnað.
Forsenda þess, að Bandaríkin verði "great again" er að þau virkji dugnað og áræði fólksins í landinu til framfara en séu ekki með hundruðir þúsunda ríkisstarfsmanna á launum við að herja í löndum sem þeim koma ekkert við án takmarks eða tilgangs.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 196
- Sl. sólarhring: 835
- Sl. viku: 4017
- Frá upphafi: 2427817
Annað
- Innlit í dag: 183
- Innlit sl. viku: 3719
- Gestir í dag: 181
- IP-tölur í dag: 177
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson