Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2019

Hryllingurinn í Venesúela

Talið er að tvö börn séu drepin á hverri klukkustund í Venesúela.  Fólk leitar að mat í ruslahaugum, verðlag tvöfaldast í hverjum mánuði og þúsundir flýja á hverjum degi frá landinu,sem var auðugasta land í Suður-Ameríku. Lífskjör í landinu eru nú álíka og í Bangla-Desh í Asíu eða lýðveldinu Kongó í Afríku.

Hrunið og ógnaröldin í Venesúela er mesti manngerði hryllingurinn í heiminum í dag. 

Vinstri menn um allan heim fögnuðu þegar sósíalistastjórnin komst til valda í Venesúela og byrjað var að þjóðnýta fyrirtæki. M.a. lofaði Jeremy Corbyn formaður breska Verkamannaflokksins þessa Paradís sósíalismans.

Nú tæpum tveim áratugum síðar er sósíalisminn í Venesúela gjaldþrota með gríðarlegum mannlegum hörmungum. Kosningar eru falsaðar, öryggislögreglan og herinn berjast gegn borgurum landsins til að tryggja völd einræðisstjórnar sósíalista.

Þetta er að gerast fyrir augum heimsins í dag. Enn ein staðfesting þess,sem Margaret Thatcher sagði að sósíalisminn gengi aldrei því að fyrr eða síðar væru sósíalistarnir búnir með peninga annarra.

Maduro forseti í Venesúela hefur tryggt sér völd m.a. með því að bera fé á æðstu stjórnendur hersins, en spurningin er hvað herinn gerir þegar hermennirnir fá ekki lengur nóg að borða.

Þrátt fyrir að sósíalismi hafi verið reyndur í mörgum löndum við mismunandi aðstæður þá er niðurstaðan alltaf sú sama. Lífskjör versna, fólk er svipt frelsi og býr við ógnarstjórn og fangelsanir. Einu kosningarnar sem fólk getur tekið þátt í er að kjósa með fótunum þ.e. flýja land.

Þrátt fyrir þetta er alltaf til fólk sem heldur að þessi stefna geti fært þjóðum hamingju og velsæld. Nú síðast hefur þessu fyrirbrigði skotið upp kollinum á Íslandi í holdgervi Gunnars Smára Egilssonar og formanns Eflingar og meðreiðarfólks hennar.

Sósíalistar víða að úr heiminum hafa í gegn um tíðina farið til landa þar sem sósíalisminn hefur verið reyndur til að hjálpa til við uppbyggingu hans. Íslenskir sósíalistar og kommúnistar fóru  til Sovétríkjanna um og fyrir miðja síðustu öld og síðar til ýmissa kommúnistaríkja Austur-Evrópu. Þeir fóru til Kúbu til að vinna kauplaust á ökrum landsins og áfram má telja.

Einu sósíalistaríkin sem standa sig efnahagslega eru þau sósíalistaríki, sem hafa afnumið sósíalismann að öllu leyti nema í orði. Lönd eins og t.d. alþýðulýðveldið Kína.

Seint á síðustu öld reyndi Mitterand að framkvæma nútímalegan sósíalisma í Frakklandi eins og það hét, en hann hafði þó það vit og framsýni, að snúa þjóðarskútunni í 180 gráður þegar ljóst var að hún stefndi á efnahagslegt sker.

Samt koma alltaf nýir liðsmenn við hugsjón, sem gengur hvergi nema á pappírnum. Hugsjón sem hefur kostað fleira fólk lífið en fasisminn og nasisminn samanlagt, en þar fara raunar náskyldir heildarhyggjuflokkar ríkishyggjunnar.

Á sama tíma og tvö börn eru drepin í Venesúela á hverri klukkustund eru sósíalistar hvergi að skrifa um það á twitter, fésbók eða öðrum alþýðumiðlum. Á sama tíma koma hundruð hatursyrði og fordæmingar daglega í garð Ísrael vegna þess að palestínst barn skuli hafa dáið sem er oft fordæmanlegt, en gerist á stundum vegna þess að foreldrar þeirra hata Ísraelsmenn meira en þeir elska börnin sín. Barnamorðin sem eru afleiðingar af ógnarstjórninni í Venesúela fanga hins vegar ekki huga þessa fólks. Viljandi sér það ekki og heyrir ekki um þann sannleika sem blasir allsstaðar við um sósíalismann.

Allir nágrannar Venesúela, Bandaríkin og Kanada svo og mörg Evrópulönd hafa fordæmt ástandið í Venesúela og gefið ríkisstjórninni falleinkun og lýst stuðningi við leiðtoga andstæðinga sósíalistanna. En aldrei þessu vant er Ísland ekki með. Gæti það verið vegna þess, að Vinstri grænir geti ekki hugsað sér að fordæma sósíalistastjórnina í Venesúela og dæma hana af verkum sínum?


Varast ber presta og lögfræðinga

Svo mjög hefur löggjafarstarfsemi Alþingis þróast í áranna rás, að forseti þingsins telur heillavænlegast þegar upp koma meintar misgjörðir samþingmanna hans, að setja málið í nefnd. Klausturmálið svokallaða hefur legið þungt á forsetanum og hefur hann farið mikinn í vandlætingu sinni. 

Samhljómur virðist um það meðal ráðandi afla á löggjafarþinginu að velja þá helst til nefndarstarfa,sem lítt kunna skil á lögum, en hafa lesið sér meira til í miðaldasiðfræði. Lögfræðingar, prestar eða læknar eru því ekki tækir í nefndina enda kunna þeir vart skil á því að mati forseta, með hvaða hætti ber að haga sér í meetoo þjóðfélagi 21.aldarinnar

Forseti löggjafarþingsins telur auk heldur, að allt önnur sjónarmið en lög landsins eigi að gilda þegar fjalla skal um meintar ávirðingar samþingmanna hans. 

Forsetinn hefur góða reynslu af því að siðfræðingar skili honum þeirri niðurstöðu sem hann helst óskar sbr. siðanefndina sem starfaði í skjóli rannsóknarnefndar Alþingis. Aðrir ættu að hafa þá nefnd, sem víti til varnaðar, til að komast hjá því, að þjóðfélagið hverfist um sleggjudóma, vanþekkingu og vanhugsaðar ályktanir.

Svo mjög hefur menningu vorri og siðum fleytt fram síðustu 2000 árin, að nú skulu siðfræðingar fjalla um meintar ávirðingar fólks, en ekki dómarar og ekki prestar.

Lögfræðingar og dómarar eru varhugaverðir því að þeir mundu leggja lagalegt mat á málið það gengur ekki fyrir löggjafarþig að skipa slíkt fólk til nefndarstarfa, því hér skal ekki farið að lögum.

Prestarnir eru enn varhugaverðari því að þeir gætu lagt áherslu á kristilegan kærleiksanda, sem svífur ekki beinlínis yfir umræðum og áherslum Alþingis Íslendinga.  Verst væri þó, ef geistlegir nefndarmenn mundu komast að niðurstöðu, sem væri í samræmi við 1-6 vers,sjötta kapítula Galatabréfs Páls postula. Slík kristileg niðurstaða yrði forseta Alþingis síst að skapi. 

Upphaf fyrsta vers kapítulans hljóðar svo: Bræður. Ef einhver  misgjörð kann að henda mann, þá leiðréttið þér sem andlegir eruð þann mann með hógværð.

Skyldi engin andlegur maður sitja á Alþingi?

 


Þess skal gætt að ráðast ekki að rótum vandans

Fyrir skömmu var ráðist á þingmann þýska flokksins Alternative für Deutschland, sem berst m.a. fyrir skynsamlegri innflytjendastefnu. Þrír menn réðust á hann og hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Þetta var alvarlegasta árásin af mörgum á stjórnmálafólk og trúnaðarfólk flokksins. 

Svo merkilega vill til að þýska leyniþjónustan telur skynsamlegast í kjölfar árásarinnar að efla eftirlit með flokknum og starfsemi hans til að upplýsa um það hvort þar finnist hægri öfgamenn. Viðbrögð yfirvalda eru ekki að bregðast við ofbeldinu og koma í veg fyrir að stjórnmálafólk sé í hættu heldur að taka upp virkt eftirlit með þeim sem ráðist er á. 

Þetta er í samræmi við annað sem lögregluyfirvöld hafa gert í Evrópu, þar sem það þykir rétt, að ráðast á þá sem benda á vandamálin í stað þess, að taka þá fyrir sem valda vandamálinu.

Þegar íslamskir öfgamenn réðust á ritstjórnarskrifstofur franska grínblaðsins Charlie Hebdoe og myrtu 14 úr ritstjórn blaðsins og hrópuðu vígorðið; "Allahu Akbar" á leið út eftir ódæðið, þá voru viðbrögð lögreglunnar í Bretlandi, að safna saman upplýsingum um alla áskrifendur blaðsins í Bretlandi eins og líklegt væri að þeir mundu grípa til ódæðisverka.

Sama er að segja um ítrekaða aðför lögreglu í Bretlandi að Tommy Robinson, sem stendur í varnarbaráttu fyrir lýðréttindum, en láta alla þá prédikara í moskum Bretlands, sem hrópa yfir fullum moskum aftur og aftur, að það sé skylda múslima að drepa alla þá sem hafa villst af trúnni og stundi guðlast. Svo ekki sé minnst á hvað gera eigi við gyðinga. Þau hatursyrði fara framhjá yfirvöldum vítt og breitt í Evrópu - Enda greinilega meira í húfi að vinna gegn meintum hægri öfgum þó svo að þær meintu öfgar frá AfD hafi ekki skaðað einn eða neinn. 

Enn þess skal gætt, að ráðast ekki að rót vandans og uppræta þær öfgar sem staðið hafa fyrir hryðjuverkaárásum vítt og breitt í Evrópu og koma böndum á þá vá, sem vofir nótt sem nýtan dag yfir íbúum þeirra landa, sem leyft hafa lítt heftan eða óheftan innflutning fólks frá múslimaríkjum.


Hægra fólk í Svíþjóð dæmir sig til áhrifaleysis

Sænskir hægri menn hafa ákveðið að dæma sig til áhrifaleysis í sænskri póltík um ófyrirsjálanlegan tíma. Ástæða þess er sú, að þeir neita að ræða við Svíþjóðardemókrata eins og væru þeir eitraðir.

Tveir smáflokkar á hægri væng sænskra stjórnmála, Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn hafa samið við Stefán Lövgren formann Sósíaldemókrata um að hann myndi næstu stjórn með þeim.

Mun greinilegri mörk eru á milli hægri blokkarinnar í Svíþjóð og þeirrar vinstri, en hér á landi, þar sem allir geta starfað með öllum. Þess vegna er þetta skref sem þessir tveir smáflokkar á hægri vængnum eru að stíga mjög sérstakt. Það sem er líka einkar sérstakt í þessu sambandi, að Sósíaldemókratar fengu algjört vantraust frá kjósendum í síðustu kosningum og hafa ekki haft minna fylgi í heila öld. 

Hægra fólk hélt Stefan Lövgren og sósíalistunum hans við völd í þrjú ár þó að stjórnin væri búin að missa meirihluta sinn. Það var gert vegna ótta við fylgisaukningu Svíþjóðardemókrata, sem síðar kom fram í síðustu kosningum. Í stað þess að virða vilja kjósenda og mynda ríkisstjórn á hægri vængnum þá neituðu þessir tveir smáflokkar á hægri vængnum að tala við Svíþjóðardemókratana og töldu þá baneitraða af því, að þeir eru á móti áframhaldandi fjöldainnflutningi fólks til Svíþjóðar, sem meirihluti sænsku þjóðarinnar er líka á móti. 

Væri svo að sænskir hægri menn þekktu til stjórnmálasögu samtímans þá ættu þeir að vera ansi hugsi yfir þessu skrefi sbr. það sem gerðist í Frakklandi, þegar Mitterand þá forseti Frakklands sá það af slóttugheitum sínum, að leiðin til að halda völdum var að útmála frönsku þjóðfylkinguna sem skrímsli og reka fleyg á milli hennar og annarra hægri flokka. Það tókst og hann hélt völdum, en franska hægrið er nú sundrað og áhrifalaust og hafnar enn að tala við frönsku þjóðfylkinguna og dæma þar með sjálfa sig til áframhaldandi pólitísks áhrifaleysis.

Það er dapurlegt að horfa upp á það í landi eins og Svíþjóð, sem einu sinni var talið forustuland varðandi lýðræði og stjórnskipun , að þar skuli vera að myndast meirihluti fyrir því að virða ekki vilja almennings í landinu og halda þeim flokki við völd sem missti mest fylgi í síðustu kosningum til þess eins að halda þeim flokki,sem bætti mestu fylgi við sig frá öllum áhrifum á sænska pólitík. 


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 183
  • Sl. sólarhring: 837
  • Sl. viku: 4004
  • Frá upphafi: 2427804

Annað

  • Innlit í dag: 171
  • Innlit sl. viku: 3707
  • Gestir í dag: 169
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband