Bloggfærslur mánaðarins, maí 2019
30.5.2019 | 10:48
Orð skipta máli
Ritstjóri enska öfgavinstri dagblaðsins "The Guardian" sendi tilmæli til blaðamanna sinna um orðanotkun í blaðinu þegar talað er um svonefnda hnattræna hlýnun af mannavöldum.
Nú ber að segja "climate emergency crisis í stað climate change og fish population í stað fish stocks og loks þeir sem hafna hamfaravísindum heimsendaspámanna vegna meintrar hnattrænnar hlýnunar skulu í blaðinu nefndir héðan í frá, climate science deniers í stað climate denier.
Allt er þetta gert til að skerpa á áróðrinum fyrir aukinni skattheimtu megna meintrar loftslagsvár og þá er mikilvægt að nota ný og harmrænni orð en áður hafa verið notuð.
Þessi lúmski áróður er af sama meiði og baráttan fyrir fjöldainnflutningi fólks á fölskum forsendum. Þar hafa Sameinuðu þjóðirnar gengið á undan við að rugla umræðuna með því að breyta stöðugt um orð og/eða skilgreininar á orðum. Í því sambandi má benda á að ólöglegur innflytjandi varð að hælisleitanda og þegar almenningur hafði áttað sig á hversu vitlaus sú skilgreining var þá var enn breytt og nú heita þeir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Litla Ísland fylgir þessu í einu og öllu og hefur nýverið undirritað sáttmála Sameinuðu þjóðanna í Marokkó þar sem þessi ruglaða hugtaka og orðaanotkun er grunnstefið.
Kjósendum var ekki gefinn nokkur kostur á að ræða þau mál vegna þess að stjórnmálaelítan sem nú stjórnar telur greinilega að fólki komi þetta ekki við stjórnmál séu bara fyrir stjórnmálaelítuna nema við kosningar þegar hundruðum milljóna er eytt af starfandi flokkum á ríkisstyrk til að reyna að fylka kjósendum enn einu sinni á sama básinn.
Í umræðunni um fóstureyðingar er fóstureyðing ekki lengur til heldur þungunarrof.
Þannig heldur pólitískir réttmálsfræðingar áfram að reyna að rugla fólk og setja jákvæð orð þar sem það á við eins og t.d. varðandi fóstureyðingu og neikvæð orð þegar þess er þörf eins og um þann sem afneitar loftslagsvísindum skv. nýyrðaskránni.
Pólitíska nýmálið var eitt af því sem að höfundur bókarinnar 1984 benti á sem eitt tæki alræðisstjórnarinnar til að láta fólk sætta sig við hlutina og rugla það í ríminu. Pólitíska elítan hefur greinilega náð að tileinka sér það þó ekki sé til taks annað alræði en lélegir fjölmiðlar sem tala jafnan í takt við stjórnmálaelítuna, en hafa gleymt sjálfstæðu rannsóknarhlutverki sínu.
29.5.2019 | 11:30
Blekkingar forseta Alþingis og málfþófið.
Steingrímur J. Sigússon forseti Alþingis hefur setið lengst allra núverandi þingmanna á Alþingi. Hann þekkir því vel til þeirra bragða sem hægt er að grípa til vilji alþingismenn tefja framgang mála. Sjálfur hefur hann oftar tekið þátt í málþófi á Alþingi en nokkur annar sitjandi þingmaður.
Umræðan um 3.orkupakkann hefur staðið um nokkurt skeið. Forseti hagar dagskrá þingsins þannig að áfram skuli endalaust haldið að ræða 3.orkupakkann. Síðan ítrekar hann daglega að orðræður þingmanna Miðflokksins setji önnur störf þingsins og framgang mála í uppnám, en þetta er rangt og það veit forseti fullvel.
Fulltrúi Steingríms þingfréttaritari Ríkissjónvarpsins hefur þetta daglega orðrétt eftir honum, en varast að greina frá efnisatriðum eða öðru sem varðar umræðuna.
Steigrímur J lætur eins og hann sé ósjálfbjarga í gíslingu þingmanna Miðflokksins og öðrum málum verði ekki fram komið vegna málþófsins. Honum er þó að sjálfsögðu ljóst að þetta er rangt. Forseti Alþingis hefur öll ráð varðandi dagskrá og skipulag þingstarfa
Í 1.mgr. 77.gr.laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis segir: "Forseti boðar þingfundi og ákveður dagskrá hvers fundar."
Í 2.mgr. 77.gr. laganna segir: "Forseti getur breytt röðinni á þeim málum sem eru á dagskrá og einnig tekið mál út af dagskrá."
Forseti hefur því skv. þingskaparlögum allt vald varðandi dagskrá þingsins. Þess vegna getur hann tekið önnur mál á dagskrá og látið afgreiða þau. Ástríða þingmanna Miðflokksins til að ræða þriðja orkupakkanum skiptir því engu máli í því sambandi.
Af þessu leiðir að það sem haft er eftir Steingrími J. í síbylju á fréttamiðlum er rangt. En með því er fyrst og fremst verið að vega að þingmönnum Miðflokksins og þessi framkoma forseta Alþingis gagnvart þingflokki er vægast sagt óviðeigandi og í versta falli hreinar rangfærslur í þeirra garð.
Fallast má á að málþóf er hvimleitt, en er hins vegar löglegt úrræði þeirra sem eru á móti málum. Forseti Alþingis og alþingismenn, ættu því að hlutast til um, að tekin verði upp ákvæði í þingskaparlög og stjórnarskrá þess efnis, að 20% þingmanna geti vísað ákveðnum málum til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu og breyta síðan þingskaparlögum með þeim hætti, að útilokað verði að hafa frammi endalaust málþóf.
En meðan lögin eru með þeim hætti sem þau eru nú þá geta þingmenn að sjálfsögðu nýtt sér lögbundinn rétt sinn til umræðu um mál til lengri eða skemmri tíma. Það er síðan kjósend að meta hvort þeim þykir rétt hafa verið að málum staðið eða ekki.
28.5.2019 | 09:46
Það sem vantaði í úttekt Seðlabankans
Athyglisvert er að skoða úttekt Seðlabanka Íslands á veitingu neyðarláns til Kaupþings banka í október 2008 ekki sérstaklega vegna þess sem fram kemur í skýrslunni heldur vegna þess sem vantar í hana.
Fram kemur að takmörkuð gögn liggi fyrir um veitingu neyðarláns til Kaupþings þá myrku daga þegar Íslendingar uppgötvuðu sér til skelfingar að þeir voru ekkert merkilegri en aðrir og í stað þess að vera ofurríkir þá var neyðarástand. Það eru í sjálfu sér ekkert ný sannindi. Þá kemur ekki fram að árhifamiklum aðilum ekki síst verkalýðshreyfingunni var í mun að hægt væri að bjarga Kaupþingi banka ekki síst vegna hagsmuna lífeyrissjóðanna.
Það sem kemur hins vegar ekki fram í skýrslunni af skiljanlegum ástæðum er umfjöllun um það með hvaða hætti var staðið að því að hámarka verð þeirrar tryggingar sem sett var að veði fyrir veitingu neyðarlánsins. Ljóst er að hefði tryggingin verið fullnægjandi þá hefði ekki orðið neitt tjón.
Ég skrifaði ítarlega grein fyrir nokkrum árum í Morgunblaðið þar sem ég rakti að tilboð lá fyrir í það sem sett var að veði, sem hefði leitt til fullrar endurgreiðslu neyðarlánsins, en Már Seðlabankastjóri kaus að taka öðru tilboði, sem var vafasamara og gat eingöngu þjónað hagsmunum kröfuhafa Kaupþings banka en ekki þjóðarinnar.
Hvernig skyldi standa á því að Már Guðmundsson Seðlabankastjóri vill ekki gera grein fyrir þessum þætti málsins þó mikilvægastur sé?
27.5.2019 | 09:57
Pólitísk sérhyggja ber fagleg vinnubrögð ofurliði
Úrslit í kosningum til þings Evrópusambandsins voru kynnt í gærkvöldi og nótt. Skv. fréttum RÚV var það merkilegasta við þær kosningar að Brexit flokkur Nigel Farage skyldi vinna stórsigur, Græningjar skyldu bæta við sig fylgi og Flokkur Le Pen skyldi bæta við sig fylgi, en mest var gert úr því að Þjóðarflokkurinn í Danmörku skyldi tapa fylgi. Í sjálfu sér er þetta allt rétt, en mikið vantar á að gefin sé fullnægjandi mynd af kosningaúrslitunum og því markverðasta við úrslitin.
Þegar kosningaúrslitin í Evrópusambandslöndunum eru skoðuð, þá gefa fréttir RÚV takmarkaða mynd. Í fyrsta lagi, unnu þeir flokkar, sem RÚV kallar hægri sinnaða pópúlistaflokka stórsigur að Þjóðarflokknum í Danmörku undanskildum.(fyrirvari: hef ekki kannað niðurstöður í Finnlandi)
Brexit flokkurinn, sem jaðrar við að falla í flokk hægri pópúlista m.v.mælikvarða RÚV vann stórsigur. Flokkur Le Pen vann stórsigur í Frakklandi, Flokkur Salvini á Ítalíu vann stórsigur og Alternative für Deutschland bætti við sig fylgi. Svíþjóðardemókratar bættu við sig fylgi og fengu 3 menn kjörna í stað tveggja áður, en að sjálfsögðu var ekki sagt frá því.
Heildarniðurstaðan er því sú, að flokkar sem eru til hægri og á móti fjöldainnflutningi á fólki og RÚV kallar pópúlistaflokka unnu stórsigur.
Græningjar unnu góðan sigur sumsstaðar, en þeir eru tiltölulega litlir í samanburði við sigurvegara kosninganna þ.e. hægri flokka, sem eru á móti fjöldainnflutningi fólks.
RÚV sagði ekki frá því að helstu skýringarnar á tapi danska Þjóðarflokksins eru þær, að í fyrsta lagi þá hafa þeir náð fram helstu stefnumálum sínum, þannig að Vinstri flokkurinn, Íhaldsflokkurinn og Sósíaldemókrataflokkurinn í Danmörku hafa allir tekið upp að mestu leyti innflytjendastefnu Þjóðarflokksins. Í öðru lagi,þá unnu flokkar til hægri við Þjóðarflokkinn og þá væntanlega enn meiri pópúlistaflokkar að mati RÚV umtalsvert á í kosningunum og fengu um 12.6% atkvæða. Stuðningur við þau viðhorf sem að danski þjóðarflokkurinn berst fyrir eru því ekki á undanhaldi heldur vex þeim skoðunum fylgi.
Að sjálfsögðu var ekki sagt frá því í fréttum RÚV að sænskir Sósíaldemókratar halda áfram að tapa fylgi og það sama á við um flokk Angelu Merkel, en þessir tveir flokkar og flokksleiðtogar hafa leitt baráttuna fyrir þeirri innflytjendastefnu, sem veldur sífellt meiri erfiðleikum í Evrópu.
26.5.2019 | 10:54
En rótarslitinn visnar vísir
Á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins,eftir að hafa lesið Morgunblaðið og Fréttablaðið í gær komu mér þessi vísuorð eftir Grím Thomsen í hug:
En rótarslitinn visnar vísir
Þó vökvist hlýrri morgundögg.
24.5.2019 | 08:10
Ég ætla að banna þig
Í gær var fjölsóttur, fróðlegur almennur fundur í Hörpu með heimsþekktum fyrirlesara Douglas Murray. Douglas Murray hefur leyft sér að ræða um innflytjendamál og gerir það með rökföstum og öfgalausum hætti. Mál hans og framsetning er byggð á staðreyndum og af þeim staðreyndum dregur hann síðan ályktanir eins og tíðkast í þjóðmálaumræðu.
Douglas Murray er höfundur bókarinnar "Dauði Evrópu" á frummálinu "The strange death of Europe". Bókin hefur verið þýdd á yfir 30 tungumál og hefur víða verið metsölubók m.a. í Bretlandi og er nýkominn í íslenskri þýðingu og komin í bókaverslanir og í tilefni þess var Douglas Murray boðið til að fjalla hér um bókina og þær skoðanir sem hann setur fram í henni.
Fundurinn var öllum opinn og gátu þeir sem eru sammála höfundinum sem og andstæðingar hans komið á fundinn og skipst á skoðunum við höfundinn, þar sem opið var fyrir fyrirspurnir til Murray eftir að hann hafði flutt ræðu sína.
Þess vegna var sérstakt að sjá leiðandi grein í ritinu Grapevine þar sem Douglas Murray var kallaður öfgamaður og þeir sem stóðu að fundinum enþá meiri öfgamenn. Því haldið fram að ákveðinn fullyrðing um samsetningu íbúa í London væri röng og Douglas Murray hefði ekkert fyrir sér. Þetta sýndi að greinarhöfundur vissi ekkert um hvað hann var að tala. Í bókinni kemur nefnilega fram á hverju þessi fullyrðing er byggð þ.e. opinberum gögnum. Greinin í Grapevine var röng og blaðinu til skammar. Greinin var ósæmileg, röng og lygi, til þess gerð að sverta mannorð fyrirlesarans og þeirra sem að fundinum stóðu.
Nokkru áður birtist umfjöllun í Stundinni, þar sem því sama var haldið fram. Þetta blað, sem segist berjast fyrir tjáningarfrelsi og stóð í dómsmáli á þeim grundvelli fyrir nokkru, reynir að koma í veg fyrir tjáningarfrelsi þeirra sem eru á annarri skoðun en þessi skítasnepill. Forsvarsmenn Stundarinnar létu í veðri vaka fyrir síðustu kosningar að þeir hefðu handfylli sína af óhóðri til viðbótar þeim sem þeir höfðu þegar birt um formann Sjálfstæðisflokksins og lögbann, sem lagt var á blaðið væri gert til að koma í veg fyrir að blaðið gæti haldið áfram ófrægjingarherferð gegn honum. Nú þegar nokkuð langur tími er liðinn frá því að öllum hömlum var létt af blaðinu varðandi birtingu þeirra þjófstolnu gagna sem blaðið vísar til, þá hefur ekkert nýtt komið fram. Það bendir til þess að blaðið hafi ekkert meira og hafi farið með fleipur í því skyni einu að reyna að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda síðustu kosninga.
Þá kom í þennan hóp ritskoðunarfólks maður sem telur sig eiga mikið undir sér vegna stöðu sinnar sem framkvæmdastjóri Eflingar. Enda hafa þau hann og formaðurinn losað sig við nánast alla starfsmenn félagsins til að rýma fyrir skoðanasystkinum sínum. Framkvæmdastjóri Eflingar ritaði bréf í nafni Eflingar eða sjálfs sín, ekki veit ég, þar sem hann krafðist þess að fyrirlestur Douglas Murray yrði bannaður. Vegna hvers? Vegna þess að hann hefði skoðanir, sem honum líkaði ekki.
Grímulausara verður ofbeldið vart gagnvart lýðræðislegri umræðu og tjáningarfrelsinu.
Fámennir hópar öfgafólks geta oft haft mikil áhrif og hrætt fólk frá því að taka þátt í lýðræðislegri umræðu og valdið þeim sem það vilja ýmsum vandræðum. Þeim tókst það í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar í líki nasista. Þeim tókst það á Ítalíu á þriðja tug síðustu aldar á Ítalíu í líki fasista og þeim tókst það víða í Evrópu á síðustu öld og jafnvel enn á þessari í líki kommúnista. Allt er þetta hugmyndir heildarhyggjufólks sem viðurkennir ekki einstaklingsfrelsið.
Í stað þess að taka þátt í lýðræðislegri umræðu um málefni innflytjenda og mæta á fundinn þá fór þessi hópur stuðningsmanna óhefts innflutnings á fólki í skotgrafirnar og hafði í hótunum við fyrirlesaranum og þeim sem höfðu leigt fundaraðstöðu. Af hverju var þessum hópi öfgafólks svona mikið í mun að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu? Af hverju mátti fólk ekki fá að hlusta á Murray? Það er vegna þess að liðið sem vill opin landamæri á engin svör og veit að það verður undir í lýðræðislegri umræðu um málið og reynir því að drepa umræðuna. Þetta er fólk sem hugsar með þeim hætti sem skáldið sagði forðum. "My mind is made up. Don´t confuse me with the facts". (Ég hef þegar tekið ákvörðun ekki rugla mig með staðreyndum)
En þannig byggjum við ekki upp góða og gefandi umræðu. Þannig byggjum við upp fasistaríki. En þökk sé stjórn Hörpu fyrir að láta ekki hræða sig og standa með lýðræðinu og tjáningarfrelsinu.
Því miður eru ekki allir sem þora það.
22.5.2019 | 23:06
Heimskan kostar mikið
Í fyrra árið 2018 eyddu Þjóðverjar 23 milljörðum Evra hin stjarnfræðilega upphæð 3.151 milljarði íslenskra króna eða margföldum íslensku fjárlögunum til að aðlaga innflytjendur að þýsku þjóðfélagi og vinna gegn áframhaldandi fjöldainnflutningi fólks. Stór hluti þeirra innflytjenda sem komu í boði Merkel árið 2015 hafa aldrei unnið handtak.
Blaðið The Daily Telegraph birti þessa frétt 21.maí s.l. og segir að þetta sé aukning um 11% frá því árinu áður. Skv. sömu heimild átti að ræða þessi mál í þýsku ríkisstjórninni í dag.
Árið 2015 opnaði Angela Merkel landamærin og þetta er ein birtingarmynd afleiðinganna af þeirri heimsku að neita sér um það að stjórna landamærunum. Þá sagði Merkel. "Wir schaffen das" Við getum gert það - þeir sem voru þessir - við var alþýðufólk í Þýskalandi sem þarf að borga eins og alltaf fyrir óráðssíu "góða fólksins" sem er bara gott á annarra kostnað.
Enginn af því fræga fólki, sem sagðist ætla að taka flóttafólk heim til sín hefur gert nú 4 árum síðan. Enginn.
21.5.2019 | 12:07
Ég má ekki þú.
Fyrirbrigði það í fjölmiðlaheiminum, sem kallar sig Stundina birtir í gær grein eftir ritstjórann þar sem amast er við tjáningarfrelsi Douglas Murray ritstjóra "The Spectator" og þeirra sem standa að því að hann tali á fundi í Kaldalóns sal Hörpu kl. 20 á fimmtudagskvöldið. En miða á viðburðinn má kaupa í gegn um tix miðasölukerfið undir aðrir atburðir.
Blaðið fer rangt með það hverjir standa fyrir fundinumþ Það rétta er, að það það er félagið Tjáningarfrelsið, sem stendur líka að útgáfu bókar Douglas Murray í íslenskri þýðingu og fundurinn er til að kynna bókina og gefa fólki tækifæri til að spyrja höfundinn til að eðlileg skoðanaskipti geti átt sér stað.
Douglas Murray er af Stundinni kallaður ný-íhaldsmaður eins og það sé skammaryrði, en hann er félagi í Íhaldsflokknum í Bretlandi. Þeir sem sagðir eru standa fyrir fundinum eru kallaðir þjóðernissinnar. Var ekki alveg eins hægt að segja föðurlandsvinir? Þeir sem eru félagar í tjáningarfrelsinu hafa mismunandi skoðanir til margra hluta og félagar tilheyra a.m.k.5 mismunandi stjórnmálaflokkum í landinu.
Hvað sem þessu líður og rangfærslum Stundarinnar, þá er eitt athyglisvert. Þetta blað hefur staðið í málaferlum í meir en ár til að fá að birta illa fengin gögn frá Glitni og farið mikinn í fordæmingu á þeim sem vildu að mati blaðsins hefta tjáningarfrelsi þess. Nú bregður svo við, þegar um er að ræða skoðanir sem eru blaðinu ekki þóknanlegar, þá heimtar ritstjóri blaðsins að þær skoðanir fái ekki að heyrast.
Til upplýsingar fyrir aðstandendur Stundarinnar þá er lýðræðið fyrir alla og tjáningarfrelsið líka? Þannig lítur það greinilega ekki út frá sjónarhóli Stundarinnar en skv. þeim fjóshaug er tjáningarfrelsið bara fyrir Stundina og þá sem hafa svipaðar eða sömu skoðanir.
19.5.2019 | 14:03
Fulltrúar hverra voru þeir?
Þegar Ísland keppir í íþróttum á alþjóðavettvangi ganga einstaklingar og keppnislið jafnan stolt inn á leikvanginn undir fána Íslands. Sama á við á fundum hjá fjölþjóðastofnunum og venjulega hjá einkaaðilum, þar koma íslendingar að málum undir íslenska fánanum.
Íslendingar eru almennt stoltir af því að koma fram fyrir hönd landsins síns og vilja vera verðugir fulltrúar fyrir þess hönd og eru líka almennt áfram um það að allir viti að þar eru íslendingar á ferð og þeir sýna það með því að veifa þjóðfánanum.
Við atkvæðagreiðslu í söngvakeppni Evrópu í gærkvöldi veifuðu keppnisliðinn stolt fána landa sinna alltaf þegar sjónvarpsmyndavélunum var beint að þeim nema eitt. Lið Íslands.
Þegar íslenska liðið, sem kemur fram fyrir Íslands hönd á kostnað íslenskra skattgreiðenda veifar öðrum fána en Íslands þá er það nýlunda, sem er skammarleg og vonandi kunna þeir sem sendu þetta lið til keppni að taka á því með viðeigandi hætti.
Vissulega hafa íþróttamenn, listamenn stjórnmálamenn og stjórnmálalegir erindrekar mismunandi skoðanir til manna, málefna og þjóðlanda. En þegar þeir koma fram sem fulltrúar fyrir Íslands hönd þá verða þeir að gera það af alúð og virðingu fyrir landi og þjóð, stoltir af því að vera íslendingar og stoltir af því að veifa íslenskum gunnfána en ekki annarra.
18.5.2019 | 12:20
Mun hatriði sigra?
Íslenska þjóðin bíður með óþreyju eftir fyrirfram ætluðum sigri hljómsveitarinnar Hatarar í Eurovision keppninni í kvöld. Hvað sem líður boðskap eða skort á boðskap sem þessi hljómsveit bíður upp á, þá er það ákveðið atriði, en raunveruleikinn í landinu þar sem Eurovision keppnin fer fram annar.
Ríkisútvarpið hefur verið iðið við fréttaskýringaþætti og aðra þætti, þar sem vakin er athygli á bágum kjörum þeirra sem búa á Gasa svæðinu og hinum svokallaða Vesturbakka Ísrael. Í þessum einhliða þáttum hefur það orðið útundan, að gera grein fyrir pólitíska raunveruleikanum á þessum svæðum.
Á Gasa eru hryðjuverkasamtökin Hamas við stjórn, sem hafa það á stefnuskrá sinni að drepa alla Gyðinga. Ekki bara Gyðinga í Ísrael heldur alla hvar svo sem þeir finnast. Nái sjónarmið þeirra fram sigrar hatrið. Á Vesturbakkanum er geðþekkari stjórnmálahreyfing við völd. Þrátt fyrir það er haldið í hatur gagnvart Ísrael og sem minnst samskipti við Gyðinga.
Ariel Sharon þá forsætisráðherra Ísrale, kom á óvart með því að veita Gasa sjálfstjórn og koma landnemum Gyðinga burt. Eftir að Gasa fékk sjálfstjórn byrjuðu Hamas liðar þar að skjóta flugskeytum á Ísrael auk annarra fjandsemlegra tilburða. Þessvegna er lokað á samskipti við Gasa og það gera Egyptar líka. Þeim finnast þessir trúbræður sínir og frændur þar ekki hæfir til að eiga samskipti við Egyptaland.
Á Vesturbakkanum hefur kaupsýslumaður að nafni Ashraf Jabari myndað stjórnmálaflokk, sem miðar að því að koma á efnahagslegum framförum meðal Palestínuaraba. Hann bendir á að meðal Palestínuaraba sé heill her af velmenntuðu fólki, lögfræðingum, viðskiptafræðingum, verkfræðingum og öðrum, sem fá ekki önnur störf en sem götusölumenn eða bílstjórar.
Ashraf Jabari og flokkur hans leggur áherslu á að það sé mikilvægara að koma á efnahagslegum framförum meðal Palestínu Araba og samskiptum við Ísrael, en að hata Ísrael. Vegna þessara skoðana liggur hann nú undir árásum frá trúbræðum sínum og löndum. Hann er kallaður svikari og leiguþý Gyðinga. Sumir hafa krafist þess að hann verði tekinn af lífi.
Því miður hafa leiðtogar Palestínu Araba ekki tekið undir sjónarmið Ashraf Jabari. Þvert á móti hafa flestir þeirra gert hatur og illsku gagnvart Ísrael, að inntaki stjórnmálabaráttu sinnar. Þessir leiðtogar telja vænlegra að fjárfesta í hatrinu en finna lausn sem gæti horft til framfara og friðsamlegrar sambúðar Gyðinga og annarra, sem búa á þessu svæði.
Orð Goldu Meir fyrrum forsætisráðherra Ísrael eru enn í fullu gildi því miður, en hún sagði: "Friður kemst ekki á fyrr en þeir elska börnin sín meira en þeir hata okkur."
Það hefur orðið sí algengara að fjölmiðlar og já kennarar í skólum landsins fjalli um stöðu Ísrael og Palestínu Araba með einhliða árásum á Ísrael og það sé allt þeim að kenna. Slíkar fullyrðingar eru rangar, en henta þeim sem vilja að hatrið sigri.
Það er í sjálfu sér merkilegt að Ashraf Jabari sem boðar efnahagselgar framfarir og frið við Gyðinga skuli koma frá Hebron, en í Hebron hafa verið framin ólýsanleg hermdarverk annars vegar af Aröbum en líka af Gyðingum,m.a.rabbína, sem gerði skotárás á mosku í Hebron. Eftir að hafa verið í Hebron var ég hugsi yfir því hatri sem þar var greinilegt. Einnig hvað Gyðingar á svæðinu sýndu Aröbunum mikla lítilsvirðingu. Sá hópur Gyðinga er hópur sem eins og Hamas og þeirra líka vilja ljá hatrinu lið í stað þess að vinna að sigri framfara, friðar og vináttu.
Vesturlönd eiga að leggja sitt að mörkum í þessari baráttu gegn hatrinu m.a. með því að hætta að styðja palestínsk samtök öfgafólks, sem vill stríð en ekki frið, en styrkja og styðja þá aðila eina á Vesturbakkanum og Gasa, sem hafa frið og framfarir á stefnuskrá sinni í stað stríðs, haturs og illsku.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 191
- Sl. sólarhring: 834
- Sl. viku: 4012
- Frá upphafi: 2427812
Annað
- Innlit í dag: 178
- Innlit sl. viku: 3714
- Gestir í dag: 176
- IP-tölur í dag: 172
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson