Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2021
30.11.2021 | 09:58
Tær snilld
Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er tær snilld. Aldrei áður hefur tekist að segja jafn lítið í jafn löngu máli. Sérfræðingarnir, sem færðu hugsun leiðtogana í ritað form eiga viðurkenningu skilið. Mikil orðgnógt er notuð til að setja fram aragrúa góðmálahugmynda, án þess að negla niður hvað eigi raunverulega að gera.
Þó stjórnarsáttmálin sé tær snilld að þessu leyti, þá er hann hrein skelfing m.a. þegar virt er heilstætt hvað ríkisstjórnin ætlar sér mikil opinber afskipti af fólki og fyrirtækjum.
Áhersla er á græn verkefni án þess að þau hafi fengið viðhlítandi skilgreiningu og þar segir að ríkisstjórnin ætli að beita sér fyrir aukinni opinberri fjárfsetingu í grænum verkefnum.
Af hverju opinberri fjárfestingu? Af hverju ekki að skapa skilyrði fyrir að hugmyndaríkir einstaklingar takist á við það verkefni að stofnsetja og reka "græn fyrirtæki" og sinna "grænum verkefnum". Ef til vill vegna þess, að hvergi í heiminum eru hin svonefndu grænu verkefni rekin með öðru en stórkostlegu tapi og stórkostlega miklu framlagi hins opinbera. Gæluverkefni VG "græn verkefni" munu því heldur betur kosta ríkissjóð fúlgur.
Vonandi gengur það eftir sem segir í nýrri spá varðandi fjárlögin að hagvöxtur hér á landi á næsta ári verði 5.3%. Slíkur hagvöxtur gæti þá staðið að einhverju leyti undir svona eyðsluskapandi hugmyndum. Spurningin er hvort að því var stefnt, að auknum hagvexti yrði alfarið eytt til að stækka báknið og borga gæluverkefni VG. "Dýr mundi Hafliði allur" var eitt sinn sagt og nú virðist Katrín kominn í stað Hafliða.
28.11.2021 | 20:27
Ráðherraval Sjálfstæðisflokksins.
Þá liggur fyrir hvernig ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er skipuð of fátt kemur á óvart varðandi ráðherraskipunina nema það að Guðrún Hafsteinsdóttir skuli ekki vera ráðherra eins og ég spáði að hún mundi verða.
Vissulega kemur á óvart að Jón Gunnarsson skuli hafa verið valinn til að vera dómsmálaráðherra, þar sem hann er ekki lögfræðingur en hingað til hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki verið uppiskroppa með lögfræðinga til að skipa til hvaða verka sem er. Jón Gunnarsson er hinsvegar vel að ráðherradómi kominn. Hann stóð sig vel á sínum tíma á sínum stutta ráðherraferli og er hörkuduglegur maður og fylginn sér.
Á sínum tíma skipaði John F. Kennedy, Robert Kennedy bróður sinn í embætti dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og svaraði gagnrýnendum með því að segja að það væri gott fyrir Robert að læra svolítið í lögfræði, en auk heldur treysti hann honum til allra góðra verka. Sama get ég sagt um nafna minn Gunnarsson
Guðrún Hafsteinsdóttir er líka vel að ráðherradómi komin, en það er sjálfsagt skynsamlegt af formanni flokksins að hafa þessa skipan, þannig að hún eigi þess kost sem nýgræðingur á þingi að kynna sér aðstæður og samskipti þings og framkvæmdavalds í það rúma ár sem líður áður en hún tekur við ráðherradómi.
Það sem kom mest á óvart og eru vonbrigði, að Guðlaugur Þór Þórðarson, sem verið hefur utanríkisráðherra og áður heilbrigðisráðherra, skuli nú taka við umhverfismálum.
28.11.2021 | 10:15
Ný ríkisstjórn
Ný ríkisstjórn verður kynnt kl.13 í dag. Telja má víst, að flestir ráðherrarnir verði þeir sömu að undanskildum Kristjáni Þór Júlíussyni. Ekki er ólíklegt að Guðrún Hafsteinsdóttir verði ráðherra sennilega með þann beiska kaleik sem umhverfisráðuneytið getur verið vegna öfgaskoðana loftslagshlýnunar trúarbragðahópsins og andvirkjunarsinna.
Stjórnmálamenn verða að átta sig á því, að aldrei er hægt að gera öfgahópunum í umhverfismálum til geðs og mikilvægast er að miða við að daglegt líf verði þannig að horft sé til framþróunar og vaxtar í sátt við náttúruna til að geta skilað betra landi af okkur til komandi kynslóða, en við eigum ekki að þrengja svo að lífskjörum þjóðarinnar vegna tylliástæðna og hræðsluáróðurs, að líf fólks verði verra og kjörin lakari en þau hafa verið. Slík pólitík gengur hvort eð er aldrei upp til lengdar.
En nú er að bíða og sjá hvað gerist kl.13 og fjalla þá betur um það sem þá liggur fyrir.
25.11.2021 | 21:30
Kjörbréf samþykkt
Það kom ekki á óvart, að Alþingi samþykkti öll kjörbréf með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Alþingi stóð frammi fyrir tveimur valkostum. Að samþykkja kjörbréfin eða hafna þeim og ákveða uppkosningu.
Ég fæ ekki séð hvaða lagaheimildir eru til að ógilda kosningarnar í heild eins og Björn Levý gerði tillögu um. Tillagan var því ekki tæk til afgreiðslu þar sem hún hefur ekki lagastoð.
Sama er um tillögu annars þingmanns Pírata um að fyrri talning í NV kjördæmi verði látin gilda. Ég get heldur ekki fundið lagastoð fyrir því að Alþingi geti gert það.
En samt var greitt um þetta atkvæði. Hvernig stendur á því. Formaður kjörbréfanefndar sagði sjálfur við atkvæðagreiðsluna að hann teldi líklegt að tillaga Björns Levý skorti lagastoð.
Af hverju kannar Alþingi það ekki fyrirfram hvaða tillögur eru í samræmi við lög og hverjar ekki og gerir ekki lítið úr sjálfu sér með því að greiða atkvæði um tillögur sem skortir lagastoð.
25.11.2021 | 10:32
Staðfesting eða uppkosning
Það líður að því,að þingmenn Alþingis ákveði sjálfir hvort þeir og hinir þingmennirnir hafi hlotið lögmæta kosningu. Slíkt fyrirkomulag er ekki gott, að gera menn dómara í sjálfs síns sök og hagsmunum.
Yfirkjörstjórn NV kjördæmia gætti ekki að formskilyrðum varðandi talningu og varðveislu kjörgagna. Spurningin er, hafa komið fram rök eða sjónarmið, sem telja verður líkleg til að þessir hnökrar hafi haft áhrif á heildarniðurstöu kosninganna. Sé ekki svo,þá ber að staðfesta kosninguna.
Sé hins vegar staðan sú, að einhverjar eða verulegar líkur séu á, að hnökrarnir, hafi haft áhrif á heildarniðurstöðuna, þá ættu alþingismenn að greiða atkvæði með uppkosningu.
Ýmsir þ.á.m.nefndarmenn í undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar og kjörbréfanefnd hafa fimbulfambað með að það beri að gera hluti, sem ekki eru lagaskilyrði fyrir að gera. Eins og að kjósa upp á landinu öllu, framkvæma þriðju talningu eða láta fyrstu talningu gilda. Miðað við kosningalög og þingskaparlögað er ekki annað í boði fyrir Alþingi en að staðfesta eða ákveða uppkosningu.
Þetta mál hlítur að leiða til þess, að gera verður breytingar á kosningalögum til að svona vandamál komi ekki upp aftur.
Uppkosning væri samt skemmtileg. Hægt er að spá að nokkru leyti í þau spil. Ólíklegt er annað en fylgi við sósíalista myndi hrynja og flytjast til VG. Einnig má telja líklegt, að Sjálfstæðisflokkur bætti stöðu sína á kostnað Miðflokksins. Kosningar hafa samt iðulega sýnt, að kjósendur eru ólíkindafólk, sem kýs stundum þvert á spár sérfræðinga og skoðanakannana.
Þar sem fullvíst má telja að öll kjöbréfin verði samþykkt, þá ber að bjóða nýkjörið Alþingi velkomið til starfa og vonast til að það skil góðum störfum á kjörtímabilinu. Til farsælda fyrir land og þjóð.
24.11.2021 | 18:28
Vinstri græn ríkisstjórn í Þýskalandi.
Umferðaljósaríkisstjórnin í Þýskalandi kölluð svo, af því að flokkslitir þeirra sem mynda hana eru rauður, gulur og grænn.Sósíaldemóktar, Frjálsir demókratar og Græningjar.
Lengi var beðið eftir því að sjá hvað þessir flokkar gætu komið sér saman um og þá helst hvað Frjálsir demókratar væru tibúnir að kokgleypa, en þeir eru lítill hægri flokkur, sem þyrstir svo mjög að komast í ríkisstjórn, að þeir kokgleyptu allt nema skattahækkanir.
Stefna nýju ríkisstjórnarinnar er einu orði sagt skelfileg þannig stefnir hún á að:
Gera betur við hælisleitendur og leyfa þeim að flytja fjölskyldur sínar til sín. Þetta fólk hefur ekkert lært af afleik Merkel 2015. Þýskaland mun fá nýja holskeflu fólks,sem að stórum hluta ætlar sér að lifa á velferðarkerfinu.
Annað stórmál er enn meiri kolefnisjöfnun, ávísun á hækkað orkuverð og sterkari tök Rússa.
Í þriðja lagi lækkun kosningaaldurs í 16 ár.
Í fjórða lagi lögleyðing á kannabis, sem gerir Þýskalandi að stærsta markaði með fíkniefni í heiminum.
Þýska hagkerfið er í verulegri lægð. Nýja ríkisstjórnin virðist ætla sér að stefna að því að það fái falleinkun.
Vart við öðru að búast af núverandi hugmyndafræðingum sósíaldemókrata í Þýskalandi. Heldur betur viðsnúningur frá mönnum eins og Helmut Schmit og Gerhard Schröder,sem gættu þess að byggja Þýskaland upp sem efnahagsveldi í stað þess að leggja upp með vinstri pópúlíska vitleysu eins og ríkisstjórn sósíalistans Olaf Scholz ætlar sér greinilega að gera.
23.11.2021 | 19:54
Frelsi til að sýkja aðra er vafasamur réttur
Forseti lýðveldisins segði í setningarræðu Alþingis, að frelsi til að sýkja aðra væri vafaasmur réttur.
En hvaða réttur er það. Hefur einhver gefið einhverjum þann rétt. Eru einhversstaðar lagaákvæði eða önnur fyrirmæli sem mælir fyrir um það að fólk eigi þann vafasama rétt.
Raunar alls ekki. Samkvæmt íslenskum rétti hefur engin rétt til að sýkja aðra það er bannað. Það er beinlínis refsivert sbr.175.gr. almennra hegningarlaga 175 sem mælir fyrir um refsingu, fangelsi allt að þrem árum fyrir að valda því að næmur sjúkdómur berist út meðal manna. Einnig mætti vísa í sóttvarnarlög.
Frelsi til að smita aðra er því ekki fyrir hendi í íslensku samfélagi. Það á engin þann rétt. Það er beinlínis refsivert.
Frelsi borgaranna eru mikilvæg undirstaða siðaðra samfélaga og það er mikilvægt að æðstu stjórnendur ríkja og alþjóðlegra stofnana gæti þess að skilgreina það með réttum hætti og gæta þess, að setja frelsið ekki í spennitreyju valdsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.11.2021 | 13:19
Það er sitt hvað frelsi og frelsi.
Forseti Evrópusambandsins Ursula von der Leyen og öll hirðin allt frá þingi Evrópusambandsins til einstakra topp Evrópu leiðtoga fóru hamförum gegn Ungverjalandi þegar þeir ákváðu að kynfræðsla í skólum landsins yrði ekki á grundvelli hugmyndafræði samkynhneigðra og transfólks. Svipuð þó takmarkaðri aðför var gerð að Pólverjum þegar þeir neituðu að samþykkja fjölþjóðasamnings af sömu ástæðum.
Þetta athæfi Ungverja að takmarka kennslu í hugmyndafræði transara og samkynhneigðra í kynfræðslu í skólum landsins var talað um sem ógn við Evrópu og brot á lögum Evrópusambandsins og grundvallarreglum og grunngildum.
Óskiljanleg viðbrögð hjá EU, en sýnir hvaða grunngildi Evrópusambandinu þykir mikilvægast að standa vörð um.
Austurríki næsti nágranni Ungverja skellti öllu í lás og lokað fólk inni nýverið vegna Covid faraldursins og jafnframt var því lýst yfir, að frá og með febrúar n.k. verði öllum óbólusettum bannað að fara út úr húsi. Þeir verði að sæta þvingaðri innilokun vegna ógnunar við velferð og öryggi samfélagsins.
Inngrip eins og þetta hjá Austurríkismönnum í borgaraleg réttindi og grundvallarfrelsi fólks í lýðfrjálsu ríki er óásættanlegt og án allra forsendna. Búast hefði mátt við því,að Evrópusambandið léti í sér heyra þegar önnur eins atlaga er gerð að frelsi borgaranna í aðildarríki sambandsins.
En það heyrist ekkert frá Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen hefur ekkert um málið að segja og þá ekki íturmennið Macron.
Evrópusambandið telur að frelsið sé fyrir ákveðna minnihlutahópa og þá sérstaklega fólk í kynáttunarvanda. Raunverulegt stofufangelsi stórra hópa einstaklinga virðist ekki koma þeim við. Sýnir hvað stjórnmálastéttin já og fjölmiðlaelítan er gjörsamlega heillum horfin að fara ekki hamförum gegn þessari svívirðilegu frelsisskerðingu sem boðuð er í Austurríki.
21.11.2021 | 11:12
Utanstefnur viljum við engar hafa
Í þingræðu fyrir tæpum 50 árum vék Magnús Kjartansson þá þingmaður Reykvíkinga að því fornkveðna, "utanstefnur viljum við engar hafa" og sagði síðan:
"Við verðum að vera menn til þess að meta þessi vandamál sem önnur af íslenskum sjónarhól og nota okkar eigin dómgreind til þess að úrskurða, hvað er rétt og hvað er rangt. Við eigum að forðast það að gera erlenda aðila að þátttakendum í mikils verðum vandamálum, sem á okkur hvíla."
Oddviti Viðreisnar segist ákveðinn í að vísa niðurstöðu Alþingis til Mannréttindadómstóls Evrópu, ef hún verður honum ekki að skapi. Þessa yfirlýsingu um að leita til yfirþjóðlegs valds gefur hann áður en hann veit hvað rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis hefur leitt í ljós.
Eðlilegt er að undibúningskjörbréfanefnd geri grein fyrir hvaða hnökrar eru á síðari talningu í NV kjördæmi, það er síðan Alþingis að meta það hvort síðari talning skuli látin gilda eða samþykkt verður að hafa uppkosningu.
Hafi verulegir hnökrar verið á framkvæmd mála af hálfu yfirkjörstjórnar í NV kjördæmi þá verður ekki hjá því komist að kjósa aftur, þó það sé vondur kostur. En leiði skoðun nefndarinnar til þeirrar niðurstöðu að hnökrarnir hafi ekki verið svo umtalsverðir að rétt sé að hún fari fram, er þá ekki rétt, að Alþingi Íslands fjalli um málið og afgreiði það á hvorn veginn sem það fer.
Er það virkilega svo, að oddviti Viðreisnar í NV kjördæmi gefur sér það fyrirfram, að Alþingi muni ekki fara að lögum og muni ekki gæta þess, að afgreiða þetta mál með vönduðum og sanngjörnum hætti. Orðræða hans verður ekki skilin með öðrum hætti en þeim, að verði niðurstaðan ekki honum að skapi þá sé hún valdníðsla og algjört ómark, sem eigi að leiða til utanstefna að fornum og nýjum sið.
Vísa verði niðurstöðum kosninga til MDE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2021 | 10:54
Hnípnar þjóðir í vanda
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir frá því í pistli sínum í Morgunblaðinu í dag, að hún sitji samráðsfund Norðurlandaráðherra þar sem fjallað er um útlendingamál. Vonandi verður þetta gagnlegur fundur.
Af grein dómsálaráðherra að dæma, þá virðist fundurinn eiga að fjalla um þessi mál á grundvelli verkferla og skilvirkrar stjórnsýslu, en gæta þess að stinga höfðinu í sandinn gagnvart þeim vandamálum sem Norðurlöndin standa frammi fyrir vegna rangrar stefnu í þessum málum á undanförnum árum. Það væri verra ef ekki yrði rætt um alvöru málsins.
Við getum margt lært af Norðurlöndunum og gætt þess, að lenda ekki í sama vandamáli og þau varðandi innfleytjendur. Samt virðist sem íslensk stjórnvöld vilji ótrauð ana áfram ofan í sama forarpyttinn og Norðurlöndin eru sokkin í.
Dómsmálaráðherra segir að tryggja verði þeim forgang sem eru í mestri neyð. Það er rétt. Þá liggur fyrir að hin "kristnu" Norðurlönd ættu að einhenda sér í að taka á móti kristnu fólki frá Mið-Austurlöndum, sem er í mestri neyð. Á sama tíma að vísa múslimskum skilríkjalausum hlaupastrákum í burtu.
Dómsmálaráðherra getur líka um frumvarp sitt til breytinga á útlendingalögum varðandi þá sem þegar hafa fengið svokallaða alþjóðlega vernd í öðrum Evrópuríkjum og vill draga úr möguleikum þeirra til að fá líka alþjóðlega vernd á Íslandi. Þetta frumvarp gengur ekki nógu langt. Það á ekki að fjalla um mál þeirra sem þegar hafa fengið alþjóðlega vernd annarsstaðar en vísa þeim lóðbeint úr landi. Íslenskir skattgreiðendur þurfa ekki fleiri velferðarfarþega.
Í grein sinni nefnir dómsmálaráðherra,að taka þurfi til skoðunar atvinnuleyfi erlendra ríkisborgara og möguleika þeirra til að koma hér til starfa. Hér hreyfir dómsmálaráðherra mjög mikilvægu máli, sem þarf að skoða vel. Við höfum í dag enga stjórn á landamærunum hvað þetta varðar og erum með opinn vinnumarkað með allri Evrópu og það getur verið þungt fyrir 350.000 manna þjóð. Þessvegna lagði ég til á sínum tíma, að við fengjum ákveðnar undanþágur frá fjórfrelsi EES samningsins varðandi frjálsa för fólks til atvinnuþáttöku til þess að við gætum haft einvherja stjórn á málum við sérstakar aðstæður. Á sama tíma er líka mikilvægt að fólk sem er nauðsynlegt fyrir framþróun og vöxt íslensks atvinnulífs geti komist til landsins. Það liggur því fyrir að hér þarf að vanda til verka og bregðast við skjótt.
Ráðherrafundurinn getur verið gagnlegur og gott ef dómsmálaráðherra leitar eftir því að fá heiðarleg svör frá samráðsráðherrum sínum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hvernig þessar þjóðir klúðruðu innflytjenda- og útlendingamálum sínum svo gjörsamlega og hvað við getum af þeim lært til að detta ekki ofan í sama pyttinn. Þar hljóta að koma til skoðunar framsæknar hugmyndir ríkisstjórnar Dana um að meðhöndla umsóknir hælisleitanda í öðru ríki. Það er besta tillagan sem hefur komið fram í Evrópu varðandi þessi mál. Gott væri ef íslenska ríkisstjórnin tæki upp sömu stefnu og Danir í þessum málum.
Við viljum ekki lenda í sama fári og Danir, Norðmenn og Svíar, þar sem heilu hverfin eru í sumum borgum þessara landa, þar sem fólk talar ekki tungumálið en er sérstakt samfélag út af fyrir sig. Þar sem lögreglan getur ekki farið inn í ákveðin hverfi nema þungvopnuð jafnvel til að hjálpa slökkviliði eða sjúkrabílum til að gera skyldu sína.
Ræða þarf hvernig á því stóð að þúsundir múslismskra innflytjenda til Norðurlandanna fóru til að berjast með Ísis hryðjuverkasamtökunum og snéru svo aftur til baka eftir að hafa verið þáttakendur í þjóðernishreinsunum, kynlífsþrælkunum Yasída kvenna og kristinna kvenna og mannsali á uppboðsþingum sem og mörgum öðrum viðbjóði.
Er í lagi að bjóða slíkt fólk velkomið til baka og hvaða þýðingu hefur það fyrir öryggi borgara Norðurlanda að bæta enþá fleirum við þessarar gerðar.
Vonandi ræða ráðherrarnir með hreinskiptum hætti um þær ógnir sem við okkur blasa vegna innflytjendastefnunnar, sem kristallast m.a. í útlendingalögunum íslensku og ákveða að taka upp gjörbreytta stefnu sem tryggir norrænum ríkisborgurum öryggi það hlítur að vera aðalatriðið.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 124
- Sl. sólarhring: 1297
- Sl. viku: 5266
- Frá upphafi: 2469650
Annað
- Innlit í dag: 114
- Innlit sl. viku: 4822
- Gestir í dag: 114
- IP-tölur í dag: 114
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson