Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2022
21.1.2022 | 10:21
Hin sérstæðu tengsl við Ísland
Svonefndir umsækjendur um alþjóðlega vernd, eru af landlækni sagðir hafa sérstök tengsl við Ísland. Þeir njóta undanþágu frá sóttvarnarráðstöfnum, sem ferðamenn þurfa að sæta.
Umsækjendur um alþjóðlega vernd og aðstandendur þeirra þurfa ekki að framvísa neikvæðu PCR prófi fyrir brottför til Íslands eða sæta íþyngjandi ráðstöfnum sem ferðafólk þarf að sæta. Hvað þýðir aðstandendur, pabbi,mamma,systkini, eiginkonurnar þrjár og frændi og frænkur?
Umsækjendurnir um alþjóðlega vernd, áður hælisleitendur og áður ólöglegir innflytjendur og aðstandendur njóta sömu réttinda og íslenskir ríkisborgarar. Ekki skiptir máli hvaðan þeir koma.
Um og yfir 90% hælisleitenda eru ungir karlmenn. Ætla má, að smittíðni þeirra sé ekki minni en almenns ferðafólks.
Svona er ruglið í kringum flóttamannaiðnaðinn. Svonefndir hælisleitendur njóta sérréttinda sagðir hafa sérstök tengsl við landið ef þeir góla að þeir séu flóttmenn. Síðan fá þeir fæði og húsnæði, lögfræðiþjónustu læknisþjónustu, sálfræði- og geðþjónustu auk dagpeninga o.s.frv.
Mikill bragur væri nú á því, að íslenska ríkisstjórnin teygði velferðarkerfið svo langt, að íslenskir ríkisborgara nytu sama atlætis og hlaupastrákarnir frá Afríku og Mið-Austurlöndum. Ef það gengur ekki, þá gengur það heldur ekki fyrir þá.
Það er kominn tími til að hætta þessu dekri við fólk,sem á ekkert erindi til Íslands.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2022 | 10:22
Boris rær lífróður
Boris Johnson forsætisráðherra Breta er um margt sjarmerandi ólíkindatól. Hann náði að verða borgarstjóri í London, sem annars er hefðbundið vígi Verkamannaflokksins og var besti málflytjandinn fyrir Brexit. Íhaldsflokkurinn vann stórsigur undir hans forustu í síðustu kosningum.
Þrátt fyrir þetta rær Boris nú lífróður fyrir því að halda embættinu. Margir spáðu því, að efnahagsmálin yrðu honum þung í skauti og þau verða það standi hann af sér spjótalögin núna. Boris er baráttumaður og í gær náði hann því tárfellandi á stundum, að fá ýmsa þingmenn Íhaldsflokksins til að draga til baka kröfu um vantraust og leiðtogakjör. Það var áfangasigur.
Boris er samt verulega laskaður. Í fyrsta lagi reyndi hann að blekkja þingið. Í öðru lagi gerðist hann brotlegur við eigin sóttvarnarlög. Þó svo að Boris nái höfn núna, þá hefur hann misst tiltrú þjóðarinnar og hana verður erfitt að endurvinna.
Í Bretlandi taka menn það óstinnt upp þegar ráðherrar segja þinginu ekki satt. En eru ekki eins teprulegir gagnavart áfengisneyslu og við. Áfengisneyslan er þó ekkert atriði heldur brot Borisar á lögum og með hvaða hætti hann reyndi að blekkja þingið.
Sennilega er hann svo laskaður að það væri best fyrir Íhaldsflokkinn að hann færi. En Boris er ólíkindatól og ólíkindatól geta stundum staðið af sér storma sem engir aðrir geta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2022 | 11:04
Ef til og kannski gerist eitthvað
Ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyðarstigi fyrir nokkru. Ekki vegna þess að það væri einhver neyð heldur vegna þess að ef til vill mundi hún verða. Upptaktur fyrir hertari sóttvarnir, en sóttvarnarlæknir segir að kannski fjölgi smitum mikið og e.t.v. lendi svo margir á gjörgæslu að spítalinn eini ráði ekki neitt við neitt og e.t.v. gæti skeð að Omicronið sé hættulegra en það lítur út fyrir.
Að sjálfsögðu samþykkir ríkisstjórnin hertari aðgerðir sem kosta milljarða á milljarða ofan vegna þess að e.t.v. gæti eitthvað vont gerst að mati e.t.v. og kannski "vísindana".
Í sjálfu sér ekki annars að vænta af ríkisstjórn sem hefur það sem aðalstefnumál, að auka skattheimtu og rýra lífskjör í landinu vegna þess að e.t.v. gæti hlýnað um eina gráðu.
Þurfum við ekki að takast á við lífið af einurð og festu og muna, að það sem drepur okkur ekki gerir okkur sterkari.
Ríkisstjórninin þyrfti líka að hætti að stjórna þjóðfélaginu á grundvelli ótta, hugarburðar og misjafnra reiknilíkana með hundraða milljarða ónauðsynlegum tilkostnaði vegna þess að e.t.v. og kannski gæti annars eitthvað gerst. Jafnvel þó það sé ólíklegt.
18.1.2022 | 09:43
Mýrdalurinn
Íslendingar eru í minnihluta í Mýrdalnum. Þessi staðreynd vekur upp ýmsar spurningar.
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á aðstreymi og búsetu fólks af erlendu bergi brotið undanfarin ár. Sem betur fer hefur mikill meirihluti aðfluttra verið dugmikið gott fólk, sem hefur verið til góðs fyrir land og þjóð.
Íslendingar eru fámenn þjóð. Við höfum sérstaka tungu og menningu. Viljum við ekki leggja eitthvað á okkur til að varðveita hvorutveggja? Þá þarf að gera kröfur til þeirra sem koma til fastrar búsetu, að þeir læri tungumálið og aðlagist íslensku þjóðlífi sem fyrst.
Á sma tíma verðum við að gæta þess, að takmarka aðflutning við það sem er viðráðanlegt til að íslenskt þjóðerni sem slíkt, tunga okkar og menning hverfi ekki í þjóðahafinu. Slíku slysi verður að afstýra.
Sem betur fer telur fólk, sem okkur er náið að siðum, trú og menningu, Ísland vera það eftirsóknarvert, að fleiri vilja flytja hingað en við getum auðveldlega ráðið við.
Það er því með ólíkindum,að íslenska ríkisstjórnin skuli vera svo heillum horfin, að setja hvorki reglur né gera nánast nokkuð í því að efla og vernda íslenska menningu og tungu á þessum tímum, sem þess er mikil þörf.
Þvert á móti þá hamast ríkisstjórnin við að troða inn í landið stórum hópum af fólki sem kemur ekki til að vinna og er frá menningarsvæðum, sem eru ólík okkar og reynsla nágrannaþjóðanna sýnir, að það fólk aðlagast ekki þjóðfélaginu hvorki lögum þess siðum eða reglu. Er ekki kominn tími til að koma í veg fyrir það?
17.1.2022 | 09:32
Dómarar í sjálfs síns sök
Dómarar á íþróttaleikjum sæta oft ámæli fyrir að vera lélegir eða dæma illa. Sjaldnast eru þeir þó sakaðir um óheiðarleika. Gagnrýnin lítur að því að þeir séu ekki nógu góðir.
Ríkisútvarpið rekur fjölmenna fréttastofu. Fréttamennirnir taka ákvörðun um hvað þyki fréttnæmt og hvað ekki. Iðulega hefur verið á það bent, að þessi fréttastofa sinni hlutverki sínu illa. Fréttir séu lélegar en þó það sem verra er að það sé ekki fullkominn heiðarleiki í framsetningu frétta vegna pólitískrar afstöðu fréttamanna. Þá virðist sem að RÚV sé ætíð málsvari einnar skoðunar og afstöðu sbr. kastljósþætti og kveik. Aðrar skoðanir en þær einu réttu að mati fréttamanna RÚV fá að komast að.
Á valdatíma Donald Trump Bandaríkjaforseta leið varla sá dagur, að fréttastofa RÚV segði ekki fréttir af válegum tíðinum í Bandaríkjunum eða hvað Trump væri hroðalega vitlaus. Morgufréttir byrjuðu nánast alltaf á því þegar Kóvídið kom, hvað margir hefði smitast daginn áður í Bandaríkjunum og síðan var hamrað á því daginn á enda með ýmsmum tilbrigðum.
Þegar Joe Biden tók við hurfu þessar fréttir úr RÚV. Gat verið að þá hefði ekkert fréttnæmt verið að gerast í því landi?
Þessa dagana undir stjórn Joe Biden, eru innlagnir á spítala í Bandaríkjunum fleiri en nokkru sinni fyrr. Verðbólga er hærri en hún hefur verið síðustu fjóra áratugina og þeir sem eru ánægðir með störf forsetans eru einungis 33% þjóðarinnar eða 5% færri en voru ánægðir með störf Trump á sama tíma. Af hverju þykir fréttamönnum RÚV þetta ekki fréttaefni? Þær hefðu vafalaust verið stórfréttir hefði Trump verið forseti.
Íþróttadómarar eru stundum lélegir af því að þeim yfirsést. En það læðist að mörgum sá grunur,að fréttastofa RÚV sé ekki bara léleg vegna þess að þeim hafi yfirsést.
Svo miklu varðar á íþróttaleikjum,að það eru sérstakir eftirlitsdómarar og hægt er að endurskoða dóma með því að horfa á upptökur. Fréttamenn RÚV hafa enga eftirlitsdómara til að fylgjast með að þeir halli ekki réttu máli og aðhald og eftirlit með fréttstofunni er ekkert.
16.1.2022 | 10:52
Helsi og ríkisbákn
Í árdaga frelsisbaráttu gegn ofurvaldi ríkis, fangelsunum og frelsisskerðingu stjórnvalda, báru þeir sem skilgreindir eru til vinstri í pólitík gunnfána frelsisbaráttunar og kröfðust mannréttinda á grundvelli "algildra" réttinda einstaklinga.
Í ljósi sögunar er sérkennilegt, að þegar ríkisvaldið beitir nú ítrekað þvingunum og frelsisskerðingu, að þá skuli engin málsmetandi vinstrimaður kveða sér hljóðs og mótmæla valdbeitingu ríkisins og benda á hve auðvelt það sé að koma á fasískri alræðisstjórn með aðstoð fjölmiðla og skírskotun til vísinda og aðsteðjandi ógnar.
George Orwell er dæmi um vinstri mann sem óaði við því sem hann horfði framan í á síðustu öld, fasisma, nasisma og kommúnisma. Hann skrifaði bækurnar "Animal Farm" og "1984" til að vekja athygli á hvernig stórnvöld vinna til að ná fram algerri stjórn.
Vinstrið er nú heltekið af baráttu fyrir sjónarmiðum fólks sem hafnar náttúrulögmálunum og þjóðlegri arfleifð og menningu Vesturlanda.
Á sama tíma eru hægri sem vinstri stjórnir á Vesturlöndum að hamast við að setja reglur sem eru andstæðar lýðfrelsi og stækka ríkisbáknið sem aldrei fyrr. Hér hefur vöxtur ríkisbáknsins verið slíkur á síðustu árum að það er á góðri leið með að verða stærsta efnahagsváin á komandi árum.
Þeir sem mótmæla ítrekuðum frelsisskerðingum eru iðulega sakaðir um svik við hjarðhegðunarhugmyndafræði alþýðulýðvelda og útmálaðir eins og andstæðingar Mao og áður Stalíns voru sem svikarar við fólkið og alræðisstefnuna. Hrópað er að þeir sem mótmæla hugi ekki að almannaheill og hugsi ekki um velferð og öryggi fólks eins glórulaust og það og var líka í Peking og Moskvu á sínum tíma
Þrátt fyrir að vinstrið hafi algerlega brugðist því að standa vörð um þær frelsishugmyndir, sem þeir tileinkuðu sér og börðust fyrir árum og jafnvel öldum saman og skópu í tímans rás bestu og öruggstu þjóðfélög heimsins, þá þarf hægra fólk nú að endurskoða gaumgæfilega eigin gildi og hvað teljist ásættanleg afskipti ríkisvaldsins af borgurunum og atvinnulífinu.
Lífskjör í landinu munu bara versna ef barátta fyrir megrun ríkiskerfisins byrjar ekki þegar í stað með sama hætti og lýðfrelsi verður í verulegri hættu ef frelsisunandi fólk tekur ekki höndum saman um að móta ný gildi og viðmiðanir sem eiga við og geta komið í veg fyrir að ríkisvaldið geti farið sínu fram.
15.1.2022 | 10:53
Evrópusambandið eða þjóðarhagsmunir
Evrópusambandið (ES) heldur því fram, að lög þess eigi að gilda umfram lög einstakra aðildarríkja og EES ríkja eins og Íslands.
Dómstólar í Póllandi og Þýskalandi hafa komist að þeirri niðurstöðu, að lög þeirra eigi að gilda umfram ES lög. ES hefur hótað lögsókn gegn Póllandi en Þýska ríkisstjórnin hefur lýst yfir,að hún muni virða lög ES að fullu.
Nú hefur dómstóll í Rúmeníu komist að sömu niðurstöðu og sá pólski,að lög Rúmeníu gildi umfram lög ES. ES mótmælir með sama hætti og fyrr, hótar málsókn og refsiaðgerðum.
Skv. nýlegri skoðanakönnun í Rúmeníu, telja 70% Rúmena, að stjórnskipulegt fullveldi Rúmeníu sé svo mikilvægt, að það verði að greiða það gjald, sem því fylgir til að varðveita það.
Rúmenía er eitt fátækasta land í Evrópu og nýtur verulegra styrkja frá ES. Landið þolir illa refsiaðgerðir. Samt sem áður er niðurstaða úr skoðanakönnuninni sú, að mikill meirihluti er reiðubúinn til að greiða það gjald sem fylgir því að varðveita fullveldi landsins.
Vonandi er jafnstór meirihluti Íslendinga líka tilbúinn að greiða það gjald sem þarf til að varðveita fullveldi Íslands. Tekist verður á um þau sjónarmið næstu ár þar sem ES ætlar hvergi að hvika í þeim áformum sínum að vera allsráðandi.
14.1.2022 | 11:42
Tími til að komast út úr döprum örlögum
Í bandarískri kvikmynd(The Groundhog day) segir frá manni, sem festist í sama deginum og endurlifir hann aftur og aftur. Sjónvarpsmaðurinn reyndi allt til að komast út úr þessum döpru örlögum að alltaf væri sami Dagurinn. Sömu döpru örlogin endurlifa Reykjavíkingar. Dagur B. Eggertsson, stjórnar Reykjavíkurborg jafnvel þó að kjósendur hafni honum ítrekað.
Dagur varð fyrst borgarstjóri árið 2007. Síðan kom Jón Gnarr árið 2010, en Dagur var samt raunverulegur stjórnandi.
Jón Gnarr er flottur leikari. Meðan hann var borgarstjóri kom það vel í ljós. Á degi blindra fór hann um með hvíta stafinn blindastur allra, á degi fatlaðra fór Jón um á hjólastól fjölfatlaðastur allra og á hinsegin dögum var Jón Gnarr dragdrottning par exellance. Á meðan stjórnaði. Dagur B. á meðan dragdrottningin sveiflaði síðpilsinu í göngu hinsegin fólks.
Frá 2014 hefur Dagur verið borgarstjóri og það hefur hallað undan fæti hjá borginni. Skuldasöfnun, spilling, umferðaröngþveiti og skortur á að hreinsun gatna og viðhald sé með þeim hætti sem nauðsynlegt er.
Er fólk búið að gleyma Bragganum fræga í Nauthólsvíkinni og dönsku stráunum. Allt einstök spilling sem gerði það að verkum, að Dagur tilkynnti sig veikan og lét aðra um að svara fyrir óhroðann. Þó það dæmi væri svæsið þá var það aðeins eitt af mörgum, þar sem aðhalds og sparnaðar er ekki gætt enda verður fjárhagur Reykjavíkurborgar stöðugt verri undir stjórn Dags.
Það er að vissu leyti snilld að geta stöðugt fengið nýja flokka sem hækjur til að styðjast við og geta verið áfram borgarstjóri. Dagur B. hefur verið snillingur í því, þvert á vilja borgarbúa.
Í lok áðurnefndrar kvikmyndar, tókst manninum hann loks,að gera það besta út úr deginum. Í raunveruleikanum hafa menn fullreynt þennan Dag, sem er ekki að taka framförum nema síður sé og er vonandi að kvöldi kominn.
Það er hægt að gera miklu betur en Dagur B Eggertsson og meðreiðarfólk hans. Það þarf framsækið fólk, sem vill stjórna með hagsmuni allra borgarbúa að leiðarljósi. Þess er að vænta að það komi fram og geri sig gildandi í kosningunum í vor.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2022 | 09:39
Jafnvel gamlir símastaurar syngja
Guðmundur Árni Stefánsson fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra hefur ákveðið að gefa kost á sér við bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði. Ekki fór hjá því,að mér dytti í hug stef úr ljóði Tómasar Guðmundssonar "Austurstræti" þegar ég las hjartnæma yfirlýsingu Guðmundar Árna, þar sem skáldið segir "og jafnvel gamlir símastaurar syngja".
Nú skal tekið fram, að Guðmundur Árni er á besta aldri yngri en við Trump, sem erum þó enn í fullu fjöri.
Guðmundur Árni á margt gott skilið. Hann var hógvær geðþekkur stjórnmálamaður. Hann hrökklaðist úr ráðherrasæti vegna athugasemda Ríkisendurskoðunar fyrir atriði, sem mundu ekki teljast miklu máli skipta í dag. Alla vega hefur núverandi forsætisráðherra tekið ákvarðanir án heimilda í fjárlögum um margfallt meiri ríkisútgjöld án heimilda, en þeirra,sem Ríkisendurskoðun gerði athugasemd við á sínum tíma í ráðherratíð Guðmundar Árna. Guðmundur Árni hefði ekki þurft að segja af sér, en gerði það samt og það var mannsbragur af því.
Jafnvel þó að stjórnmálamönnum verði eitthvað á, þá eru það kjósendur sem ákveða pólitísk örlög þeirra.
Það er kærkomið að eðalkrati eins og Guðmundur Árni skuli gefa kost á sér til starfa í pólitík á ný. Samfylkingin hefur ekki verið í raunpólitík undanfarin ár og núverandi formaður hefur ýtt flokknum út á ystu brún bjargsnasar villta vinstrisins þar sem hann lafir á klettabrúninni ásamt Pírötum. Maður eins og Guðmundur Árni ætti að geta spornað við þessari pólitísku vinstri nauðhyggju formannsins og flokksins og gert hann að raunverulegum pólitískum valkosti á ný.
Fyrsta verkefni Guðmundar Árna eftir 28 ára hvíld við kjötkatla sendiherraembætta og froðumennsku íslenskrar utanríkisþjónustu verður að fá stuðning til forustu í Hafnarfirði, sem ég vona að honum takist og síðan að heyja kosningabaráttu þar sem hann ætlar sér að sækja að Sjálfstæðisflokknum.
Á sama tíma og ég óska Guðmundi Árna til hamingju með endurkomu í pólitík og vona að hann hafi mikil og góð áhrif innan eigin flokks, þá vona ég að honum mistakist það ætlunarverk sitt að koma meirihluta Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði frá völdum.
Meirihluti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði hefur staðið sig vel á kjörtímabilinu og á það skilið að fá víðtækan stuðning kjósenda. Guðmundur Árni veit það en telur greinilega að best sé að byrja pólitísk afskipti á nýjan leik með þessum hætti. En hugur hans stefnir örugglega frekar í landsmálin, þar sem hann á frekar heima og getur gefið meira af sér. Þar er verk að vinna fyrir Guðmund, en ekki í bæjarstjórnarmálum í Hafnarfirði. Þar getur hann ekki bætt um betur.
12.1.2022 | 10:06
Straumrof
Ég las grein í þýsku dagblaði í gær um stöðu orkumála í Þýskalandi. Þar hefur stjórnmálastéttin verið með hjarðhegðun pólitísku veðurfræðinnar og barist fyrir hröðun svokallaðra "orkuskipta" sem er tískuorð stjórnmála í dag, með þeim afleiðingum að fjórða stærsta viðskiptaveldi heims, Þýskalandi býr nú við alvarlegan orkuskort og er auk þess komið upp á náð og miskun Pútín í orkumálum.
Vítt og breitt í Evrópu Evrópusambandsins með alla sína orkupakka horfir fólk fram á gríðarlegar hækkanir á raforku, orkuskort og tíðari straumrof vegna þess, að stjórnmálastéttin hefur neitað að horfast í augu við raunveruleikann í orkumálum og stundað bullpólitík meintrar hamfarahlýnunar eins og furðumaðurinn Boris Johnson gerði fyrir loftslagsráðstefnuna í Glasgow í haust.
Velferð og atvinna í löndum eins Íslandi og Þýskalandi byggjast á því m.a. að til sé næg ódýr orka til að atvinnulífið geti gengið og hægt sé að ráðast í gróskumikla nýsköpun. Skólar, sjúkrahús, tölvufyrirtæki ekkert síður en fiskvinnslufyrirtæki og stóriðja byggja tilveru sína og framfarasókn á því að það sé til næg orka.
Vera Vinstri grænna í ríkisstjórn á Íslandi hefur leitt til þess, að í fyrsta skipti svo árum skiptir er ekki til næg orka í landinu og grípa verður til skömmtunar. Samstarfsflokkarnir geta ekki heldur firrt sig ábyrgð. Þessvegna hefði verið betra að gefa Vinstri grænum frí þetta kjörtímabil til að hægt væri að sinna mikilvægustu málum eins og orkumálum af viti.
Það er mikilvægt að stjórnmálafólk hugi að velferð eigin borgara og láti gæluverkefni grænna lausna og orkuskipti bíða þess tíma,að þau geti verið raunhæfur valkostur til að tryggja atvinnu og velferð. Meðan þessi valkostur er ekki fyrir hendi, þá bjóða stjórnvöld upp á versnandni lífskjör og atvinnuleysi með stefnu sinni.
Slíka ríkisstjórn orkuskortsins er ekki hægt að styðja. Sjálfstæðismenn á þingi og í ríkisstjórn þurfa að taka þessi mál föstum tökum með eða án Vinstri grænna. Það er ekki hægt að bíða lengur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 292
- Sl. sólarhring: 719
- Sl. viku: 4113
- Frá upphafi: 2427913
Annað
- Innlit í dag: 268
- Innlit sl. viku: 3804
- Gestir í dag: 260
- IP-tölur í dag: 249
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson