Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2022
11.1.2022 | 09:22
Neyðaraðstoð til ógnarstjórnar
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir að Afganistan verði veitt gríðarleg neyðaraðstoð.
Öfgamúslimar, Talibanar, tóku völdin í landinu á miðju ári og stjórna. Þeirra er ábyrgðin. En þeim virðist umhugað um annað en velferð fólksins sem lýtur stjórn þeirra nauðugt viljugt.
Talibanar leita uppi andstæðinga sína til að drepa þá.Þeir eru önnum kafnir við að loka skólum fyrir konur og stúlkur og hrekja konur af vinnumarkaði. Þeir eru líka önnum kafnir við að koma sharía lögum á í landinu og tryggja að allir lúti vilja þeirra.
Við þessar aðstæður er kallað eftir því,að Evrópa og Norður Ameríka taki vænar fúlgur frá eigin skattgreiðendum til að tryggja að Talibanar geti haldið áfram voðaverkum sínum og undirokun þjóðarinnar undir sharia lög og fornaldartrúarbrögð.
Er ekki rétt, að þær þjóðir sem stóðu við bakið á Talibönum og tryggðu þeim valdatöku í landinu opni nú fjárhirslur sínar og láti eigin skattgreiðendur blæða vegna óstjórnarinnar.
Stundum verða Vesturlönd, að leyfa þeim sem vandanum valda að leysa eigin mál án þeirra aðkomu. Það á við um Afganistan og átti líka við fyrir 21 ári þegar Vesturlönd hófu að dæla peningum til þeirra og reyna að koma þessari þjóð inn í 21 öldina gegn harðri andstöðu Talibana og nágrannaþjóða þeirra.
Hvað með gleymda stríðið í Eþíópíu eru ekki meiri möguleikar á að koma á röð og reglu í því landi og veita virka aðstoð en þar sem miðaldamyrkur Íslam hefur tekið öll völd einsog í Afganistan
9.1.2022 | 10:58
Flogið án farþega
Reglur Evrópusambandsins skylda flugfélög til að fljúga ákveðin fjölda af flugum til að viðhalda rétti sínum til lendinga og þjónustu á flugvöllum. Vegna þess eru flugfélög að fljúga tómum vélum til að uppfylla þessar reglur sem eru algerlega glórulausar þegar fólk heldur sig heima vegna kóvíd.
Lufthansa samsteypan segist hafa þurft að fljúga 18 þúsund ónauðsynleg flug eða "draugaflug" þ.e. flug án farþega vegna þessa, frá því í desember 2020 til mars 2021. Önnur flugfélög í álfunni hafa svipaða sögu að segja.
Kommissararnir í Bruessel hafa nú dregið úr kröfunum, en reglurnar leiða samt til tugaþúsunda draugafluga á ári.
Kerfið er svo stirðbusalegt, að jafnvel þó Æðsta Ráðið í Brussel hafi ítrekað að loftslagsvandi vegna hlýnunar jarðar sem þeir segja að stafi af bruna jarðefnaeldsneytis, sé alvarlegasta áskorunin sem sambandið takist á við, þá þvinga þau flugfélög í álfunni til að fljúga tugi og jafnvel hundruð þúsunda af ónauðsynlegum flugum með enga farþega, vegna fáránlegra reglna.
Þegar regluverkið verður flókið, fer það oft að vinna gegn markmiðum sínum. Hvað skyldi mörgum milljónum lítra af bensíni vera sóað vegna þessara fráleitu reglna?
8.1.2022 | 10:55
Hvað nú heilbrigðisráðherra?
Stefna heilbrigðisyfirvalda og ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna Kóvíd faraldursins hafa beðið skipbrot. Er ekki rétt að ríkisstjórnin viðurkenni það og bregðist við af skynsemi.
Kóvídið æðir áfram sem aldrei fyrr. Um og yfir 1000 manns smitast daglega. Engu máli skiptir þó gripið hafi verið til hertari reglna fyrir jól. Síðan er liðin meira en hálfur mánuður. Hvað sem vísindum eða ekki vísindum líður, þá hafa tillögur sóttvarnarlæknis ekki gagnast í langan tíma. Bólusetningar og ofurskimanir duga einnig skammt. Því miður.
Hvað á þá að gera? Leggja niður umfangsmikið net smitrakninga, sem er þegar sprungið,skimana og létta af hömlum innanlands og á landamærunum. Annar kostur er að herða enn sóttvarnarreglur. Aðgerðarleysi í þessu ástandi er bara til tjóns.
Hvaða leið vilja stjórnvöld fara. Heilbrigðisráðherra þarf ekki nýtt minnisblað frá sóttvarnarlækni. Hann þarf að meta málið út frá heilbrigðri skynsemi og þora að taka ákvörðun í baráttunni við Kóvídið og standa og falla með þeim ráðstöfunum. Hann getur ekki vikist undan þeirri skyldu sinni. Hans er valdið í samráði við meðráðherra sína.
Hvað leggur nú vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar til? Hann getur ekki látið sem ekkert C.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2022 | 10:23
Trump
Ár var liðið í gær síðan óeirðarfólk sótti að þinghúsinu í Washington DC. Þetta var það versta sem stuðningsfólk Donald Trump gat gert honum og nú minnist Joe Biden þessa atburðar með tár á hvarmi hvernig svo sem það tár var framkallað.
Stundum verða stjórnmálamenn að gjalda gjörða stuðningsmanna sinna og það er næsta víst, þó Donald Trump sé ólíkindatól, að hann eigi ekki afturkvæmt í forsetastól í Bandaríkjunum. Það besta sem hann getur gert er að styðja efnilegasta frambjóðanda Repúblikana Nikki Haley til framboðs forseta. Hvílíkur munur væri að fá þessa hæfileikaríku konu í stað Joe Biden.
Það var ógeðfellt að fylgjast með hvernig fjölmiðlar beittu sér gegn Trump meðan hann var forseti. Væri ekki hægt að ráðast að honum vegna þess,sem hann gerði, þá var eitthvað fundið upp til að sýna hverskonar illmenni og/eða fáráður maðurinn væri.
Komið var af stað af hálfu Demókrata einkum stuðningsmanna Hillary Clinton upplognum sögum um Rússagrýluna,sem Trump átti að hafa tekið ástfóstri við. Allt tóm lygi og della. Rándýr rannsókn fór af stað og undir þessu sat Trump svo árum skipti. Er einhver kallaður til ábyrgðar? Nei réttlætið nær víst ekki svo langt í USA þessa dagana, að Hillary og hennar fólk þurfi að svara til saka.
Fréttastofa RÚV lét ekki sitt eftir liggja. Allan tímann meðan Trump var forseti og kórónuveiran geisaði sagði RÚV frá sem fyrsta eða aðra frétt hve margir hefðu smitast í USA. Þær fréttir hurfu eins og dögg fyrir sólu um leið og Joe Biden tók við. Hefur einhver skýrt þessa furðfréttamennsku? Er það yfirleitt hægt með öðru en að vísa til þess hve fréttamennska RÚV er lituð af pólitískum viðhorfum.
6.1.2022 | 10:15
200 þúsund
Skýrt var frá því fyrir áramót, að Egyptum hefði fjölgaði um 200 þúsund manns s.l. 60 daga.
Í Egyptalandi eins og í langflestum Arabaríkjum er um helmingur íbúa 25 ára eða yngri. Atvinnutækifæri eru af skornum skammti og fornaldartrúin, Íslam, hamlar uppbyggingu og sókn til framfara.
Hver á að leysa fyrirsjáanlegan vanda misheppnaðra ríkja eins og Egyptalands, Afganistan o.s.frv. Ríku Arabaríkin, Saudi Arabía og Flóaveldin gera það ekki. Þau taka ekki við flóttamönnum. Ætlast er til að Evrópa leysi þennan vanda, sem verður ekki leystur nema innanlands í viðkomandi löndum. Hann verður ekki leystur með því að flytja fleiri og fleiri milljónir ungra múslima til Evrópu eins og skammsýnir evrópskir og íslenskir stjórnmálamenn vilja gera.
Við verðum að bregðast við og gjörbreyta reglum um hælisleitendur og meinta umsækjendur um alþjóðlega vernd strax. Annars vex vandamálið gríðarlega á næstu árum.
Við getum ekki leyst vanda Egyptalands, Afganistan, Pakistan o.s.frv. en með því að reyna það, þá eyðileggjum við okkar samfélag. Þeir sem koma frá þessum ríkjum og öðrum sambærilegum eru ekki tilbúnir til að aðlaga sig þeim gildum, sem Evrópa byggir á.
Þjóðerni,menning og grunngildi Evrópuríkja, sem meitluð hafa verið í aldanna rás á grundvelli kristinnar arfleifðar, frjálslyndra viðhorfa og virðingar fyrir gildi einstaklingsins og frelsi borgaranna mun láta undan nema við bregðumst strax við og leggjum fyrst og fremst áherslu á hagsmuni eigin borgara.
5.1.2022 | 11:07
Lungnabólga af óþekktri tegund
Þ.5.janúar 2020 sendi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) frá sér tilkynningu um tilvist óþekktrar lungnabólgu, sem komin væri upp í Kína, en skv. rannsóknum þar benti ekkert til að smit bærust á milli fólks, engin heilbrigðisstarfsmaður hefðu sýkst og augum beint að matvælamörkuðum og leðurblökum sem smitberum.
Kínverjar sögðu ekki rétt frá um upptök og smitleiðir veirunnar, Kóvíd, sem heimurinn hefur glímt við síðan 2 ár. Kínverjar leyndu uppruna og tilkomu Kóvíd veirunnar, en um það mátti ekki ræða það á Vesturlöndum e.t.v. vegna þess að Trump sagði það eða ríkisstjórnir og vísindamenn vildu ekki styggja ofurveldið Kína.
Í tæp 2 ár hefur heimsbyggðinni sérstaklega Vesturlöndum verið haldið í helgreipum óttans með mismunandi miklum lokunum, frelsisskerðingu og takmörkunum á eðlilegu lífi. Gríðarlegar efnahagslegar fórnir hafa verið færðar og þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur og þjónustu- og framleiðslufyrirtæki hafa orðið fyrir þungum búsifjum. Þjóðarframleiðsla hefur víða dregist mikið saman nema þá helstí Kína, sem selur m.a. mikið af sýnatökuvörum til Vesturlanda.
Nú tveim árum eftir að þessi vírus kom upp. Vírus sem sannanlega hefur orðið mildari sbr. Omicron og í ljósi bólusetninga, sem stjórnvöld halda fram að veiti virka vörn, þá hlítur sú spurning að vakna hvort enn sé nauðsynlegt að stunda fjöldaskimanir á heilbrigðu fólki.
Ef við ætlum einhverntíma að læra að lifa með þessari veiru, sem við verðum fyrr heldur en síðar hvort heldur sem okkur líkar betur en verr, þá er kominn tími til að hætta skimunum á fullfrísku fólki og leyfa sjúkdómnum að hafa sinn gang eins og við höfum hingað til gert við sjúkdóma af ekki alvarlegri eða lífshættulegri tegundum en veiran er nú.
Ef til vill á það við í dag, sem orðað var á umliðinni öld.
"Það sem ekki drepur þig gerir þig sterkari."
4.1.2022 | 11:10
Af hverju má ekki segja frá þessu?
Þungvopnaðir hermenn gætti þess, að messuhald um jólahátíðina gæti fari fram með eðlilegum hætti í Frakklandi. Af hveru þurftu hermenn að vera á verði við messur í þessu kristna landi Frakklandi í hjarta Evrópu? Vegna þess, að ítrekað hefur kristnu fólki verið ógnað og það er ekki svo ýkja langt síðan að prestur var myrtur fyrir altarinu í dómkirkjunni í Reims þegar nokkrir Íslamístar skáru hann á háls og dönsuðu í kringum hann meðan hann var að deyja, en hann sagði "Vík burt frá mér Satan."
Því miður gættu frönsk yfirvöld þess ekki þá frekar, en síðar að gera þær ráðstafanir sem þarf til að kristið fólk geti iðkað trú sína óáreitt og vegna ótta um að hryðjuverk yrði framin í kirkjum eða fólk skorið á háls af Íslamistum um jólahátíðina töldu yfirvöld nauðsynlegt að kalla á herinn til að hann gætti öryggis kristins fólks við bæna- og messugjörðir.
Hvernig skyldi standa á því að fréttamiðlar eins og Fréttastofa Ríkisútvarpsins o.fl. skuli ekki segja frá þessu? Finnst fólki þetta ekki fréttnæmt.
Í aðdraganda jólanna hafði verið ráðist gegn skrúðgöngu kristinna til heiðurs Maríu guðsmóður auk ýmissa annarra hluta, sem gerðu það að verkum að yfirvöld töldu nauðsynlegt að gæta öryggis kristins fólks um jólahátíðina með því að senda herinn á vettvang.
Það er ljóst að "góða fólkið" vill ekki horfast í augu við þann raunveruleika sem blasir við og heldur áfram hælisleitendastefnu sinni og kvótaflóttamannastefnu sinni. Vítin eru þessu fólki ekki til varnaðar. En það er nauðsynlegt að aðrir láti í sér heyra og knýi á um að öryggis borgaranna verði gætt með því að koma í veg fyrir að það ástand skapist, sem nú er í Frakklandi og fleiri Evrópuríkjum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2022 | 10:18
Litháen
Tímaritið Economist hefur valdið Litháen land ársins, ekki vegna þess, að það sé ríkast eða íbúarnir hamingjusamastir heldur vegna þess hvernig Litháen brást við á alþjóðavettvangi.
Í því sambandi er bent, á, að þeir leyfðu Taiwan að opna viðskiptaskrifstofu í höfuðborginni Vilníus og ráðlögðu íbúum landsins að henda farsímum frá Kína eftir að upp komst, að símarnir eru með ritskoðunarforrit, sem hægt er að gera virkt hvenær sem er.
Litháen hefur ekki látið hótanir Kínverja eða refsiaðgerðir hafa nein áhrif á sig heldur farið sínu fram.
Hvað gera svo aðrar Vesturlandaþjóðir gagnvart vaxandi yfirgangi Kína og mannréttindabrotum. Því miður ekki neitt. Það leiðir hugann að því hvað það er nauðsynlegt, að Evrópuríki sem og önnur ríki sem vilja standa vörð um mannréttindi í heiminum láti sameiginlega til sín taka og leyfi Kína ekki að fara sínu fram.
Má minna á, að rétt fyrir áramót tóku Kínverjar niður minnismerki um ógnarverkin á Torgi hins himneska friðar í Hong Kong, vegna þess, að ekki má segja frá blóði drifinni sögu kínverska kommúnistaflokksins.
Evrópuríki verða að bregðst við vaxandi vanmætti og óstjórn í Bandaríkjunum með því að taka strax forustu gegn yfirgangs tilburðum Kínverja í stað þess að mæta sundruð og þakka fyrir hvern brauðmola viðskipta,sem einræðisríkið fleygir til þeirra. Það er óttalega lítilmótlegt.
Tökum Litháen til fyrirmyndar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2022 | 10:51
Líkamsrækt og frelsi.
Rithöfundur sagði að líkamsrækt væri fyrir fólk, sem sé ekki nógu gáfað til að horfa á sjónvarp á morgnana. En þeir sem horfa á sjónvarpið í stað þess að rækta sjálfa sig eiga þegar aldurinn færist yfir við stöðugt meiri lífsstílsvandamál að stríða. Segir það eitthvað?
Það skiptir fólk máli að gæta sín og lifa heibrigðu lífi. Í Kóvíd baráttunni þá sakna ég þess, að veirutríóið, heilbrigðisyfirvöld og hamfarahópurinn, sem krefst stöðugt meiri takmarkana á borgaralegu frelsi, skuli ekki leggja áherslu á að fólk rækti sjálft sig og gæti sín og bendi á persónulega ábyrgð hvers og eins á eigin heilsu.
Við sem einstaklingar berum ábyrgð. Við berum ábyrgð og það á ekki endalaust að draga úr persónulegri ábyrgð fólks á eigin lífi og heilsu. Við berum ábyrgð á því að haga okkur skynsamlega þegar farsóttir geisa og gæta að smitvörnum. Við berum ábyrgð og í lýðræðisþjóðfélagi verður að benda á að frelsi fylgir ábyrgð. Yfirvöld eiga líka að treysta borgurunum til að geta valið frelsið í stað þess, að gefa sér það stöðugt, að borgurunum sé ekki treystandi.
Ef svo er að borgurunum er ekki treystandi er þá nokkur skynsemi í að hafa lýðræði og fela borgurum,sem ekki er treystandi til að kjósa?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 676
- Sl. sólarhring: 694
- Sl. viku: 2163
- Frá upphafi: 2504810
Annað
- Innlit í dag: 644
- Innlit sl. viku: 2035
- Gestir í dag: 617
- IP-tölur í dag: 605
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson