Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2023
28.2.2023 | 18:25
Að girða fólk úti
Á tímum kalda stríðsins, frá lokum seinni heimstyrjaldar 1945 bentu Vesturlönd á ófrelsi kommúnismans sem sýndi sig einkar glögglega í múrum og girðingum meðfram landamæralínu kommúnistaríkjanna og vestrænna ríkja. Þessar víggirðingar voru til að koma í veg fyrir að fólk flýði "sæluríki" kommúnismans. Á þeim tíma fögnuðu Vesturlönd hverjum og einum, sem tókst að komast yfir múra og girðingar Sovétsins. Í Berlín voru fjölmargir drepnir, skotnir til bana við að reyna að komast frá sovétinu í frelsið. Við fordæmdum þá grimmd.
Áarið 1989 féll Berlínarmúrinn og landamæragirðingar kommúnismans og allt frjálshuga fólk fagnaði því að múrar ófrelsisins og girðingar stærstu fangabúða í heimi heyrðu nú sögunni til.
Nú bregður svo við, að Vesturveldin, gera girðingar til að loka fólk úti. Finnar, sem áður skulfu á beinunum gagnvart Moskvuvaldinu standa nú í rándýrri girðingarvinnu til að koma í veg fyrir að Rússar geti komið til Finnlands. Af hverju er það nauðsynlegt? Er ástæða til að byggja nýja Berlínarmúra víðsvegar í Evrópu til að koma í veg fyrir að fólk komist frá austrinu til vestursins. Þá er hlutverkum heldur betur snúið við.
Viljum við að nýtt járntjald verði dregið um endilanga Evrópu?
Finnar girða fyrir Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2023 | 10:26
Til fyrirmyndar
Ég hef átt við augnvandamál að stríða undanfarið og reyndi að lækna það sjálfur. Rússenska nágranna mínum hér á Spáni leist ekki á það, svo hann kom færandi hendi með lyf, sem mættu til bjargar verða. Ég þakkaði pent, en hélt mig við mitt verklag og heyrði hann muldra þegar hann fór "stupid guy"
Þetta reyndust rétt áhrínisorð. Stuttu síðar þurfti ég að leita læknis. Ég mætti á læknavaktina hér og fékk næstum strax tíma hjá heimilislækni. Hann ávísaði lyfi, en sagði að þetta væri svo langt gengið, að væri ekki kominn bati á mánudegi, þá yrði ég að leita til sérfræðilæknis.
Batinn var ekki kominn á mánudaginn, þannig að um morguninn mætti ég aftur og bað um tíma hjá sérfræðilækni. Ég fékk tíma kl. 16.50 þennan sama dag þ.e. í gær.
Ég fékk bót meinsins sem var að hrjá mig læknirinn staðfesti niðurstöðu rússneska nágranna míns varðandi eigin lækisaðferðir og skammaði mig fyrir að hafa ekki komið strax.
Mikið má ég þakka fyrir hvað hratt og vel kerfið virkar hér.
Hræddur er ég um að heima sé virki kerfið ekki eins vel. Alla vega þarf fólk stundum að bíða svo mánuðum skiptir eftir að komast til sérfræðilæknis og ekki er alltaf auðhlaupið að komast til heimilislæknis.
Gríðarlegum fjármunum er varið til heilbrigðismála. Af hverju getum við ekki staðið þannig að málum, að fólk geti komist án mikilla tafa til lækna og sérfræðilækna til að fá bót meina sinna í stað þess að þurfa að vera kvalið heima í lengri tíma vegna þess að kerfið virkar ekki eins og það þarf að gera.
27.2.2023 | 08:45
Óþægilegar staðreyndir
Þegar viðskiptabann á Suður Afríku var til umræðu á Alþingi fyrir margt löngu, lagðist ég gegn því stjórnarfrumvarpi og fékk að sjálfsögðu bágt fyrir sem stjórnarþingmaður að skerast úr leik. Ég taldi að þær refsiaðgerðir mundu bitna mun harðar á almenningi en stjórnvöldum landsins.
Margaret Thatcher sagði varðandi refsiaðgerðir og viðskiptabann á Suður Afríku, að þær virkuðu sjaldnast eins og þeim væri ætlað að gera. Viðskiptaþvinganir auka á fátækt og/eða örbirgð almennings og megna sjaldnast að koma sitjandi stjórnvöldum frá völdum. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti tók í sama streng. Ég var því í notalegum félagsskap þó að þessar skoðanir mínar þættu fordæmanlegar á meðal félaga minna í Sjálfstæðisflokknum.
Frá því að Vesturlönd beittu Suður Afríku refsiaðgerðum, höfum við mörg fleiri dæmi eins og t.d. Írak á valdatíma Saddam Hussein, þar sem viðskiptabann olli m.a. gríðalegum ungbarnadauða, en hafði engin áhrif á Saddam. Íran er annað dæmi, þar sem klerkaræðið er enn við lýði þrátt fyrir langvarandi viðskiptabann og aðrar refsiaðgerðir.
Ein ástæða þess að viðskiptaþvinganir virka ekki er að þær bitna iðulega verr á þann sem beitir þeim, en þann sem verður fyrir þeim. Fáir eru til lengri tíma tilbúnir til að fórna til langframa spón úr eigin aski.
Nú eru Rússar beittir harkalegum refsiaðgerðum skv. því sem forustumenn vestrænna ríkja halda fram. Refsiaðgerðirnar hafa þó mun minni áhrif en ætlað hefur verið.
Þó að refsiaðgerðir Vesturveldanna hafi slæm áhrif á efnahag Rússa, þá reiknar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samt með því að þjóðarframleiðsla Rússa hafi vaxið á árinu 2022. Á sama tíma drógst þjóðarframleiðsla Bretlands saman.
Kínverjar og Indverjar kaupa jarðefnaeldsneytið af Rússum, sem annars hefði verið selt til Evrópu og vestrænar vörur koma bakdyramegin til Rússlands í gegnum t.d. Tyrkland og Armeníu.
Ýmsir mikilvægir vöruflokkar eru undanskildir refsiaðgerðunum t.d. áburður og ákveðnir málmar. Rússar framleiða um fjórðung til fimmtung af öllum tilbúnum áburði í heiminum og stjórnvöld í Bandaríkjunum sögðu að það gæti haft hræðileg áhrif á fæðuöryggi í heiminum og matvælaverð ef áburðurinn væri ekki undanskilinn.
Þessvegna þrátt fyrir að Bandaríkin séu það land, sem veitir mestan stuðning til Úkraínu með vopna- og peningasendingum, þá flæða ýmsar rússneskar vörur áfram inn á Bandaríkjamarkað. Svo notuð séu orð Biden forseta eru Bandaríkjamenn því að viðhalda og styrkja stríðsvél Pútín með því að halda áfram viðskiptum við Rússa á þeim sviðum, sem þeim þóknast. Þessi tvöfeldni Bandaríkjanna er eftirtektarverð. Þeir halda áfram að fæða stríðsvél Rússa á sama tíma og þeir senda peninga, skriðdreka og orustuþotur til Úkraínu.
Bandaríkin mótuðu reglurnar um refsiaðgerðir gegn Rússum og þar voru smugur til að þeir gætu haldið verðmætustu viðskiptum sínum áfram við Rússa þó krummaskuðafólk á Íslandi njóti ekki þess hagræðis og verði af milljarða tekjum árlega.
Tvöfeldni Bandaríkjanna og skortur á stefnumótun Vesturveldanna í Rússnesk/Úkraínska stríðinu og hugmyndir um hvernig beri að ljúka því og ná fram friði er ámælisverð og sorgleg.
24.2.2023 | 09:36
Auðvaldið og formaður Eflingar.
Í gær hélt formaður Eflingar fund í Iðnó, þar sem ýmis orð féllu um baráttuna gegn "auðvaldinu." Af ýmsu má ráða ekki síst orðum formannsins Sólveigar Önnu, að baráttan nú sé barátta gegn "auðvaldinu."
Í kjölfar mótmælafundarins í Iðnó gegn "auðvaldinu" hélt Sólveig Anna með halarófuna í eftirdragi til að mótmæla fyrst við Alþingishúsið og síðan við stjórnarráðið þar sem formaður VG hefur skrifstofur og er e.t.v. að mati Sólveigar Önnu fulltrúi og holdgervingur "auðvaldsins."
Verður helst ráðið að Sólveig Anna og halarófan telji auðvaldið sitji helst í fleti fyrir á Alþingi og stjórnarráði, sem löggjafarvald og framkvæmdavald, þar sem þessir aðilar eiga enga aðild að yfirstandandi kjaradeilu Eflingar og SA
Ef til vill væri rétt að settur ríkissáttasemjari, sá ágæti maður, gerði formanni Eflingar grein fyrir því um hvað kjaradeila snýst og við hverja er að semja fyrst hún virðist komin út um víðan völl í baráttu gegn "auðvaldinu" frekar en bættum kjörum eigin félagsmanna.
16.2.2023 | 08:33
Þrotin að kröftum? E.t.v. velti J.K.Rowling þessu þunga hlassi.
Með stuttu millibili gefast þær upp vinstri drottningarnar Jacinda Arden á Nýja Sjálandi og Nicole Sturgeon fyrsti ráðherra Skota. Jacinda Arden sagðist þrotin af kröftum og vildi ekki þurfa að standa fyrir máli sínu gagnvart kjósendum. Sturgeon segir svipað, að hún geti ekki lengur gefið sig alla í svo krefjandi starf. Allt er þetta fjarri sanni eins og svo margt annað hjá þessum stjórnmáladrottningum woke og vinstra fólks.
Arden og Sturgeon eiga margt sameiginlegt og með nokkrum rökum má segja að þær ásamt Trudeau í Kanada og Katrínu Jakobsdóttur séu hugmyndafræðilegir fjórburar.
Í ráðherratíð Arden og Sturgeon leiddi stjórnarfar beggja til verri lífskjara. Meðan Sturgeon hefur verið ráðherra hefur meðalaldur skoskra karlmanna lækkað, sennilega eina ríkið í Vestur Evrópu og eiturlyfjaneysla tvöfaldast.
Þrátt fyrir versnandi efnahag og aukna fátækt í stjórnartíð Sturgeon, þá var bullhugmyndafræði hennar varðandi transfólk, sem gerði útslagið. Sturgeon þvingaði í gegn löggjöf um kynrænt sjálfræði, sem var svo vitlaus, að breska ríkisstjórnin ákvað að hafna lagasetningunni, þeirri fyrstu frá skoska þinginu.
Stuttu síðar var konu nauðgað í skosku fangelsi af transkonu og það mál allt sýndi fram á þá hættu sem konur eru settar í vegna þessarar löggjafar um kynrænt sjálfræði. Því er haldið fram, að það sé í raun rithöfundurinn J.K.Rowling höfundur Harry Potter bókana sem sé sá áhrifavaldur, sem hafi leitt til afsagnar Sturegon, en hún þorði að vekja athygli á bullinu í kringum transhugmyndafræðina, sem altekur marga ekki síst stjórnmálamenn á vinstri kanti stjórnmálanna sem geta ekki einu sinni skilgreint orðið "kona". Rowling sagði að það væru bara konur sem færu á túr og þar með varð hún að transhatara svo merkilegt sem það nú er.
Í síðasta mánuði sagði Rowling á Twitter, en hún á 14 milljónir fylgjenda þar þegar meint transkona í kvennafangelsi nauðgaði samfanga sínum: "
Never forget,Sturgeon, her government and supporters have insisted that it is ludicrous to imagine anyone would dress in womens clothes to get access to vulnerable women and girls. Wouldnt happen. Everyone is who they say they are. To question this is hate. The party told you to reject the evidence of your eyes and ears. It was their final, most essential command. George Orwell, Nineteen Eighty-Four
Katrín Jakobsdóttir fékk samþykkt eins og Sturgeon á Alþingi Íslands lög um kynrænt sjálfræði. Þau lög eru sama eðlis og þau skosku nema örlítið vitlausari. Hér finnst stjórnmálamönnum það ekki tiltökumál, enda sjálfsagt ekki kynnt sér vitleysuna til hlítar. Þeir ættu að gera sér það til dundurs að þýða það tilvitnunina í J.K.Rowling og vonandi opnast þá augu þeirra um brýna nauðsyn þó ekki væri vegna öryggis kvenna og almennrar skynsemi að afnema lögin um kynrænt sjálfræði.
15.2.2023 | 20:06
Var þetta óþarft gönuhlaup
Landsréttur hafnaði innsetningarkröfu ríkissáttasemjara í kjörskrá Eflingar með tilvísun í lögskýringagögn, sem hingað til hafa verið talin góðra gjalda verð og standa fyrir sínu. Ég get því ekki tekið undir það sem nokkrir lögmenn hafa haldið fram, að með öllu sé ljóst, að þessi niðurstaða Landsréttar sé röng.
Í réttarríki er það svo, að dómar standa nema þeim sé hnekkt af æðra rétti. Landsréttur hnekkti dómi héraðsdómara í málinu og ekki verður séð að nokkrar líkur séu á að dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Landsréttardómurinn mun því standa. Lögmenn geta gert sér til dundurs að deila um niðurstöðuna sem fræðilega heilaleikfimi, en aðra þýðingu hafa þær vangaveltur ekki.
Það sem væri e.t.v. verðugra viðfangsefni og gild lögfræðileg heilaleikfimi væri að velta fyrir sér, hvort nokkur nauðsyn hafi verið að fara í innsetningarmálið, sem ríkissáttasemjara var att út í af lögfræðilegum ráðgjöfum sínum hverjir sem það nú eru eða voru. Ég fæ ekki betur séð, en það hafi verið óþarfa gönuhlaup miðað við ákvæði laga um miðlunartillögur og framgang þeirra.
13.2.2023 | 17:33
Tær snilld.
Nú er komin upp sú staða, að ekkert rýrir lögmæti miðlunartillögunnar, sem Ríkissáttasemjari lagði fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Landsréttur kemst samt að þeirri niðurstöðu, að Ríkissáttasemjari eigi ekki rétt á að fá afhenda kjörskrá Eflingar vegna atkvæðagreiðslu um tillöguna.
Landsréttur vísar í meðferð Alþingis um löggjöf um stéttarfélög og vinnudeilur seint á síðustu öld. Ljóst er að Alþingi tókst á þeim tíma að búa til einstakt klúður og samþykkja löggjöf sem stenst í raun enga vitræna skoðun. Allt í þeim tilgangi að ná eins og þar er sagt "sátt" um málið.
Sennilega hafa verið of fáir lögfræðingar á Alþingi þegar þetta var afgreitt sem lög frá Alþingi og þessvegna sitjum við uppi með algert klúður í dag, þegar aðili að vinnudeilu gerir allt til að koma í veg fyrir að lögmæt ákvörðun Ríkissáttasemjara nái fram að ganga.
Þannig að nú getur Ríkissáttasemjari látið fara fram atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sína væntanlega með atbeina sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þó kjörskrá fyrirfinnist engin eins og sagði að breyttum breytanda í bókinni "Kristnihald undir jökli."
Telur virkilega einhver að hann ríði feitum hesti frá þessari niðurstöðu Landsréttar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2023 | 20:24
Lúxusferðir til Íslands allt í boði skattgreiðenda á Íslandi
Fyrir nokkrum fékk ég sent myndband með auglýsingu frá Venesúela, um að það sé þess virði að freista gæfunnar sem hælisleitandi á Íslandi. Velferðarkerfið sé frábært og laun há.
Það hefur aldrei verið eins auðvelt og ódýrt að fljúga á milli landa og núna. Þjóðníðingum virðists sjást yfir þá staðreynd.
Þeir sem hyggja á ævintýraferðir til Evrópulanda til að geta lifað á skattreiðendum og þykjast vera hælisleitendur geta auðveldlega leitað sér upplýsinga um hvernig staðan er á mismunandi stöðum.
Þeir hlaupastrákar sem hingað koma og segjast vera hælisleitendur hafa nánast undantekningarlaust nýjustu og tænilega fullkomnustu farsímana og hafa upplýsingar frá þjóðníðingum hér á landi um það hvernig eigi að svara spurningum yfirvalda og hvaða lögmenn eigi að velja til að viðkomandi geti verið hér sem lengst á kostnað skattgreiðanda. Já þeir vita að þeir geta sagst vera börn jafnvel fúlskeggjaðir og það má ekki ganga úr skugga um að þeir séu að ljúga.
Allt kerfi hælisleitendahugmyndafræðinnar er fáránlegt í dag og ekki í samræmi við staðreyndir sem blasa við og hefur ekkert með mannúð að gera. Það verður að koma í veg fyrir þetta rugl m.a. með þeim leiðum sem Danir og Bretar hafa talað um að umsóknir fái umfjöllun meðan viðkomandi dvelur t.d. í Rúanda.
Við eigum að taka við fólki eftir efnahagslegri getu, sem raunverulega þarf á hjálp að halda t.d.kristnir íbúar Mið-Austurlanda, Afganistan og Pakistan. Frábiðjum okkur Venesúela- Afganistan- Palestínu- og Nígerísusvindlið.
Það er ámælisvert, að íslensk yfirvöld skuli ekki hafa brugðist við varðandi Venesúela ruglinu fyrir löngu síðan.
Við erum fámenn þjóð og útgjöld ríkisins eru löngu hætt að vera sjálfbær enda ríkissjóður rekinn með yfir 150 milljarða halla. Við höfum ekki efni þá þeim lúxus sem þjóðníðingaflokkarnir Viðreisn, Píratar og Samfylking berjast fyrir að bæta 20 milljörðum við á ári til að tryggja Venesúelabúum og hlaupastrákum frá Mið-Austurlöndum frítt fæði og húsnæði.
Hvaða framtíð sjá þjóðníðingaflokkar fyrir sér varðandi íslenskt samfélag. Hvernig á að aðlaga 5000 innflytjendur árlega að íslenskri menningu, siðum og tungu. Vilja þjóðníðingarnir að íslenskri menningu, siðum, sögu og tungu verði fórnað á sama tíma og þeir leggja til, að innflytjendastefnan kosti hverja fjölskyldu í landinu yfir 200 þúsund á ári. Nokuð rausnarlegt það.
Stöndum gegn þjóðníðingunum. Stöndum með íslenskum gildum,menningu og tungu og stöndum með heimilunum í landinu og segjum nei þegar ríkisvaldið ætlar að krefja okkur um 200 þúsund á ári til að halda uppi þessari hælisleitendastefnu velferðarfarþeganna.
Augljóst að það er eitthvað óeðlilegt í gangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2023 | 07:24
Er Úkraína að vinna stríðið við Rússa?
Í grein í DT í gær skrifar Richard Kemp fótgönguliðsforingi um stríðið í Úkraínu einu sinni sem oftar. Í greininni koma fram mikilvægar upplýsingar og hugleiðingar.
Bent er á að Rússar séu nú undirbúnir undir að sækja fram eftir að Úkraínumenn hafi unnið sigra fyrir nokkru síðan í Kharkiv og Kherson. Hann segir að síðustu vikur hafi verið þær blóðugustu í stríðinu til þessa, þar sem báðir aðilar hafi orðið fyrir miklu mannfalli. Fólk þurfi samt að búa sig undir að það eigi bara eftir að versna.
Varnarmálaráðherra Úkraínu Oleksii Reznokov segir að Rússar hafi þegar undirbúið a.m.k. 300.000 og allt að hálfri milljón hermanna, sem þeir séu að senda á vígstöðvarnar í Úkraínu til að undirbúa stórsókn innan skamms.
Þá segir greinarhöfundur,að þó Úkraínumenn hafi verið að byggja upp herinn með nútíma hertólum sem séu gefin frá Vesturlöndum, þá hafi Rússar margfalt fleiri hermenn og raunar fleiri en þegar innrásin hófst fyrir ári síðan. Rússar eigi mikið af vígtólum og vígtólaverksmiðjur Pútín framleiði ný vígtól og þær séu í gangi allan sólarhringinn.
Greinarhöfundur segir að fram að þessu hafi viðhorfið á Vesturlöndum verið, að Úkraínumenn væru með þægilegum hætti að vinna fullnaðarsigur á Rússum, en rauveruleikinn sé flóknari en það. Hvor aðilinn um sig í þessu stríði hafi misst sem fallna eða særða allt að 120.000 manns, en það bendi ekki til þess að Úkraína sé að vinna sigur og verri hlutir eigi eftir að gerast. Nú ráði Rússaher yfir margfalt fleiri hermönnum.
Greinarhöfundur bendir líka á, að Rússaher hafi staðið sig með endemum illa í upphafi stríðsins og nefnir þar mörg atriði, en skýrslur frá Úkraínumönnum núna bendi til þess að Rússar hafi lært erfiða lexíu og gert mikilvægar lagfæringar og ástand hersins sé allt annað nú og miklu betra.
Í lok greinarinnar segir höfundur: Við þurfum að horfa á ástandið í Úkraínu með meira raunsæi og horfast í augu við hvað slæmt ástandið geti orðið. Nái Pútín auknum landvinningum neyðist Úkraínumenn til að gera harðari gagnárásir og þurfi fleiri vígtól, betri loftvarnir, langdrægar eldflaugar og gríðarlegt magn tóla fyrir stórskotaliðsárásir. Annars segir höfundur, "verður Zelensky forseti neyddur til að gera samninga sem felur í sér sigur fyrir Rússa og ósigur fyrir Úkraínu."
Nú þegar liggja um 240.000 ungir menn eftir, dauðir eða óvígir vegna stríðsins. Það mannfall mun aukast til muna e.t.v. margfaldast. Ætla ríkisstjórnir Evrópu og Nato að horfa upp á þetta án þess að gera sitt ítrasta til að koma á friði?
Það er ekki ásættanlegt að pólitíska elítan á Vesturlöndum æði áfram eins og svefngenglar og láti sem þetta sé indælt stríð.
Í bókinni Svefngenglar "Sleep Walkers" fjallar höfundur um hvernig pólitíska elítan í Evrópu gekk um eins og svefngenglar í aðdraganda fyrri heimstyrjaldar árið 1914. Milljónir ungra manna voru drepnar á vígvöllunum í Evrópu vegna þess.
Af hverju eiga stjórnmálamenn Evrópu svona bágt með að læra af sögunni? Hvað leggja þær Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Glfadótir til á hinum ýmsu skraffundum í NATO og á vettvangi Evrópu?
8.2.2023 | 10:36
Alþingi verður að geta gegnt hlutverki sínu.
Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi á landamærunum seinni hluta síðasta árs vegna fjölda hælisleitenda. Ásókn þeirra til Íslands nú er mun meiri en til nágrannalandana.
Við höfum horft upp á það í hvaða vandamálum hin Norðurlöndin lentu vegna móttöku hælisleitenda. Í sumum borgum Svíþjóðar eru hverfi, sem lögregla, slökkvilið eða sjúkralið fer ekki inn í nema vopnuð lögregla fylgi þeim. Öryggi borgaranna er í hættu, rán, morð, skotárásir og nauðganir hafa margfaldast. Svíþjóð fyrirmyndarlandið er nánast heimsmetshafi varðandi nauðganir
Pólitísk samstaða flestra flokka í Danmörku leiddi til að þessi mál voru tekin föstum tökum. Ástandið í Danmörku er því mun betra en áður og allt annað en í Svíþjóð, sem lengst af hefur verið með Pírataheilkennið og svart leppinn fyrir báðum augum.
Þrátt fyrir að hafa séð vandamál hinna Norðurlandanna og þrátt fyrir varnaðarorð,óð pólitíska elítan á Alþingi fram með þverpólitíska þinmannanefnd, sem setti saman snargalna löggjöf um útlendingamál í anda Svíþjóðarvitringanna með þeim árangri að málinu eru að þróast hér í átt til sama ástands og í Svíþjóð.
Tillögur þverpólitísku nefndarinnar og lagasetningarinnar um útlendingamál miðuðu fyrst og fremst við hagsmuni allra sem bönkuðu hér á dyr, en ekki var hugað að öryggi og velferð íslenskra borgara.
Afleiðingin leiddi á síðasta ári til þess að lögregluyfirvöld viðurkenndu að við hefðum misst stjórn á landamærunum. Afleiðingarnar: Húsnæðisskortur verður yfirþyrmandi.Leiguverð hækkar og Reykjavíkurborg yfirbýður til að koma hælisleitendum inn í húsnæði,sem íslenskar fjölskyldur sárvantar. Álag á skóla- og heilbrigðiskerfi er óbærilegt.
Við þessar aðstæður setti dómsmálaráðherra fram frumvarp til breytinga á útlendingalögunum vonum seinna. Flestir eru sammála um að frumvarpið gangi ekki nógu langt, en lagfæri eingöngu ákveðna agnúa á núverandi kerfi. Samt sem áður hamast örfáir þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar á móti frumvarpinu og beita málþófi til að freisa þess að koma í veg fyrir að þetta útvatnaða frumvarp í útlendingamálum nái fram að ganga, þannig að við getum e.t.v. náð einhverjum tökum á landamærunum.
Með því að halda Alþingi í gíslingu með málþófi eru þingmenn Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar að vinna skemmdarverk. Svo virðist sem þetta fólk vilji viðhalda því ástandi að þeir, sem hafa smyglað sér áfram á höfrungahlaupi, fram fyrir fólk í neyð fái hér alla þjónustu umfram fólk í neyð.
Það skortir á þjóðhollustu hjá þessu málþófsliði. En með framferði sínu hefur það sýnt fram á nauðsyn þess að þingskaparlögum verði breytt, til að komið verði í veg fyrir að Alþingi sé nánast óstarfhæft og ekki sé hægt að koma í gegn mikilvægri lagasetningu í trássi við vilja örfárra þingmanna.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 18
- Sl. sólarhring: 429
- Sl. viku: 4234
- Frá upphafi: 2449932
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 3945
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson