Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2023
24.4.2023 | 08:50
Stríð við hina dánu
Eftir að hersveitir Karls V. Spánarkonungs og keisara hins heilaga Rómverska keisaradæmis höfðu tekið Wittemberg í Þýskalandi, en í kirkjugarði þar í borg voru jarðneskar leifar Marteins Lúthers grafnar. Spurði yfirhershöfðingi Karls V hvort ekki væri rétt að grafa upp líkið af trúvillingnum Lúther og koma því fyrir á sorphaugum. Karl V svaraði. Ég á í stríði við þá lifandi ekki hina dauðu.
Í tæp 500 ár hafa menn talað um hvað Karl V. hafi sýnt mikla vitsmuni þegar hann neitaði að hefja stríð við lík.
Sósíalísk stjórnvöld á Spáni nútímans hafa rofið þessa 500 ára hefð og létu grafa upp lík Francisco Franco einræðisherra, þar sem hann hvíldi í dómkirkjunni í dal hinna föllnu.
Í dag á að grafa upp lík Primo de Rivera einræðisherra á Spáni á öðrum áratug síðustu aldar. Því er lýst sem sigri lýðræðisins.
Hefði Karl V verið sama sinnis og þeir sem nú stjórna Spáni og hamast að jarðneskum leifum fólks, þá hefði hann getað farið að ráði hershöfðingja síns og sagt "Það er mikill sigur fyrir kaþólska trú að trúvillingurinn Marteinn Lúther skuli hafa verið grafinn upp og beinum hans hent út úr kirkjugarðinum og fyrir hundana. En hefði það orðið sigur hinnar kaþólsku kirkju? Fjarri fer því.
Synd hvað nútíminn er firrtur sögulegri þekkingu og hæfileikum til að geta dregið réttar ályktanir um hvað sé siðlegt, eðlilegt og hvað skipti máli.
17.4.2023 | 08:50
Frekja, óbilgirni og yfirgangur.
Í gær lýsti innviðaráðherra því í sjónvarpi, hvernig gæslumenn íslenskra hagsmuna hefðu á öllum stigum reynt að koma í veg fyrir, að lagður yrði sérstakur skattur á flugferðir til og frá Íslandi, af hálfu Evrópusambandsins(ES), en skatt þennan á að leggja á í viðleitni ES.til að þóknast pólitísku veðurfræðinni.
Skatturinn mun bitna hart á Íslendingum og gæti kippt stoðum undan ferðamannaiðnaðinum og valdið ferðafólki stórauknum kostnaði.
Þrátt fyrir tilraunir íslenskra ráðamanna, var ekki annað að skilja af ráðherranum, en að engar varanlegar undanþágur yrðu veittar frá þessum skatti. Spurning væri líka hvort að tímabundnar undanþágur yrðu veittar. Innviðaráðherra var í raun að lýsa því sem þekkt er í samskiptum ES og einstakra EES og/eða ES ríkja. Þeim samskiptum má lýsa með tveim orðum. Yfirgangur og óbilgirni.
Að óbreyttu verður þessi ósanngjarni skattur lagður á með þeim ófyrirsjáanlegu afleiðingum sem það kann að hafa.
Hvenær gengumst við undir það að ES hefði eitthvað með loftslagsmál að gera fyrir okkar hönd. Þau atriði eru ekki hluti af EES samningnum. Hvenær gengumst við undir það að ES hefðu einhliða með skattlagningarvald á Íslandi?
Í 40.gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er sérstaklega tekið fram,að engan skatt megi leggja á þjóðina nema með lögum frá Alþingi. Ekki verður því séð, að þessi skattur verði lagður á íslenskt fólk eða fyrirtæki nema með samþykkt Alþingis, þar sem enn höfum við ekki framselt löggjafarvaldið, þó tilburðir séu uppi til að vængstýfa það með því að veita ES löggjöf forgang umfram íslensk lög.
Er ekki kominn tími til að þjóðin taki EES samninginn til endurskoðunar á grundvelli hagsmuna þjóðarinnar, en hætti að láta eins og hjáleiga í samskiptum við ES höfuðbólið.
14.4.2023 | 17:56
Án dóms og laga.
Grundvallarregla réttaríkisins er að hver maður skuli talinn saklaus þangað til sekt hans sé sönnuð fyrir þar til bærum dómstóli, en ekki dómstóli götunnar, KSÍ eða Everton.
Á grundvelli tilhæfulausrar ákæru ákvað stjórn KSÍ að standa ekki með sínum besta manni, Gylfa Þór Sigurðssyni,en dæma hann sekan andstætt grundvallarreglunni um að hver maður skuli talinn saklaus þangað til sekt hans er sönnuð. Mikil er skömm þeirra.
Liðið sem Gylfi Þór hafði leikið fyrir um árabil, Everton ákvað líka að standa ekki með sínum besta manni og vék honum úr liðinu enda er liðið nú í bullandi fallbaráttu og vonandi uppskera þeir eins og þeir hafa til sáð.
Samtök öskurkvenna af götunni hamaðist að Gylfa og fyrirliða landsliðsins og fleirum og bjuggu til þá historíu, að nauðgunarmenning einkenndi karlalandsliðið í knattspyrnu. Hvílík endemi. Því miður var ekki forustufólk, sem stóð með liðinu og gildum réttarríkisins og þessvegna var landsliðið eyðilagt um árabil.
Formaður KSÍ, sem skolaði í það embætti á þessum vafasömu forsendum dómstóls götunnar hlítur að skoða hvort henni er sætt eftir að dómstóll götunnar hefur verið afhjúpaður sem álíka fyrirbrigði og dómstóllinn sem dæmdi fólk til dauða fyrir galdra í Salem í Bandaríkjunum forðum.
Gylfi Þór verður ekki ákærður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2023 | 08:04
Þrír í fríi en einn á vaktinni.
Vinur minn sem búsettur er í Danmörku, sagði mér, að vinafólk hans, búsett skammt frá honum í einu af betri hverfum kóngsins Kaupmannahafnar, hefði fengið 4 Íranska hælisleitendur í næsta hús við hliðina, eftir að húsið var leigt bæjarstjórninni.
Vinafólkið var í vanda með hvernig það ætti að bregðast við nýju nágrönnunum. En að góðum dönskum skikk, ákváðu þau að koma fram við þá eins og aðra nema undanskilja gammel dansk og öl.
Þau fóru því næsta sunnudag með nýbakaða tertu til að bjóða írönsku hælisleitendurna velkomna. Hælisleitandi opnaði fyrir þeim, þakkaði fyrir tertuna, en sagði,að því miður væri hann einn heima hinir þrír væru í fríi í Íran. Semsagt farnir aftur heim stuttu eftir að fá hæli vegna lífshættu í Íran.
Þessi saga er ekkert einsdæmi og svipaðar sögur eru sagðar í bók Douglas Murray í bók hans "Dauði Evrópu."
Sagan sýnir hversu fráleitt allt þetta kerfi og lagaumgjörð varðandi hælisleitendur er.
Það er fráleitt, að bjóða hælisleitendum betri kjör en við bjóðum öldruðum eða öryrkjum. Það er fráleitt, að það skuli vera hlutverk ríkisvaldsins að sýna fram á að hælisleitandi eigi ekki rétt á að koma hingað. Þar er hlutunum snúið á haus. Það er líka fráleitt að íslenskir skattgreiðendur borgi allt fyrir þessa stráka.
Hælisleitandi ætti undantekningarlítið að þurfa að sýna fram á það með óyggjandi sönnunargögnum, að honum væri bráð hætta búin í heimalandi sínu. Þá þyrftu engar úrskurðarnefndir eða dýra málsmeðferð. Málin væru afgreidd með eðlilegum hætti strax.
Á sama tíma og þjóðir Evrópu eru að sligast undan þessari innrás hlægja Kínverjar, Japanir og Saudi Arabar sig máttlausa yfir því hvað Vestur Evrópa er galin að viðhalda þessu kerfi. Það dettur þessum þjóðum ekki í hug.
13.4.2023 | 09:24
Enn hvað það var skrýtið
Umræðan um skuldavanda sveitarfélaga er sérstök á stundum. Forustumenn stórskuldugra sveitarfélaga koma fram og láta eins og eitthvað hafi skyndilega gerst.
Já það er svo skrýtið að sveitarfélagið á við gríðarlegan fjárhagsvanda að etja segja strandkapteinarnir. Í öllum tilvikum áttu og máttu stjórnendur sveitarfélagsins vita að hverju stefndi árum saman, en gerðu ekkert.
Hvað gerist svo þegar fjárhag sveitarfélagsins hefur verið stýrt í þrot? Þá ætla strandkapteinarnir að rétta allt við í staðinn fyrir að þakka fyrir sig og viðurkenna alvarleg mistök.
Í einkafyrirtækjum er sjálfgert fyrir eigandann, að pakka saman,ef illa gengur en hjá hinu opinbera er leitað lausna, sem felast alltaf í að níðast meira á skattgreiðendum undir fyrirsögninni: Ekki mér að kenna.
Laun stjórnenda flestra sveitarfélaga og lykilstarfsmanna eru allt of há. Í Reykjavík er fyrstu varamönnum borgarstjórnar greidd laun,vegna þess, að Dagur þurfti að tryggja stuðning VG við meirihlutasamstarfið á síðasta kjörtímabili eftir að VG missti einn fulltrúa. Þá var í lagi að bæta við nokkrum tugum milljóna við útgjöld borgarinnar, til starfslauss fólks og allir flokkarnir kjömsuðu á þessu bruðli og létu sér vel líka.
Það sem síðan er verra, er að sveitarfélögum er iðulega illa stjórnað. En forráðamenn þeirra hafa komist upp með meira rugl en Alþingi, þar sem kastljós fjölmiðlanna er beint að Alþingi en nánast ekkert að sveitarfélögunum. Auk þess hafa menn í ýmsum sveitarfélgum komist upp með áralanga óstjórn á grundvelli þess að stjórn og stjórnarandstaða vinnur eftir reglunni. Ég klóra þér á bakinu og þú klórar mér.
Þjóð sem rekur ríkissjóð með gríðarlegum halla í bullandi góðæri og sveitarfélög sem eru við það að segja sig til ríkis vegna gríðarlegs hallareksturs í bullandi góðæri mætti gera sér grein fyrir nauðsyn þess að skipta um stefnu og fólk í brúnni áður en þjóðarskútunni verður siglt í strand með þeim afleiðingum, að verra Hrun getur orðið en árið 2008.
11.4.2023 | 21:15
Skuldastaða Árborgar og hælisleitendur
Alvarleg staða er komin upp í sveitarfélaginu Árborg, þar sem skuldastaðan er svo alvarleg að skuld á hvern íbúa er 2.5 milljónir eða rúmar 10 milljónir á kjarnafjölskyldu. Þetta þykir ógnvænlegur skuldavandi, sem erfitt verður að vinna úr.
Á hverjum 2 árum koma álíka margir hælisleitendur til landsins og íbúar Árborgar. Kostnaður vegna hvers hælisleitenda, sem fær ókeypis fæði, uppihald, rándýra lögfræðiþjónustu, tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu o.s.frv. og eru fluttir á milli í leigubifreiðum, er álíka eða meiri en sem nemur skuld hvers íbúa Árborgar. Það þykir ekki tiltökumál eða óyfirstíganlegt vandamál.
Er stór hluti þjóðarinnar og meirihluti þingheims orðinn stjörnugalin í þessum hælisleitendamálum og áttar sig ekki á eða vill ekki sjá, hvað er í gangi?
Finnst fólki eðlilegt að hælisleitendur fái þjónustu sem ríkið borgar, sem íslenskir ríkisborgar hafa ekki efni á að veita sér? Er eðlilegt að ill yfirstíganleg skuldastaða eins stærsta sveitarfélags landsins sé minni en það sem hælisleitendaiðnaðurinn kostar á tveim árum?
11.4.2023 | 09:06
Síðasta vígið fallið
Á tímum Víetnamstríðsins fylgdust menn grannt með því hvort síðasta vígið í fjalllendi mið Víetnam Ke San mundi falla. Fjölmiðlar sögðu að með falli þess væri leiðin greið fyrir vígamenn kommúnista og fáar varnir eftir.
Allt reyndist þetta rangt. Ke San var yfirgefið og það breytti engu um gang stríðsins.
Mér var hugsað til þessarar umræðu, þegar ég las harmakvein Sigmundar Ernis, síðasta ritstjóra Fréttablaðsins um endalok vandaðrar ritstýrðrar fréttamennsku með falli Fréttablaðsins og hvernig vígamenn hatursorðræðu og falsfrétta muni taka völdin.
Fréttablaðið var á sínum tíma ágæt viðskiptahugmynd, sem gekk þó nánast aldrei upp og blaðið var meginhluta stuttrar ævi sinnar rekið með miklum halla og haldið uppi af auðmönnum, sem studdu blaðið til að ná fram ritstýrðum fréttum, sem voru þeim að skapi og oft til að komast hjá því að ritstýrðar fréttir sem væri þeim ekki að skapi eða þeim til skaða birtust í blaðinu.
Harmagrátur ritstjórans um dapurleg örlög sannleikans og vandaðrar fréttamennsku með fráhvarfi Fréttablaðsins halda því engu vatni. Fréttablaðið skipti þar minna máli en fall Ke San á sínum tíma fyrir gang Víetnam stríðsins.
Vandi fréttamennskunar ekki síst þeirrar ritstýrðu er hvað hún er léleg og hvernig fréttamenn leyfa sér iðulega að vanrækja grundvöll góðrar fréttamennsku að spyrja spurninga sem máli skipta, en taka ekki því sem opinberir aðilar segja þeim sem gefnu nema um sé að ræða pólitísk átakamál.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það hið opinbera,sem er helsta uppspretta falsfrétta sbr. framlagið á tímum Kóvíd og nú varðandi endalausar fullyrðingar um að það sé endalaust að hlýna þó því fari viðs fjarri eins og Trausti Jónsson benti réttilega á í bloggfærslu sinni fyrir nokkrum dögum. Þar benti hann á að það hefði ekkert hlýnað síðan 2004 eða í tæp 20 ár.
Í tilefni þess ákvað Seðlabanki Íslands að taka upp ritstýrða fréttamennsku af loftslagsmálum og réð loftslagsfræðing til starfa til að koma fram woke (bull) fréttum frá bankanum. Eins og þar væri ekki nóg komið.
10.4.2023 | 09:27
Hverju getum við breytt?
Á gröf biskups úr bresku biskupakirkjunni er eftirfarandi grafskrift:
Þegar ég var ungur og frjáls og ímyndun mín átti sér engin takmörk, dreymdi mig um að breyta heiminum. Þegar ég varð eldri og vitrari uppgötvaði ég að ég gæti ekki breytt heiminum. Ég breytti þá ætlun minni og ákvað að breyta landinu mínu. En það var mér líka um megn.
Þegar ég varð gamall reyndi ég í örvæntingu að gera eina og síðustu breytinguna og gera tilraun til að breyta aðeins fjölskyldu minni. Þeim sem stóðu mér næst. En nei þeir vildu ekki samþykkja breytingarnar sem ég hafði í huga.
Núna þegar ég ligg banaleguna hef ég uppgötvað, að hefði ég aðeins breytt sjálfum mér fyrst þá mundi ég hafa sem fyrirmynd breytt fjölskyldu minni. Með því að vekja áhuga hennar og fá stuðning hennar hefði ég síðan getað breytt landinu mínu til hins betra og hver veit. Ég gæti jafnvel hafa breytt heiminum.
Þessi orð eru athygliverð og sígild.
9.4.2023 | 09:02
Hvernig kemur kanínan páskunum við?
Þegar stórt er spurt verður á stundum fátt um svör. Svarið við spurningunni um það hvernig kanína komi páskunum við er hinsvegar einföld. Hún kemur þeim ekkert við.
Samt er eðlilegt að spurt sé um þennan fáránleika vegna þess að kristin lönd mótmælenda virðast hafa gleymt öðru í tengslum við páska en því sem tengist páskaeggjum, sælgæti og að gera sér glaðan dag.
Páskarnir eða "upprisuhátiðin", sem við ættum að kalla þessa hátíð, er mikilvægasta trúarhátíð kristins fólks. Upprisa Jesú er tilefni þessara hátíðahalda. Upprisan er fyrirheit um eilíft líf þeirra,sem eru þess verðugir vegna breytni sinnar og trúar.
Vissulega er ástæða til að gera sér glaðan dag og fagna á upprisuhátíðinni þar sem Guð birti staðfestingu fyrirheits síns fyrir allt mannkyn með upprisu Jesú Krists. En við megum aldrei láta það vera aðalatriðið og gleyma tilefninu.
Sigurinn yfir dauðanum, fagnaðarerindi Jesús Krists og staðfesting þess með upprisunni er svo stórkostleg að kristnar þjóðir verða að gera það að aðalatriði á hátíðum eins og þessum til að missa ekki rótfestu við trú sína og menningu.
8.4.2023 | 09:16
Er eitthvað rotið í konungdæminu?
Það er eitthvað rotið í Danmörku segir í "Hamlet" einu höfuðleikriti Vilhjálms Seikspír.(William Shakespear)Þessa umsögn hefur í tímans rás mátt færa upp á margar þjóðir.
Forseti Kína setur sína taflmenn á mikilvægustu reitina, á meðan Vesturveldin sér í lagi Bandaríkin hafast ekki að.
Meðan Kínverjar sóttu fram sem áhrifavald í Mið-Austurlöndum, þar sem Bandaríkjamenn voru einráðir voru Bretar uppteknir við að ræða það hvort að konur gætu haft tippi eða ekki.
Í Bandaríkjunum beindust allra augu að réttarhaldi yfir fyrrum forseta Bandaríkjanna, þar sem vinstri sinnaður saksóknari gerir sitt til að vekja á sér athygli með svo galinni málssókn, að helstu andstæðingar Donald Trump í Repúblíkanaflokknum fordæma hana sem og flestir virtir lögmenn í Bandaríkjunum.
Meðan þau Macron og Ursula flugu til Kína til að biðja forseta Kína ásjár vegna Úkraínustríðsins, beindust allra augu á Vesturlöndum sérstaklega í Bandaríkjunum að málssókninni gegn Trump. Fjölmiðlafólk beið í röðum til að ná myndum af uppákomunni, þar sem nánast engir aðrir voru viðstaddir en fjölmiðlafólk til að taka myndir hvert af öðru.
Í góðri grein sem Douglas Murray skrifar í DT í dag, vísar hann til þess, að á sama tíma vaxi rán og gripdeildir í Bandarískum borgum einkum þeim sem stjórnað er af Demókrötum og þær séu að rotna innanfrá á meðan forsetinn hinn "svefnþrungni Jói" er aðgerðarlaus í felum og varaforsetinn hefur enga burði til að gera eitt eða neitt.
Kína blómstrar og fer sínu fram í öllum málum hvort sem er varðandi mannréttindi eða kolefnisfótspor. Vesturlönd eru upptekin við að gera lífskjör verri og draga mátt úr framleiðslu sinni vegna bábilju pólitísku veðurfræðinnar.
Svo illa er komið fyrir Bandaríkjunum, forusturíki Vesturlanda í hartnær heila öld, að helstu forustumenn Vestur Evrópu halda til fundar við Kínverska forsetann í máli, sem forustumenn Evrópu hefðu sótt Bandaríkjaforseta heim til að biðja hann um að taka að sér forustu frá lokum síðasta heimsstríðs 1945.
Fólk á Vesturlöndum þarf að huga að þeirri nýju stöðu, sem er að verða til í heimspólitíkinni og átta sig á að leið Evrópu og Bandaríkjanna verður bara verri í samanburði við önnur lönd, ef fólk ætlar að halda áfram að eyðileggja framleiðslutækifæri sín, rífa sig niður á grundvelli sögulegra sjálfsásakana og muna ekki hvaða mannréttindi skipta mestu máli og er harðast sótt að.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 194
- Sl. sólarhring: 833
- Sl. viku: 4015
- Frá upphafi: 2427815
Annað
- Innlit í dag: 181
- Innlit sl. viku: 3717
- Gestir í dag: 179
- IP-tölur í dag: 175
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson