Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2024
27.4.2024 | 09:39
Forseti
Þá liggur fyrir hverjir verða í kjöri til embættis forseta.
Óneitanlega kemur á óvart hvað margir þeirra, sem bjóða sig fram hafa ekki látið að sér kveða í þjóðmálaumræðunni til þessa.
Ýmsir hafa gagnrýnt hvað fáa meðmælendur þarf með framboði. Ekki er ástæða til að vandræðast með það. Í lýðræðisríki á að stuðla að því að sem flestir geti boðið sig fram til lýðkjörinna embætta.
Það sem þarf að gera er að hafa tvöfalda umferð milli þeirra tveggja sem efst eru ef engin nær 50% fylgi í fyrstu umferð.
Jafnan þegar gengið er til kosninga um forseta, er látið sem forseti geti haft og hafi úrslitaáhrif um stjórnun landsins. Svo er ekki. Forseti getur haft viss áhrif en megihluti tíma forsta og embættisverk er glingur við fánýti og verkhelgi, sem þjónar ekki öðrum tilgangi en að forsetinn sé sýnilegur og geti glatt börn og gamalmenni.
Mikilvægi forseta kemur einungis til verði stjórnarkreppa í landinu. Hans hlutverk er þá að leggja sín lóð á vogaskálarnar til að tryggja að sem fyrst komi starfhæf ríkisstjón í landinu.
Við forsetakosningar ræða frambjóðendur fjálglega um að þau muni beita sér fyrir því í auknum mæli að forseti samþykki ekki lög sem meirihluti Alþingis hefur fallist á. Slíkt hjal er fánýtt eins og dæmin hafa sannað. Stæðu frambjóðendur við þessi fyrirheit þá mundi það leiða til stjórnskipulegrar óreiðu.
Minnt er á framgöngu Ólafs Ragnars í Icesave málinu, sem voru honum til sóma, en hafa verður í huga að þá voru aðstæður einstakar og gjá hafði myndast milli þings og þjóðar eins og ítrekaðar skoðanakannanir og undirskriftir sýndu fram á.
Raunar væri eðlilegra, að sú breyting yrði gerð á stjórnarskrá lýðveldisins, að settar yrðu reglur svipaðar þeim sem eru t.d. í Danmörku eða Sviss varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur, en þessi kaleikur tekinn frá forseta, þar sem hann á ekki heima.
Sá sem þetta skrifar telur að það eigi að taka upp svipaða stjórnskipun og í Bandaríkjunum og/eða Frakklandi þar sem þjóðkjörinn forseti myndar ríkisstjórn.
Meðan það er ekki gert sitjum við uppi með nánast valdalaust glingurembætti æðsta embættismanns þjóðarinnar, forseta lýðveldisins, hvað svo sem frambjóðendur til embættisins segja.
25.4.2024 | 07:41
Nú er vetur úr bæ
Gleðilegt sumar.
Vonandi verður sumarið gott eftir rysjóttan og kaldasta vetur, á öldinni.
Sumarið er tíminn segir Bubbi Morthens í kvæði. Með sama hætti hafa skáldin fyrr og síðar ort til sumarsins. Blessuð vertu sumarsól. Nú er sumar gleðjist gumar og kvæði listaskáldsins góða Jónasar Hallgrímssonar "Nú andar sumrið sæla vindum þýðum.
Þjóð við ysta haf á svo mikið undir veðrum og vindum jafnvel þó að tækni nútímans hafi gert illviðri og kulda bærilegri en áður var. Þess vegna óskum við hvort öðru gleðilegu sumri.
Engum dettur í hug við vetrarbyrjun að segja gleðilegan vetur. Jafnvel ekki gleðilegt haust. Við erum börn sumarsins á okkar ísaköldu landi og tökum undir með skáldinu sem orti "nú er vetur úr bæ.
Vonandi verður sumarið gjöfult, gott og góðviðrasamt og við skulum gleðjast saman yfir sumarkomunni og að vetur sé úr bæ.
Nú er vetur úr bæ
rann í sefgrænan sæ
og þar sefur í djúpinu væra.
En sumarið blítt
kemur fagurt og frítt
með fjörgjafarljósinu skæra. (Jónas Hallgrímsson
24.4.2024 | 08:06
Inngilding og skautun
Einræðisríki George Orwell, "1984" kom á pólitísku nýmáli til auðvelda alræðisstjórnina, allir töluðu með sama hætti og aðeins þeir útvöldu vissu hvað um væri að ræða.
Í gær var Kastljósþáttur um "skautun" í samfélaginu. Þó orðið sé gamalt þá er það nú notað sem hluti af pólitísku nýmáli þýðing á enska orðinu "polarisation" Á nýliðnu flokksþingi Framsóknar var á formanni þess flokks að skilja að mikilvægast væri að koma í veg fyrir skautun í samfélaginu.
Bíðum aðeins við. Þýðir skautun þá að fólk hafi mismunandi skoðanir. Er mikilvægt að koma í veg fyrir það? Þeir Einar Olgeirsson kommúnisti og Ólafur Thors Sjálfstæðismaður höfðu gjörólíkar skoðanir og það var því algjör skautun á milli þeirra. Var það alvont? Þurfa allir að tala með sama hætti og ganga í takt?
Annað orð pólitíska nýmálsins í hælisleitendamálu er nýyrðið "inngilding", þýðing á á orðinu "inclusion" "án aðgreiningar.".
Hingað til hefur orðið "aðlögun" verið notað varðandi nýbúa, en það má ekki lengur. Inngilda á útlendinga sem setjast að í íslensku samfélagi. Það á ekki að aðlaga þau íslenskum aðstæðum, menningu og tungu. Nei inngilding skal það vera hvað svo sem það þýðir í raun. þau.
Annars var athyglisvert í Kastljósþættinum, að Eiríkur Bergmann fjallaði um hælisleitendamál í Danmörku á námsárum sínum og síðar og sagði að Pia Kærsgaard hefði komið fram með ákveðna stefnu sem hefði verið tekin upp af Venstre flokknum. Eiríkur gætti þess eins og sjáaldurs augna sinna að minnast ekkert á það, að nú eru það danskir sosialdemokratar, systurflokkur Samfylkingarinnar, sem vil taka harðast á málum varðandi hælisleitendur og gera það sama og enskir að meðhöndla mál þeirra í Rúanda.
Hvers vegna minntist prófessorinn og fræðimaðurinn Eiríkur Bergmann ekki á stefnu samflokkssystkina sinna í Danmörku? Varla var það gleymska eða heiðarleg fræðimennska. En þjónaði e.t.v. þeim tilgangi að halda Samfylkingunni utan við vandamál skautunar og inngildingar, þar sem hið pólitíska nýmál stjórnmálaelítunnar fjallar um allt annað en kjarna málsins, sem að sjálfsögðu má ekki ræða því að í því máli gengur þjóðin og pólitíska valdaelítan ekki í takt heldur er þar gjá á milli þings og þjóðar eins og var með Icesave forðum.
23.4.2024 | 09:34
Fífl
Kristján Berg birtir heilsíðuauglýsingu þar sem hann biðst afsökunar á því að hafa notað orðið "fífl" um mann sem braut rúðu í verslun hans.
Sérkennilegt. Ekkert má nú segja eða er þetta ný aðferðarfræði við auglýsingar og markaðssetningu.
Minnir á söguna um manninn, sem hljóp um götur Moskvu og hrópaði "Pútín er fífl, Pútín er fífl".
Hann var handtekinn og ákærður og dæmdur sekur og gert að afplána eins árs fangelsi fyrir að móðga opinberan starfsmann og 19 ára fangelsi fyrir að skýra frá ríkisleyndarmáli.
Biðst afsökunar með heilsíðuauglýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2024 | 08:29
Milljón
Meira en milljón fóstureyðingar voru framkvæmdar í Bandaríkjunum á síðasta ári, 10% fleiri en árið 2020, þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að konur ættu ekki stjórnarskrárvarinn rétt til að fá fóstureyðingu. Í framhaldinu fór vinstri pressan hamförum um að verið væri að taka mannréttindi af konum í Bandaríkjunum. Ofangreindar tölur sýna heldur betur að allt það hjal var rugl, bull og vitleysa.
Milljón fóstureyðingar á ári, getur það virkilega verið? Er þetta ekki merki um óstjórn og upplausn í því samfélagi?
En hvað má þá segja um íslenskt samfélag? Hér eru framkvæmdar um 1000 fóstureyðingar á ári eða hlutfallslega sambærilegur fjöldi fóstureyðinga miðað við fólksfjölda og í Bandaríkjunum.
Hvað svo sem líður afstöðu fólks til fóstureyðinga þá eru þetta geigvænlegar tölur og nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða til að gera það fýsilegri kost fyrir mæður að eiga börn sín í stað þess að fara í fóstureyðingu.
Af sjálfu leiðir, að það er ekkert gamanmál fyrir konur, sem sjá ekki aðra leið en að binda enda á þungun sína. Oftast eiga konur í mikilli baráttu og erfiðleikum vegna þeirrar ákvörðunar.
Sumir stjórnmálamenn hafa þó gengið um þessar viðkvæmu dyr á vægast sagt grútskítugum skónum eins og Katrín Jakobsdóttir fyrrum forsætisráðherra, sem virðist ekki skynja hvað hér er um mikið alvöru mál á ferðinni og orðaði það sem valkost að þungunarrof eða fóstureyðing ætti að vera tækt úrræði allt fram að fæðingu barns.
13.4.2024 | 08:47
Lofum vitleysuna
Fyrir 500 árum skrifaði heimspekingurinn Erasmus frá Rotterdam bókina "In praise of Folly." (Til dýrðar dellunni) til vinar síns dómarans og stjórnmálamannsins Thomas More.
Í bókinni persónugerir Erasmus dellumakerí samtímans í kvenpersónunni Folly og gerir nístandi grín að því.
Vinstri sinnaðir stúdentar félagar í Röskvu við Háskóla Íslands settu eitt tonn af ís fyrir framan Háskólatorg 11.apríl s.l. til að leggja áherslu á að Háskóli Íslands lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum vegna hlýnunar af mannavöldum.
Hvaða þýðingu ætti það svo að hafa fyrir heimsbyggðina að Háskóli Íslands lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum? Svarið er einfalt ekki neina.
Fólki erlendis finnst óendanlega hlægilegt að fólk á Íslandi krefjist aðgerða til að draga úr hnattrænni hlýnun, sem að Svandís Svavarsdóttir ráðherra fann út á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, að væri að verulegu leyti vegna kynbundinna vandamála í samtímanum fyrr og síðar.
Enn er vetur í bæ og veturinn sem fer bráðum að kveðja er með þeim köldustu á Íslandi frá því að mælingar hófust fyrir meira en öld síðan. Ungu vinstri sinnuðu háskólaspekingarnir í Röskvu gera því vel að rækta vitleysuna í sjálfum sér, en varla mun það leiða til þess að þetta menntafólk sé líklegt til stórræða eða nokkurs annas sem máli skiptir nema það skipti um kúrs og horfi á staðreyndir máls í stað þess að lofa vitleysuna og sé tilbúið að taka baráttuna fyrir staðreyndum lífsins í stað þess að fylgja í blindni dellumakeríi samtímans.
Mótmæltu aðgerðaleysi með tonni af klaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2024 | 09:40
Hin ómálefnalegu
Forsætisráðherra segir helstu markmið ríkisstjórnarinnar, að draga úr verðbólgu, gera átak til að auka framleiðslu vistvænnar orku og setja ákveðnari reglur um hælisleitendur.
Ekki hefur orðið vart við málefnaleg andmæli gegn þessum meginmálum sem ríkisstjórnins ætlar að beita sér fyrir. Ekki hafa heldur komið fram málefnaleg andmæli við þeim aðferðum sem ríkisstjórnin ætlar að beita til að ná þessum markmiðum.
Raunar er það með ólíkindum, að stjórnarandstaðan skuli ekki hafa neitt við aðferðarfræði ríkisstjórnarinnar að athuga, þó full ástæða sé til í mörgum greinum, en telur skemmtilegra að efna til samkvæmisleiks um sérstök mótmæli við forsætisráðherra með undirskriftarsöfnun á netinu.
Undirskriftarsöfnunin á island.is er með því aumkunarverðasta sem sést hefur í pólitík. Af sjálfu leiðir í lýðræðislandi að fólk er misánægt með einstaklinga í stjórnmálum og fjarri fer því að pólitískir andstæðingar á hverjum tíma telji forsætisráðherra andstæðinganna vera sinn forsætisráðherra þó hann sé það nú samt. Ég tel t.d. upp á að meirihluti kjósenda greiði öðru forsetaefni atkvæði sitt í komandi kosningum en þeim sem kosinn verður. Eigum við þá að fara í barnaleik á island.is um að þetta sé ekki okkar forseti?
Það er dapurlegt að horfa upp á það hvað vinstri sinnaða stjórnarandstaðan er heillum horfin og málefnasnauð, að standa í persónulegu skítkasti gagnvart forsætisráðhera í stað þess að finna málefnalegan grundvöll fyrir gagnrýni á ríkisstjórn.
En margt er sér til gamans gert og svo leika börn sem fyrir þeim er haft.
10.4.2024 | 22:35
Elítan sem er að eyðileggja lýðræðið
Ritstjóri breska stórblaðsins Sunday Telegraph, Allister Heath er ofboðið vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu gegn Sviss, þar sem dómstóllinn tekur sér vald sem lýðræðislegum fulltrúum hefur hingað til verið ætlað að hafa og segir þá vera að drepa lýðræðið. Hér er um grafalvarlegt mál að ræða og ég hef því þýtt en einnig staðfært grein hans sem er svohljóðandi:
"Lýðræðið er að deyja og tíminn til að bjarga því er að renna út. Þjófnaður valdsins frá almennum borgurum og yfirfærsla þess til lögfræðinga og tæknifólks sem ber enga ábyrgð er stöðugt að aukast. Bakslagið verður gríðarlegt þegar það kemur en á meðan mun vinstri valdaelítan nota öll tækifæri til að réttlæta aukna valdatöku og efla ríki sitt.
Nýjasta dæmið er dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (ME), sem valdefldi sjálfan sig og vék lýðræðinu til hliðar með þeim hætti að það væri sprenghlægilegt ef það væri ekki eins alvarlegt og það er.
Niðurstaðan dómsins var sú að þau lönd, sem draga ekki úr losun koltvísýrings nógu hratt brjóti gegn mannréttindum borgara sinna á og rétti þeirra til einkalífs og fjölskyldulífs. Dómurinn var gegn Svisslandi, en gefur fordæmi gagnvart öllum ríkjum sem hafa samþykkt mannréttindayfirlýsingu Evrópu þ.á.m. Íslandi.
Svissland, sem hefur sennilega lýðræðislegustu stjórnarskrá í heimi, hafði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum ýmsum reglum um kolefnishlutleysi. Á sama tíma er vaxandi andstaða kolefnishlutleysis víða í Evrópu þ.á.m. í Englandi, Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi.
Lagalegar forsendur dómsins eru fráleitar. Ef hækkandi hitastig brýtur gegn rétti okkar til einkalífs og fjölskyldulífs hvað gerir það þá ekki? Hvar endar þessi valdataka mannréttindadómstólsins?
Með því að snúa þjóðfélagsmálum upp í spurningar um mannréttindi sem ekki er hægt að deila um, þá er lýðræðið tekið úr sambandi og við getum ekki lengur deilt um eða verið ósammála eða greitt atkvæði með öðrum lausnum. Heldur verðum við ofurseld vinstri sinnuðum lögfræðingum.
Hvað um biðtíma eftir aðgerðum á sjúkrahúsum eru það ekki enn þá frekar brot á mannréttindum. Verður ekki ME að fyrirskipa ríkisstjórninni að eyða meiru í heilbrigðismál. Hvernig á fólk að geta notið mannréttinda sárkvalið. Hvað um skort á húsnæði og stöðuga verðhækkun á húsnæði og aukinn fjármagnskostnað? Við mundum líka vera sæl ef þjóðarframleiðsla mundi vaxa, laun mundu hækka, betri umönnun hvað þá epla- og súkkulaðikökur. Hvar endar svona rugl og brjálæði.
Ísland þarf að segja sig frá ME áður en það verður of seint. Ég eyddi mörgum klukkutímum til að fara í gegn um dóminn í máli, Verein KlimaSeniorinnen Schweiz and Others v Switzerland, og sá að það var erfitt að finna nokkuð sem hægt var að skilgreina sem lögfræðilega röksemdafærslu.
Dómur ME byggir einfaldlega á því að 8.gr. mannréttindasáttmála Evrópu eigi nú við um rétt einstaklingsins til öflugrar verndar ríkisvaldsins gegn alvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga á líf þeirra, heilsu, velferð og lífskjör. Höfundar mannréttindayfirlýsingarinnar höfðu þetta aldrei í huga eða nokkuð þessu líkt og dreymdi örugglega aldrei um að yfirlýsing þeirra yrði teygð og toguð og misnotuð á þennan hátt.
Dómarar ME koma fram eins og mannréttindayfirlýsingin sé lifandi skjal sem megi túlka með hvaða hætti sem þeim finnst réttlætanlegt og sanngjarnt. Svipað eins og Hæstiréttur Íslands tæki sér það vald að geta túlkað hvaða lagasetningu sem kemur frá Alþingi eins og dómurum réttarins finnst skv. eigin pólitísku skoðunum það rétta, óháð því hvað kjörnir fulltrúar höfðu um málið að segja.
Með því hefur vinstri woke lögfræðin tekið réttlætið og lýðræðið úr sambandi og tekið sér það vald að stjórna umfram kjörna fulltrúa og í raun gegn meirihlutavilja borgaranna.
Í dómi ME kemur eftirfarandi fram: Democracy cannot be reduced to the will of the majority of the electorate and elected representatives, in disregard of the requirements of the rule of law (Það er ekki hægt að draga úr lýðræðinu þannig að það lúti vilja meirihluta kjósenda og kjörinna fulltrúa þeirra og virði að vettugi skilyrði lagareglna). Skilgreining ME er þá einfaldlega sú að fólkið hafi engan rétt heldur dómstóllinn, sem einn sé fær um að skilgreina hvaða reglur gildi óháð því að hvaða niðurstöðu kjörnir fulltrúar komast að.
Dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að lög frá Alþingi séu ólögleg t.d. vegna þess að þau fari í bága við stjórnarskrá, en lengra hefur vald dómstóla ekki náð. Nú virðist ME ætla að taka sér það vald að geta vikið hvaða lagasetningu sem Alþingi samþykkir á bug þar sem þeir einvaldsdómararnir vita best og miklu betur en skríllinn sem kýs fulltrúa sína á Alþingi. Er ekki niðurstaða ME í raun sú að breyta viðmiðun þannig að í stað lagareglna þá komi lögfræðingareglur af því að fólki er ekki nógu gáfað til að taka ákvarðanir, sem séu góðar og rökréttar.
Lýðræðið verður þá skiptimynt, sem tekur bara til lítilfjörlegra hluta en dómarar sjá um að taka afstöðu til þess sem máli skiptir.
Lýðræði getur þróast þannig að meirihlutinn kúgi minnihlutann. En það er ekki það sem ME hefur áhyggjur af. Þeirra mál er að ná nánast öllum lýðræðislegum völdum af kjörnum fulltrúum og jafnvel ákveða það óframkvæmanlega.
Hver gætir varðanna? Hver stjórnar Íslandi? Það verður að taka völdin af þessari ólýðræðislegu,vitifirrtu valdaklíku."
Hér líkur grein Allister Heath:
Ísland á þegar í stað að segja sig frá Mannréttindadómstóli Evrópu vegna þess að hún er andlýðræðisleg stofnun þar sem dómarar dæma eftir pólitískum viðmiðunum en ekki lögunum.
10.4.2024 | 08:58
Kominn tími til að biðja Guð að hjálpa sér
Laust eftir miðja síðustu öld mætti sr. Bjarni Jónsson Dómkirkjuprestur Hermanni Jónassyni forsætisráðherra.Hermann vék sér að Bjarna og spurði hvort það væri rétt, sem hann hefði heyrt,að sr. Bjarni væri hættur að biðja fyrir ríkisstjórninni í messum. Sr. Bjarni sagði það alrangt því aldrei hafi verið meiri ástæða tl þess en nú.
Sama mátti segja þegar mynd af glaðbeittum ráðherrum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar á grunni ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur frá 2017.
Ríkisstjórn Katrínar var kyrrstöðustjórn skuldasöfnunar og útþennslu ríkisbáknsins. Ekki var gætt að þjóðlegri menningu eða íslenskri tungu og allt gert til að skipta um þjóð í landinu.
Svandís Svavarsdóttir, sem hefur unnið sér til óhelgi situr sem fastast. Ánægjulegt að heyra að einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins Jón Gunnarsson skuli ekki sætta sig við það og greiða atkvæði með boðaðri vantrauststillögu á Svandísi. Það er til skammar fyrir þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem varja hana vantrausti, en um það hefur Bjarni sennilega samið í skiptum fyrir forsætisráðherrastól.
Bjarni Benediktsson kaus að halda áfram samleiknum með Vinstri grænum þó aðrir kostir hafi verið í boði. Svo virðist sem honum sé ekki annt um að draga Sjálfstæðisflokkinn upp úr vinstra hjólfarinu en ætli sér að æða enn lengra út á það foræði.
Við þessar aðstæður er full ástæða til að biðja fyrir ríkisstjórninni þannig að hún megi verða til meira gagns en ógagns. En lokaorðin í skáldsögu Jóns Thoroddsen, Maður og Kona eiga e.t.v. við, þegar öll sund voru lokuð fyrir sr.Sigvalda og hann sagði.
"Ætli sé ekki kominn tími til að biðja Guð að hjálpa sér."
9.4.2024 | 09:02
Að verja það óverjanlega
Það styttist í að alþjóð verði kynnt ný ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar skv. heimildim Morgunblaðsins.
Hvort sem Bjarni Benediktsson eða einvher annar verður forsætisráðherra,þá liggur ráðherralistinn nokkuð ljós fyrir og m.a. mun síbrotaráðherrann Svandís Svavarsdóttir verða ráðherra.
Inga Sæland formaður flokks fólksins hefur kynnt þá ætlun sína að flytja vantrausttillögu á Svandísi sem eru m.a. þau að hafa valdið skattgreiðendum hundruða milljarða tjóni með því að banna hvalveiðar í fyrrasumar, þegar hún tók ákvarðanir andstæðar lögum og ráðleggingum starfsmanna ráðuneytis hennar. Henni átti og mátti vera ljóst, að hún var að brjóta lög þegar hún fór gegn atvinnfrelsinu til að valda einu fyrirtæki og starfsfólki þess alvarlegu tjóni.
Brot Svandísar er svo alvarlegt, að flokkur hennar hefði átt að sjá sóma sinn í að fela henni önnur verkefni en ráðherradóm, en brot hennar eru svo alvarleg, að rétt væri að Alþingi vísaði ávirðingum Svandísar til Landsdóms.
Það er málefnaleg afstaða Ingu Sæland að halda við vantrausttillögu sína. Að sama skapi verður það þeim þingmönnum sem verja Svandísi vantrausti til mikils vansa. Hvernig ætlar flokkur athafnafrelsis og atvinnufrelsis að fara að við afgreiðslu vantrauststillögunar? Standa með óréttlætinu eða greiða atkvæði með vantrauststillögunni?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 39
- Sl. sólarhring: 439
- Sl. viku: 4255
- Frá upphafi: 2449953
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 3966
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson