Færsluflokkur: Bloggar
15.1.2008 | 15:18
Það þarf að ná þjóðarsátt um fiskveiðistjórnina.
Ég vona að forsætisráðherra átti sig á því að það er óviðunandi að gera ekki verulegar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu.
Að mínu mati er kerfið andstætt atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og jafnræðisreglu. Þá liggur fyrir að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðana telur kerfið óréttlátt og andstætt mannréttindum. Við slíkar aðstæður væri þá ekki rétt að ríkisstjórnin skipaði nefnd allra þingflokka til að fara yfir málið og gera tillögur um breytingar hið fyrsta.
Við eigum alltaf að keppa að því að vera á fremsta bekk en ekki þeim aftasta. Við eigum sérstaklega að keppa að því að vera í fremsta flokki þegar um virðingu fyrir einstaklingnum er að ræða og mannréttindi fólksins í landinu.
![]() |
Álit um kvótakerfið gefur ekki tilefni til lagabreytinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.1.2008 | 23:30
Spurning um hvort við búum í réttarríki?
Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu í máli Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Sævars Sveinssonar gegn Íslandi að íslenska ríkið hafi ekki sýnt fram á að að kvótakerfi frjálsa framsalsins sé byggt á sanngjörnum og réttlátum mælikvörðum. Þá segir einnig í áliti nefndarinnar að íslenska ríkið hafi ekki sýnt fram á að þetta fyrirkomulag standist kröfur meðalhófssjónarmiða. Mannréttindanefndin ályktar síðan og telur kvótakerfið ekki byggt á sanngjörnum grundvelli eða meðalhófssjónarmiðum.
Til viðbótar þessu leggur Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna þá skyldu á hendur íslenska ríkinu að greiða Erlingi Sveini og Arnari Sævari bætur og endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið.. Þá vísar nefndin til þess að íslenska ríkið hafi viðurkennt hæfi mannréttindanefndarinnar til að kveða á um það hvort að um brot á mannréttindasáttmálanum hafi verið að ræða í samræmi við aðra grein sáttmálans og leggur fyrir ríkisvaldið að gefa nefndinni upplýsingar um til hvaða aðgerða hafi verið gripið til að koma skoðunum Mannréttindanefndarinnar í framkvæmd.
Þetta þýðir einfaldlega að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna telur gjafakvótakerfið ekki standast í þeirri mynd sem það er. Ríkisstjórn Íslands á nú tvo kosti. Annars vegar að fara að dæmi ríkja eins og Uruguy, Úganda og Sýrlands og taka ekki tillit til sjónarmiða Mannréttindanefndarinnar en með því yrði staðfest innan alþjóðasamfélagsins að Ísland er ekki réttarríki þar sem mannréttindi eru virt.
Hinn kosturinn er að gera ráðstafanir sem standast kröfur um jafnræði borgaranna, en það felur það í sér að afnema verður gjafakvótakerfið og gefa borgurunum jafnan aðgang að fiskveiðiauðlindinni.
Mér finnst kærkomið að fá þessa niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna því að ég hef talið að gjafakvótakerfið stæðist ekki hvorki hvað varðar ákvæði um jafnræði borgaranna eða meðalhóf. Ýmis fleiri atriði koma einnig til skoðunar. En fleira kemur til: Fiskveiðistjórnarkerfið eins og það er framkvæmt er ekki bara óréttlátt og mismunar borgurunum og er með því brot á mannréttindum eins og Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna kemst að niðurstöðu um. Til viðbótar því hefur kvótakerfið ekki skilað neinu í sambandi við verndun og uppbyggingu nytjastofnanna við Ísland. Sú þröngsýni og þráhyggja sem einkennt hefur fruntalegar stjórnvaldsaðgerðir í fiskveiðistjórnarmálum verða að víkja fyrir skynsemi og virðingu fyrir jöfnum rétti borgaranna.
Ég hef áður bent á að sú leið sem Víglundur Þorsteinsson benti á fyrir tæpu ári síðan varðandi auðlinamál í Alaska ættu að geta komið hér til skoðunar og þá yrðu þeir sem vildu nýta sér þessa auðlind þjóðarinnar að greiða fyrir hana til þjóðarinnar og þeir fjármunir sem þannig fengjust yrðu nýttir til uppbyggingar nytjastofnanna. En það sem umfram yrði mundi verða greitt til allra ríkisborgara jafnt sem mundu þá fá ávísun einu sinni á ári vegna leigutekna af nýtingu sameiginlegrar auðlindar.
Er ekki kominn tími til að ná þjóðarsátt um þetta atriði og víkja frá hagsmunum hinna fáu til hagsbóta fyrir hagsmuni hinna mörgu.
En megin spurningin núna er hvort ríkisstjórnin ætlar sér að fara að niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna eða fara sínu fram með þeim afleiðingum að hætta er á að litið verði þannig á að Ísland sé ekki réttarríki.
![]() |
Íslensk stjórnvöld breyti fiskveiðistjórnunarkerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.1.2008 | 10:04
Glæsilegur sigur Obama.
Yfirburðasigur Obama í forkosningum Demókrata í Iowa kemur nokkuð á þægilega á óvart. Skoðanakannanir rétt fyrir kosningarnar sýndu að mjótt yrði á mununum milli Hillary Clinton, John Edwards og Barack Obama. Niðurstaðan var hins vegar yfirburðasigur Obama.
Það er athyglivert að Hillary Clinton skuli vera í þriðja sæti í forkosningunum þrátt fyrir alla þá peninga og skipulag sem að kosningabarátta hennar hefur. Hennar tími gæti þó koimð þó úrslitin í Iowa bendi til að svo muni ekki verða.
Iowa er miðvesturríki í Bandaríkjunum sem byggt er að stærstum hluta hvítu fólki. Það hefur greinilega ekki fordóma gagnvart Obama eins og úrslitin sýna. Obama hefur fengið mikinn vind í seglinn með þessum úrslitum.
Fyrir Bandaríkin þá er spurningin hvaða forseti er líklegur til að bæta þann skaða sem George W. Bush jr. hefur valdið. Ég get ekki séð að fulltrúi gömlu viðhorfanna Hillary Clinton geti gert það í röðum Demókrata finnst mér það helst vera Obama og í röðum Repúblíkna John McCain sem hefur fordæmt pyntingar á föngum og verið frjálslynda skynsemisröddin innan Repúblikanaflokksins á tímum þeirra hremminga sem George W. Bush jr. hefur fært yfir flokkinn og Bandaríikin
![]() |
Huckabee og Obama sigruðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar og hækkar með þeim afleiðingum að verð á bensíni og olíum til neytenda á Íslandi hækkar og hækkar. Sverasti olíufurstinn á Íslandi er ríkissjóður sem tekur stóran hluta af verði á bensíni og olíum í ríkissjóð. Þeim mun meira sem olía hækkar í verði þeim mun hærri verða álögur ríkisins af því að þær reiknast hlutfallslega af útsöluverði.
Hækkun á olíum og bensíni á síðasta ári var 25% sú hækkun hækkar vísitölu nesysluverðs til verðtryggingar. Þar með hækka vísitölubundin lán. Ríkissjóður getur verið fullsæmdur af því að taka þá krónutölu af olíum og bensíni sem hann tók áður en heimsmarkaðsverð á olíu fór að hækka. Með því að halda óbreyttum hlutfallslegum álögum á bensín og olíur er ríkissjóður í raun að hækka skatta og hækka skuldir fólksins í landinu.
Með því að gera ekkert til að draga úr skattheimtu og vinna gegn verðbólgu leggur ríkisstjórnin grunn að því að erfiðleikar verði meiri í efnahagskerfinu en þeir þurfa að vera. Hvaða tilgangi þjónar það eiginlega hjá ríkisstjórninni að stuðla að þessum ofurhækkunum á nauðsynjavöru eins og bensíni og olíum. Markaðshyggjuríkisstjórn mundi ekki haga sér með þessum hætti. Frjálslynd umbótastjórn mundi þegar í stað draga úr álögum sínum til að tryggja hagsmuni borgaranna og koma í veg fyrir að ríkissjóður taki stöðugt hærra hlutfall til sín af þjóðarframleiðsslunni.
Það er ekki hægt að vinna gegn verðbólgu á Íslandi af nokkru viti með stýrivaxtahækkunum eingöngu. Mun mikilvægara í því sambandi er aðhaldssöm stefna ríkisstjórnar í ríkisfjámálum. Því miður þá ætlar ríkisstjórnin að fara þveröfuga leið. Það er alvarlegt mál og ógnar stöðugleika í þjóðfélaginu og lífskjörum almennings.
![]() |
Eldsneytisverð hefur hækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.12.2007 | 12:55
Jafnstaða kynjana skiptir máli.
Velmegun á Íslandi hefur ekki hvað síst byggst á því að hér hefur lengi þótt sjálfsagt að konur jafnt sem karlar gengju í öll algeng störf. Alþjóðlegar kannanir sýna að þeim mun meiri sem atvinnuþáttaka kvenna er þeim mun meiri velmegun. Sérstaða íslensku háskólanna held ég samt sem áður að sé ekki mikil þó að konur stjórni stærstu háskólum landsins. Það mikilvægasta er hins vegar að með því kemur fram að í háskólasamfélaginu á Íslandi eru engir fordómar gagnvart hæfileikum kvenna til að takast á við erfiðustu verkefni. Sem betur fer leysa þær Kristín og Svava verkefni sitt af hendi með miklum sóma og það var ekki við öðru búist. Annars hefði Kristín aldrei náð kjör sem rektor Háskóla Íslands eða Svava verið valin rektor Háskólans í Reykjavík eftir að Guðfinna Bjarnadóttir settist á Alþingi eftir farsælt starf í stöðu rektors þess skóla.
Sem betur fer er ríkur skilningur og lika sem betur fer vaxandi á því að það skiptir máli fyrir framtíð og velmegun þjóðarinnar að kynin séu jafnsett. Barátta fyrir jafnstöðu kynjanna er barátta fyrir sjálfsögðum mannréttindum.
![]() |
Sérstaða háskólanna vanmetin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 14:46
Ræst í Reykjavík.
Það er öldungis merkilegt að það heiti að gangsetja stórvirkjun eins og Kárahnjúkavirkjun þegar tveir ráðherrar sitja í makindum og tala í síma. Að sjálfsögðu eru það þá aðrir sem annast um gangsetningu. Til stóð raunar að fjármála- og iðnaðarráðherra færu austur og gangsettu Kárahnjúkavirkjun en veður bönnuðu þeim alla för.
Vinstri grænir halda því fram að þar hafi landvættirnir gripið í taummana til að koma í veg fyrir að þessir ráðamenn gætu aðhafst það sem þeir ætluðu að gera. Þeir geta trúað því en þetta veður sem bannaði ráðherrunum að taka flugið hefur verið á leiðinni og er ekki í neinu sambandi við gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar.
En verst að ráðherrarnir skildu ekki ná í kokteilinn. Gangsetningin gengur hvort eð er með sama hætti hvort heldur svona herramenn eru viðstaddir eða ekki.
![]() |
Ræs! sagði Össur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2007 | 12:57
Geðleysi Sjálfstæðismanna.
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur löngum verið yfirlýsingaglaður og það hefur ekkert breyst þó hann settist í ráðherrastól og setti upp ráðherrabrosið sem ekki hefur farið af honum frá því ríkisstjórnin var mynduð.
Í bloggfærslu sinni um daginn uppnefndi iðnaðarráðherra Júlíus Vífil Ingvarsson borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins með svo ósmekklegum hætti að eðlilegt væri að iðnaðarráðherra bæðist afsökunar á þeirri nafngift sem hann kaus að velja Júlíusi Vífli.
Nokkru áður sendi iðnaðarráðherra okkur Frjálslyndum tóninn undir heitinnu "afturbatapíkur" iðnaðarráðherra verður að eiga svona nafngiftir við eigin smekkleysu. Það er eitt en svo er annað að það er ekkert að marka það sem iðnaðarráðherra skrifar um stefnu okkar í Frjálslynda flokknum í innflytjendamálum. Iðnaðarráðherra heldur því fram að stefnu Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum hafi verið breytt en það er rangt. Hann kýs hinsvegar og hefur kosið að mistúlka stefnu okkar eins margt annað vinstra fólk.
Kjarni stefnu Frjálslynda flokksins í innflytjendamálum kemur fram í stjórnmálayfirlýsingu flokksins en þar segir iðnaðarráðherra til upplýsingar:
"Frjálslyndi flokkurinn metur mikils vinnuframlag erlends fólks við uppbyggingarstarf í íslensku samfélagi síðustu misserin. Margt af þessu fólki mun dvelja langdvölum og ber samfélaginu skylda til að veita því stuðing og hjálp til að aðlagast íslensku samfélagi m.a. með íslenskukennslu. Frjálslyndi flokkurinn telur afar nauðsynlegt að stjórnvöld hafi fullt eftirlit með komu erlends verkafólks inn á vinnumarkaðinn og tryggi að réttur þess sé virtur og aðbúnaður mannsæmandi."
Síðan segir:
"Frjálslyndi flokkurinn mun þó beita sér fyrir að undanþága sú sem samið var um í EES samningnum varðandi innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES verði nýt t og innflutningur takmarkaður í samræmi við ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Yfirvöld verða á hverjum tíma að stjórn á því hvað margir innflytjendru koma til landsins."
Þetta er kjarninn í stefnu Frjálslynda flokksins í þessum málum og hefur ekkert breyst. Iðnaðarráðherra sá ástæðu til að snúa út úr við umræður um frumvarp Paul Nikolov sem hann talaði fyrir meðan ég var erlendis. Til að taka af öllu tvímæli þá var ég í meginatriðum sammála frumvarpi Paul Nikolov enda bað hann mig um að vera meðflutningsmann á frumvarpinu sem ég hefði verið hefði ég haft til þess aðstöðu að kynna mér það í þaula áður en ég fór af landi brott.
Þetta veit iðnaðarráðherra en kýs að halla réttu máli. Við Frjálslynd viljum takmarka aðflutning en gerum og höfum alltaf krafist þess að þeir sem eru í landinu njóti fullra mannréttinda. Iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson kýs frekar að veifa röngu tré en öngvu þegar svo hentar og það hentar honum yfirleitt.
![]() |
Gæti sín á stóryrðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.11.2007 | 16:08
Hækkun skattleysismarka er líka kjarabót.
Við Frjálslynd höfum lagt fram á Alþingi frv til breytinga á skattalögum sem ef að lögum yrði mundi leiða til þess að fólk með tekjur að kr. 150.000 á mánuði yrði skattlaust. Þessi sérstaki skattaafsláttur minnkar síðan með skilgreindum hætti með hærri tekjum og fellur síðan niður við hærra tekjumark.
Ég sé ekki betri kjarabætur fyrir láglaunafólk en fara þessa leið. Með þeim hætti fær láglaunafólk raunverulega kjarabót án þess að allir fái það sama. Án þess að allt hækki í þjóðfélaginu. Væi ekki ástæða til að skoða þessa leið?
![]() |
Krafa um verulegar kjarabætur í komandi samningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2007 | 14:26
Vonandi gengur þér vel Sveinn.
![]() |
Sveinn Rúnar á leið inn á Gasasvæðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.11.2007 | 00:19
Hvað eru Bandaríkjamenn að gera í Afghanistan?
Af hverju eru Bandaríkjamenn og NATO með herlið í Afghanistan? Hvaða skilgreindu markmiðum á að ná með því að hafa her í Afghanistan. Hvers virði eru þau innlendu stjórnvöld sem hafa ekki getað komið á laggirnar her- og lögregluliði heimamanna til að halda uppi lögum og alsherjarreglu í landinu. Hætt er við að erlenda herliðið verði stöðugt óvinnsælla og muni á endanum hrökklast brott sér í lagi hafi stjórnendur ekki skýra mynd af því hvenær eðlilegt sé að kalla erlenda herliðið frá landinu.
Mér finnst satt að segja ansi annkannanlegt að mannréttindi sértaklega réttindi kenna skulli ekki vera höfð í sama heiðri í dag í Afghanistan undir stjórn Hamid Karsai og þau voru á dögum kommúnistans Najibullah sem að Bandaríkjamenn eyddu milljörðum Bandaríkjadala í að steypa af stóli og þjálfuðu skæruher öfgahópa til þess þar á meðal skæruliðann Osama Ladenson.
Fyrst að Najibullah var svona slæmur og það þurfti að beita öllum ráðum löglegum og ólöglegum til að koma honum frá. Af hverju þá að standa í því að láta skæruliðanna sem að Bandaríkjamenn kenndu brögðin, drepa krakka frá Norður Ameríku og Evrópu til að aðstoða máttlausa stjórn Hamid Karsai.
![]() |
Bandaríkjaher óttast að leita þurfi nýrra leiða til birgðaflutninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 102
- Sl. sólarhring: 213
- Sl. viku: 3144
- Frá upphafi: 2511887
Annað
- Innlit í dag: 95
- Innlit sl. viku: 2929
- Gestir í dag: 90
- IP-tölur í dag: 89
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson