Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
24.2.2018 | 10:28
Var formaður Verkamannaflokksins njósnari kommúnista?
Undanfarna daga hefur verið rætt um það í Bretlandi hvort staðhæfingar fyrrum leyniþjónustumanns kommúnista í Austur Evrópu þess efnis, að Jeremy Corbyn formaður Verkamannaflokksins og hópur flokksfélaga hans hafi verið njósnarar kommúnista séu réttar. Sjálfur hefur Corbyn reynt að gera grín að þessu, en óneitanlega eru sönnunargögnin sem færði eru fram trúverðug.
Nú hefur fyrrum foringi í MI6 (bresku leyniþjónustunni) stigið fram og sagt að Corbyn þurfi að svara spurningum um tengsl sín við njósnara kommúnista og það dugi honum ekki að reyna að láta sem ekkert sé. Þegar jafn hátt settur foringi í bresku gagnnjósnadeildinni og Mr. C eins og hann var nefndur en heitir Richard Dearlove stígur fram með jafn afgerandi hætti og fullyrðir að það geti verið að Corbyn hafi óhreint mjöl í pokahorninu og janvel verið á mála hjá óvinveittu ríki á árum áður, þá skiptir það máli að fá niðurstöðu í slíku máli.
Þrátt fyrir að þessar fréttir um Corbyn hafi verið í gangi undanfarna daga, þá kemur ekki á óvart, að RÚV og vinstri pressan skuli ekki hafa minnst á þetta einu orði. Í tilviki Corbyn var óvinurinn til staðar og réttmæti staðhæfinganna um hann þýða að hann er landráðamaður. Ærin ástæða alla vega til að fjalla um það á fréttamiðlum.
En það er eins og fyrri daginn, að frá hlustendum er haldið öllum fréttum sem gætu verið slæmar fyrir vinstri sinnaða stjórnmálamenn í heiminum á sama tíma og engin má tísta um Trump svo ekki fari allt úr böndum hjá RÚV og ómerkilegar fréttir og iðulega rangar um Trump er úðað yfir landslýð með því offorsi að ætla mætti að þar væru stórtíðindi á ferð, sem aldrei eru.
Það er engin helstefna sem hefur kostað jafn mörg mannslíf og Kommúnisminn og það er alvarlegt mál fyrir þá sem vilja láta taka sig alvarlega í pólitík hafi þeir verið á mála hjá slíkri ógnarstefnu jafnvel þó langt sé um liðið. Fréttastofur Vesturlanda ættu því að gefa því gaum þegar trúverðugar fréttir berast um að stjórnmálaforingjar í núinu hafi gerst landráðamenn og gengið í lið með óvininum á árum áður.
21.12.2017 | 18:47
Jerúsalem er höfuðborg Ísrael
Skilgreiningin á höfuðborg ríkis er; borg sem er miðstöð stjórnsýslu og ríkisstjórnar. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er Jerúsalem höfuðborg Ísrael og hefur verið það frá 1949, en frá þeim tíma hefur stjórnsýslan, löggjafarvaldið og Hæstiréttur landsins verið í Jerúsalem.
Það er ekki annarra ríkja að ákveða fyrir eitt ríki hver sé höfuðborg landsins. Það er viðkomandi lands sjálfs að gera það. Hvert einasta frjálst og fullvalda ríki hefur vald til að ákveða hver höfuðborg ríkisins er.
Það hefur komið fyrir að lönd hafa breytt um höfuðborg eins og t.d. Tyrkland 1923 þegar höfuðborgin var flutt til Ankara, Kína 1949 þegar Peking varð höfuðborg, Brasilía 1960 þegar Brasilía varð höfuðborg og Þýskaland 1999 þegar Berlín varð aftur höfuðborg. Engum datt í hug að véfengja rétt þessara ríkja til að ákveða hver væri höfuðborg þeirra.
Nú bregður svo við að meirihluta ríkja á þingi Sameinuðu þjóðanna m.a. með stuðningi Íslands hafa ályktað um það að Jerúsalem sé ekki höfuðborg Ísrael.
Hvaðan skyldi Sameinuðu þjóðunum koma vald til að ákveða það fyrir frjáls og fullvalda ríki hvar höfuðborg ríkisins skuli vera. Í sjálfu sér hafa Sameinuðu þjóðirnar ekkert með það að gera. Það er frjálsra og fullvalda ríkja sjálfra að gera það.
Ríkisstjórn Íslands ákvað að styðja tillögu Erdogan einræðisherra í Tyrklandi þess efnis að Jerúsalem væri ekki höfuðborg Ísrael. Með því gekk Ísland í lið með meiri hluta þjóða, sem taka sér vald sem þau hafa ekki. Með sama hætti gæti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktað að Reykjavík væri ekki höfuðborg Íslands heldur Sauðárkrókur eða Trékyllisvík.
Þessi afstaða ríkisstjórnar Íslands og raunar allra EES ríkjanna er fáránleg og andstæði grunnreglum þjóðarréttarins. Svo virðist sem andúðin á Donald Trump Bandaríkjaforseta byrgi stjórnmálafólki víðsvegar sýn og komi í veg fyrir að það taki skynsamlegar ákvarðanir.
Jerúsalem er höfuðborg Ísrael. Það er ekkert sem kæmi í veg fyrir það að hún yrði einnig höfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu Araba ef tveggja ríkja lausnin verður einhverntíma að veruleika. Þ.e. ef sú ríkisstjórn sem þá sæti í því ríki flytti stjórnsýsluna, ríkisstjórn og þing til væntanlegs yfirráðasvæðis síns í Jerúsalem. Ályktun á sjötta tug Múslima ríkja um að Jerúsalem sé höfuðborg Palestínu Araba er hins vegar öllu galnari en ný ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna vegna þess að höfuðborg Palestínu Araba er í Ramallah þar er aðstetur stjórnsýlu, ríkisstjórnar o.s.frv.
Í dag ríkir trúfrelsi í Jerúsalem. Öll helg svæði Gyðinga, Kristinna og Múslima eru vernduð sem og þeir sem aðhyllast viðkomandi trúarbrögð. Sérhver þessara þriggja trúarbragða hefur sína sjálfstæðu yfirstjórn í Jerúsalem og að þeim er ekki þrengt. Jerúsalem er einn fárra staða í Mið-Austurlöndum þar sem helgidómar og fornleifar hafa verið varðveitt og trúfrelsi ríkir í raun.
Hvað er þá vandamálið við að viðurkenna staðreyndir eins og þá að Jerúsalem er miðstöð Ísraelsríkis og de facto höfuðborg. Af hverju er ríkisstjórn Íslands að slást í fylgd með Hund-Tyrkjanum Erdogan og greiða atkvæði andstætt þjóðarrétti og heilbrigðri skynsemi.
14.12.2017 | 10:08
Er snjórinn hvítur?
Hingað til hefur það ekki verið vandamál og tala um hvítan snjó. Mest selda jólalagið frá upphafi er "I´m dreaming of a white Christmas" (mig dreymir hvít jól) Engi hefur efast um það hvað það þýðir og engum hefur frammi að þessu dottið í hug að það gæti flokkast undir rasisma að tala um hvítan snjó.
Nú bregður hins vegar svo við á þessum ofurteprutímum, að biðjast verður afsökunar á því að tala um hvítan snjó.
University College í London (UCL) hefur beðist afsökunar eftir að twitter færsla var talin rasísk, en UCL tísti þá
"Dreaming of white campus? ------ /(We can´t gurantee snow but we´ll try).
Háskólinn segir að því miður hafi orðalag tístsins ekki verið nægilega vandað.
Þegar svo er komið að biðjast þarf afsökunar á því að tala um hvítan snjó erum við þá ekki komin yfir öll skynsamleg mörk í réttrúnaðinum og búin að dæma okkur til alvarlegrar sjálfsritskoðunar og tjáningarbanns?
26.11.2017 | 11:33
Er ábyrgðin okkar?
Þegar öfgamenn Íslamista fremja hryðjuverk í Evrópu bendir vinstra fólk og nytsamir sakleysingjar í síbylju á, að við getum sjálfir okkur um kennt vegna nýlendustefnu fyrri alda, sem og skamssýnna herhlaupa aðallega Bandaríkjamanna og Breta inn í ríki eins og Írak og Líbýu, sem og skaðlegri afskiptasemi af málefnum nánast allra þjóða í hinum svonefndu Mið-Austurlöndum.
Þessi sjálfsásökun og afsökunarhugmyndafræði vinstra fólks fyrir illsku Íslamistanna stenst hins vegar engin rök.
Aðrir vísa til þess að hugmyndafræði illskunar sem hefur heltekið hópa öfga Íslamista, sem fremja voðaverk nánast daglega sé angi af miðaldamyrkri. Það er líka fjarri raunveruleikanum.
Öfgahópar illskunar hafa nánast enga skírskotun til miðalda. Grýtingar, manndráp og illskan í nánast öllum myndum sem hefur birst í stjórn þeirra og hugmyndum hefur enga skírskotun til þess veruleika sem ríkti í ríkjum sem játuðu Múhameðstrú á miðöldum.
Í fyrradag réðist öfgahópur Íslamista á mosku á Sínaískaganum í Egyptalandi og drápu meira en 300 eigin landsmanna og trúarsystkina. Skotið var á alla sem til náðist og ekki skipti máli hvort þar voru börn, vanfærar konur eða unglingar. Sú illska hefur ekkert með Vesturlönd að gera eða galna utanríkisstefnu Bandaríkjanna á þessari öld. Ekki frekar en tíð mannvíg Íslamista á trúarsystkinum sínum í Afganistan, Írak, Sýrlandi, Nígeríu og víðar.
Sú Marxíska söguskýring sósíalistanna og nytsamra sakleysingja á illskunni í Íslamska heiminum, sem birtist okkur í hryðjuverkaárásum á saklausa borgara í Evrópu hefur ekkert með okkur að gera, nýlendustefnu nokkurra Evrópuríkja, stofnun Ísralesríkis eða galinnar utanríkisstefnu í tíð George W. Bush og Obama. Ekki neitt.
Þessi illska er sjálfsprottin úr hugmyndaheimi fólks sem í raun óttast raunveruleikann og breytingar og veit innst inni að trúarboðunin stenst ekki gagnrýna skoðun og streitist við að kæfa þær staðreyndir með Göbbelískri síbylju og stöðugri leit að óvinum innan Múslímska heimsins sem og á Vesturlöndum.
Ætli Vesturlandabúar að hjálpa til að leysa þessi vandamál verða þau að gera það í samvinnu við stjórnvöld á hverjum stað, en ekki með einhliða aðgerðum eins og Bandaríkjamönnum er svo gjarnt að gera á grundvelli þeirrar hugmyndafræði að skjóta fyrst og spyrja spurninga síðar.
Vesturlönd verða fyrst og fremst að huga að eigin öryggi gagnvart illskunni í hvaða útgáfu sem hún birtist. Vesturlönd verða einnig að vera trú eigin gildum varðandi mannréttindi og réttlæti. Í því sambandi er aumkunarvert að horfa á ýmsa hópa vinstra fólks lýsa yfir stuðningi og horfa með velþóknun til ríkja og baráttuhópa í Mið-Austurlöndum þar sem mannréttindi og mannvirðing eru ekki virt. Þar sem kvennakúgun er staðreynd, minnihlutahópar eru ofsóttir og dauðasök að játa önnur trúarbrögð en Múhameðstrú.
Þó Vesturlönd hafi margt gert rangt á öldum áður, þá er það ekki okkur að kenna að öfgar og illska skuli brjótast út meðal framandi þjóða. Það hefur ekkert með okkur að gera. Það hefur hins vegar með okkur að gera að þora að bera sannleikanum vitni og berjast gegn illskunni í hvaða mynd sem hún birtist og vera trú okkar arfleifð og gildum. Með því eina móti vinnum við gegn og getum sigrað illskuna og hjálpað til að koma á umbótum þar sem illskan og kúgunin hefur ráðið ríkjum í Mið-Austurlöndum og víðar.
7.10.2017 | 10:36
Upphefðin sem átti að koma að utan
Lengi hefur það þótt til framdráttar á Íslandi að um menn, málefni væri fjallað í erlendum fjölmiðlum. Með sama hætti töldu slúðurberar villta vinstrisins, að best væri að koma höggi á forsætisráðherra með því að fá erlent blað til að birta ávirðingar um hann.
Dagblaðið The Guardian er mjög vinstri sinnað blað og því fer fjarri að það sé vandaðra í fréttaflutningi sínum en blöð gulu pressunar þar í landi t.d. Daily Mail og The Sun.
Sú gjörð villta vinstrisins að fá The Guardian til að birta óhróður um forsætisráðherra og brigsla honum um óheiðarleika í aðdraganda að Hruninu er athyglisverð tilraun til að reyna að fá kjósendur til að ímynda sér að ekki frétt og slúður, sé marktæk frétt af því að erlent kommablað birtir slúðrið.
Í nóvember 2007 sat ég á Alþingi og sá ekki annað en þær blikur væru á lofti að stefndi í kreppu í síðasta lagi haustið 2008. Ljóst var að gengi krónunnar var allt of hátt miðað við gengi dollars, Evru og Punds og innlendi hlutabréfamarkaðurinn hafði hækkað mun meira en sambærilegir markaðir erlendis. Þá var ljóst að óhjákvæmilega kæmi til verulegs samdráttar í byggingariðnaðinum þegar liði á árið 2008. Hins vegar óraði mig ekki fyrir að helstu viðskiptabankarnir stæðu jafn illa og raun bar vitni.
Í framhaldi af þessu flutti ég ítrekað varnaðarorð og gagnrýndi samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fyrir ógætilega efnahagsstjórn. Nú veit ég ekki hve vel samþingmaður minn, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, fylgdist með þessum málflutningi mínum, en hafi hann gert það þá hefði honum átt og mátt vera ljóst að það væri veruleg áhætta að geyma peningana sína í innlendum hlutabréfum og bankasjóðum sem fjárfestu í innlendum hlutabréfum að mestu.
Þeir váboðar sem voru fyrir hendi í nóvember 2007 urðu síðan alvarlegri þegar leið á árið 2008. Það sem kemur mér því á óvart varðandi frétt The Guardian og útbreiðslulausa miðilsins sem birtu slúðrið um forsætisráðherra, að forsætisráðherra skuli ekki löngu áður en raun bar vitni gert skynsamlegar ráðstafanir í eigin fjármálum og selt allt sem hann átti í Sjóð 9 svo dæmi sé tekið.
Annað sem vekur einnig athygli er að virtir fjölmiðlar í Bretlandi eða annarsstaðar, hvers fréttir ég hef kynnt mér í dag birta ekki slúðrið í The Guardian. Sú staðreynd er sýnir vel að þetta níðhögg villta vinstrisins þykir ómarktæk ekki frétt á erlendum vettvangi.
25.9.2017 | 08:41
Sjálfstæði Kúrda
Í dag ganga Kúrdar að kjörborðinu í Írak til að greiða atkvæði um sérstakt ríki Kúrda. Ekki er vafi á því að mikill meiri hluti Kúrda mun greiða atkvæði með sjálfstæðu ríki, en spurningin er bara hvort það verða 90% eða meira af Kúrdum sem greiða því atkvæði.
Kúrdar eru sérstök þjóð og eiga mikla og langa sögu og menningu. Saladin sá frægi soldán og hershöfðingi sem náði m.a. Jerúsalem frá Kristnu krossförunum var Kúrdi svo dæmi séu nefnd og Kúrdar hafa átt sameiginlega sögu og baráttu að hluta með öðrum í Arabíu, en eru samt þjóð með sama hætti og Norðmenn eru ekki Svíar og Danir og Hollendingar eru ekki Þjóðverjar.
Kúrdar eru aðallega í Tyrklandi, Írak, Íran og Sýrlandi og eru allsstaðar undirrokaðir og njóta ekki fullra mannréttinda nema e.t.v. í Írak frá falli Saddam Hussein. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist Kúrdum og stórveldin hafa látið aðra hagsmuni en frelsi og sjálfsákvörðunarrétt þjóða ráða umfram það að vilja tryggja þjóðum sjálfsögð mannréttindi og sjálfstætt þjóðríki.
Fólk sem ann frelsi, mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti fólks ætti að skipa sér í fylkingu með þeirri sjálfsögðu réttindabaráttu Kúrda að fá að vera í sjálfstæðu Kúrdistan og stjórna eigin málum eins og aðrar þjóðir. Allt annað er undirokun, mannréttindaskerðing og kúgun.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.8.2017 | 18:35
God bless Robert E. Lee
God bless you Robert E. Lee er heiti lags sem Johnny Cash söng á sínum tíma til að þakka Robert E. Lee fyrir að hafa bundið endi á borgarastyrjöldina í Bandaríkjunum með því að gefast upp þegar hann sá, að áframhaldið væri ekki annað en tilgangslaust blóðbað þar sem talið var að a.m.k. 40 þúsund manns til viðbótar mundu falla. Johnny Cash verður seint talinn í hópi hægri öfgamanna.
Nú hafa "frjálslyndu fasistarnir" í Bandaríkjunum, sem telja sig siðferðilega yfir aðra hafnir og hafa að eigin mati einir höndlað hvað er sannleikur, krafist þess að styttur af Robert E. Lee verði fjarlægðar þar sem hann hafi verið vondur þrælahaldari og barist fyrir málsstað Suðurríkjanna, sem hafi háð styrjöld til að viðhalda þrælahaldi í Suðurríkjunum.
Nú er það svo með marga sem telja sig hafa höndlað hinn eina sannleik, að oft skortir þá almenna þekkingu m.a. í sögu.
Robert E. Lee var ekki sérstakur verndari þrælahalds. Hann gaf þrælum sínum frelsi árið 1862 og eftir borgarastyrjöldina lagði hann gjörva hönd á að sætta Suðrið og Norðrið eftir þær hamfarir sem Borgarastyrjöldin hafði valdið og vann með og fyrir Andrew Johnson forseta sem tók við af Lincoln.
Lee var ekki stuðningsmaður þess að Suðurríkin segðu sig úr lögum við Bandaríkin og það var fyrst þegar heimaríki hans Virginía ákvað að fylgja Suðurríkjunum, að hann hlýddi kalli heimaríkis síns og leiddi síðan her Suðurríkjamanna og reyndist meðal bestu hershöfðingja sögunnar.
Fólk verður að sjálfsögðu að ráða því hvaða styttur það vill hafa og iðulega eru styttur hluti af sögu viðkomandi lands og/eða borgar. Sókn "frjálslyndu fasistanna" gegn sögulegum styttum og táknum, sem þeir telja siðferðilega ógna sinni réttlætiskennd er því miður nokkuð í ætt við bókabrennur fyrri tíma, þar sem þeir sem höndlað hafa sannleikann reyna að koma í veg fyrir óæskilegar skoðanir með því að bannfæra þær og eyða.
Í sumar urðum við vitni að því að hópur "frjálslyndra fasista" hér á landi reyndi að koma í veg fyrir að Robert Spencer fengi að tjá skoðanir sínar, af því að þær voru ekki þóknanlegar þeim sem vilja óheftan innflutning Íslamista til landsins. En þá sigraði tjáningarfrelsið og metfjöldi sótti fyrirlestur Roberts Spencer.
Í Bandaríkjunum reynir vinstri fréttaelítan og vinstri stjórnmálaelítan að útmála þá sem vilja viðhalda sögulegum minjum eins og styttum af Robert E. Lee sem öfgafólk vegna þess að örlítill hluti þeirra sem eru í þem hópi tilheyra öfgasamtökum. Mikill meiri hluti er venjulegt fólk. Venjulegt fólk, sem áttar sig betur á sögulegu samhengi hlutanna en "frjálslyndu fasistarnir sem vilja að öllum öðrum skoðunum en sínum verði útrýmt.
Fái "frjálslyndu fasistarnir sínu framgengt verður til alræðisríkið sem Benito Mussolini kallaði svo og George Orwell skrifaði um í bókum sínum "Animal Farm og "1984" Aðeins hin einu "réttu" sannindi mega koma fyrir almenningssjónir.
Fólk sem ann lýðræði þarf að halda vöku sinni og það skiptir í dag mestu máli að gjalda varhug við öfgaskoðunum "frjálslyndu fasistanna" til að viðhalda tjáningarfrelsi og lýðræði.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.5.2017 | 15:51
NATO
Fram undir aldamótin síðustu voru ráðamenn NATO ríkja þess meðvitaðir að NATO væri varnarbandalag, stofnaði til þess að viðhalda friði og standa sameiginlega að vörnum bandalagsríkjanna. Árás á eitt var árás á þau öll.
NATO var ekki árásarbandalag. Það var hernaðarbandalag til varnar en ekki árása. Þetta breyttist í tíð Bill Clinton þegar þess var krafist að ráðist yrði á frjálst og fullvalda ríki Serbíu af herliði NATO. Það var alvarlegt brot á stofnskrá og tilgangi NATO sem varnarbandalags.
Aftur kröfðust Bandaríkjamenn þess undir forustu stríðglæpamannsins George W. Bush jr. þá forseta Bandaríkjanna, að NATO stæði með Bandaríkjunum að herhlaupi til Afganistans. Aftur var brotið gegn stofnskrá og tilgangi NATO sem varnarbandalags.
Nú gera Bandaríkjamenn kröfu til þess að NATO komi að hernaði gegn ISIS í Írak og Sýrlandi. Færa má rök að því að NATO ríkin geti í samræmi við stofnskrá sína og tilgang staðið að hernaði gegn ISIS þar sem samtökin hafa gert árásir víðsvegar á NATO ríki og önnur Evrópuríki. ISIS hafa gert árásir á Frakkland, Þýskaland, Belgíu, Svíþjóð, Danmörku og nú síðast á börn og unglinga í Manchesester á Englandi. Það er því fullkomlega réttlætanlegt miðað við stofnskrá og tilgang NATO að fara af öllu afli gegn ISIS samtökunum - og þó fyrr hefði verið.
En það er ekki nóg að herja á ISIS í Sýrlandi og Írak. Það verður að herja á fimmtu herdeild ISIS í borgum og bæjum Evrópu og uppræta hryðjuverkastarfsemi þeirra til að tryggja öryggi borgara NATO ríkja. Þetta verður að gera af öllu afli til að tryggja þau gildi sem NATO var stofnað til að verja.
Utanríkisráðherra Íslands og íslenska ríkisstjórnin ætti því að styðja tillögu Bandaríkjanna um þáttöku NATO í hernaðinum gegn ISIS.
23.5.2017 | 21:05
Enn eitt hryðjuverkið og rödd skynseminnar.
Íslamistarnir ráðast enn gegn saklausu ungu fólki. Nú í Manchester. Þjóðarleiðtogar allt frá Guðna Th. Jóhannessyni til Angelu Merkel hafa yfir sömu armæðis orðin og hafa verið sögð við svipuð tilvik undanfarin áratug.
Ríkisútvarpið kallar á Eirík Bergmann sem sérfræðing og hann fer einu sinni enn með ræðuna um vatn á myllu þjóðernisöfgamanna.
Nú hefur Íslamska ríkið lýst yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkinu í Manchester og stjórnmálamennirnir láta eins og þetta sé alveg sérstakt jafnvel þó að á síðustu misserum hafi lögreglu í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku tekist að koma í veg fyrir á þriðja tug hryðjuverkaárása. Þá forðast þessir aðilar að tala um að mörg þúsund vígamanna Íslamska ríkisins eru komnir til baka til Evrópulanda jafnt Norðurlanda sem Bretlands o.fl. landa. Af hverju er ekki talað um hryðjuverkaógnina sem Evrópu stafar af því fólki? Af því að það er ekki í samræmi vi pólitíska réttrúnað þöggunarinnar.
Þetta fólk hefur tekið þátt í aftökum með grimmilegum hætti, mannránum, nauðgunum og tilraunum til þjóðarmorðs á Yasídum og kristnum. En það er að sjálfsögðu velkomið heim eða hvað og allt orðið að hvítskúruðum kórdrengjum og stúlkum. "Vitið þér enn eða hvat"
Ungur maður hringdi í Bylgjuna laust fyrir kl.17 í dag og benti á að fjölmiðlar og stjórnmálaforingjar væru aldrei að tala um það sem máli skipti þegar svona hryðjuverk væru framin. Þorgeir Ástvaldsson hváði við, en ungi maðurinn benti honum á að aðalatriðið væri að fjalla um rót vandans, Íslamistarnir sjálfir og trúarrugl þeirra, innræting og áróður í moskum og víðar. Þessi ungi maður taldi þetta mikilvægara en að tala viðEirík Bergmann, jafnvel þó hann væri síður en svo hægri maður.
Það var ánægjulegt að hlusta á þennan unga mann, koma sem fulltrúa almennrar skynsemi til að ræða þessi mál jafnvel þó hann segðist hvorki vera kristinn né hægri maður. Hvað sem því líður þá var hann málsvari þeirra staðreynda, sem stjórnmálaelítan og fréttaelítan vilja ekki horfast í augu við.
Stjórnmálamenn í Vestur Evrópu eru að hlaða í hryðjuverk nú og í framtíðinni með því að leyfa hatursáróðri Íslamistanna að hljóma í moskum og fjölmörgum öðrum samkomustöðum Múslima. Með því að gera ekki kröfu til samfélags Múslima um að koma af fullu afli gegn öfagafólki eigin trúarbragða. Að loka ekki landamærunum fyrir mögulegri hryðjuverkaógn og taka ekki upp virkt landamæraeftirlit. Að afnema ekki refsiákvæði um hatursáróður gegn hópum fólks en styrkja persónu- og æruvernd einstaklinga. Að berjast gegn þöggun og leyfa opin skoðanaskipti og fordæma þá sem telja sig eina handhafa þess sem má segja og ekki segja eins og dæmin sanna sbr. framákonu Samfylkingarinnar Semu Erlu Serdar, sem berst gegn tjáningarfrelsi annarra en sín og þeirra sem henni eru sammála.
Meðan stjórnmálaelítan og fjölmiðlaelítan heldur áfram að dansa hrunadans vestrænnar menningar og neitar að viðurkenna staðreyndir er aðeins ein leið og það er að koma þessu fólki frá ef við viljum halda áfram að búa í frjálsu samfélagi,sem þarf ekki að eiga á hættu stöðuga ógn þeirra sem berjast gegn opnu frjálsu samfélagi, lýðræði og tjáningarfrelsi.
17.5.2017 | 18:26
Virkið í Sýrlandi
Frá því ér skýrt í fréttamiðlum að hersveitir stjórnarhers Sýrlands hafi sótt fram og nálgist nú rammlega víggirt virki Bandaríkjamanna og Breta í norðausturhluta landsins og hafi í gær verið um 15 mílur frá því.
Hvað þá rammlega víggirt virki Bandaríkjamanna og Breta í frjálsu og fullvalda ríki??????
Bandaríkjamenn sáu líka um þjálfun vígamanna í Afganistan sem síðan urðu Al Kaída o.fl. o.fl. Öll þeirra afskipti af þessum heimshluta síðustu áratugina hafa verið óverjandi og fætt af sér hörmungar sem þeir skilja ekki sjálfir að þeir bera alla ábyrgð á.
Fulltrúar Bandaríkjastjórnar segja að þetta sé virki þar sem þeir þjálfi vígamenn til að berja á Ísis. Engum sögum fer þó af sannleiksgildi þeirra staðhæfinga.
Í framhaldi og samfara þessum fréttum hafa talsmenn Bandaríkjastjórnar farið mikinn og haldið því fram að Assad stjórnin væri að láta brenna lík stjórnarandstæðinga sem hafi verið teknir af lífi og tölurnar í því sambandi eru með slíkum ólíkindum að skv. þessu þá minnir þetta á hvernig staðið var að verki í Auswitch fangabúðunum í Póllandi. Allt er þetta með ólíkindum.
Vestrænir fréttamiðlar hafa algjörlega brugðist í frásögnum af því sem er að gerast í Sýrlandi og flutt einhliða fréttir þóknanlegar ríkisstjórnum Bandaríkjanna, Bretlands, Saudi Arabíu og Flóaríkjanna, sem stóðu fyrir upphafi borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi og hafa fjármagnað uppreisnarmenn og leitt miklar hörmungar yfir borgara þessa ríkis.
Á sama tíma og vestrænir fjölmiðlar fluttu ítarlegar fréttir um hörmungar uppreisnarfólksins í Aleppo þegar uppreisnin var brotin á bak aftur og ítrekað var þess krafist að sókn stjórnarhersins yrði stöðvuð af mannúðarástæðum, þá hafa þeir hinir sömu fjölmiðlar þagað þunnu hljóði yfir ástandinu í Mosul sem Íraksher með stuðningi Bandaríkjanna o.fl. sækir nú að.
Gildir allt annað um hörmungar borgara Mósúl en Aleppó? Af hverju fáum við ekki hlutlægar fréttir af ástandinu mér er spurn.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 16
- Sl. sólarhring: 697
- Sl. viku: 2659
- Frá upphafi: 2509609
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 2487
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson