Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
13.6.2016 | 20:59
Einu sinni enn
Enn eitt hryðjuverk Íslamista var framið í Orlando í Banaríkjunum í gær. Hryðjuverkamaðurinn réðist þar að hinsegin fólki vegna þess að hann telur að það sé brotlegt við lög Allah og hafi hvorki mannréttindi né tilverurétt. Þessi morð á samkynhneigðum eru ekkert einsdæmi. Vítt og breitt um hinn Íslamska heim hafa verið framin hryðjuverk og fjöldamorð á hinsegin fólki.
Þegar Obama segir það nú einu sinni enn að þetta hryðjuverk hafi ekkert með Íslam að gera þá hljómar hann eins og maðurinn sem endurtekur stöðugt sömu mistökin og heldur að niðurstaðan breytist. Þetta hefur allt með Íslam að gera þó að því miður séu til örlitlir vanmáttugir öfgahópar annarra trúarbragða sem eru haldnir sömu fordómunum. Munurinn er sá að þeir eru fordæmdir af nánast öllum trúbræðrum sínum. Íslamistarnir sem ráðast gegn hommum og lesbíum er hins vegar hampað sem hetjum víða í hinum Íslamska heimi og jafnvel í einstaka moskum Evrópu.
Fyrir nokkru var greint frá því að Hjörtur Magni Fríkirkjuprestur hefði tekið þá geðþóttaákvörðun að bjóða safnaðarheimili Fríkirkjunnar, kristins safnaðar, til afnota fyrir öfgafyllsta trúarhóp Íslamista á Íslandi "Menningarsetur múslima" Salman Tamimi sem ekki kallar nú allt ömmu sína í boðun Múhameðstrúar hefur lýst áhyggjum vegna þessa safnaðar og segir hann fjármagnaðan frá Saudi Arabíu, þar sem kirkjur eru bannaðar og fólk jafnvel fangelsað fyrir að vera með jólatré.
Imamin eða trúarleiðtogi gistivina Hjartar Magna er Ahmad Seddeq, sem vakti athygli á því fljótlega eftir að hann hóf hina trúarlegu boðun hér á landi að "samkynhneigð stuðlaði að barnsránum og að þau börn væru síðan seld á mörkuðum". Gæti þetta verið fordómar gagnvart samkynhneigðum Hjörtur Magni. Það hefur e.t.v. farið framhjá þér.
Imamin Seddeq hefur einnig lýst nauðsynlegu að konur séu með hulið hárið utandyra til að koma í veg fyrir framhjáhald. Orsakasamhengið liggur að vísu ekki í augum uppi nema menn trúi þeim kennisetningum í öfga Íslam sem stuðlar að kvennakúgun.
Hjörtur Magni virðist ekki átta sig á að það fer fram barátta milli hins kristna menningar- og trúarbragðaheims og hins Íslamska. Hann virðist ekki átta sig á að þeir sem hann hefur boðið velkomna í safnaðarheimili Fríkirkjusafnaðar eru andstæðingar kristi og kirkju, en ekki nóg með það þeir eru á móti þeim sjónarmiðum Upplýsingastefnunnar sem mótaði Evrópska menningu, lýðræði, mannréttindi og hófsamleg kristin gildi.
Hjörtur Magni hagar sér með sama hætti og hefði Rauðhetta boðið Úlfinum að dvelja hjá henni og ömmu sinni.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.5.2016 | 16:17
Flutt í skattaskjól
Það er velþekkt, að eiginkonur láta ekki eiginmenn sína vita um allar sínar gerðir ekki frekar en þeir, þær. Ég tel uppá að Dorrit Moussaief hafi ekki sagt eiginmanni sínum allt af létta um peningalegar eignir sínar og umsvif í því sambandi.
Þegar Ólafur Ragnar og Dorrit tóku saman árið 2003 var forsetinn undanþegin skattgreiðslum og Dorrit flutti því til hans í skattaskjól, þegar þau giftu sig. Það var skammgóður vermir. Lög voru samþykkt á Alþingi nokkru síðar sem tóku af skattfríðindi forsetans. Vel má vera að Dorrit hafi unað þessu illa og því ákveðið að flytja fjármuni sína í önnur og hentugri skattaskjól auk þess að flytja lögheimili sitt úr landi.
Hvað sem líður Tortolla reikningum Dorrit eða öðrum reikningum í skattaskjólum þá er ljóst að það kemur illa við forsetann að hún hafi ráðstafað fjámunum sínum með þeim hætti þvert á það sem hann taldi að væri og hefur fullyrt í fjölmiðlum.
Nú verður það helst til varnar sóma forsetans að hann geri skilmerkilega grein fyrir þessum málum öllum svo þjóðin geti áttað sig á hvað um er að ræða í kjölfar fullyrðinga erlendra fjölmiðla um leynireikninga forsetafrúarinnar í skattaskjólum.
Sé svo að frú Dorrit hafi átt og eigi reikninga í skattaskjólum þá er það alvarlegt mál fyrir þjóðhöfðinga Íslands að fjármál konu hans séu með þeim hætti.
Mér finnst eðlilegt að sett séu þau siðrænu mörk fyrir kjörna fulltrúa sem starfa í nafni íslensku þjóðarinnar og með umboði hennar, að hvorki þeir né makar þeirra eigi peninga í skattaskjólum. Þetta gildir óháð því hver í hlut á eða hvort manni líki vel við viðkomandi eða jafnvel styðji viðkomandi að öðru leyti. Þannig þarf forseti lýðveldisins, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra að gefa þjóðinni fullnægjandi skýringar á eignum sínum og þess vegna maka í skattaskjólum, í hvaða tilgangi peningarnir hafi verið fluttir þangað og sýna fullnægjandi gögn um eðlilega meðferð leynireikninganna hvað varðar samskipti við íslensk yfirvöld.
Gangi það ekki eftir að ofangreindir kjörnir fulltrúar þjóðarinnar geri ekki fullnægjandi grein fyrir þessum hlutum þá verða þeir hinir sömu að víkja.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.4.2016 | 13:49
Glæpur gegn rökhyggju
Það er sjaldgæft í opinberri umræðu að verða vitni að því þegar hlutum er snúið gjörsamlega á haus rökfræðilega. Þorleifi Erni Arnarssyni tókst það betur en öðrum í gær og er þó samkeppnin hörð á þessu sviði. Þessi glæpur listamannsins gegn rökhyggju varð tilefni fyrir RÚV og 365 miðla að hampa manninum vegna skorts á rökhyggju.
Þegar Íslamskir vígamenn drápu ritstjórn Charlie Hedbo fannst Þorleifi ástæða til að ögra Múslimum og setja upp sýningu á verkinu "Söngvar Satans",til að sýna Múslimum varðstöðu um tjáningarfrelsið.
Þungvopnuð lögregla þurfti að hans sögn að standa vörð um listafólkið til að koma í veg fyrir að það yrði drepið af Íslömskum vígamönnum. Listamaðurinn taldi að Múslimar mundu mótmæla og reyna að koma í veg fyrir sýninguna og þungvopnaða lögreglan þyrfti að vera til að hægt væri að sýna verkið og koma í veg fyrir hermdarverk gagnvart listafólkinu. Það fannst honum líka í lagi vegna tjáningarfrelsisins.
Þorleifur gaf sér að hægri öfgamenn myndu hugsanlega styðja baráttu hans fyrir tjáningarfrelsinu. Það var of mikið fyrir Þorleif, sem telur sig hafa sérréttindi umfram aðra. Hann hætti að vera Je suis Charlie og yfirgaf félaga sína.
Ergo: Íslamskir öfgamenn sem drepa fólk fyrir að halda fram skoðunum sínum eru skárri en hægri öfgamenn sem berjast fyrir því að það sama fólk hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar.
Eðlilega brosti fyrrum tilvonandi forseti lýðveldisins Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss sínu blíðasta sjálfsagt sætur söngur í hennar eyrum.
13.4.2016 | 15:40
Aflandsfélög og skattaframtöl stjórnmálamanna.
Forsætisráðherra Breta átti ekki reikning í skattaskjóli eins og eiginkona Sigmundar Davíðs, Bjarni Benediktsson og Ólöf Norðdal. Þó David Cameron hafi ekki átt persónulega reikninga í skattaskjóli þá fannst honum samt nauðsynlegt að birta allar upplýsingar sem máli skipta um varðandi framtöl sín til skatts aftur til ársins 2009 til dagsins í dag til að reka af sér ámæli vegna arfs og annars úr skattaskjólsreikningum.
Fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð hefur ítrekað sagt að allir skattar hafi verið greiddir af aflandsreikningi konu hans og áður þeirra beggja á Tortóla. Sama segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Norðdal varðandi sína reikninga á þeim slóðum. Af því gefna tilefni væri rétt að þau legðu fram skattagögn sín með sama hætti og breski forsætisráðherrann og raunar fleiri stjórnmálamenn þar í landi hafa gert.
Það tekst engum að sanna, að hann hafi greitt skatt af aflandsfélögum hvort sem þau eru á Tortóla, Panama eða annarsstaðar nema leggja fram staðfestingu á því
Hópur stjórnmálamanna í Bretlandi hefur vegna skattaupplýsinga Cameron talið sig þurfa að birta upplýsingar um sig. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar heldur sama veg hvað það varðar.
Ekki verður séð að það sé góður siður að stjórnmálamenn fari almennt að birta almenningi skattaframtöl sín. Þó einn stjórnmálamaður sé grunaður um græsku vegna samneytis við aflandsfélög á Tortóla eða Panama, þá þurfa aðrir ekki að líða fyrir það. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar er enn svo komið er ekki grunaður um græsku í þessum efnum. Birting hans á skattaupplýsingum sínum er umfram það sem eðlilegt er.
Öðru gegnir varðandi Sigmund Dvíð, Bjarna Benediktsson og Ólöfu Norðdal. Nöfn þeirra koma fram í Panamaskjölunum. Þeim liggur á að sýna fram á að staðhæfingar þeirra um skattgreiðslur af þeim reikningum og fullnægjandi gagnaskil séu fyrir hendi.
28.3.2016 | 16:07
Þetta er ekki okkur að kenna
Í grein sem blaðamaðurinn og rithöfundurinn Douglas Murray skrifaði fyrir nokkru bendir hann á nauðsyn þess að við hættum að bullukollast með það í framhaldi af hverri hryðjuverkaárás Íslamista, hvað við höfum gert rangt. Dæmi um slíkar ritsmíðar hér á landi eru t.d. skrif Styrmis Gunnarssonar í Mbl á laugardaginn og skrif Egils Helgasonar á bloggsíðu sinni.
Í grein Murrays segir hann m.a.
"Hvað þurfum við oft að biðjast afsökunar áður en við horfumst í augu við staðreyndir. Hvað þurfum við að fara í gegn um margar ruglumræður. Af hverju spyrjum við í Vestrinu allra vitlausu spurninganna í hvert skipti sem Íslamistar fremja hryðjuverk, spurningar sem allar eru mótaðar af sömu rökleysunni um að þetta sé með einhverjum hætti okkur að kenna.
Því miður er alltaf fólk sem er viljugt til að villa um fyrir okkur. Fyrir utan Bhutan er Belgía það land í veröldinni sem hlutast minnst til um málefni annarra ríkja (þá fann fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins tilefni til að víkja til aðgerða í Belgíska Kongó á næstliðinni öld svo vitlaust sem það nú var)
Aðrir segja að hryðjuverkamenn sprengi upp lestir, fremji fjöldamorð með því að skjóta fólk niður á kaffihúsum vegna þess að þeir njóti ekki borgaralegra réttinda,séu útskúfaðir og hafi fá atvinnutækifæri. Þetta er einkar athyglisverð röksemd þegar það er haft í huga að það er met atvinnuleysi í Suður Evrópu einmitt núna og engin borg hefur fengið heimsókn af atvinnulausum ítölskum kaþólikka með sjálfsmorðssprengjuvesti. Þetta snýst um fátækt segir sjálfsásökunarfólkið. Samt sem áður þá hefur engin frá fátækustu hlutum Glasgow framkvæmt jafn órökrétta aðgerði og hryðjuverkamenn Íslamista gera.
Ef við gætum bara fundið þeim betri staði til að búa á þá mundi þeim ganga betur að aðlagast segir sjálfsásökunarfólkið. Hvílík firra. Fyrr í þessum mánuði var ég í Hollandi og heimsótti múslimahverfi m.a. það sem Mohamed Bouyeri bjó í þegar hann myrti Theo van Gogh 2004 fyrir að gera kvikmynd sem gagnrýndi Íslam. Þessi litla Marokkó var ekki Mayfair, en samt miklu huggulegri en flest hverfi í Bretlandi. Við erum orðin gjörsamlega galin ef við kennum ófullnægjandi félagslegu húsnæði um fjöldamorð á samborgurum okkar.
Síðan er því haldið fram að við höfum ekki gert nóg til að aðlaga fólk. En hópar innflytjenda vilja nánast alltaf búa saman. Sumir múslimar í Bretlandi vilja búa í eigin þjóðfélagi með eigið kerfi og eigin lög og venjur. Ef til vill vilja þeir ekki búa með okkur af því að við erum rasistar- er lokaröksemd sjálfásökunarfólksins. En staðreyndin er nú semt sú að því er öfugt farið það erum ekki við sem erum rasistarnir.
Skotlandsmálaráðherra Breta Nicola Sturgeon sagði að hryðjuverkin í Brussel hefðu ekkert með Íslam að gera og fór síðan að stærstu Moskunni í Glasgow þar sem hún flutti hefðbundna ræðu og fordæmdi kreddur og fordóma og var með því að vísa til "Íslamophóbíu". ' Í gær var síðan Imaminn í þessari sömu Mosku í fréttum. Afhverju? Af því að hann lofaði Íslamskan hryðjuverkamann Mumtaz Qadri sem var hengdur í síðasta mánuði í Pakistan fyrir að myrða Salman Taseer- fylkisstjóra, sem var andstæðingur laga um guðlast. Immaminn í Glasgow sagði m.a.
""Ég get ekki leynt sársauka mínum í dag. Sönnum Múslima var refsað fyrir að gera það sem þjóðfélagið hefði átt að gera"".
Vissi Skotlandsmálaráðherrann um þessa róttæku afstöðu Immamsins. Vissulega ekki. En eins og flest stjórnmálafólk og fjölmiðlafólk þá skortir hana þekkingu til spyrja réttu spurninganna og það sem er enn þá meira ófyrirgefanlegt- svo virðist sem hun vilji ekki vita þetta. Vegna þess að ef hún og aðrir í hópi sjálfsásökunarfólksins mundu spyrja réttu spurninganna þá gætu þau fengið svör sem þau kæra sig ekki um.
Svo furðulegt sem það nú er þá er Íslömsk öfgastefna til orðin vegna Íslamskrar öfgastefnu. Eins og Frakkland, Belgía og mörg önnur þjóðfélög hafa nú fengið að kynnast, þeim mun fjölmennari sem Múslimar eru þeim mun meiri vandi vegna Íslamskrar öfgastefnu. Ekki vegna þess að flestir múslimar séu hryðjuverkafólk. Augljóslega ekki. En vegna þess að lítill minnihluti verður hlutfallslega stærri eftir því sem samfélagið er fjölmennara. Það sem skiptir máli er fjöldinn, möguleiki til að felast og hvers konar tegund af Íslam er um að ræða.
Þetta veldur hræðilegu vandamáli í Evrópu sem við verðum einhvern tímann að horfast í augu við. En í millitíðinni er miklu þægilegra að kenna um, eina fólkinu sem við erum að blekkja. Okkur sjálfum"
27.3.2016 | 09:47
Gleðilega upprisuhátíð
Gleðilega upprisuhátíð.
Í Hebreabréfinu 12.2-3. segir:
"Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnunar trúarinnar. Vegna gleði þeirrar er beið hans, leið hann þolinmóður á krossi, mat smán einskis og hefur nú sest til hægri handar hásæti Guðs. Virðið hann fyrir yður, sem þolað hefur slíkan fjandskap gegn sér af syndurum til þess að þér þreytist ekki og látið hugfallast."
Guð gefi ykkur öllum góðan dag og gleðilega upprisuhátíð.
26.3.2016 | 17:48
Kristni-Fordómar-Fjölmenning-Einmenning
Upprisuhátíðin fer í hönd og í tilefni þess setti vinsæll verslunareigandi,Asad Shah,sem er múslimi 40 ára að aldri og fæddur í Pakistan, eftirfarandi kveðju frá sér á Feisbók.
"Til minnar elskuðu kristnu þjóðar
Föstudagurinn langi og gleðilega upprisuhátíð til minnar elskuðu kristnu þjóðar. Við skulum feta í raunveruleg fótspor okkar elskaða heilaga Jesús Krists og njóta velgengni í báðum heimum."
(Good Friday and a very Happy Easter, to my beloved Christian nation. Let´s follow the real footstep of beloved holy Jesus Christ and get the real success in both world)
Þessi ummæli voru umfram það sem íslamistarnir gátu þolað. Ráðist var á Asad Shah og hann drepinn með því að troða á og sparka í höfuð hans.
Íslamistarnir þola ekki fjölmenningu. Þeir þola ekki að það sé talað vel eða hlýlega um kristni og kristið fólk, eða Búddatrúar, Hindúa o.s.frv.
Menning Íslamistanna er ekki fjölmenning. Hún er einmenning. Undansláttarfólkið sem myndar fimmtu herdeildina innan borgarmúra kristinna samfélaga og ver Íslamistanna með fjölbreyttum hætti, ætti að gaumgæfa það.
24.2.2016 | 15:20
Dauðadómur og vanvirða
Nokkru eftir að Bandaríkjastjórn samdi við Íran um að látið skyldi af refsiaðgerðum gagnvart landinu, tilkynnti æðsti Immaminn að dauðadómur yfir skáldinu Salman Rushdie væri enn í gildi og hver sá sem dræpi hann fengi 80 milljónir í sinn hlut frá Írönskum skattgreiðendum.
Á sínum tíma þegar Khomeini Erki-Immam dæmdi Rushdie til dauða og lagði fé til höfuðs honum taldi fólk á Vesturlöndum að Khomeini hlyti að vera orðinn elliær. Brugðist var hart við þessu og fjölmiðlar um allan heim fordæmdu þessa aðför að tjáningarfrelsinu. Nú þegar ekki er um villst að þarna er um glórulaust ofstæki að ræða og aðför að tjáningarfrelsinu hjá ráðamönnum milljónaþjóðar þá hefur engin neitt við þetta að athuga af forustufólki hins Vestræna heims.
Fjölmiðlar og fjölmiðlafólk rís ekki upp til varnar og forustufólk í lýðræðisríkjum lætur sem þeim komi þetta ekki við. Páfinn er upptekinn við að fordæma Trump og faðma Castro og má ekki vera að því að vandræðast með aðför að tjáningarfrelsinu.
Óvinir tjáningarfrelsins finnast víða í fleti fyrir. Vestrænir fjölmiðlar hafa tekið að sér sjálfritskoðun og þöggun eins og stjórnmálastéttin og háskólaelítan.
Fyrir nokkru rak Akureyrarbær Snorra Óskarsson frá störfum sem kennara vegna skoðana hans. Grímulausu atvinnubanni(berufsverbot) var beitt gagnvart honum. Hæstiréttur dæmdi uppsögnina ólögmæta, en bæjarstjórinn sættir sig illa við að Hæstiréttur skuli hafa tekið afstöðu með tjáningarfrelsinu.
Bæjarstjórinn telur að Snorri hafi kallað yfir sig vanvirðu og álitshnekki vegna skrifa sinna og trúarskoðana og þess vegna geti bæjarstjórinn sest í dómarasæti yfir honum og fordæmt skoðanir hans og ekki nóg með það svipt hann störfum.
Hefði Snorri ekki verið kristinn heldur játað Múhameðstrú og verið Imam þar á bæ þá hefði gegnt öðru máli. Þá hefði verið sagt að skrif hans væru réttlætanleg út frá hugmyndum um fjölmenningu. Virða yrði ólíkar trúarskoðanir. Ógæfa Snorra er að vera kristinn og njóta ekki þeirrar undanþágu sem þöggunarlið Vesturlanda heimilar flestum þeim sem ekki játa kristna trú.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2016 | 09:54
Fjölmenning
Hvað er fjölmenning? Eitthvað sem er gott? Eitthvað sem færir fólk saman og býr til betri heim, upplýstari og ríkari að menningu og góðmennsku? Í orðræðu þeirra sem nota þetta óljósa hugtak, þá virðist oft, sem fólk trúi því að fjölmenning sé af hinum góða og muni færa þróuðum ríkjum mikla blessun. Þessi huglæga þráhyggja án vitrænnar skilgreiningar hefur heltekið marga oftast á fölskum forsendum.
Ísland hefur alltaf verið fjölmenningarland í þeim skilningi að við höfum lært um siði, menningu og sögu fjarlægra þjóða og tileinkað okkur hugmyndir til framróunar í verkmenningu, listum og lögum. Við lærðum um sögu Grikklands og Róm og baráttu Voltaire og annarra heimspekinga fyrir almennum lýðréttindum. Saga Evrópu er saga fjölmenningar. Þjóðirnar lærðu hver af annarri og tóku upp það besta í lögum, hugmyndafræði og verkmenningu annarra þjóða. Fræðsla um fjarlæg lönd og menningu fór fram í skólastofum og margir heilluðust af ýmsu, sem leiddi til þess að þeir hinir sömu lögðu lönd og álfur undir farartæki og hemisóttu framandi þjóðir og kynntu sér framandi menningu og miðluðu síðan af reynslu sinni.
Sú fjölmenning sem hér er lýst er allt annað en hugtakið fjölmenning þýðir nú. Í dag byggir fjölmenning vinstri elítunar og íslömsku yfirráðahyggjunar á því að menning og gildismat nýrra minnihlutahópa sé sambærileg menningu og gildismati meirihlutans. Það þýðir að meirihlutinn getur ekki búist við því eða vænst þess að minnihlutahópurinn taki tillit til menningar meirihlutans. Það felur um leið í sér að meirihlutinn verður að þola afstöðu og gjörðir, sem meiri hlutinn hafnar eins og í tilviki Evrópu í dag hvað varðar múslima. Fjölmenningarhugmyndin í dag segir að lítilsvirðing múslima og ofbeldi gagnvart konum og virðingarleysi fyrir þeim sem aðhyllast aðrar trúarskoðanir, sé hluti fjölmenningarinnar, sem okkur beri að láta afskiptalausa. Þeir sem leyfa sér að hafa aðra skoðun eða menningu minnihlutahópsins eru sakaðir um rasisma eða hatursumræðu. Í tímans rás hefur þessi fjölmenningarhugmynd lamað skynsamlegar umræður um innflytjendamál. Þessi skilgreining fjölmenningar og vígorðið sem þetta hugtak er orðið í dag, er fjandsamlegt þjóðlegri menningu og þjóðlegum gildum.
Við sem höfnum þessari fjölmenningar skilgreiningu teljum nauðsynlegt að það sé sameiginleg menning, sem er í menntakerfinu, vinnureglum og velferðarkerfi og framkvæmd laga. Það er ekki til að refsa fólki sem er í minnihluta, heldur til að tryggja að allir geti tekið fullkominn þátt í þjóðfélaginu og séu jafnir fyrir lögunum.
Fjölmenningartrúboðum nútímans annaðhvort sést yfir þá staðreynd eða vilja ekki viðurkenna að það er stór hópur af velmenntuðu fólki sem aðhyllist Íslam og er ákveðið að troða því frumstæðasta sem þar er að finna fyrst upp á aðra múslima og síðan ef þeir geta upp á samfélagið allt. Að hafna þeirri fjölmenningu er ekki rasismi heldur heilbrigð skynsemi.
Afsökunin fyrir því að gera ekki neitt er óskin um að fá að lifa í friði óáreittur. En lífið er barátta og hver tími býður upp á ný tækifæri og nýjar ógnir. Fólk verður að vera reiðubúið til að bregðast við hvoru tveggja af einurð og skynsemi ef vel á að fara. Nú steðjar að ógn nýrrar heildarhyggju, Íslamismans, sem verður að bregðast við. Það er áskorun sem við stöndum frammi fyrir.
Við erum rík þjóð, sem hefur tekið og tekur vel á móti fólki af mismunandi trúarbrögðum. Við erum öll jöfn fyrir lögunum og lögin verða að taka á öllum með sama hætti. Íslenskur borgari sem hvetur til glæpa eða fremur þá, á að þola refsingu án þess að trú hans eða uppruni skipti máli. Sérhvern Íslending sem reynir að grafa undan íslenska ríkinu og íslenskri þjóðmenningu ætti að ákæra fyrir landráð. Við getum ekki eftirlátið fólki að fara eftir þeim lögum sem því hentar og brjóta önnur, til að þjóna furðuhugtakinu "fjölmenning". Við bjóðum fólki úr öðru menningarlegu umhverfi velkomið til landsins, en við krefjumst þess að það aðlagist samfélaginu og fari að lögum okkar og siðum.
Góð fjölmenning er allt annað en það inntak sem lagt er í orðið fjölmenning í dag. Góð fjölmenning er sú að kynna sér menningu og siði annarra og nýta eftir föngum. Sú fjölmenning sem grefur undan siðum og reglum þjóðfélags okkar eins og fjölmenningarpostular opinberrar umræðu á ljósvaka- og öðrum fjölmiðlum boða, er fjölmenning sem leiðir til menningarlegrar uppgjafar íslensku þjóðarinnar. Þá mun þjóðin týna tungu sinni og menningu. Eru gælur við hugtakið fjölmenningu á forsendum minnihlutahópa þess virði að við glötum íslenskri þjóðmenningu og kristilegum gildum?
Grein eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu 14.1.2016.
24.12.2015 | 08:35
Umburðarlyndi, friður og von
Helgisagan um fæðingu Jesú felur í sér boðskap friðar, vináttu og samhyggðar.
Í aldanna rás hefur kristin trú og kristin kirkja gengið í gegn um margvíslega þróun eins og raunar öll þau trúarbrögð sem veita rými fyrir sjálfstæða hugsun. Jesús segir sjálfur, að þú, hver sem þú ert, megir nálgast hann á þínum forsendum. Kirkjan hefur iðulega þrengt kostina, en þar er vikið af þeirri leið sem Jesús sjálfur boðaði.
Kristnir söfnuðir og kristið fólk er ofsótt um víða veröld. Engin trúarhópur þarf að þola jafn miklar ofsóknir og kristnir.
Kristnir söfnuðir þurfa að gæta þess,sem Jesús boðar í 34 og 35 versi 13.kafla Jóhannesarguðspjalls þegar hann segir:
"Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað. Á því munu allir þekkja að þið eruð mínir lærisveinar".
Þess vegna ber okkur að koma trúarsystkinum til virkrar hjálpar hvar svo sem er í heiminum þegar að þeim er sótt og leiðtogar kristinna safnaða og kirkjunnar verða að leggja sín lóð á þá vogarskál, að gætt sé hagsmuna og réttinda kristins fólks- með virkum hætti. Þannig að heimurinn sjái að kristið fólk elskar hvert annað og sættir sig ekki við ofsóknir eða harðræði gagnvart öðru kristnu fólki.
Kristin samfélög eru umburðarlyndustu samfélög í heiminum. Þar gilda mannréttindi, grunduð á virðingu fyrir einstaklingnum og réttindum hans. Á viðsjálverðum tímum eins og þeim sem við lifum nú er því mikilvægt að kristni heimurinn villist ekki af leið heldur hafi stöðugt í huga þau grunngildi sem þessi framþróun byggir á og samþykki engan afslátt á mannréttindum en sæki fram til að gera samfélagið betra.
Trú, von og kærleikur er inntak kristinnar boðunar. Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.
Gleðileg jól.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 36
- Sl. sólarhring: 225
- Sl. viku: 3537
- Frá upphafi: 2513341
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 3313
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson