Færsluflokkur: Vísindi og fræði
4.1.2020 | 17:51
Bara ömurlegt: Þetta á líka við um Katrínu, Guðna og Agnesi.
Carl I Hagen er merkilegur norskur stjórnmálamaður. Hann byggði upp Framfaraflokkinn norska nánast frá grunni. Hann er þekktur fyrir að vera rökfastur og segja sínar skoðanir umbúðalaust.
Í bloggfærslu í gær slátraði hann ræðu norska forsætisráðherrans eins og segir í fyrirsögn Netavisen. Gagnrýni Hagen á ræðu norska forsætisráðherrans á ekki síður við um nýársávörp Guðna Th. Jóhannessonar forseta, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Agnesar biskups þjóðkirkjunnar. Carl I Hagen sagði að ræða Ernu Solbert forsætisráðherra hefði verið ömurleg (eins og ræður Guðna, Katrínar og Agnesar).
Það sem Carl I Hagen sagði um ræðu norska forsætisráðherrans, en á ekki síður við okkar forustufólk er svohljóðandi:
"Er hnattræn hlýnun virkilega stærsta vandamálið sem Noregur stendur frammi fyrir? Það var alla vega skoðun forsætisráðherrans Ernu í nýársávarpi hennar. Bara ömurlegt.
Fullyrt er án þess að sannanir séu til staðar skv. vísindalegum könnunum eða vísindalegra hugmynda sem hægt er að taka alvarlega, að það sem mennirnir setja út í andrúmsloftið af lofttegundinni CO2, sem er raunar lífgefandi, geti haft áhrif á hnattræna hlýnun (en semsagt ekki staðbundna)
Nokkrar staðreyndir sem Erna gleymdi:
CO2 er næring fyrir allt líf sérstaklega allan gróður.
Innihald CO2 í lofthjúpnum er 0.041 prósent. 3-5% af losuninni kemur frá fólki, en restin frá náttúrunni. Hlutfall Noregs í losuninni er 0.11 prósent.
Ef Noregur hætti allri losun kolefnis, hefði það svipaða þýðingu og þegar lítill strákur pissar í sjóinn. Semsagt núll.
Slæmt að Erna skuli telja að takmörkun losunar kolefnis sem kostar 30-50 milljarða Norskra króna árlega, sé mikilvægasta áskorunin, sem við stöndum frammi fyrir. - Bara ömurlegt.
Persónulega finnst mér mikilvægara að hugsa betur um gamla fólkið okkar, fá betra heilbrigðiskerfi, betri skóla, betri innviði og varnir o.s.frv. Og lægri skattar og gjöld fyrir flest fólk hér í Noregi er mikilvægara og semsagt betra."
Það sem Carl I. Hagen gagnrýnir á nákvæmlega við með sama hætti um ræður forseta Íslands, forsætisráðherra og biskupsins yfir Íslandi. Óneitanlega sérstök trúarbrögð sem hafa heltekið margt forustufólk í hinu kalda Norðri.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.9.2019 | 12:50
80 ára afmæli innrásar, sem innrásaraðilinn kannast lítið við
1. september s.l. var minnst að 80 ár voru liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland. Þar með hófst síðari heimstyrjöldin. Forseti Þýskalands bað Pólverja afsökunar fyrir hönd þjóðar sinnar en áður hafa kanslarar Þýskalands ítrekað beðið Pólverja afsökunar á innrásinni fyrir 80 árum og grimmdarverkum í kjölfar hennar.
En það er önnur innrás, sem heimurinn kannast lítið við. Fyrir 80 árum í dag þ.17 september gerðu Sovétríkin (Rússland og co) innrás í Pólland í samræmi við samning Stalíns og Hitlers um hvaða hluta Póllands félli í hlut Sovétríkjanna.
Hersveitir Rauða hersins allt að 5 milljónir hermanna studdir a.m.k. 5000 skriðdrekum og 2000 sprengju- og flutningaflugvélum réðust inn í austurhluta Póllands. Þeir sögðust vera að hjálpa sínum slavensku bræðrum og sumir Pólverjar féllu fyrir þessum áróðri, en Sovéski herinn var ekkert betri en sá þýski. Hópum Pólverja m.a. landeigendur, prestar, hermenn og já Gyðingar var smalað saman og þeir drepnir. Harðýðgi Rauða hersins sýndi sig t.d. vel með morðunum á pólskum hermönnum í Katyn skógi þar sem þúsundir pólskra hermanna voru murkaðir niður af sovéska hernum. Sömu sögu var að segja frá öðrum löndum sem Hitler og Stalín höfðu samið um að Kommúnistarnir í Sovétríkjum mættu ráðast inn í lönd eins og Baltnesku löndin, Finnland og Rúmenía
Fyrstu 22 mánuði síðari heimtyrjaldarinnar voru þeir Hitler og Stalín vinir og Kommúnistar og nasistar áttu mikil viðskipti sín á milli, m.a. matvörum, efnavörum, vopnum og skipum jafnframt lýstu þeir yfir sameiginlegri fordæmingu gegn frjálslyndri hugmyndafræði og þýsku sprengjuflugvélarnar sem réðust á Bretland voru fylltar af eldsneyti frá kommúnistunum í Sovétríkjunum. Kommúnistar um allan heim afsökuðu innrás nasista og Sovétríkjanna í Pólland sem dæmi Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxnes.
Þegar herir Þjóðverja og Rússa náðu saman í borginni Brest var sameiginleg hersýning Wehrmacht og Rauða hersins og foringjar herjanna skiptust á kveðjum og heimboðum eftir að endanlegu markmiði hefði verið náð "að sigra kapítalistanna." Kommúnistar og nasistar voru vopnabræður fyrstu 22 mánuði heimstyrjaldarinnar og það breyttist ekki fyrr en með vanhugsaðri innrás Hitlers Þýskalands í Sovétríkin. Stalín neitaði að trúa því að Þjóðverjar hefðu rofið samkomulagið og ráðist á Sovétríkin.
Búast hefði mátt við að forustumenn Rússlands og þessvegna Úkraínu og Hvíta Rússlands sem öll tilheyrðu Sovétríkjunum á sínum tíma, bæðu Pólverja afsökunar á innrásinni fyrir 80 árum og þeim hermdarverkum sem unnin voru af Rauða hernum. En það er ekki gert. Rússar vilja lítið kannast við þetta 80 ára afmæli og telja það raunar ekki koma sér við.
Fyrir nokkru dæmdi rússneski hæstiréttur bloggarann Vladimir Luzgin fyrir að skrifa þessa setningu: "Kommúnistar og Þýskaland gerðu sameiginlega innrás í Pólland sem varð til þess að seinni heimstyrjöldin byrjaði." Luzgin gerði ekkert annað en að segja frá því sem gerðist sagnfræðilega fyrir 80 árum, en það má ekki. Jafnvel ekki í "lýðræðisríkinu" Rússlandi.
Engar fréttastofur sem ég hef skoðað í dag minnast á þetta innrásarafmæli. Engin minningarathöfn er haldin vegna þessa og engar afsakanir frá arftökum sovésku kommúnistanna þó að stjórnendur víða í löndum hinna gömlu Sovétríkjanna séu mun hugmyndafræðilega skyldari en stjórnendur Þýskalands nasistunum á sínum tíma. En um þátt Rússa er þagað og svo merkilega vill til að vinstri menn um allan heim hafa ekki gleymt tryggð sinni við málstaðinn um alræði öreiganna og þegja þunnu hljóði og kannast jafnvel ekkert við að þetta hafi gerst.
Með sögufölsunum og vegna gleymsku hefur kommúnistum tekist að láta sem þeir hafi verið eitthvað betri en naistarnir. En það voru þeir því miður ekki. Þessvegna er óskiljanlegt að nútímafólk skuli ekki fordæma jafnt gamla kommúnista sem gamla nasista. En það er ekki gert og m.a. fékk einn gamall kommúnisti við sig drottningarviðtal í Morgunblaðinu um síðustu helgi. En nánar að þeirri skömm Morgunblaðsins á morgun.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2019 | 09:41
En samt er neyðarástand- eða hvað?
Trausti Jónsson veðurfræðingur upplýsir á bloggi sínu í gær, að nýliðinn ágústmánuður hafi verið sá kaldasti á landinu frá árinu 1993. Þá segir hann að sumarið í sumar sé að meðaltali 0.1 gráðu fyrir neðan meðalhita síðustu 10 ára.
Nú er það svo að íbúar Suðvesturlands telja sumarið í sumar væntanlega besta sumar sem þeir hafa upplifað. En misskipt hefur verið veðurfarsins gæðum. Kuldanepja víða á norðvestan og norðanverðu landinu í sumar leiðir til þess að meðalhitinn á landinu er lægri en undanfarin 26 ár.
Í lok síðasta árs komu mælingar opinberra aðila, sem sýndu að jöklar landsins höfðu stækkað.
Þessar staðreyndir ríma illa við fullyrðingar um hamfarahlýnun og neyðarástand vegna þess.
Fréttastofur hamast við að færa okkur fréttir af meintri hamfarahlýnun í Evrópu þegar ný hitamet eru sett og greina frá hvílíkt ógnarmagn af Grænlandsjökli sé að bráðna. Hefðbundnir stjórnmálamenn krefjast aðgerða í formi aukinna ríkisafskipta, hækkaðs vöruverðs og skattlagningar á alþýðu manna.
Fréttastofur greina hinsvegar ekki frá því að álíka ógnarmagn af ís bætist við Grænlandsjökul ár hvert og sumarið í heild í Evrópu er ekkert óvenjulega hlýtt miðað við mælingar utan stórborga þar sem mælingar eðli máls samkvæmt verða ónákvæmar og misvísandi.
Þrátt fyrir þetta skal áfram haldið í að skattpína landslýð og selja aflátsbréf kolefnajöfnunar vegna meintrar hamfarahlýnunar og neyðarástands sem er meiri í orði en á borði og halda því að börnum að jörðin sé að farast og grípa verði ekki gripið til ofsafenginna aðgerða og verulegrar lífskjaraskerðingar þegar í stað.
11.2.2018 | 11:17
Afhverju?
Af hverju fær íslenskt skólakerfi falleinkunn í Pisa könnunum ár eftir ár? Af hverju er ekkert raunhæft gert til að breyta því.
Þegar lélegur árangur íslenskra nemenda kom ítrekað í ljós varð umræðan með þeim hætti sem að Nóbelsskáldið Halldór Laxnes vísar til að einkenni íslendinga, orðræðan einkenndist af orðhengilshætti og innistæðulausum fullyrðingum.
Í fyrstu var því haldið fram að þessi slaki árangur stafaði af því hve launakjör kennara væru lág. Í öðru lagi var sagt að það væru fleiri nemendur á hvern kennara en í flestum OECD löndum og loksins var sagt að þessar Pisa kannanir væru ekki að mæla rétt og væru okkur mótdrægar.
Árið 2017 kom í ljós að 15 ára íslenskir grunnskólanemendur eru með verstu útkomu allra þjóða í Pisa könnuninni í lestri, stærðfræði og raungreinum. Þriðjungur drengja getur ekki lesið sér til gagns. Skólakerfið fær algjöra falleinkun.
Árið 2015 voru 6.4 nemendur á hvern starfsmann í grunnskólum og 9.5. á hvern kennara skv. tölum frá Hagstofunni. Í hinum OECD löndunum eru að jafnaði 13 nemendur á hvern kennara. Þá liggur líka fyrir skv. sömu tölfræðilegu heimildum, að kostnaður á hvern grunnskólanema hér á landi er t.d. helmingi meiri en í Bretlandi. Falleinkun íslenskra nemenda er því ekki að kenna fjárskorti né of fáum kennurum.
Hvað er þá vandamálið? Voru íslendingar svona aftarlega í röðinni þegar Drottinn útdeildi gáfunum? Eða er eitthvað að, sem hægt er að lagfæra? Miðað við getu og hæfni sem íslenska þjóðin hefur ítrekað sýnt, þá er næsta fráleitt að halda því fram að við séum miður gefnir en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Sú staðreynd stendur samt óhögguð, að íslenskir grunnskólanemendur eru lakastir allra í Pisakönnunum.
Á sínum tíma var horfið frá því að raða fólki í bekki eftir getu og færni. Í staðinn var tekin upp stefna sem byggði á þeirri þá sænsku óskhyggju að öllum ætti að líða vel í skólunum og skólastarfs ætti að snúast um það. Skólinn sem menntastofnun varð því afgangsstærð.
Í framhaldi af því var kerfinu breytt í skóla án aðgreiningar þar sem öllu ægir saman. Í sömu bekkjardeild er því ofurgáfað fólk og nánast þroskaheft og allt þar á milli. Kennari sem fær það verkefni að kenna slíkum bekk hefur ekki möguleika á að sinna nemendum eftir þörfum og getu þeirra. Kennslan fer fram á forsendum þeirra sem minnst geta og tímanum eytt til einskis fyrir hina.
Vissulega má halda því fram að íslensk heimili hafi brugðist nauðsynlegu fræðsluhlutverki sínu. En það á líka við mörg heimili í viðmiðunarlöndunum ekkert síður en hér.
Af lýsingum margra skólastarfsmanna, þá virðist verulega skorta á viðunandi aga í skólum og fráleitt að nemendur geti verið með farsíma eða leikjatölvur í tímum.
Skipulag grunnskólastarfs á Íslandi virðist því vera með þeim hætti, að árangur nemenda er óviðunandi. Starfsaðstæður kennara eru óviðunandi og kerfið er allt of dýrt.
Hvað á menntamálaráðhera að gera þegar þessar staðreyndir blasa við? Skipa starfshóp, sem skilar skýrslu um það leyti sem hún lætur af störfum? Það er hið hefðbundna sem vanhæfir gasprarar gera. En hér skal tekið fram að ég hef meiri væntingar til Lilju Alfreðsdóttur en það.
Menntamálaráðherra þarf því að drífa sig heim úr partýinu í Suður Kóreu þar sem hún gegnir engu hlutverki öðru en að skemmta sjálfri sér. Stjórnmálastarf er ekki bara að vera í partýinu og stjórnmálamanna verður ekki sérstaklega minnst fyrir það. Ástandið í skólamálum hér er þannig að menntamálaráðherra gæti tekið þannig til hendinni að eftir væri tekið. Þar er helst að nefna að íslenskir unglingar stæðu jafnfætis unglingum í nágrannalöndum að færni og þekkingu. Nám til stúdentsprófs yrði stytt þannig að íslenskir nemendur væri jafngamlir þegar þeir yrðu stúdentar og námsfólk á hinum Norðurlöndunum eða 18 ára.
Þar til viðbótar mætti spara stórfé ef horfið yrði frá þeirri ruglkenningu að hægt sé að reka viðunandi menntastofnun með bekkjarkerfi án aðgreiningar. Aðalatriðið er að skólarnir séu menntastofnanir og þjónusti nemendur sína með þeim hætti að þeir hafi viðunandni kunnáttu til að byggja sér farsæla framtíð sem menntað fólk og hafi færni til að takast á við verkefni sem koma upp í lífinu í síbreytilegu þjóðfélagi.
2.6.2017 | 10:06
Parísarsamkomulagið og ný nálgun varðandi hnattræna hlýnun.
Náttúruverndarsinninn Björn Lomborg segir að Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum sem Trump hafnaði í gær sé gríðarlega kostnaðarsamt og hafi litla þýðingu varðandi hnattræna hlýnun.
Lomborg segir, að þrátt fyrir yfirlýsingar þjóðarleiðtoga nú um að standa vörð um Parísarsamkomulagið og fordæming á afstöðu Trump, þá muni þeir þurfa að horfast í augu við óhrekjanlegar staðreyndir varðandi það.
Í fyrsta lagi er Parísarsamkomulagið dýrasta fjölþjóðasamþykkt sem hefur verið gerð. Kostnaðurinn frá 2030 muni nema milli 1 og 2 trilljón dollara á ári, segir Lomborg.
Skv. sáttmálunum á að greiða þróunarríkjum á milli 800 milljarða og 1.6 trilljón dollara á ári. Hætt er við að Angela Merkel, Macron og Trudeau súpi hveljur þegar þau þurfa að taka þann kostnað inn í fjárlög landa, sem í dag safna ríkisskuldum sem kynslóðum framtíðarinnar er ætlað að borga.
Í öðru lagi segir Lomborg að Parísarsamkomulagið hafi mjög lítil áhrif á hlýnun í heiminum og miðað við sjónarmið talsmanna hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum, þá muni heimurinn ekki ná nema um 1% af nauðsynlegum samdrætti kolefnalosunar til að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar frá því sem nú er verði um 1.5 til 2 gráður. Það þýðir að 99% af vandamálinu verður áfram til staðar hvað sem Parísarsáttmálanum líður.
Í þriðja lagi er græn orka ekki til staðar til að taka við af jarðefnaeldsneyti. Umræðan sé öll á bjartsýnisgrunnni, en græn orka sé dýr valkostur og væri ekki til staðar ef ekki kæmu til gríðarlegir styrkir og hátt orkuverð. Spánn eyddi um 1% af þjóðarframleiðslu í endurnýjanlega orku, meira en til æðri menntunar. Þegar þeir drógu úr styrknum var ekki grundvöllur fyrir starfrækslu stærsta meginhluta vindorkuvera í landinu.
Þrátt fyrir að hafa eytt gríðarlegum fjárhæðum í styrki til að auka endurnýjanlega orku og byggja græn orkuver þá e vindorka um 0.5% af heildarorkunotkun og sólarorka um 0.1%. Þrem tilljónum dollara á að eyða skv. Parísarsamkomulaginu til stuðnings endurnýjanlegrar orku til 2040, en þá mundi sólarorka nema um 1% og vindorka um 1.9% af orkuþörf heimsins. Mikill kostnaður og lítill árangur það.
Miðað við þær staðreyndir sem Lomborg bendir á þá er nauðsynlegt að hugsa málið upp á nýtt. Parísarsamkomulagið mun hrynja og hefði gert það hvað sem líður afstöðu Trump af því að það kostar þvílíkar ógnarfjárhæðir og hefur sáralitla eða enga þýðingu varðandi hnattræna hlýnun og byggir ekki vistvæna orkugjafa af neinu viti.
En hvað á þá að gera? Á brotthvarf frá Parísarsamkomulaginu að þýða að engin geri neitt og þjóðir heims skeyti engu um mengun eða eyðingu hráefna? Er einhver sem vill það? Alla vega ekki sá sem þetta ritar.
Hvað sem líður fordæmingu leiðtoga heimsins á afstöðu Trump, þá væri e.t.v. ástæða til að hugsa málið upp á nýtt og leita leiða til að ná betri árangri gegn mengun og sóun í heiminum með minni kostnaði fyrir neytendur og verkafólk, en Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir.
Hvernig væri að auka gríðarlega rannsóknir og þróun á vistvænni og grænni orku til að hún geti raunverulega tekið við í einhverjum marktækum mæli af jarðefnaeldsneyti.
Á síðustu árum eftir að sósíalísk hugsun og sósíalskar lausnir, heltóku stjórnmálamenn Vesturlanda í framhaldi af hruni sósíalismans árið 1989, þá hefur öll áherslan varðandi baráttu gegn hnattrænni hlýnun og mengun byggst á aukinni skattpíningu fólksins og stjórnmálamenn hafa síðan eytt gríðarlegum fjárhæðum í gæluverkefni, sem litlu eða engu hafa skilað. Í stað þeirrar sóíalísku hugsunar og úrræða verður að leggja áherslu á það hvað við sem einstaklingar getum lagt að mörkum og viljum leggja að mörkum.
Hvernig væri að fólk íhugaði rafbílavæðingu í gríðarlega auknum mæli. Ef umhverfisráðherra vildi gera eitthvað raunverulegt þá mundi hún gera samning við ON um byggingu hraðhleðslustöðva með um 50. km. millibili á þjóðvegi 1 til að byrja með og léti okkur rafbílaeigendur borga sannvirði fyrir notkun vega og orku frá ON. Við eigum ekki að fá þetta ókeypis. Þá mundum við neytendur taka þátt í og borga framkvæmd vistvænna orkustöðva og stuðla í leðinni að því að minnka notkun jarðefnaeldsneytis.
Hvernig væri að Neytendasamtökin þegar þau komast út úr innbyrðisátökum og stjórnvöld gengjust fyrir herferð meðal neytenda til að vera ábyrgir neytendur, hafna umbúða- og plastsamfélaginu. Taka þarf upp góða fræðslu um hvaða við getum sem einstaklingar gert til að vernda vistkerfi okkar og draga úr mengun sem mest við getum.
Af hverju bjóða íslensk stjórnvöld ekki fjárfestum að fjárfesta í rannsóknum á vistvænni orku. Við búum nú þegar yfir gríðarlegri þekkingu hvað það varðar og getum með því að sinna rannsóknum og aðstoð við aðrar þjóðir í þeim efnum lagt mikið að mörkum til heimsins alls. Af hverju ekki nálagast viðfangsefnið jákvætt í anda John Lennon og segja það eru ekki vandamál bara lausnir.
Að standa vörð um náttúruna og vinna að því að dregið verði úr mengun þ.m.t.notkun kolefna og jarðefnaeldsneytis er ábyrg afstaða, en það verður að nálgast þá hluti með þeim hætti að það hafi raunveruleg áhrif og sé ekki framkvæmt með þeim hætti að færa trilljónir eftir trilljónir króna frá vinnandi fólki til kommissara Evrópusambandsins og SÞ og fyrirtækja sem þeim eru þóknanleg og fá í dag milljarða í styrki og gríðarlegan ágóða með sölu lotslagskvóta allt á kostnað skattgreiðenda. Það er eitt dæmi um það þegar stórkapítalið og afturhaldið nær sameiginlegri lausn með sósíalistunum allt á kostnað einstaklingsframtaksins og almennings sem og framtíðarinnar.
Ákvörðun Trump gerir það nauðsynlegt hvort sem "ábyrgum stjórnmálamönnum" líkar það betur eða verr, að hugsa þessi mál upp á nýtt þannig að ná megi meiri og betri árangri með minni kostnaði fyrir almenning. Annað gengur ekki.
Það er líka mál til komið að hugsa fyrst og fremst um að vinna gegn mengun og sóun í stað þess að eltast við vísindalegar draugasögur og lausnir glámskyggnrar stjórnmálaelítu.
16.5.2017 | 22:20
Hlýnun í Norðurhöfum- Hvaða hlýnun?
Í dag tóku nokkrir íslenskir vísindamenn bakföll yfir hlýnun hafsins á Norðurslóðum og fræddu okkur um þá miklu vá sem okkur stafar af hlýnun af mannavöldum.
Árið 2016 var mælt sem heitasta árið frá því að mælingar hófust og í fyrravetur var okkur sagt að ísinn í norðurhöfum væri minni en nokkru sinni fyrr og BBC fréttastofan sagði að vegna þess að ísinn í Norðurhöfum væri að hverfa hefði orðið versta loftmengun í Peking höfuðborg Kína.
Í upphafi maí mánaðar á þessu ári kom annað í ljós. Danska veðurfræðistofnunin upplýsti að frá því í desember s.l.hafi hitinn í Norðurhöfum verið mínus 20 gráður og ísinn jafn þykkur og fyrir 13 árum. Íshella Grænlandi óx hraðar að ummáli en gerst hefur í mörg undanfarin ár. Þessar staðreyndir virðast alveg hafa farið framhjá hinu íslenska vísindateymi hlýindafólks.
Árið 2016 var heitasta árið vegna þess að veðurfyrirbrigðið El Nino var sérstaklega sterkt en gervitunglamælingar sýna nú að hitinn hefur lækkað verulega alveg eins og gerðist fyrir 17 árum síðan eftir álíka sterkan El Nino árið 1998 sem þá var heitasta árið sem mælst hafði og álíka heitt og árið 2016.
Þetta þýðir að hitastig jarðar hefur ekki hækkað neitt í 19 ár. En vísindamennirnir sem belgja sig út í fjölmiðlum og krefjast meiri peninga frá skattgreiðendum vegna þeirrar hættu sem steðji að okkur segja ekki frá þessu og fjölmiðlamennirnir gleypa frekar við helvítis- og ógnarspám en raunveruleikanum og forðast að kynna sér málið til hlítar.
(Heimildir: Daily Telegraph- frétt 7.5.2017 "Another Arctic ice panic over as world temperatures plummet:Daily Telegraph reporters;
Paul Homewood blogg: Notalotofpeopleknowthat.)
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.3.2017 | 17:28
Gróðurmagn í Afríku eykst- Hvað varð um gróðureyðingu vegna hlýnunar?
Á fréttamiðlinum Eyjunni í dag er frétt um rannsókn sem gerð var á gróðurmagni í Afríku. Í ljós kom að þrátt fyrir ágang manna og fleiri meinvætta á gróðurinn, þá hefur hann samt aukist verulega að magni til í álfunni.
Þetta gerist og þrátt fyrir bölvaldinn hnattræna hlýnun af mannavöldum. Samkvæmt þeirri kenningu og fréttum áróðurspresta hlýnunarinnar þá eru stórkostleg vandamál í Afríku vegna hnattrænnar hlýnunar, þurkar, gróðureyðing og afleiðingin landflótti og hungur.
Samkvæmt þessari nýju könnun þá eru staðreyndir allt aðrar. Gróðurmagn í álfunni eykst og það er m.a. vegna aukinnar rigningar. Martin Brand hjá Kaupmannahafnarháskóla sem stjórnaði rannsókninni sem tekur til 20 síðustu ára segir að þar sem gróðureyðing hafi orðið í álfunni sé fyrst og fremst um að kenna ágangi manna.
Þetta hljóta að vera váleg tíðindi fyrir trúarbragðahópinn sem vill leggja milljarða skatta á borgaranna með umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar í broddi fylkingar til að þjóna hinni pólitísku veðurfræði.
Er ekki kominn tími til að stoppa þessa vitleysu?
17.3.2017 | 09:37
Lýðhyggja (Pópúlismi) og andstæða þess.
Sósíalistum er einkar tamt að að hengja merkimiða á þá sem þeir eru ósammála. Fréttamiðlar þeirra hafa sammælst um að uppnefna þá sem berjast gegn opnum landamærum sem lýðhyggjufólk (pópúlista) og þjóðernissinna.
Sé svo hvað eru þá hinir sem eru andstæðingar okkar lýðhyggjufólksins og þjóðernissinnanna. skv. þessari skilgreiningu?
Eru það sérhyggjufólk?
Eða elítufólk?
Þjóðfjandsamlegt fólk?
Eða eitthvað allt annað?
Fróðlegt væri að vita hvað sérstakur og ætíð álitsgjafi fréttastofu RÚV sérfræðingur í lýðhyggju Eiríkur Bergmann kennari hefur um þetta að segja.
Þá er líka einkar athyglisvert að Eiríkur Bergmann og aðrir sósíalistar sem hugsa með sama hætti gagnrýna okkur lýðhyggjufólk og þjóðernissinna skv. þeirra skilgreiningu fyrir að skipta fólki í, okkur og hina. Raunar kannast ég lítt við að beita slíku orðfæri og alla vega þá minna heldur en Erdogan og Eiríkur Bergmann
En meðal annarra orða. Eiríkur Bergmann og hans nótar- eru þeir ekki með merkimiðunum sínum einmitt að skipta fólki í okkur og hina?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2017 | 08:54
Háskólar vísindi og tjáningarfrelsi
Háskólar eiga að vera vagga vísinda, rökræðna og tjáningarfrelsis. Viðhorf þeirra sem vinna við háskóla víða á Vesturlöndum, kennara og nemenda er hins vegar allt annað.
Háskóli í Cardiff á Englandi hefur birt leiðbeiningar um óæaskileg orð til þess að meiða ekki fólk vegna kynferðis þess. Skv. því er "gentlemans agreement" bannað.
Í háskóla í Cambridge amast stúdentar við því að fá Jamaican stew og Tunisian rice og segja að það vísi ekki til réttra menningarlegra sjónarmiða. Í öðrum háskóla í Cambridge var ævisaga Winston Churchill rituð af David Irving fjarlægð á bókasafni skólans vegna skoðana sagnfræðingsins.
Tímaritið Spike sagði í síðasta mánuði að 90% breskra háskóla tækju þátt í að takmarka tjáningarfrelsið m.a. hefðu 21 háskóli bannað ákveðnum úrvals álitsgjöfum að tala eingöngu vegna skoðana þeirra. Ákveðnar skoðanir og sjónarmið eru bönnuð eins og á tímum rannsóknarréttarins.
Átta af hverjum tíu fyrirlesurum í háskólum í Bretlandi er vinstra fólk, sem leiðir til hættu á hóphegðun. Adam Smith stofnunin segir að þetta hafi leitt til þess að ekki sé lengur tekist á um ólíka skoðanir og ætlanir og ályktanir um lykilmál séu ákvörðuð á grundvelli hóphegðunar um hinn eina rétta sannleika. Í því skyni að koma fram hinni einu réttu skoðun hélt prófessor í Sussex seminar um það með hvaða hætti ætti að fara fram gagnvart hægri sjónarmiðum og kæfa þau í fæðingu.
Þessu furðufyrirbæri sem margir háskólar eru að verða vegna rétttrúnaðar í stað vísindalegra vinnubragða, leiða til óskapnaðar þar sem ástæða er til fyrir stjórnmálamenn að gaumgæfa hvort peningum skattgreiðenda sé ekki betur varið til annars vísindastarfs en skoðanakúgaðra háskóla.
Háskólaspeki nýaldar hefur fundið það út að fólk sé í raun þess kyns sem það telur sig vera hverju sinni. Þegar svo er komið þá er ekki furðulegt að þolinmæði fyrir hlutlægum umræðum og vísindastarfi bíði hnekki og tímar allsherjarríkisins í anda fasismans, sem Mussolini fasistaforingi talaði um renni upp fyrir tilstilli vinstri háskólaspekinnar.
14.10.2016 | 12:48
100 mánuðurnir sem liðu áfallalaust
Árið 2016 er heitasta ár á jörðinni í meir en 100 þúsund ár vegna loftslagsbreytinga, sagði í frétt vinstra blaðsins Guardian í síðustu viku. Vísað var til upplýsinga "sérfræðingsins" James Hansen eins helsta baráttumanns um loftslagshlýnun af mannavöldum. Þetta er raunar alrangt þar sem loftslag var hlýrra á jörðinni fyrir um 1000 árum eða þegar Ísland byggðist og er því miður ekki eins hlýtt og þá.
Hansen og annað ofsatrúarfólk á hnattræna hlýnun af mannavöldum halda því fram að finna verði leiðir til að koma koltvísýringi burt úr andrúmsloftinu en áætlaður kostnaður við það eru 570 trilljónir dollara eða sem samsvarar sjöára heimsframleiðslu. Það þýðir um 9 milljón króna kostnað á hvert mannsbarn í heiminum.
Hansen og nótar hans hafa spáð því allt frá árinu 1988 að hlýnun væri óumflýjanleg ef ekki yrði hætt að brenna jarðefnaeldsneyti og losa koltvísýring út í andrúmsloftið. Þeir hafa ítrekað fullyrt að íshella á pólunum mundi bráðna, sjávarborð mundi hækka, þurkar yrðu stórkostlegt vandamál og hvirfilbylir yrðu sterkari og tíðari. Allt hefur þetta reynst rangt.
Fyrir 8 árum byrjaði vinstra blaðið Guardian baráttu fyrir að bjarga jörðinni og hélt því fram að aðeins væru eftir 100 mánuðir til þess annars yrði óbætanlegur skaði af loftslagsbreytingum óafturkallanlegur íshella pólana mundi bráðna, sjávarborð mundi hækka verulega, hvirfilbylum mundi fjölga og styrkur þeirra aukast og þurkar yrðu stöðugt fleiri og alvarlegri.
Nú eru þessir hundrað mánuðir liðnir og ekkert af þessu hefur gengið eftir og hvað sem líður upphrópunum um heitustu ár í sögunni þá hefur hitastig ekki hækkað á jörðinni síðustu átján ár og þar verður að skoða að árið 2016 er undir áhrifum frá fyrirbrigðinu El Nino.
Pólar íshellan er um það bil sú sama og þegar mælingar hófust árið 1979. Varla er hægt að merkja hækkun sjálvarborðs í um það bil heila öld. Engin breyting hefur orðið varðandi styrk eða tíðni hvirfilbyla. Alvarlegir þurkar eftir 1950 til dagsins í dag eru einnig fátíðari.
Raunar hefur eitt breyst undanfarin ár e.t.v. vegna aukins koltvísýrings í andrúmsloftinu. Jörðin er grænni og jarðargróði er miklu meiri en áður.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir hefur stjórnmálaelítan ákveðið að leggja þungar byrðar á fólk og atvinnulíf sem birtist m.a. í hækkuðu orkuverði og álögum á atvinnulíf sem bitnar á endanum á neytendum. En á sama tíma taka Kínverjar og Indverjar þátt í allri vitleysunni og skrifa undir samninga en láta sér ekki detta í hug að fara eftir því og auka því miður sem aldrei fyrir losun koltvísýrings.
Helvítisspárnar hafa ekki gengið eftir en við þurfum óháð því að ganga vel um og gæta fjöreggsins okkar jarðarinnar og skila henni til komandi kynslóða betri en við tókum við. Það þýðir ekki að við eigum að dansa eftir flautu falsspámanna hnattrænnar hlýnunar.
(Upplýsingar að mestu úr ritstjórnargrein Daily Telegraph9.10.2016)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 520
- Sl. viku: 3502
- Frá upphafi: 2513306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3278
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson