Færsluflokkur: Spaugilegt
5.1.2021 | 12:20
Amen og Awoman
Meþódistapresturinn demókratinn Emanuel Cleaver leiddi opnunarbæn 117 þingárs Fulltrúardeildarinnar í Bandaríkjunum og lauk henni með því að segja
"Amen and awoman".
Bíðum nú við. Var maðurinn að reyna að vera fyndinn? eða taldi hann amen vísa til einhvers kynræns e.t.v. brimbrjót feðraveldisins.
Jafnvel kristnir kennimenn eins og Emanuel þessi, sem vilja samsama sig með "góða fólkinu" eða vera góðir ybbar eða woke eins og heiti frávitaliðsins er í henni Ameríkunni mega ekki heyra orðið maður án þess að reyna að finna eitthvað mótvægi.
Tillaga liggur fyrir Bandaríkjaþingi um að þurrka út kynrænt gildishlaðin orð eins og maður, kona, móðir, faðir, hann og hún. Emanuel taldi sig því þurfa sem góður og gegn Demókrati að ljúka þingsetningarbæninni með algjöru kynhlutleysi og segja awoman á eftir amen.
Óþægilegt fyrir prest, að vita ekki að amen hefur enga kynjaskírskotun að neinu leyti en útleggst með orðunum "Svo skal vera" eða "verði svo".
28.12.2020 | 18:54
Hvenær brýtur maður lög og hvenær brýtur maður ekki lög?
Sagt er að sá mikli heimspekingur, flakkari og listamaður Sölvi Helgason hafi eitt sinn reiknað tvíbura í afríkanska konu og hafi annar verið ljós á hörund en hinn hörundsdökkur.
Svipaðir útreikningar eru nú á sveimi mismunandi áreiðanlegir eins og gengur. Rekstraraðilar Ásmundasalar hafa komist að þeirri niðurstöðu 5 dögum eftir að lögregla stöðvaði samkvæmi í salnum á Þorláksmessu, að það hafi ekki verið um nein brot á sóttvarnarlögum að ræða. Afsökunarbeiðni þeirra var því röng og þar af leiðandi aðgerðir lögreglu fráleitar og óafsakanlegar.
Fjármálaráðherra var þar af leiðandi að biðjast afsökunar á broti, sem enginn möguleiki var skv. því að hefði verið framið. Raunar hefur þeim sem skrifað hafa um það mál yfirsést, að það var ekki hlutverk fjármálaráðherra að sjá um sóttvarnir í Ásmundarsal og á þeim bar hann ekki ábyrgð. Þá mundi einhver vafalaust segja: "og þó.
Á sama tíma berast fregnir af því að sjálfur sóttvarnarlæknir og heilbrigðisráðherra hafi brotið eigin reglur og tilmæli við móttöku á heilfrystu bóluefni í morgun og sjáist það glögglega á ljósmynd, sem tekin var af því tilefni.
Hvorki heilbrigðisráðherra né sóttvarnarlæknir hafa beðist afsökunar og geta vafalaust sagt eins og frambjóðandi Framsóknarflokksins á Vestfjörðum sagði forðum þegar deilt var um útlit stórhýsis sem verið var að byggja í Reykjavík og andstæðingur hans frambjóðandi Sjáflstæðisflokksins brá þá upp ljósmynd af byggingunni. Þá varð Framsóknarmanninum að orði: "Lygi er lygi jafnvel þó hún sé á ljósmynd". Þannig gæti sóttvarnalæknir einnig farið að en Guðni vinur minn Ágústsson fullyrðir að í honum séu rótföst Framsóknargen sem stuðlaberg í marga ættliði.
Vandi þjóðarinnar er því ekki minni en hann var þegar Jón Hreggviðsson viðhafði hin frægu ummæli: "Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó."
11.12.2020 | 08:13
Gargandi minnihluti
Vinstri grænir vilja breyta helmingi landsins í þjóðgarð. Með því aukast völd og áhrif ríkisins þá sérstaklega umhverfisráðuneytisins um málefni þessa helmings landsins.
Engin sérstök þörf er að gera allt miðbik landsins að þjóðgarði. Samt sem áður skal það knúið fram vegna miðstjórnaráráttu og ríkishyggju vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon hefur verið þingmaður Vinstri grænna frá upphafi. Meginhluta síns þingmannsferils hefur hann staðið á öskrinu í ræðustól Alþingis sem gargandi minnihluti. Í ræðu um þjóðgarðsmálið sagði hann,að gargandi minnihluti eigi ekki neinn rétt til að þvælast fyrir þeim hugumstóru ríkishyggjuáformum, sem Vinstri grænir vilja ná fram.
Með þessari framsetningu gerir Steingrímur J. athugasemd við rétt minnihluta til að hafa skoðun og halda henni fram.
Ólíkir eru þeir Steingrímur J. sem vill meina minnihluta um lýðræðisleg réttindi þegar hann telur sig vera í meirihluta og sá merki lögfræðingur og stjórnmálamaður dr. Gunnar Thoroddsen, sem oftast var í meirihluta á sínum stjórnmálaferli.
Gunnar talaði ítrekað um réttindi minnihluta og mikilvægi þess að minnihlutinn léti í sér heyra. Forsenda lýðræðis,væri að menn létu skoðanir sínar í ljósi. Af því tilefni sagði dr. Gunnar eitt sinn:
"Við skulum ekki gleyma því, að minnihlutinn í dag getur orðið meirihluti á morgun."
Þannig er það í lýðræðisþjóðfélagi og þannig á það að vera og það er vonum seinna að forseti elsta þjóðþings Evrópu átti sig á að hann starfar í lýðræðisríki en ekki Hvíta Rússlandi þar sem skoðanabræður hans hanga enn á völdunum og neita að hlusta á það sem þeir kalla gargandi minnihluta.
1.10.2020 | 19:04
Covid varnir
Í dag flaug ég í fyrsta skipti erlendis eftir að Covid fór að sliga heimsbyggðina. Yfirvöld segja fólki hvernig það eigi að hegða sér frá morgni til kvölds. Hamingjan öll og heillin felst í því að hlýða þríeykinu að ógleymdum landsstjóranum. Sem tekur í lurginn á sóttvarnarlækni eða ráðherrum eins og dreissugur kennari þegar svo ber undir.
Í flugstöðinni í Keflavík virtist allt vera steriliserað og reglubundið drundi í hátölurum áskorun um að virða tveggja metra fjarlægð og hafa grímur. Ekki var annað að sjá, en að fólk hlýddi þessu. Þegar út í flugvélina var komið þá var hefðbundið millibil um 40 cm. á milli fólks. Grímuskyldunni var almennt fylgt þó einstaka maður togaði grímuna vel niður fyrir nefið. En ég spyr af hverju tveggja metra reglu í flugstöðinni en 40 c.m. fjarlægðarmörk á 3-5 klukkustunda flugleiðum?
Þegar ég ætlað að setja handfarangur upp í handarangursgeymsluna kom gustug flugfreyja aðvífandi og sagði að þetta mætti alls ekki gera. Af hverju spurði ég. Af því að það veldur smiti sagði flugfreyjan með áminningarsvip eins og þetta væri eitthvað sem allir ættu að vita. Hvernig getur staðið á því segir ég. Það skiptir ekki máli sagði hún þetta eru fyrirmæli frá landlækni. Þá vitum við það. Á sama tíma sá ég fólk framar í vélinni vera að troða aragrúa af farangri upp í farangursgeysmsluna og spurði því. Af hverju fá þau að gera þetta? Af því sagði flugfreyjan eins og hún væri að tala við vanvita. "Þau eru við neyðarútgang og geta ekki haft farangurinn á gólfinu. "Er þá minni eða önnur smithætta í farangursrýmum við neyðarútganga en í öðrum rýmum" spurði ég og hef ekki enn fengið svar.
Við komuna þurfti að skila rafrænum upplýsingum, sem gekk fljótt og auðveldlega fyrir sig og síðan gátu allir farið sína leið. Engin skimun og sóttkví í 5-6 daga og síðan önnur skimun. Ég sagði takk fyrir við unga manninn sem taldi upplýsingar mínar fullnægjandi og hann sagði "Velkominn til Spánar!" með þeirri hlýju og einlægni sem iðulega er einkennandi í samskiptum fólks hér í landi, þar sem fólk er ekki upptekið við að yfirgnæfa norðanáttina vetur, sumar, vor og haust. Þegar ég sagði vini mínum frá þessu, þá tók hann andköf og sagði það er þessvegna sem smit eru svona algeng á Spáni
Það er auðvelt að hrapa að niðurstöðu þegar hræðsluógnin er það eina sem er gjaldgengt í umræðunni. Hér á Costa Blanca svæðinu eru smit minni en víðast hvar á Spáni og álíka mikil og á Íslandi þrátt fyrir að fólk sé boðið velkomið og þurfi ekki að fara í tvöfalda skimun á landamærunum.
Í stórmarkaðnum er skylda að vera með grímu og spritta sig í bak og fyrir og ekki má taka aðra innkaupavagna en þá sem búið er að sótthreinsa. Ég fékk ekki að fara inn í verslunina fyrr en lögmæt sprittun hafði farið fram, en eftir það var allt eins og venjulega nema grímurnar huldu andlit fólks sem sprangaði um í stuttbuxum og bolgopum þannig að vel mátti ímynda sér vöxt og atgervi hvers og eins á meðan nefið var hulið.
Ég velti því í framhaldi fyrir mér hvort David Allen hefði haft rétt fyrir sér þegar hann talaði um að ef konum væri gert að hylja nefið umfram aðra líkamsparta, þá kæmi að því að karlmönnum þætti þetta mest spennandi hlutur kvennlíkamans, sem þeir yrðu að fá að sjá umfram allt annað.
Stofnandi og fyrsti formaður Viðreisnar skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið undir heitinu "Ég er ekki rasisti en..
Greinarhöfundur telur,að Viðreisn eigi ekki frekari atkvæða von hjá Sjálfstæðisfólki eða fólki hægra megin við miðju og jafnvel á miðju stjórnmálanna og því sé helst atkvæðavon að höfða til hefðbundins fylgis Samfylkingarinnar og yfirbjóða Samfylkingarfólk í rangnefnum og merkimiðapólitík.
Greinin er árás á skrif formanns Miðflokksins um samtökin BLM. Greinarhöfundur telur Sigmund slíkt úrhrak að heimilt sé að hengja merkimiða ófrægjingar á hann m.a. að hann sé rasisti.
Skilgreiningar greinarhöfundar á því á hverja skuli hengja rasistaheitið er athyglisverð.
Greinarhöfundur telur að gulu stjörnu rasismans skuli hengja á alla þá, sem segi: Öll líf skipta máli, en ekki bara svört. Fáir hafa slegið met fáránleikans jafn rækilega.
Þá segir, að þeir sem þannig tali séu slægir stjórnmálamenn, sem séu að fiska í gruggugu vatni. Greinarhöfundi kemur annaðhvort ekki til hugar eða hann telur ekki pólitískt praktískt að nefna það, að einhverjir séu til, sem fari ekki í kynþáttaaðgreiningu og telji öll líf óháð því hvers litar og kynþáttar fólk er skipti máli. Nei að mati greinarhöfundar eru þeir sem þannig tala rasistar. Hlutum er snúið á hvolf eins og sósíalistum og systurflokkum þeirra fasistum og nasistum hefur tekist betur að gera en nokkrum öðrum.
En þetta er ekki nóg greinarhöfundur hefur öðlast sýn á því hvers konar skepnur það eru, sem tala um að öll líf skipti máli og eru þar af leiðandi rasistar og því fylgir að mati greinarhöfundar að slíkt fólk er: marhnútar, afætur, talar háðslega um "góða fólkið", rétttrúnaðinn og fórnarlambamenningu. En ekki nóg með það svona dýrslegar skepnur sem segja að öll líf skipti máli geri líka gys að konum, og fötluðum í góðra vina hópi.
Jafnan er fullkomin og skilgreiningin slík að ólíklegt verður að telja að helstu hugmyndafræðingar Samfylkingarinnra Logi formaður og Ágúst frændi minn Ágússon nái að toppa hana.
30.7.2020 | 20:36
Þórólfur strikes back
Gat ekki að því gert, að þetta minnti mig á heiti á Star Wars mynd "The Empire strikes back."
Að sjálfsögðu hlaut eitthvað að vera að fyrst Þórólfur var í fríi. En nú snýr hann aftur og bægir frá hinum vonda C-19 vágesti.
Ég hefði e.t.v. frekar átt að minnast á Gunnar á Hlíðarenda sem sagði fögur er hlíðin og mun ég hvergi fara þegar hann leit til baka og snéri síðan aftur eins og Þórólfur nú. En það var ekki eins árangursríkt eins og þessi viðsnúningur verður vonandi hjá Þórólfi.
![]() |
Þórólfur snýr aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2020 | 17:31
Vandlifað í honum heimi á tímum "woke" byltingarinnar
Fyrirlesari við háskóla í Southampton á Englandi var rekinn fyrir að segja að Gyðingar væru sérstaklega góðir í efnafræði. Hann sagði líka í öðru tilviki, að Þjóðverjar væru góðir í verkfræði og gerði grein fyrir því af hverju hann teldi svo vera í báðum tilvikum.
Þetta var meira en "woke" kynslóðin getur þolað, en "woke" öfga fólkið er í allsherjarkrossferð gegn rasisma og þegar er þessi barátta farin að taka á sig galnar myndir.
Miðað við þeirra hugmyndafræði þá er það rasismi að segja eftirfarandi:
Gyðingar eru sérstaklega góðir í efnafræði.
Grænlendingar eru mjög góðir fiskimenn
Þjóðverjar eru góðir verkfræðingar
Hörundsdökkir eru fremstir í hlaupum
Margt fólk af kínversku bergi brotið er best allra í stærðfræði.
Áfram má halda, en svo er nú komið að það að hrósa fólki eða þjóðum fyrir sérstaka hæfileika er nú flokkað sem rasismi
Af hverju vegna þess að skv. "woke" hugmyndafræðinni þá eiga allar þjóðir að vera eins og engin á að vera frábrugðin annarri eð hafa einhverja sérstaka gáfu eða hæfileika. Það getur því verið hættulegt að benda á, að engir hafa unnið eins mörg Nóbelsverðlaun og Gyðingar.
Svo er komið, að það má hvorki segja neitt jákvætt um þjóðir né neikvætt.
Á grundvelli þessa bulls er amríski sendiherrann á Íslandi dæmdur rasisti fyrir að tala um "kínaveiru"
Hvað þá með "spænsku veikina" eða "frönsku mislingana" sem rauðir hundar eru kallaðir sumsstaðar.
Ekki verður betur séð, en markmið þessara öfgaskoðana sé sú, að taka í burtu allt sem heitir þjóðríki og gera það saknæmt að hrósa einum umfram annann einkum og sér ef það er látið fylgja hverrar þjóðar viðkomandi er.
Hér áður fyrr var miðað við að mæla ekkihnjóðsyrði til fólks á grundvelli þjóðernis og það var talið rasismi, en núna má heldur ekki hrósa fólki á grundvelli þjóðernis.
En hvernig skyldi það svo vera að lífskjör í Svíþjóð og Sierra Leone eru ekki þau sömu og lagaumhverfi og öryggi borgaranna er ólíkt. Þegar enginn er munurinn og það gert refsivert að íja að því að um einhvern mun geti verið að ræða.
21.7.2020 | 22:31
Baráttuvettvangur Samfylkingarinnar
Loksins hefur Samfylkingin fundið baráttumál, sem getur sameinað flokksmenn og fyllt þá baráttuanda eftir pólitíska eyðimerkurgöngu í áratug.
Sumt forustufólk Samfylkingarinnar er þeirrar gerðar, að þegar kemur að Bandaríkjunum, fara talfærin þegar úr sambandi við heilabúið,afleiðingin verður í samræmi við það.
Hinn sameiginlegi óvinur, sem reiðin beinist nú að, er amríski sendiherrann, sem leyfði sér að tala um samstöðu Íslands og Bandaríkjanna til að vinna bug á Kínaveirunni. Að sjálfsögðu var þetta hin mesta ósvinna hjá sendiherranum. Eitthvað sem nauðsynlegt er að mati formanns Samfylkingarinnar að mótmæla svo eftir verði tekið. Enda að sjálfsögðu um stórmál að ræða sem gæti ráðið úrslitum í þjóðmálabaráttu komandi ára.
Fyrrum varaformaður Samfylkingarinnar var miður sín yfir dóna- og ruddaskap sendiherrans, sem og telur skrif hans bera vott um rasisma af versta tagi, hvernig svo sem hægt er að finna það út. En Samfylkingarfólk er lagnara en aðrir við að hengja neikvæða merkimiða á andstæðinga sína.
Samfylkingin hefur loksins fundið fjölina sína, stefnumál, sem sameinað getur flokksmenn undir einu merki. Spurning er hinsvegar hvort þessi vaðall Loga og Co leiði til þess að einhverjir aðrir en innsti kjarni Samfylkingarfólks skynji hið mikilvæga þjóðfélagslega samhengi tísts bandaríska sendiherrans og íslenskrar þjóðmálabaráttu. E.t.v. átta flokksmenn sig á að haldi forustumenn flokksins áfram tala með þessum hætti er líklegt að pólitísk eyðimerkurganga flokksins verði ekki styttri, en hún var hjá Gyðingum forðum á leið til fyrirheitna landsins.
![]() |
Óviðeigandi og dónalegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2020 | 18:02
Sumt orkar meira tvímælis en annað.
Sama dag og sóttvarnarlæknir tilkynnti að hætt yrði að skima farþega frá Þýskalandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi fyrir kórónaveirusmiti var tilkynnt, að engin þjóðhátíð yrði í Vestmannaeyjum í ár vegna þess að sami sóttvarnarlæknir bannaði, að fleiri en 500 mættu koma saman til að hafa gaman.
Þessi 500 manna regla er stundum brosleg eins og t.d. á íþróttavöllum, þar sem sett eru ómerkileg bönd á milli nokkurra hólfa, sem fólk fer á milli eftir atvikum og svo hittist fólk í leikhléi og undan og eftir. En hvað sem því líður þá hefur enginn smitast á fótboltaleik við allt þetta "frjálsræði".
Allt orkar tvímælis þá gert er, en sumt orkar meira tvímælis en annað. Nánast engin kórónuveirusmit hafa greinst um allnokkurt skeið meðal íslendinga, en nokkur daglega hjá erlendum gestum sem koma til landsins. Smithættan án erlendu gestanna er svo lítil að hún réttlætir ekki nein eða endurnýjuð boð eða bönn sóttvarnarlæknis.
Þetta sýnir vel að mun auðveldara er að koma á bönnu en að afnema þau. Jafnvel þó engin rök mæli lengur með banninu.
Nú er svo komið í sóttvörnum landsins, að opnað skal á smitgáttina með hindrunarlausari komum fólks erlendis frá, en lokað á að landinn megi eiga sínar smitlausu útiskemmtanir um Verslunarmannahelgina.
17.5.2020 | 09:47
Kynferðisleg árás?
Fyrir rúmu ári varð ég fyrir "kynferðislegri árás." Á þeim tíma gerði ég mér hvorki grein fyrir að um árás væri að ræða né eitthvað kynferðislegt.
Ég hafði verslað í kjörbúð á Spáni og þegar ég kom út,sá ég að nokkru á undan gekk ung kona við hækju með tvo innkaupapoka og var í nokkrum vandræðum með að komast leiðar sinnar. Ég bauðst til að halda á pokunum meðan við ættum samleið og var það þegið með þökkum.
Þegar leiðir okkar skildust afhenti ég henni pokana og hún laut þá fram og kyssti mig leiftursnöggt á sitt hvora kinnina. Hún sparn síðan við fótum og snéri sér öndverðri og við gengum hvort sína leið.
Þetta atvik hafði engin áhrif á mig enda gerði ég mér þá ekki grein fyrir að um væri að ræða kynferðislega árás. Ég átti ekki andvökunætur og þurfti hvorki að leita til sálfræðinga eða geðlækna og ber engin varanleg sár á sál eða líkama.
Breska blaðið the Daily Telegraph skýrir frá því í dag, að vörubíll hefði lent í hremmingum við að komast leiðar sinnar undir brú og kona á sjötugs aldri hefði leiðbeint bílstjóranum. Þegar bílinn var kominn framhjá brúnni vatt annar mannanna sem í bílnum var sér út úr bílnum, þakkaði konunni og kyssti hana á kinnina.
Lögreglan í Derbyshire á Englandi lýsir nú eftir vitnum að þessari "kynferðislegu árás" mannsins, sem hefði ekki beðið konuna um leyfi áður en hann kyssti hana á kinnina. Ekki fer sögum af því að konan hafi óskað eftir því að lögreglan hefði afskipti af málinu, en hún gerir það engu að síður, því að miklu skiptir að gæta að lögum og reglum í samfélaginu.
Skáldið kvað á sínum tíma: "Siðferðið síst má án þess vera, en of mikið af öllu má þó gera, of mikið."
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 172
- Sl. sólarhring: 188
- Sl. viku: 2206
- Frá upphafi: 2504993
Annað
- Innlit í dag: 157
- Innlit sl. viku: 2076
- Gestir í dag: 139
- IP-tölur í dag: 139
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson