Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
18.12.2011 | 00:05
Sérkennilegt
Talsmaður Arion banka var spurður um það hvort bankinn hefði verðlagt hlutabréf í Högum of lágt við útboð hluta í félaginu. Talsmaðurinn svaraði í raun þannig að svo hafi verið og miðað sé við einhver mörk hvað það varðar 10-20% minnir mig að hann segði að slíkir hlutir væru boðnir undir áætluðu markaðsvirði. Þá sagði hann að sennilega hafi þetta verið nálægt efri mörkum hjá þeim í Arion.
Sé það svo að strákarnir í Arion hafi áætlað verðmæti Haga 15-20% hærra en ásett verð við hlutafjárútboð þá er það athyglivert mál. Sé sú staðhæfing talsmanns bankans rétt að þetta sé venja, þá er spurning hvenær mótaðist sú venja og hefur hún verið almennt tíðkuð við hlutafjárútboð, hvenær og hvar?
Í annan stað þá þýðir þetta að hluthafar Arion tapa peningum og ríkissjóður tapar peningum. Þeir sem fengu að kaupa mikið eða áttu kauprétt græða mest.
Er það allt í lagi að selja eigur Arion banka á allt að 20% undirverði?
Er það ekki frétt að ríkissjóður verði af hundraða milljóna skattekjum hinna ríku og útvöldu.
Svo virðist miðað við það sem talsmaður bankans heldur fram að það hafi verið meðvituð ákvörðun að hygla kaupendum hlutafjár í Högum og halla á eigendur Arion og ríkissjóð.
Sérkennilegt eða hvað?
16.12.2011 | 18:06
Ný hagfræðikenning
Gylfi Anbjörnsson forseti ASÍ var í síðdegisútvarpinu á Bylgjunni nú síðdegis. Þar var Gylfi spurður hvað það væri sem ylli verðbólgunni. Gylfi svaraði að bragði og sagði: "Það sem veldur verðbólgunni er verðbólgan sjálf"
Þá vitum við það. Verðbólgan er samkvæmt áliti forseta ASÍ sjálfbær og er bæði orsök og afleiðing sjálfs sín.
Hagspekingurinn Gylfi Arnbjörnsson sem er helsti baráttumaður fyrir verðtryggingu lána til neytenda er það þrátt fyrir það að hann telji verðbólguna vera sjálfsprotna.
Skrýtið að þessi meinti hagsmunagæslumaður launafólks skuli sætta sig við, að nú þegar Steingrímur hækkar skatta á brennivíni og tóbaki að þá skuli sú hækkun hækka verðtryggð lán.
Skrýtið? Nei. Gylfi Arnbjörnsson hugsar fyrst og fremst um hagsmuni fjármagnsins. Í fyrsta skiptið er helsti kapítalisti þjóðarinnar Gylfi Arnbjörnsson einnig forseti ASÍ.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.12.2011 | 17:40
Eitraðar innistæður
Því er haldið fram að innistæður í Evrópskum bönkum að upphæð 1.5 trilljón ensk pund séu eitraðar og einskis virði.
Í grein í Daily Telegraph í gær segir að Evrópskir bankar þurfi að losa sig við eitraðar eignir (toxic assets) upp á 1.5. trilljón punda samkvæmt mati endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte sem segir að bankarnir séu með svonefndar non-core og non-performing eignir sem þessu nemur í eignasafni sínu.
Ensku bankarnir err mjög illa staddir og samkvæmt mati endurskoðunarfyrirtækisins þá eru sambærilegar eitraðar eignir í breskum bönum um 460 billjónir enskra punda eða meir en samanlagðar eitraðar eignir í Ítölskum, Írskum og spænskum bönkum. Þýskir bankar koma í öðru sæti með um 447 billjón punda eitraðar eignir.
Þannig er staðan eftir alla björgunarpakkana sem búið er að gefa fjármálastofnunum og vogunarsjóðum frá upphafi bankakreppunar í september 2008. Frá þeim tíma hafa skattgreiðendur verið látnir taka á sig trilljóna punda skuldbindingar Austan hafs og vestan sumir segja milli 3 og 4 trilljón Bandaríkjadala.
Spurningin er til hvers?
Hvaða tilgangi þjónar að henda ennþá meiri peningum í gjaldþrota fjármálakerfi? Borgar sig ekki að stokka upp og byrja upp á nýtt?
Við höfum séð hvernig er að fara hjá okkur, milljarðar og tugir milljarða og meira eru afskrifaðir hjá sumum sem halda öllu sínu og það iðulega í samkeppnisrekstri. En það má ekki gefa neitt eftir af "innheimtanlegum lánum" einstaklinga.
Við ættum að verða fyrst til þess að aflétta skuldakreppunni með því að færa höfuðstóla lána niður miðað við október 2008 og láta síðan leikreglur réttarríkisins og markaðsþjóðfélagsins vinna í stað sértæku lausnana sem búa bara til ójöfnuð. Ef við gerum það þá eigum við bjarta framtíð á meðan Evrópuríkin og Bandaríkin setja meiri og meiri klyfjar á borgarana til að reyna að bjarga vonlausu fjármálakerfi.
25.11.2011 | 18:10
Til hamingju Ögmundur.
Ögmundur Jónasson ákvað taka langtímahagsmuni íslensku þjóðarinnar fram yfir skammtímahagsmuni og hafna sölu á Grímsstöðum á fjöllum til kínversks fjárfestis. Það ber að þakka Ögmundi fyrir að standa einarðlega gegn landssöluáformum Samfylkingarinnar og fara að lögum.
Nú ærist landssöluflokkurinn, Samfylkingin, og hefur í heitingum við Ögmund Jónasson sem situr þó í skjóli formanns Samfylkingarinnar
Einn þingmaður Samfylkingarinnar hótar að hætta að styðja stjórnina. Þá hefur stjórnin ekki lengur þingmeiri hluta. Jóhanna virðist ekki hafa áhyggjur af því. Ef til vill hefur Össur sendiherraembætti eða annað sambærilegt til að kaupa stuðning ef í harðbakkann slær.
Atlaga og heift Samfylkingarinnar gagnvert Ögmundi nú vegna þess að hann hafnaði landssölu er þessu fólki til skammar. Átti ráðherrann að brjóta lög?
En eigum við ekki að athuga að það kann að vera nauðsynlegt að krefjast breytinga á EES samningnum og takmarka mögleika útlendinga á að kaupa stóra hluta landsins?
Þá þarf að vera í landinu ríkisstjórn með landssöluflokkinn Samfylkinguna í stjórnarandstöðu.
23.11.2011 | 12:33
Til varnar verðtryggingunni
Nú hefur forseti ASÍ stigið fram sem fyrsti maðurinn í varnarlínunni fyrir verðtryggingu lána til neytenda. Framsetning hans er óneitanlega sérstök en samkvæmt fréttum þá bendir hann sérstaklega á að vextir af óverðtryggðum lánum hafi almennt verið hærri en af verðtryggðum. Í sjálfu sér ekki fréttir og segja ekkert um gildi verðtryggingarinnar. En betra er að veifa tilgangslausum rökum en engum.
Vextir á verðtryggðum íbúðarlánum húsbréfa Jóhönnu Sigurðardóttir voru hærri en vextir eru almennt í dag Gylfa forseta ASÍ til upplýsingar. En það skiptir ekki höfuðmáli.
Það sem skiptir höfuðmáli er að verðtrygging er óhagkvæmasta tegund húsnæðislána sem neytendum stendur til boða í okkar heimshluta. Það er mergurinn málsins og fjöldi kannana sýna þá staðreynd. En forseti ASÍ vandræðast ekkert með það. Hans viðfangsefni og hlutverk að eigin mati er að standa vörð um hagsmuni fjármagnseiganda á kostnað hins venjulega daglaunamanns.
Er maðurinn ekki á vitlausum stað í tilverunni?
Á ekki ASÍ til að gæta hagsmuna launafólks í landinu?
22.11.2011 | 16:36
Hagkvæm lán til húsnæðiskaupa
Kjarninn í velferðarstefnu Sjálfstæðisflokksins var m.a. að fólki stæði til boða hagkvæm lán til húsnæðiskaupa. Síðasti Landsfundur samþykkti að taka upp þá stefnu á nýjan leik.
Víða hafa fjármálafyrirtæki og fjármagn verið látin hafa forgang. Á þeim forsendum hefur á undanförnum árum og mánuðum verið varið trilljónum dollara til að dæla inn í gjaldþrota banka í Bandaríkjunum, Englandi og víða um Evrópu. Nú örlar á skilningi á því að það þarf að fara aðrar leiðir.
Ríkisstjórn Bretlands hefur nú ákveðið að verja hundruðum milljóna enskra punda til að auðvelda fólki að eignast sína fyrstu íbúð. Ríkið mun samkvæmt þessari stefnu einnig bera áhættuna að hluta af veðlánum á íbúðunum. En ríkisstjórn Bretlands ætlar að gera meira til að auðvelda fólki að eignast íbúðir og vinna að viðunandi íbúðarverði. Með þessum aðgerðum m.a. telur breska ríkisstjórnin best að koma hagvexti á fulla ferð á ný og auka þjóðarframleiðslu.
Það sama á við hér.
Er einhver von til þess að ríkisstjórnin hafi skilning á að láta hagsmuni fólksins ráða meiru en hagsmuni fjármagnseigenda?
21.11.2011 | 12:40
Á Evrópusambandið loftið og loftrýmið?
Í janúar á næsta ári taka gildi nýar reglur Evrópusambandsins sem leggur sérstakt gjald á flug og flugfarþega. Gjaldið er vegna útblásturs fulgvéla.
Álagning gjaldsins mun hækka verð á flugi fyrir neytendur og áætlað er að það muni valda samdrætti í flugi um a.m.k. 3% og fækka störfum við flug að sama skapi.
Þessi gjaldtaka Evrópusambandsins bitnar síst á meginlandsþjóðunum sem ráða Evrópusambandinu, af því að þar getur fólk nýtt sér annan farkost t.d. hraðlestir og bíla. Íslendingar og Bandaríkjamenn eiga ekki annan valkost en að fljúga og kolefnisgjaldtakan bitnar harðast á okkur.
Evrópusambandið neitar að taka tillit til sérstöðu okkar og Commissionin í Brussel telur sig ráða lofti og loftrými hvar sem er. Flugfélög sem innheimta ekki og greiða ekki kolefnisgjaldið verða sektuð og jafnvel bannað að fljúga til Evrópu.
Evrópusambandið tekur ekkert tillit til þess að alþjóða flugmálastofnunin er að þróa alþjóðlegar reglur varðandi útblástur flugvéla. Evrópusambandið fer sínu fram.
Nú hefur Bandaríkjaþing neitað að láta þennan yfirgang Evrópusambandsins yfir sín flugfélög ganga og samþykkt lög þess efnis. Þar benda menn á að flugleiðin milli Chicago og Londin séu 3.963 mílur og einungis um 200 mílur tilheyri loftrými Evrópusambandsins. Í Brussel segja menn að það skipti engu máli ekkert frekar en hvað varðar íslensk flugfélög þar sem meginhluti flugs til London er í íslensku flugrými.
Sú gríðarlega gjaldtaka sem möppudýrin í Brussel hafa ákveðið á flugfélög og flugfarþega er fráleit einkum þegar haft er í huga að heildarútblástur flugvéla á svonefndum gróðurhúsalofttegundum nemur innan við 3% af heildarútblæstri slíkra lofttegunda.
En hvað segja íslensk stjórnvöld við þessu? Eigum við ekki að neita þessari ósvífnu gjaldtöku sem bitnar harðast á okkur af öllum Evrópuþjóðum?
20.11.2011 | 20:26
Höfuðstólar húsnæðislána færðir niður.
Við andstæðingar verðtryggingarinnar sem settum fram kröfur um niðurfærslu höfuðstóla verðtryggðra og gengistryggðra lána og afnám verðtryggingar af neytendalánum höfðum fullan sigur á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Mikill meiri hluti þeirra sem þátt tóku í starfi nefndarinnar sem vann drög að ályktun um fjármál heimilanna voru eindregið á móti verðtryggingunni og kröfðust niðurfærslu stökkbreyttu höfuðstólanna. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður stjórnaði nefndinni af hóflegri hörku og af mikilli prýði.
Ég óttaðist að þegar málið kæmi til afgreiðslu á Landsfundinum mundu andstæðingarnir koma fram af fullri hörku, en það gerðist ekki. Þeir einu sem tóku til máls voru stuðningsmenn ályktunarinnar. Þegar ég flutti mína ræðu og gerði grein fyrir þeim réttlætiskröfum sem við vorum með þá sá ég að yfirgnæfandi meiri hluti fólksins var þessu fylgjandi og við atkvæðagreiðsluna um málið var tillagan samþykkt nánast samhljóða.
Það sem máli skiptir í þessu sambandi er þetta: 110% leiðinni, sem þingflokkurinn hafði samþykkt var vikið brott en samþykkt mun víðtækari aðgerðir með niðurfærslu höfuðstóla verðtryggðu lánanna. Í því sambandi var talað um að miða við vísitölu 1.10.2008. Einnig voru nefndar aðar víðmiðanir sem mundi þýða enn meiri niðurfærslu.
Samþykktirnar eru svohlóðandi m.a:
"Sjálfstæðisflokkurinn vill færa niður höfuðstól verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána."
´"Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að fólki standi til boða hagkvæm lán til húsnæðiskaupa."
"Enn sem fyrr byggir Sjálfstæðisflokkurinn á þeirri meginstefnu að eintaklingar eigi þes kost að rísa frá fátækt til velmegunar á grundvelli framtakssemi og dugnaðar. Framlag samfélagsins til þess á m.a. að vera með þeim hætti að sjá til þess að hagkvæm húsnæðislán séu jafnan í boði fyrir neytendur."
Landsfundur er æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins og nú ríður á að þingmenn flokksins og aðrir trúnaðarmenn taki myndarlega á málum og fylgi þessum samþykktum eftir og beri þær fram til sigurs.
Réttlætið verður að ná fram að ganga að öllu leyti ekki bara á Landsfundinum.
18.11.2011 | 22:31
Skuldir heimilanna. Tillögur á Landsfundi.
Ég hef borið fram eftirfarandi breytingartillögur í nefndinni um Skuldavanda heimilanna á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins:
"Tillaga 1. UpphafSjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á séreignastefnu í húsnæðismálum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur í því sambandi áherslu á að ungt fólk eigi kost á hagkvæmum lánum til húsnæðiskaupa. Séreignastefnan á húsnæði á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði einstaklingana og betri lífskjör. Skattstefnu og gjaldtöku ríkis og sveitarfélaga vegna bygginga eigin húsnæðis verður að stilla mjög í hóf til að auðvelda einstaklingunum að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Tillaga 2. Fjármögnun íbúðarhúsnæðisLandsfundur Sjálfstæðisflokksins krefst þess að skipan húsnæðislána og lána til neytenda verði komið í svipað horf og það er á hinum Norðurlöndunum, Bretlandi og Þýskalandi. Þannig verði verðtrygging af húsnæðis- og neytendalánum afnumin og samkeppni á lánamarkaði fyrir neytendur tryggð. Þess verði gætt að gjald- og vaxtataka lánastofnana verði svipuð og í nágrannalöndum okkar. Þá telur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins brýnt að fram fari skoðun á orsökum þess að lánakjör eru önnur og verri á Íslandi en um ræðir annars staðar í okkar heimshluta. Tillaga 3 Úrvinnsla skulda heimilannaLandsfundur Sjálfstæðisflokksins telur réttlátt að höfuðstóll verðtryggðra lána verði færður til þeirrar viðmiðunarvísitölu sem var í gildi 1.10.2008. Frá 1.10.2008 hefur íbúðarverð lækkað gríðarlega í verði. Á sama tíma hefur verið samdráttur í þjóðarframleiðslu og veruleg rauntekjulækkun. Taka verður tillit til þessara staðreynda og gæta þess að réttlæti ráði ferðinni við úrvinnslu skuldavanda einstaklinga og fyrirtækja. Þannig verði miðað við almennar aðgerðir til að leysa skuldavandann en ekki sértækar. Með sértækum aðgerðum hefur verið og verður búið til ójafnræði milli borgaranna. Með þeirri niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra lána sem hér er lagt til er ekki lengur um forsendubrest að ræða og tryggt er eðlilegt jafnræði fjármagnseigenda og skuldara."
Þetta eru tillögur um almennar aðgerðir varðandi skuldavanda fólksins í landinu í stað þeirra sértæku aðgerða sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hefur gripið til. Tillögur sem leysa ekki vandann, en mismuna hins vegar fólki. Þannig á það ekki að vera og þess vegna verða tillögur til lausnar skuldavandans vegna efnahagshrunsins að vera almennar- mismunun borgaranna gengur ekki.
17.11.2011 | 10:43
Fréttastofa VG ég meina RÚV
Í gær var sagt frá því í kvöldfréttatíma Ríkissjónvarpsins að þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu gengið úr þingsal vegna óánægju með afgreiðslu fjáraukalaga. Það eru nokkur tíðindi og þess vegna talaði þingfréttaritari Sjónvarpsins við fjármálaráðherra, en einhverra hluta vegna engan annan.
Fjármálaráðherra sagði að útganga þingmanna stjórnarandstöðuþingmanna væri vegna Landsfundar Sjálfstæðisflokksins eins og sá flokkur væri einn í stjórnarandstöðu. Ekki komu fram frekari skýringar og stjórnarandstaðan fékk ekki að skýra sitt mál.
Þessi frétt var endurtekin óbreytt kl. 22. Steingrímur J. maðurinn sem mótmæli þingmanna beindust gegn var sá eini sem talað var við.
Þessi fréttamennska RÚV er eins og í einræðisríkjum þar sem tjáningarfrelsi er takmarkað og stjórnvöld stjórna fjölmiðlum. Í þessu tilviki hefði verið mikilvægt að ræða við leiðtoga stjórnarandstöðunnar vegna þess að það er ekki á hverjum degi sem stjórnarandstaðan velur þennan kost.
Sérstök fréttastofa Vinstri grænna hefði ekki afflutt fréttir með betri hætti fyrir Steingrím J en fréttastofa RÚV gerði í þessu tilviki. En það er því miður ekki í fyrsta skipti.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 244
- Sl. sólarhring: 607
- Sl. viku: 3274
- Frá upphafi: 2605865
Annað
- Innlit í dag: 241
- Innlit sl. viku: 3085
- Gestir í dag: 238
- IP-tölur í dag: 235
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson