Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
12.1.2022 | 10:06
Straumrof
Ég las grein í þýsku dagblaði í gær um stöðu orkumála í Þýskalandi. Þar hefur stjórnmálastéttin verið með hjarðhegðun pólitísku veðurfræðinnar og barist fyrir hröðun svokallaðra "orkuskipta" sem er tískuorð stjórnmála í dag, með þeim afleiðingum að fjórða stærsta viðskiptaveldi heims, Þýskalandi býr nú við alvarlegan orkuskort og er auk þess komið upp á náð og miskun Pútín í orkumálum.
Vítt og breitt í Evrópu Evrópusambandsins með alla sína orkupakka horfir fólk fram á gríðarlegar hækkanir á raforku, orkuskort og tíðari straumrof vegna þess, að stjórnmálastéttin hefur neitað að horfast í augu við raunveruleikann í orkumálum og stundað bullpólitík meintrar hamfarahlýnunar eins og furðumaðurinn Boris Johnson gerði fyrir loftslagsráðstefnuna í Glasgow í haust.
Velferð og atvinna í löndum eins Íslandi og Þýskalandi byggjast á því m.a. að til sé næg ódýr orka til að atvinnulífið geti gengið og hægt sé að ráðast í gróskumikla nýsköpun. Skólar, sjúkrahús, tölvufyrirtæki ekkert síður en fiskvinnslufyrirtæki og stóriðja byggja tilveru sína og framfarasókn á því að það sé til næg orka.
Vera Vinstri grænna í ríkisstjórn á Íslandi hefur leitt til þess, að í fyrsta skipti svo árum skiptir er ekki til næg orka í landinu og grípa verður til skömmtunar. Samstarfsflokkarnir geta ekki heldur firrt sig ábyrgð. Þessvegna hefði verið betra að gefa Vinstri grænum frí þetta kjörtímabil til að hægt væri að sinna mikilvægustu málum eins og orkumálum af viti.
Það er mikilvægt að stjórnmálafólk hugi að velferð eigin borgara og láti gæluverkefni grænna lausna og orkuskipti bíða þess tíma,að þau geti verið raunhæfur valkostur til að tryggja atvinnu og velferð. Meðan þessi valkostur er ekki fyrir hendi, þá bjóða stjórnvöld upp á versnandni lífskjör og atvinnuleysi með stefnu sinni.
Slíka ríkisstjórn orkuskortsins er ekki hægt að styðja. Sjálfstæðismenn á þingi og í ríkisstjórn þurfa að taka þessi mál föstum tökum með eða án Vinstri grænna. Það er ekki hægt að bíða lengur.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2021 | 20:23
Orkuskortur
Landsvirkjun og Landsnet geta ekki svarað þörfum markaðarins á Íslandi fyrir raforku. Hvernig í ósköpunum skyldi standa á því?
Forstjóri Landsvirkjunar segir, að það sé m.a. vegna þess hve lítið hefur ringt á Íslandi. Sem minnir mig á það að fyrrverandi Iðnaðar og orkumálaráðherra fyrir margt löngu dr. Gunnar Thoroddsen sagði að ekki þyrfti að óttast orkuskort meðan það rigndi á Íslandi.
Úrkoma sunnanlands hefur verið með mesta móti allt þetta ár og þó þurkar hafi veri á Norðausturlandi, þá ætti það ekki að setja orkukerfið á hliðina og leiða til skömmtunar á rafmagni.
Hvað þá heldur þegar Landsvirkjun gengst aftur og aftur fyrir því að kanna hagkvæmni þess að selja raforku úr landi á grundvelli regluverks EES, sem mundi að sjálfsögðu leiða til mun hærra orkuverðs til neytenda á Íslandi og enn frekari orkuskorts.
Einfalda staðreyndin er sú, að VG hafa staðið gegn virkjunum í landinu. Mikil verður ábyrgð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, ef þeir láta VG ráða för í þessu efni.
Núna þarf að hrinda framkvæmd vinnu við vatnsaflsvirkjanir,sem allra fyrst, t.d. það sem er óvirkjað í neðri hluta Þjórsár. Ódýrar hagkvæmar virkjanir, sem valda litlu raski. Sérkennilegt að VG skuli almennt vera á móti vistvænni orkuöflun með vatnsaflsvirkjunum.
Það rignir nóg á Íslandi og það er ekki rigningunni að kenna heldur mistökum í stjórnkerfinu að það þurfi að skammta rafmagn í landinu eða nota olíu til orkuframleiðslu í stað vatnsafls.
2.12.2021 | 09:46
Megrum báknið
Opinberu starfsfólki hefur fjölgað um 9 þúsund manns á 4 árum. Á sama tíma hefur störfum í einkageiranum fækkað og þau eru nú færri en störf hjá hinu opinbera.
Á miðöldum var talið að það þyrfti 9 bændabýli, til að standa undir kostnaði af einum riddara. Furstar og kóngar þurftu því að gæta hófs í riddaravæðingu.
Hvað skyldi þurfa mörg störf í einkageiranum til að standa undir þessari fjölgun opinberra starfa? Þegar störf í einkageiranum eru orðin færri en störf hjá honu opinbera liggur þá ekki ljóst fyrir, að báknið er orðið allt of stórt og tekur of mikið til sín.
Það er því brýnt, að leita leiða til að megra kerfið. Fyrsta skrefið gæti fjármálaráðherra stigið með því að skipa hóp fólks sem klárar verkefni, til að fara yfir það með hvaða hætti mætti ná fram sem mestri megrun kerfisins, þannig að báknið þyrfti undan að láta. Verði það ekki gert eða jafnvel gripið til enn róttækari aðgerða, verður ríkissjóður ekki sjálfbær og góð fjárhagsstaða ríkissjóðs breytist í slæma fyrr en varir.
Forsenda bættra lífskjara og hagsældar í landinu er báknið burt.
24.11.2021 | 18:28
Vinstri græn ríkisstjórn í Þýskalandi.
Umferðaljósaríkisstjórnin í Þýskalandi kölluð svo, af því að flokkslitir þeirra sem mynda hana eru rauður, gulur og grænn.Sósíaldemóktar, Frjálsir demókratar og Græningjar.
Lengi var beðið eftir því að sjá hvað þessir flokkar gætu komið sér saman um og þá helst hvað Frjálsir demókratar væru tibúnir að kokgleypa, en þeir eru lítill hægri flokkur, sem þyrstir svo mjög að komast í ríkisstjórn, að þeir kokgleyptu allt nema skattahækkanir.
Stefna nýju ríkisstjórnarinnar er einu orði sagt skelfileg þannig stefnir hún á að:
Gera betur við hælisleitendur og leyfa þeim að flytja fjölskyldur sínar til sín. Þetta fólk hefur ekkert lært af afleik Merkel 2015. Þýskaland mun fá nýja holskeflu fólks,sem að stórum hluta ætlar sér að lifa á velferðarkerfinu.
Annað stórmál er enn meiri kolefnisjöfnun, ávísun á hækkað orkuverð og sterkari tök Rússa.
Í þriðja lagi lækkun kosningaaldurs í 16 ár.
Í fjórða lagi lögleyðing á kannabis, sem gerir Þýskalandi að stærsta markaði með fíkniefni í heiminum.
Þýska hagkerfið er í verulegri lægð. Nýja ríkisstjórnin virðist ætla sér að stefna að því að það fái falleinkun.
Vart við öðru að búast af núverandi hugmyndafræðingum sósíaldemókrata í Þýskalandi. Heldur betur viðsnúningur frá mönnum eins og Helmut Schmit og Gerhard Schröder,sem gættu þess að byggja Þýskaland upp sem efnahagsveldi í stað þess að leggja upp með vinstri pópúlíska vitleysu eins og ríkisstjórn sósíalistans Olaf Scholz ætlar sér greinilega að gera.
25.9.2021 | 11:22
Sérkennileg skattastefna Framsóknar
Leiðtogaumræðurnar í sjónvarpinu í gærkvöldi voru vægast sagt rislitlar. Eitt kom þeim sem þetta ritar sérstaklega á óvart, en það voru hugmyndir sem formaður Framsóknarflokksins reifaði um skattastefnu Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi boðaði einhverskonar háskattastefnu á þá sem gengur vel í atvinnurekstri. Þannig að færi hagnaður fyrirtækja umfram ákveðið mark, sem formaðurinn var ekki með á hreinu hvað væri, þá ætti að skattleggja viðkomandi sérstaklega þannig að helst væri að skilja, að lítið sem ekkert sæti þá eftir af hagnaðinum.
Hugmyndir sem þessar hafa iðulega komið upp, en jafnan hefur verið fallið frá þeim, þar sem þær leiða yfirleitt til þess, að vegið er í raun að hugmyndafræði frjálsrar samkeppni og markaðshyggju og skekkja samkeppnisaðstöðu fyrirtækja.
Alla útfærslu vantaði þó hjá Sigurði Inga um það hvernig þetta ætti að vera. En aðalatriðið er það, að með þessu er Sigurður Ingi í raun að boða þá stefnu Framsóknarflokksins, að auka skattheimtu og láta hana vera valkvæða þannig, að þeir sem skara framúr skuli bera þyngri skattbyrði en aðrir eftir síðari tíma geðþóttaákvörðunum stjórnmálamanna.
Íslenskir stjórnmálamenn þurfa heldur betur að vinna tillögur sínar um það hvernig þeir ætla að leggja ofurskatta á þjóðina en Sigurður Ingi hefur gert miðað við orð hans í leiðtogaumræðunum í gær.
21.9.2021 | 09:15
Er nóg til?
Ríkasti maður heims um næstliðin aldamót John D. Rockefeller var spurður að því af blaðamanni á sjötugsafmælinu sínu hvað hann þyrfti mikið meira til að hafa nóg. Rockefeller svaraði. Bara örlítið meira "Just a little bit more"
Forseti ASÍ telur hinsvegar að nóg sé til svo auka megi millifærslur og hækka hverskyns styrki í þjóðfélaginu jafnvel þó ríkissjóður sé rekinn með umtalsverðum halla og við séum fjarri því að vera ríkust í heiminum eins og Rokcefeller var.
Forseti ASÍ dansar ekki ein þennan dans ímyndunarinnar. Forustumenn allra stjórnmálaflokka dansa með henni í aðdraganda kosninganna. Fréttastofu RÚV hefur auk heldur verið með fastan þátt í hverjum fréttatíma í rúm 12 ár sem gæti heitið ég eða við eigum svo bágt að stórauka verður framlög ríkisins til mín eða okkar. Sérkennilegt ef nóg er til.
Af hverju er ekki hægt að ráðast í mörg brýn verkefni fyrst nóg er til. Já og hvers vegna er ríkissjóður rekinn með hundraða milljarða halla ef nóg er til.
Getur verið að svo sé komið fyrir íslensku stjórnmálastéttinni og fréttaelítunni sem og verkalýðshreyfingunni, að þeir hópar séu ófærir um að taka á málum eða tala um þau út frá öðrum viðmiðunum en raunveruleikaheimi Lísu í Undralandi.
19.9.2021 | 10:48
Neyðarástandið
Þýski heimspekingurinn Shcopenhauer sagði í bók sinni "Die Kunst Recht zu Behalten" eða listin að vera réttu megin, að það væri engin skoðun, svo vitlaus, sem fólk mundi ekki auðveldlega snúast til fylgis við ef hægt væri að sannfæra það um að hún væri almennt viðurkennd rétt.
Viðreisn vill lýsa yfir neyðarástandi vegna hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum. En hver er neyðin? Hvar eru vandamálin annarsstaðar en í ítrekuðum skýrslum loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, IPCC, sem RÚV túlkar sem heilagan sannleika.
IPCC hefur gefið út skýrslur um hamfarahlýnun síðustu áratugi. Ályktanir þeirra hafa ítrekað reynst rangar auk þess sem þar á bæ hefur staðreyndum verið hagrætt og þær jafnvel falsaðar eins og átti sér t.d. stað árið 2009. Reynt var þá og reynt er enn að þagga þær staðreyndir niður og IPCC heldur áfram í sama farinu enda löngu komið út fyrir eðlilega vísindalega nálgun og hefur breyst í pólitíska áróðursstofnun.
Allt fárið í kringum hnattræna hlýnun,sem er ötullega studd t.d. af Indlandi og Kína sem hafa verið að auka stórkostlega framleiðslu á gróðurhúsalofttegundum síðustu 30 ár snýst að meginstefnu um að koma gríðarlegum fjármunum frá Vesturlöndum til mengunarlandanna eins og t.d. Kína og Indlands.
Í bók sinni "An appeal to reason a cool look at global warming" segir Nigel Lawson fyrrum fjármálaráðherra Breta, að það séu framkvæmdaaðilar í Indlandi og Kína sem hafi grætt þúsundir milljóna dollara á að byggja verksmiðjur, sem hafi þann eina tilgang að framleiða gróðurhúsalofttegundir, svo að viðskiptaaðilar Carbon aflátsbréfa á Vesturlöndum borgi fyrir að draga úr losuninni. Þetta er eitt dæmi en þau eru mörg enda eru stórkapítalistarnir orðnir helstu talsmenn aukinnar skattheimtu og greiðslna Vesturlanda til mengunarsóða í svokölluðum þróunarlöndum og hirða síðan vænar summur eftir að auðtrúa almúginn á Vesturlöndum hefur fallist á að skattleggja sjálfan sig í átt til fátæktar til að þjóna hagsmunum kauphallarfursta og ofurmilljarðamæringa.
Pólitíska viðfangsefnið hér á landi ætti að vera að spurt yrði spurninga eins og þeirra, hvort það sé afsakanlegt eða rétt, að við greiðum yfir 50 milljarða á næstu árum til einhvers sem á að hafa áhrif á loftslagið í heiminum? Er afsakanlegt að skattleggja fólk í þessu skyni á grundvelli einhvers sem er ekki brýnast að bregðast við hvað sem öðru líður? Er afsakanlegt að við skattleggjum neytendur með því að hækka vöruverð vegna aðgerða í loftslagsmálum? Hvernig er hægt að vinna gegn fátækt með slíkri stefnu? Hvernig er hægt að auka og bæta lífsgæðin í landinu með slíkri stefnu?
Þetta eru allt spurningar sem stjórnmálamenn ættu að gaumgæfa og taka afstöðu til sem og kynna sér málin áður en þeir taka þátt í margradda áróðri fjölþjóðafyrirtækja og helstu mengunarsóðanna. Áttar fólk sig virkilega ekki á því hvað er að gerast þegar svo lítið og einfalt dæmi sé tekið, þegar Landsvirkjun er orðið að Carbon sóðafyrirtæki og græðir milljarða á því að selja aflátsbréf.
Telur fólk að það sé virkilega einhver vitræn glóra í að skattleggja okkur í átt til fátæktar vegna meintrar hnattrænnar hlýnunar og gera raunverulegum framleiðslufyrirtækjunum stöðugt erfiðara fyrir en það gæti leitt til stórfellds efnahagshruns á Vesturlöndum í nánustu framtíð og aukið raunverulega fátækt.
Hlýjasta árið til þessa var 1934
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2021 | 14:59
Sölutrygging
Sala á hlutabréfum í Íslandsbanka tókst vonum framar og á að skila ríkissjóði 48 milljörðum. Skv. Viðskiptablaðinu mun þó eitthvað hvarnist af þessum söluhagnaði.
Blaðið tilgreinir að sölutryggingarþóknu sé 1.4 milljarðar og áætlað er að kostnaður bankans við sölunaog þóknanir muni nema um 750 milljónum.
Ríkissjóður greiðir þá beint og óbeint 2.150.000 auk hugsanlega einhvers sem er ótalið enn. Tveir milljarðar eru mikið fé og óneitanlega vekur það athygli að jafn einfalt útboð eins og hér var um að ræða skuli kosta útboðsaðila á þriðja milljarð króna.
Ljóst er að hér er vel í lagt og nauðsynlegt að fá upplýst hverjir fengu þá fjármuni sem um ræðir og hvort um eðlilega verðlagningu geti verið að ræða. Eða skiptir það e.t.v. engu máli. Já og af hverju þurfti að sölutryggja og borga fyrir það 1.4 milljarða?
16.6.2021 | 10:46
Færri fiskar úr sjó
Hafrannsóknarstofnun krefst þess að 13% færri þorskar verði dregnir úr sjó á næsta fiskveiðiári. Verði farið að tillögunum dragast tekjur í sjávarútvegi gríðarlega mikið saman og þjóðartekjurnar sem því nemur.
Um árabil voru veidd árlega á Íslandsmiðum tæp 500 þúsund tonn af þorski. Ýmsir fiskifræðingar töldu það algjöra ofveiði. Í skýrslu 1966 hvetur þáv. forstöðumaður Hafrannsóknarstofnunar til víðtækrar friðunar vegna algjörrar ofveiði á þorski. Ekki gekk það eftir og svartari og svartari skýrslur komu í kjölfarið, þó veiðin væri samt sem áður góð. Svo fór þó, að löggjafinn féllst á það árið 1983 að sjávarútvegsráðherra gæti ákveðið skiptingu hámarksafla á árinu 1984. Kvótakerfið varð til.
Kvótakerfið var til og hefur staðið með breytingum frá þeim tíma og valdið gríðarlegri auðsöfnun þeirra, sem nutu úthlutunar ríkisins á þjóðarauðlindinni og misskiptingu auðs.
Kvótaúthlutuninni má að mörgu leyti líkja við það, að ákveðið hefði verið að Íslandsbanki yrði einkavæddur og þeir sem væru inn í bankanum við lokun kl. 17. þ. 15.maí 2021 ættu bankann, án þess að þurfa að leggja nokkuð fram.
Forsenda kvótakerfisins árið 1984 og síðar er sú, að með þeirri vísindalegu nálgun sem til væri hjá Hafrannsóknarstofnun yrði veiðum stillt í hóf svo að nýliðun þorsks yrði meiri og meiri. Við værum með því að takamarka veiðarnar að byggja upp eins konar bankareikning þar sem vaxtatölurnar yrðu ævíntýralega háar með stigvaxandi þorskafla þegar fram í sækti. Allt hefur þetta reynst rangt. Aflinn hefur alla tíð frá því að kvótakerfið var tekið upp verið minni en hann var fyrir daga kerfisins.
Þegar fólk lemur ítrekað höfðinu við steininn og fær alltaf þá sömu útkomu, að því verður illt í höfðinu við þann árekstur mætti ætla að flestir mundu átta sig á, að það væri ekki farsælt að halda áfram að berja höfðinu við steininn. En ráðamenn þjóðarinnar gera það samt.
Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur ítrekað haldið því fram, í ræðu og riti, að beita þurfi öðrum aðferðum og veiða meira og með því mundi stofnstærðin aukast. Þau sjónarmið styður hann líffræðilegum og fiskifræðilegum vísindasjónarmiðum.
Þegar nú blasir enn og aftur við, að hugmyndafræðin á bakvið núverandi hömlur á veiðar og forsendur kvótakerfisins er röng, er þá ekki rétt, að breyta um stefnu.
Spurning er um hvort íslenskir stjórnmálamenn átti sig á mikilvægi þessa máls. Það ætti að verða helsta viðfangsefni stjórnmálanna við næstu þingkosningar þar sem svo gríðarlegir hagsmunir eru í húfi á sama tíma og nauðsynlegt er að þjóðarsátt náist um skipulag fiskveiða og útdeilingu fiskveiðiréttinda í framtíðinni.
31.5.2021 | 17:26
Skiptir EES máli í íslenskri pólitík?
Birgir Örn Steingrímsson er eini frambjóðandinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem gerir valdaframsal Íslands til Evrópusambandsins að umtalsefni. Hann hefur bent á regluverk bandalagsins, sem reynt verður að troða upp á okkur með sama hætti og þriðja Orkupakkanum, en það mun jafnvel koma í veg fyrir að við höfum sama aðgengi og í dag að alþjóðlegri fjölmiðlun.
Birgir benti á, að nú væri spurning hvort Alþingi mundi samþykkja tilskipun Evrópusambandsins um þessi mál þegjandi og hljóðalaust og draga þar með úr frelsi borgaranna.
EES hefur tekið breytingum frá því að við gerðumst aðilar. Það sem vakti fyrir ráðamönnum við inngönguna var fyrst og fremst að Ísland yrði aðili að sameiginlegum markaði Evrópu. Önnur atriði fylgdu. Í sumum tilvikum gerðu íslendingar fyrirvara, en þeir hafa ekki haft neina þýðingu vegna slappleika okkar.
Það var aldrei vilji þjóðarinnar, að þvingað yrði upp á Ísland margvíslegum reglum af hálfu Evrópusambandsins, sem íslenski löggjafinn mundi síðan kokgleypa án athugasemda og helstu stjórnmálamenn þjóðarinnar yppta öxlum og segja við þessu verður ekkert gert Evrópusambandið ræður þessu.
En það er ekki svo. Við afsöluðum ekki löggjafarvaldinu algjörlega við inngöngu í EES eins og raunar annar frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, Arnar Þór Jónsson héraðsdómari,sem er í framboði í SV kjördæmi, hefur bent skilmerkilega á í frábærum greinum í Morgunblaðinu undanfarin misseri.
Þeir Birgir og Arnar láta sér annt um fullveldi þjóðarinnar og hafna því,að valdaframsalið til Brussel með EES samningnum sé algjört.
Stöðugar kröfur valdsherrana í Brussel til Íslands um að lúta þeim í einu og öllu sýnir, að nauðsynlegt er að spyrna við fótum og gera kröfu um endurskoðun EES samningsins með það að markmiði, að tryggja fullveldi Íslands svo sem kostur er.
Birgir Örn Steingrímsson á þakkir skildar fyrir að benda á nauðsynlegar staðreyndir varðandi ofurvald Evrópusambandsins. Í prófkjörinu. Hann er ekki með kosningaskifstofu eða dýrar auglýsingar. Hann er hugsjónamaður, sem gefur kost á sér til að koma á framfæri sjónarmiðum, sem varða heill og sjálfstæði Íslands. Fyrir það á hann skilið stuðning þeirra, sem sætta sig ekki við að Evrópusambandið troði öllum sínum tilskipunum upp á okkur án þess að ráðamenn þjóðarinnar spyrni við fótum.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 223
- Sl. sólarhring: 272
- Sl. viku: 2544
- Frá upphafi: 2506306
Annað
- Innlit í dag: 207
- Innlit sl. viku: 2374
- Gestir í dag: 198
- IP-tölur í dag: 195
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson