Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
15.3.2023 | 06:35
Samtökin sem brugðust
Litið var á Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) sem virðingaverðustu stofnun heims árið 1945 eftir að sigurvegarar síðara heimsstríðs, Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin stóðu að stofnun SÞ. Væntingar til þessa nýja þjóðabandalags þjóða heims voru miklar.
Framan af stóðu SÞ sig að mörgu leyti vel. Í dag eru þær klúbbur 193 þjóðrikja, sem hópa sig saman í mismunandi hópa til að koma á framfæri eða ýta undir mismunandi skaðlega hagsmuni.Allt í nafni friðar og mannréttinda.
Stórþjóðirnar fara samt sínu fram og hafa alltaf gert með neitunarvald að vopni ef annað bregst.
Þrátt fyrir að Sameinuðu Þjóðirnar hafi haft þá ímynd að vera fjölþjóðleg stofnun, sem sinnti siðrænum verkefnum og viðhorfum þá hefur það breyst. Ágætur maður orðaði það svo, að SÞ væri bandalag verstu ríkja heims, sem ættu það sameiginlegt að vera andstæðingar Vesturlanda og semja endalausar ályktanir um minnsta bleðilinn fyrir botni Miðjarðarhafsins, Ísrael.
Mannréttindi hjá SÞ. eru ekki algild heldur gilda aðrar reglur fyrir Íslömsku ríkin. Mannréttindaráð SÞ er síðan sér kapítuli, en þar sitja m.a. Kína, Venesúela, Pakistan, Sómalía og Eritrea flottur félagsskapur það.
SÞ. skiptir sér ekki af því að mannréttindi kvenna séu fyrir borð borin í stórum hlutum heimsins og hafa ekki skoðun SÞ. á beinu og óbeinu þrælahaldi í Saudi Arabíu og Flóaríkjunum.
Því miður eru SÞ í dag dæmi um von, sem brást og samtökin geta ekki komist upp úr því hjólfari meðan hnignun Vesturlanda er slík, að þau eru ekki tilbúin til að standa vörð um þau gildi, grunnhugsjónir og framtíðarsýn framfara og hagsældar. Slíka yfirsýn höfðu þeir gerðu Churchill forsætisráðherra Breta og Franklin Delano Roosevelt Bandaríkjaforseti á þeim tíma sem síðara heimsstríð var háð sem harðast fyrir tæpum 100 árum.
Meðan innihaldið skortir verða SÞ. aldrei annað en vondar umbúðir allt of oft til hagsbóta fyrir þá sem síst skyldi.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2023 | 09:15
Hinn glöggskyggni framkvæmdastjóri
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna(SÞ), öfgasósíalistinn Antonio Guterres, sem setti fjárhag Portúgal á hausinn sem forsætisráðherra skrifaði furðulegan samsetning á alþjóðlega baráttudegi kvenna fyrir nokkru.
Hann sagði: að það tæki 300 ár að ná fullu jafnrétti kynjana.(en láðist að segja hvort það yrði fyrir eða eftir hádegi þann dag) Þá talaði hann um ginnungagap milli kynjana í vísinda og tæknigreinum. "Kísildalir heimsins ættu ekki að verða dauðadalir kvennréttinda" Síðan sagði frkv.stjórinn að konur á netinu sættu kynferðislegri orðræðu og árásum.
Athyglisvert að frkv.stjórinn skuli nefna tækningreinar sem helsta vandamál varðandi kvennabaráttu, þar sem hennar verður hvað síst vart. Hann nefnir ekki stöðu kvenna í Íslamska heiminum, þar sem konum er iðulega meinað að vinna og sækja sér menntun. Hann nefnir ekki stöðu kvenna víða um Afríku og Asíu þar sem réttindi þeirra eru einskis metin og víðtækt mannsal og nánast þrælahald á sér stað.
Miðað við aðstæður eru þessi orð aðalframkvæmdastjórans algert bull en honum ekki til mikillar skammar umfram það sem hann hefur þegar áunnið sér.
Við hverju er að búast af manni, sem er búin á embættisferli sínum að gera eitt land nánast gjaldþrota. Hefur leitt algjöra hnignun SÞ á sínum embættisferli og gerði barnið Grétu Túnberg að leiðtoga lífs síns og helsta vísindagúru í loftslagsmálum.
Einu baráttumála þessa manns er að vandræðast við Vesturlönd,að þau dragi ekki nógu mikið úr kolefnislosun og borgi ekki nógu mikla peninga til þróunarlandanna eins og t.d. Kína.
Þá hamast hann á því að reyna að troða sem flestum svonefndum hælisleitendum inn í Evrópu, en fer ekki fram á að löndin sem taka ekki við neinum slíkum eins og t.d. Saudi Arabía, Japan og Kína sýni einhvern lit.
Það er ekki hægt að bjóða upp á það að frkv.stj. SÞ bulli um málefnin eins og hann gerir. En af því að bullið er svo augljóst varðandi orð hans um réttindabaráttu kvenna, þá er nauðsynlegt að vekja athygli á þeim til að fólk sjái hvað lítið þessi maður hefur í raun fram að færa.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2023 | 10:13
Bregðumst við.
Hælisleitendur streyma til landsins sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir að Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi á landamærunum, hefur Alþingi ekki afgreitt frv.til breytinga á útlendingalögum, sem lagar þó málið ekki nema örlítið. Fjarri því nóg.
Afgreiða átti útlendingalögin fyrir jól, en nú ársfjórðungi síðar eru þau enn óafgreidd, þrátt fyrir að brýna nauðsyn beri til að afgreiða þau strax.
Brýnt er líka að breyta ákvæðum um kærunefnd útlendingamála,svo að lögfræðilega hæf fagnefnd starfi í þeim málaflokki í stað aðila sem m.a. eru tilnefndir af aðilum sem berjast fyrir opnum landamærum og bitlingaliði. Hæstiréttur ætti að skipa 3 nefndarmenn og 3 til vara í kærunefndina og formaður hennar ætti að vera fyrrverandi eða núverandi dómari.
Slysið varðandi hælisleitendur frá Venesúela hefði aldrei gerst, ef kærunefnd útlendingamála hefði verið þannig skipuð.
Á þessu ári gæti svo farið að álíka margir kæmu til að sækja um aljþóðlega vernd á Íslandi og nemur íbúum Vestfjarða. Hvaða glóra er í því að ætla fámennri þjóð, að taka víð slíkum fjölda.
Við verðum strax að grípa til ráðstafana,sem eru mun víðtækari en breytingartillögur við útlendingafrumvarpið kveða á um. Annars tvöfaldast útgjöld vegna hælisleitenda á stuttum tíma og álag á mikilvægustu innviði landsins verður okkur um megn nema með því að skerða verulega þjónustu til fólksins í landinu.
Ekki er samstaða innan ríkisstjórnarinnar til að bregðast við eins og verður að gera þegar þjóð verður fyrir viðlíka innrás og við höfum orðið fyrir. Þar sem það liggur fyrir og hér er um brýnt mál að ræða þarf að gefa þjóðinni kost á því að segja álit sitt á því hvort hún vill gefast upp sem þjóð eða verja landamærin.
Sérhver þjóð, sem vill viðhalda sjálfstæði sínu og menningu ver eigin landamæri. Erum við tilbúin til þess?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2023 | 08:45
Óþægilegar staðreyndir
Þegar viðskiptabann á Suður Afríku var til umræðu á Alþingi fyrir margt löngu, lagðist ég gegn því stjórnarfrumvarpi og fékk að sjálfsögðu bágt fyrir sem stjórnarþingmaður að skerast úr leik. Ég taldi að þær refsiaðgerðir mundu bitna mun harðar á almenningi en stjórnvöldum landsins.
Margaret Thatcher sagði varðandi refsiaðgerðir og viðskiptabann á Suður Afríku, að þær virkuðu sjaldnast eins og þeim væri ætlað að gera. Viðskiptaþvinganir auka á fátækt og/eða örbirgð almennings og megna sjaldnast að koma sitjandi stjórnvöldum frá völdum. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti tók í sama streng. Ég var því í notalegum félagsskap þó að þessar skoðanir mínar þættu fordæmanlegar á meðal félaga minna í Sjálfstæðisflokknum.
Frá því að Vesturlönd beittu Suður Afríku refsiaðgerðum, höfum við mörg fleiri dæmi eins og t.d. Írak á valdatíma Saddam Hussein, þar sem viðskiptabann olli m.a. gríðalegum ungbarnadauða, en hafði engin áhrif á Saddam. Íran er annað dæmi, þar sem klerkaræðið er enn við lýði þrátt fyrir langvarandi viðskiptabann og aðrar refsiaðgerðir.
Ein ástæða þess að viðskiptaþvinganir virka ekki er að þær bitna iðulega verr á þann sem beitir þeim, en þann sem verður fyrir þeim. Fáir eru til lengri tíma tilbúnir til að fórna til langframa spón úr eigin aski.
Nú eru Rússar beittir harkalegum refsiaðgerðum skv. því sem forustumenn vestrænna ríkja halda fram. Refsiaðgerðirnar hafa þó mun minni áhrif en ætlað hefur verið.
Þó að refsiaðgerðir Vesturveldanna hafi slæm áhrif á efnahag Rússa, þá reiknar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samt með því að þjóðarframleiðsla Rússa hafi vaxið á árinu 2022. Á sama tíma drógst þjóðarframleiðsla Bretlands saman.
Kínverjar og Indverjar kaupa jarðefnaeldsneytið af Rússum, sem annars hefði verið selt til Evrópu og vestrænar vörur koma bakdyramegin til Rússlands í gegnum t.d. Tyrkland og Armeníu.
Ýmsir mikilvægir vöruflokkar eru undanskildir refsiaðgerðunum t.d. áburður og ákveðnir málmar. Rússar framleiða um fjórðung til fimmtung af öllum tilbúnum áburði í heiminum og stjórnvöld í Bandaríkjunum sögðu að það gæti haft hræðileg áhrif á fæðuöryggi í heiminum og matvælaverð ef áburðurinn væri ekki undanskilinn.
Þessvegna þrátt fyrir að Bandaríkin séu það land, sem veitir mestan stuðning til Úkraínu með vopna- og peningasendingum, þá flæða ýmsar rússneskar vörur áfram inn á Bandaríkjamarkað. Svo notuð séu orð Biden forseta eru Bandaríkjamenn því að viðhalda og styrkja stríðsvél Pútín með því að halda áfram viðskiptum við Rússa á þeim sviðum, sem þeim þóknast. Þessi tvöfeldni Bandaríkjanna er eftirtektarverð. Þeir halda áfram að fæða stríðsvél Rússa á sama tíma og þeir senda peninga, skriðdreka og orustuþotur til Úkraínu.
Bandaríkin mótuðu reglurnar um refsiaðgerðir gegn Rússum og þar voru smugur til að þeir gætu haldið verðmætustu viðskiptum sínum áfram við Rússa þó krummaskuðafólk á Íslandi njóti ekki þess hagræðis og verði af milljarða tekjum árlega.
Tvöfeldni Bandaríkjanna og skortur á stefnumótun Vesturveldanna í Rússnesk/Úkraínska stríðinu og hugmyndir um hvernig beri að ljúka því og ná fram friði er ámælisverð og sorgleg.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2023 | 07:24
Er Úkraína að vinna stríðið við Rússa?
Í grein í DT í gær skrifar Richard Kemp fótgönguliðsforingi um stríðið í Úkraínu einu sinni sem oftar. Í greininni koma fram mikilvægar upplýsingar og hugleiðingar.
Bent er á að Rússar séu nú undirbúnir undir að sækja fram eftir að Úkraínumenn hafi unnið sigra fyrir nokkru síðan í Kharkiv og Kherson. Hann segir að síðustu vikur hafi verið þær blóðugustu í stríðinu til þessa, þar sem báðir aðilar hafi orðið fyrir miklu mannfalli. Fólk þurfi samt að búa sig undir að það eigi bara eftir að versna.
Varnarmálaráðherra Úkraínu Oleksii Reznokov segir að Rússar hafi þegar undirbúið a.m.k. 300.000 og allt að hálfri milljón hermanna, sem þeir séu að senda á vígstöðvarnar í Úkraínu til að undirbúa stórsókn innan skamms.
Þá segir greinarhöfundur,að þó Úkraínumenn hafi verið að byggja upp herinn með nútíma hertólum sem séu gefin frá Vesturlöndum, þá hafi Rússar margfalt fleiri hermenn og raunar fleiri en þegar innrásin hófst fyrir ári síðan. Rússar eigi mikið af vígtólum og vígtólaverksmiðjur Pútín framleiði ný vígtól og þær séu í gangi allan sólarhringinn.
Greinarhöfundur segir að fram að þessu hafi viðhorfið á Vesturlöndum verið, að Úkraínumenn væru með þægilegum hætti að vinna fullnaðarsigur á Rússum, en rauveruleikinn sé flóknari en það. Hvor aðilinn um sig í þessu stríði hafi misst sem fallna eða særða allt að 120.000 manns, en það bendi ekki til þess að Úkraína sé að vinna sigur og verri hlutir eigi eftir að gerast. Nú ráði Rússaher yfir margfalt fleiri hermönnum.
Greinarhöfundur bendir líka á, að Rússaher hafi staðið sig með endemum illa í upphafi stríðsins og nefnir þar mörg atriði, en skýrslur frá Úkraínumönnum núna bendi til þess að Rússar hafi lært erfiða lexíu og gert mikilvægar lagfæringar og ástand hersins sé allt annað nú og miklu betra.
Í lok greinarinnar segir höfundur: Við þurfum að horfa á ástandið í Úkraínu með meira raunsæi og horfast í augu við hvað slæmt ástandið geti orðið. Nái Pútín auknum landvinningum neyðist Úkraínumenn til að gera harðari gagnárásir og þurfi fleiri vígtól, betri loftvarnir, langdrægar eldflaugar og gríðarlegt magn tóla fyrir stórskotaliðsárásir. Annars segir höfundur, "verður Zelensky forseti neyddur til að gera samninga sem felur í sér sigur fyrir Rússa og ósigur fyrir Úkraínu."
Nú þegar liggja um 240.000 ungir menn eftir, dauðir eða óvígir vegna stríðsins. Það mannfall mun aukast til muna e.t.v. margfaldast. Ætla ríkisstjórnir Evrópu og Nato að horfa upp á þetta án þess að gera sitt ítrasta til að koma á friði?
Það er ekki ásættanlegt að pólitíska elítan á Vesturlöndum æði áfram eins og svefngenglar og láti sem þetta sé indælt stríð.
Í bókinni Svefngenglar "Sleep Walkers" fjallar höfundur um hvernig pólitíska elítan í Evrópu gekk um eins og svefngenglar í aðdraganda fyrri heimstyrjaldar árið 1914. Milljónir ungra manna voru drepnar á vígvöllunum í Evrópu vegna þess.
Af hverju eiga stjórnmálamenn Evrópu svona bágt með að læra af sögunni? Hvað leggja þær Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Glfadótir til á hinum ýmsu skraffundum í NATO og á vettvangi Evrópu?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2023 | 10:43
Hvað með Sýrland?
Hræðilegir jarðskjálftar riðu yfir Tyrkland og Sýrland í gær. Talið er að allt að 20.000 manns kunni að hafa farist í þessum jarðskjálftum. Það sem fólki dettur fyrst í hug þegar það les um slíkar hamfarir er hvað getum við gert til að hjálpa og lina þjáningar þeirra sem fyrir þessu hafa orðið.
Vestræn ríki hafa lýst yfir vilja til að senda aðstoð til Tyrklands og rústabjörgunarsveitir eru á leiðinni þangað.
En það heyrist ekkert um að það eigi að senda rústabjörgunarsveitir eða aðra aðstoð til Sýrlands. Vonandi er það svo, en hefur ekki ratað inn í fréttir af hamförunum og aðstoð sem í boði er nú þegar.
Viðskiptaþvingunum er beitt gagnvart Sýrlandi og vöruflutningar þangað eru erfiðari og með öðrum hætti en til Tyrklands vegna stríðsástands undanfarinna ára. Nú eru stríðshrjáð héruð í Sýrlandi sem verða fyrir þessum náttúruhamförum.
Hvað ætlum við Íslendingar að gera í þessu. Ég skora á utanríkisráðherra og íslensk stjórnvöld, að hlutast til um það að hjálp og aðstoð verði send til allra jafnt, sem urðu fyrir þessum hamförum og viðskiptaþvingunum gegn Sýrlandi verði hætt þegar í stað.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2023 | 08:15
Rússarnir
Ég varð vegmóður á langri göngu í Glóaldinlandinu og settist á bekk í garði. Tvær fjölskyldur voru að leika framandi kúluleik. Ég spurði hvaðan þau væru.
Nokkur bið var á svari en svo sagði annar mannanna. Við erum Rússar frá Moskvu,en búum hér. Konan hans kom og sagði. Það er ekki gaman að segja frá því núna. Ég sagði fólk er fólk og ég virði ykkur sem einstaklinga og hef ekkert á móti Rússum. Næstu nágrannar mínir hér eru Rússar yndislegt fólk og erfitt að finna betri nágranna. Heiðarlegt, hjálplegt og gott fólk sem við getum alltaf leitað til eins og þau til okkar.
Við eigum að meta fólk að verðleikum, sem einstaklinga. Nágrannar mínir hafa átt í verulegum erfiðleikum með að lifa eðlilegu lífi eftir að stríðið í Úkraínu brast á, þó þau hafi ekkert til saka unnið og búið á Vesturlöndum um árabil. Við Íslendingar tökum nú þátt í slíkum aðgerðum gagnvart venjulegu fólki eingöngu vegna þjóðernis þess. Einhvern tíma hefði það verið kallað fasismi.
Vel má færa rök fyrir því að beita skuli Rússa refsiaðgerðum, en það verður þá að vera gagnvart aðilum sem einhverju máli skipta og hafa með ákvörðunartöku að gera en ekki gagnvart venjulegu fólki, sem hefur jafnvel lítil sem engin tengsl lengur við gamla móðurlandið.
Svo má spyrja. Af hverju settum við ekki refsiaðgerðir á Rússa og Sovétríkin, þegar þeir réðust inn í Ungverjaland 1956 eða Tékkóslóvakíu 1968 og skyldi forseti Alþingis hafa sýnt Rússum þá óvirðingu, að bjóða ekki sendiherra Rússlands þá Sovétríkjanna í boð fyrir sendiherra eins og forseti Alþingis gerir núna?
Væri ekki affarasælla að íslenska þjóðin fylgdi þeirri stefnu sem best hefur gefist okkar þjóð, að eiga vinsamleg samskipti við allar þjóðir. Allt annað er glapræði í utanríkisstefnu lítillar þjóðar.
Við fengum ekki að verða meðal þeirra þjóða, sem stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar af því að við neituðum að segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur þegar ósigur þeirra blasti við árið 1945. Þá voru íslenskir ráðamenn óhræddir við að hafa sjálfstæða afstöðu til utanríkismála í samræmi við stöðu okkar sem vopnlausrar þjóðar hvað sem leið köllum helstu vinaþjóðar okkar þá Bandaríkjanna.
Af hverju erum við hrædd að við að hafa sömu stefnu núna.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2023 | 10:38
Paradís glæpagengja
Svíþjóð er orðin Paradís glæpamanna og dæmi um hvernig á ekki að fara að í innflytjendamálum segir Fraser Nelson ritstjóri Spectator í grein í DT í gær, en hann hefur tengsl við Svíþjóð.
Svíþjóð, sem var fyrirmynd allra annarra þjóða varðandi öryggi, vistvænt, vinsamlegt og fyrirmyndar þjóðfélag hefur tapað þeirri stöðu vegna stefnu sinnar í innflytjendamálum. Stefna, sem Píratar berjast hatrammlega fyrir á Íslandi nú með málþófi á Alþingi.
Fraser bendir á að á 6 mánaða tímabili hafi fjórir verið skotnir til bana í Södertälje skammt frá Stokkhólmi og stríð milli glæpagengja sé með þeim hætti að það minni frekar á Chicago á fjórða áratug síðustu aldar, þegar Al Capone og aðrir slíkir voru upp á sitt besta. Gamla góða Svíþjóð er horfin.
Á síðasta ári voru 61 skotnir til bana í Svíþjóð, sex sinnum fleiri en samanlagt í Danmörku, Finnlandi og Noregi.
Fótgönguliðarnir sem eru sendir til að fremja glæpaverkin eru aðallega svo ung börn, að þau sæta ekki ákæru skv. sænskum lögum. Greinarhöfundur segir að skv. upplýsingum sænsku lögreglunnar séu þessir barnahermenn glæpagengjanna um 1.200. Helmingur þeirra sem eru handtekin í átökum glæpagengjanna eru börn á skólaskyldualdri. Fyrir nokkrum dögum náðist í tvo drengi annan 13 ára og hinn 14 á leið til að myrða með sjálfvirkum byssum í Hammerbyhöjden í Stokkhólmi.
Af hverju gerist þetta í Svíþjóð? Af hverju er þetta svona slæmt? Af hverju börn? Af hverju er þetta að verða verra og verra?
Greinarhöfundur segir að þegar bylgja hælisleitenda kom árið 2015 hafi Svíþjóð flutt inn alls konar glæpastarfsemi. Útgjöld til lögreglunnar hafi aukist um 75% en dugar ekki til, óöldin og glæpirnir aukast.
Aðlögun hælisleitenda að sænsku þjóðfélagi hefur mistekist hrapalega og Svíum er nú refsað fyrir stefnu nánast opinna landamæra og rausnarskap í garð hælisleitenda.
Lisa Tamm fyrrum saksóknari í Svíþjóð kvartar undan barnaskapnum sem eigi sér stað í öllu kerfinu, þar sem hagsmunum venjulegs heiðarlegs fólks sé ekki sinnt á meðan verið sé að vernda glæpamenn.
Við þurfum að gæta þess að gera ekki það sama og Svíar og það er þegar nóg komið og það fyrir löngu.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2023 | 08:01
Fylgdarlausu, fúlskeggjuðu "börnin"
Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi barna skilgreinir fólk undir 18 ára aldri sem börn. Stöðug fjölgun er á börnum, sem eru hælisleitendur, iðulega fylgdarlaus. Möguleikar yfirvalda til að sannreyna slíkar staðhæfingar eru takmarkaðar. Hagsmunir flóttamannaiðnarins og "góða fólksins" ráða.
Ekki liggja fyrir tölur um þessi mál hér, en í Bretlandi sýna upplýsingar frá Innanríkisráðuneytinu, að af 1.696 "börnum", reyndust 1.118 eða 66% vera eldri en 18 ára þar af 52 yfir 30 áram mörg fúlskeggju og sum að verða sköllótt. SÞ leiðréttir þó aldrei tölur sínar um fylgdarlausu börnin. Ofangreint sýnir að minnihlutinn eða einn af hverjum þremur er undir 18 ára aldri.
Fyrir nokkrum dögum var Lawangeen Abdulrahimzai, sem kom til Bretlands árið 2019 og sagðist vera barn dæmdur fyrir að hafa drepið ungan mann Thomas Roberts. "Barnið" Lawangeen, kom til Bretlands árið 2019 og sagðist vera 14 ára munaðarlaust barn frá Afganistan. Flóttamannayfirvöld í Bretlandi létu "barnið" njóta vafans, og útveguðu honum þjónustu og atlæti á kostnað breskra skattgreiðenda. Hann naut síðan aðstoðar "velviljaðra" lögmanna til að viðhalda stöðu sinni sem "barn".
Lawangeen var ekki barn heldur fulltíða maður,þó að "velviljuðu" lögmennirnir í garð flóttamanna en ekki eigin borgara hafi gert sitt til að framlengja dvöl hans og koma í veg fyrir að hann þyrfti að svara spurningum yfirvalda. Þetta kom í ljós í réttarhöldunum yfir honum vegna morðsins á Thomas Roberts, en fleira kom til. Hann hafði verið dæmdur í Serbíu vegna manndráps og farið til Noregs, þar sem yfirvöld neituðu að trúa sögu fúlskeggjaða "barnsins". Í framhaldi af því skolaði honum til Bretlans, þar sem yfirvöld gættu ekki að sér og nutu ekki jafn skilvirkra laga eins og í Noregi með framangreindum afleiðingum.
Það sama hefði getað gerst hér, þar sem skilvirk ákvæði laga skortir í málum sem þessum.
Yfirvöld í Bretlandi og "góðviljuðu" hælisleitendalögmennirnir var meira umhugað um að vera vænir við Lawangeen en réttindi og öryggi Thomas Roberts, ungs manns sem nýlega var orðinn tvítugur þegar þetta skilgetna afkvæmi úrræðaleysis og bullreglna í innflytjendamálum, myrti hann með köldu blóði og eyðilagði líf ungs manns og fjölskyldu hans, sem vænti svo mikils af ungum syni í blóma lífsins.
Talsmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata á Alþingi ættu að gaumgæfa, að við umfjöllun um málefni útlendinga og alþjóðlega vernd, er verið að tala um alvöru mál. Það getur verið dýrkeypt að setja reglur, sem taka hagsmuni manna eins og Lawangeen, fram yfir mikilivægustu réttindi einstaklings í lýðræðisþjóðfélagi.
Réttinn til lífs.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2023 | 09:59
Hvað varðar Pírata, Samfylkingu og Viðreisn um þjóðarhag?
Vandamál koma upp og fá afgreiðslu, en málefni hælisleitenda (umsækjenda um alþjóðlega vernd) er og verður stöðugt viðfangsefni og gríðarlegt vandamál. Það vandamál er viðvarandi og verður stöðugt erfðara úrlausnar og þarfnast því nútímalegra lausna og lagasetningar.
Aldrei hefur verið eins auðvelt og ódýrt að ferðast á milli landa og nú og aldrei hefur fólk átt eins auðvelt með að afla sér upplýsinga um einstök lönd og löggjöf um innflytjendamál. Yfir 100 milljónir eru á flótta eða svonefndum flótta í heiminum. Ætla má að vaxandi fjöldi leiti því hingað að óbreyttum lögum.
Á síðasta ári komu fleiri hælisleitendur til Íslands en nokkru sinni fyrr. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættuástandi og álag á íslenskt samfélag varð meira en það réði við. Það hefur m.a. leitt til þess að íslenskir ríkisborgarar fá ekki sömu fyrirgreiðslu eða hafa sömu möguleika til að njóta ákveðinnar opinberrar þjónustu og meintir hælisleitendur.
Flestir hælisleitendur sem hingað koma hafa farið í gegnum mörg örugg lönd áður en þeir koma hingað og eiga því ekki rétt á hæli,en meðferð mála þeirra taka mikinn tíma og kosta gríðarlega fjármuni skattgreiðenda.
Við þessar aðstæður mætti ætla að íslenskir stjórnmálamenn væru sammála um þjóðhagslega nauðsyn þess, að breyta löggjöfinni til að stemma stigu við aðsókn þeirra,sem eiga engan rétt á að koma hingað.
Það er ekki boðlegt að ólöglegir innflytjendur sem vísað er úr landi skuli vera komnir hingað eftir þvingaðan brottflutning hálfum mánuði eftir að fólkið var flutt úr landi með ærnum tilkostnaði íslenskra skattgreiðenda og undir harmakveini RÚV og annarra óábyrgra fjölmiðla. Við verðum að stjórna landamærunum.
Þegar það liggur fyrir að kostnaður okkar vegna meðferðar mála ólöglegra innflytjenda(hælisleitenda) er orðinn óheyrilegur. Álag á innviði þjóðfélagsins er umfram þolmörk þess og ástandið á landamærunum er þannig að við stjórnum þeim ekki, þá ætti öllum sem annt er um þjóðarhag að vera ljóst, að við svo búið má ekki standa.
Búast hefði mátt við því að allir stjórnmálalfokkar mundu þá vera reiðubúnir til að setjast á rökstóla um það hvað sé til ráða til að stemma stigu við þessu ófremdarástandi. Því er þó ekki að heilsa.
Dómsmálaráðherra gerir sér grein fyrir vandanum, en kemst ekki áfram með að ná fram lágmarkslagfæringum á löggjöfinni. Stjórnarfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á útlendingalögum er útþynnt frumvarp frá því sem Sigríður Andersen þá dómsmálaráðherra lagði fram á sínum tíma.
Þrátt fyrir það er efnt til málþófs á Alþingi, þar sem Píratar, Samfylking og Viðreisn fara mikinn og belgja sig út af meintum mannkærleik í þágu allra annarra en íslendinga sem veitt hafa þeim umboð til að gæta hagsmuna sinna. Látum vera þó að flokkur eins og Pírtar bregðist við með þeim hætti. En fyrirfram hefði mátt ætla að Samfylking og Viðreisn teldu meira virði að láta sér annt um þjóðarhag í stað þess að standa með Pírötum að þessu glórulausa upphlaupi gegn hagsmunum þjóðarinnar.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 3
- Sl. sólarhring: 227
- Sl. viku: 2484
- Frá upphafi: 2506327
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson