Færsluflokkur: Fjölmiðlar
17.3.2017 | 09:37
Lýðhyggja (Pópúlismi) og andstæða þess.
Sósíalistum er einkar tamt að að hengja merkimiða á þá sem þeir eru ósammála. Fréttamiðlar þeirra hafa sammælst um að uppnefna þá sem berjast gegn opnum landamærum sem lýðhyggjufólk (pópúlista) og þjóðernissinna.
Sé svo hvað eru þá hinir sem eru andstæðingar okkar lýðhyggjufólksins og þjóðernissinnanna. skv. þessari skilgreiningu?
Eru það sérhyggjufólk?
Eða elítufólk?
Þjóðfjandsamlegt fólk?
Eða eitthvað allt annað?
Fróðlegt væri að vita hvað sérstakur og ætíð álitsgjafi fréttastofu RÚV sérfræðingur í lýðhyggju Eiríkur Bergmann kennari hefur um þetta að segja.
Þá er líka einkar athyglisvert að Eiríkur Bergmann og aðrir sósíalistar sem hugsa með sama hætti gagnrýna okkur lýðhyggjufólk og þjóðernissinna skv. þeirra skilgreiningu fyrir að skipta fólki í, okkur og hina. Raunar kannast ég lítt við að beita slíku orðfæri og alla vega þá minna heldur en Erdogan og Eiríkur Bergmann
En meðal annarra orða. Eiríkur Bergmann og hans nótar- eru þeir ekki með merkimiðunum sínum einmitt að skipta fólki í okkur og hina?
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2017 | 15:49
Hægri sveifla í Hollandi
AF fréttum fjölmiðla af úrslitum þingkosninga í Hollandi má ætla að flokkur Geert Wilders hafi beðið mikið afhroð og Hollendingar hafi með öllu afneitað hægri stefnu, svonefndum pópúlisma og þjóðernisstefnu. En voru úrslitin þannig?
Þegar rýnt er í kosningaúrslitin þá kemur eitthvað allt annað í ljós en fréttastofa RÚV og "fræðimaðurinn" Eiríkur Bergmann sem kynntur var til leiks í morgunútvarpi RÚV sem sérfræðingur í pópúlisma.
Niðurstaða hollensku kosningana var sú að hægri og miðflokkar júku mjög fylgi sitt þ.á.m. flokkur Geert Wilders, en flokkurinn fékk 25% fleiri þingsæti en í síðustu kosningum.
Hörð afstaða Rutger forsætisráðherra Hollands og bann við fundarhöldum tyrkneskra ráðamanna í Hollandi er talin hafa leitt til fylgisaukningar flokks Rutgers, en að sama skapi að sókn Wilders var ekki eins mikil og spáð hafði verið.
Eftir sem áður stendur að hægri og miðflokkar unnu afgerandi sigur í Hollandi þ.á.m. flokkur Geert Wilders hvort sem fréttastofu RÚV líkar betur eða verr.
Það eru jú staðreyndir mála sem fréttastofur eiga að birta en ekki afbökuð óskhyggja fréttamanna og ímyndun um staðreyndir.
30.1.2017 | 16:08
Stjórn á landamærunum og ákvörðun Trump.
Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér tilskipun sem takmarkar komu fólks frá Íran, Írak, Líbýu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Yemen til Bandaríkjanna í 90 daga og móttöku flóttamanna í 120 daga.
Í öllu því tilfinningalega umróti sem þessi ákvörðun hefur valdið þarf fólk ekki síst utanríkisráðherrar að átta sig á um hvað málið snýst og hvað er fordæmanlegt og hvað ekki.
Í fyrsta lagi þá er það óumdeilanlegur réttur frjáls og fullvalda ríkis að stjórna landamærum sínum og ákveða hverjir fái að koma inn í landið og hverjir ekki. Á þessum vettvangi hefur iðulega verið bent á það að lönd sem gefa þann rétt frá sér taka mjög mikla áhættu, sérstaklega varðandi öryggi eigin borgara eins og dæmin sanna í Þýskalandi og Frakklandi á síðasta ári.
Mörg Evrópuríki hafa nýtt þennan rétt sinn og lokað landamærum sínum fyrir ákveðnu fólki. Þannig bannaði Bretland hollenska stjórnmálamanninum Geert Wilders að koma til landsins vegna skoðanna sinna, en hefur nú fellt það niður. en Ýmsum öðrum er bannað að koma til Bretlands vegna skoðana sinna eins og t.d. rithöfundinum og fræðimanninum Robert Spencer sem er bandarískur ríkisborgari, en hefur þær skoðanir á Íslam að Bretar banna honum innkomu í landið. Stjórnmálamenn Vesturlanda þ.á.m utanríkisráðherra Íslands mætti hafa þetta í huga í pópúlískri herferð í anda rétttrúnaðarins.
Í öðru lagi þá er þessi tilskipun Bandaríkjaforseta í samræmi við það sem hann lofaði kjósendum sínum að hann mundi gera yrði hann kosinn. Stjórnmála- og fréttaelítan er svo gegnsýrð af því viðhorfi að kosningaloforð þýði ekki neitt að þeim virðist koma á óvart að stjórnmálamaður sem nær kjöri skuli framkvæma það sem hann sagði í kosningabaráttunni að hann ætlaði að gera.
Í þriðja lagi þá er Evrópusambandið að gliðna ekki síst vegna hugmynda um opin landamæri fyrst á milli aðildarríkjanna og síðar vegna fáránlegrar stefnu í innflytjendamálum efir að fjöldafólksflutningar hófust frá sumum Asíu ríkjum, Mið-Austurlöndum og Afríku. Í hópi þeirra sem þannig hafa komið til Evrópu hafa verið hættulegir hryðjuverkamenn eins og hryðjuverkin í Frakklandi, Þýskalandi og Belgíu sýndu svo ekki varð um villst.
Vegna opinna landamæra á milli Evrópuríkjanna áttu hryðjuverkamennirnir þeim mun auðveldar með að fara á milli landa sbr. þann sem framdi hryðjuverkið á jólamarkaðnum í Berlín nokkrum dögum fyrir jól. Finnst einhverjum furða að stjórnmálamenn sem láta sér annt um öryggi borgara sinna vilji fara aðrar leiðir en ábyrgðarlausir stjórnmálaforingjar Evrópu?
Í fjórða lagi þá er það rangt að bannið beinist að Múslimum. Hefði svo verið þá tæki það líka til fjölmennustu ríkja múslima eins og Indónesíu, Egyptalands, Pakistan, Saudi Arabíu, Alsír og Marokkó svo dæmi séu nefnd. Staðreyndin sem þeim sést yfir sem hreykja sér hæst á fordæmingarhaug stjórnmála- og fjölmiðlaelítunnar er að tiskipun Trump beinist að þeim löndum þar sem Bandaríkjamenn hafa verið í sérstakri hættu og sú röksemd er notuð í tilskipuninni, en ekki gegn Íslam.
Í fimmta lagi þá má ekki gleyma því að Bandaríkin eru réttarríki og þó að forseti Bandaríkjanna gefi út tilskipun þá verður hún að standast lög landsins og stjórnarskrá. Miðað við það sem ég hef lesið mér til þá er líklegt að tilskipun Bandaríkjaforseta sé andstæð ákvæðum innflytjendalaga frá 1965 sem bannar mismunun innflytjenda á grundvelli þjóðernis. Þar kemur hins vegar á móti að ekki er verið að banna fólki frá ofangreindum löndum að koma nema tímabundið, sem hugsanlega gæti verið innan þeirra marka sem bandarísku innflytjendalögin kveða á um. Þá er spurning hvort tilskipunin brjóti í bág við 1. og 5 gr. bandarísku stjórnarskrárinnar.
Telji Bandaríkjaforseti að nauðsyn beri til að takmarka meir en nú er möguleika innflytjenda og hælisleitenda til að koma til Bandaríkjanna þá er það hans ákvörðu sem hann hefur rétt til að taka. Ákvörðunina má gagnrýna út frá sjónarmiðum um nauðsyn þess að ríki heims taki sameiginlega af mannúðarástæðum á móti raunverulegum flóttamönnum sem eru í hættu heima fyrir.
Því má ekki gleyma í því sambandi að kostnaður við hvern fóttamann sem tekið er á móti er svo mikill að aðstoða mætti a.m.k. tífallt fleiri til að lifa við mannsæmandi lífskjör á öruggum stöðum nálægt heimaslóðum en að flytja fólkið til Vesturlanda. Hjálpin mundi því nýtast mun betur og mannúðin taka á sig skilvirkari mynd með því að hjálpa fólki nálægt heimaslóð.
Málefni flóttafólks þarf virkilega að ræða með raunsæum hætti, án upphrópanna og illyrða. Finna þarf ásættanlega lausn á fjölþjóðlegum vettvangi. Það verður að ræða af skynsemi og yfirvegun og vinna sig fram til lausnar sem tryggir sem mest öryggi borgara heimaríkis og mannsæmandi líf fyrir sem flesta.
22.1.2017 | 11:47
Að byggja sitt eigið fangelsi.
Vilhjálmur Tell frelsishetja Svisslendinga, sem barðist við ofurefli einræðisafla. Sá sem sagan segir að hafi með lásboga skotið epli á höfði sonar síns, er sagður hafa sagt þegar hann var látinn vinna við byggingu fangelsis einræðisaflanna, að það væri hart að þurfa að byggja sitt eigið fangelsi.
Þessi saga kom mér í hug þegar ég hef ítrekað orðið vitni af skefjalausum áróðri fréttastofu RÚV, þöggun og rangfærslum.
Í hverjum einasta fréttatíma RÚV í gær frá kl. 7 að morgni til kl. 12 að kvöldi sem og í morgunfréttum í dag var hamrað á því að heimasíðu forseta Bandaríkjanna hefði verið breytt og nú væri ekki minnst á réttindi samkynhneigðra og vá vegna loftslagsbreytinga. Hins vegar var í engu getið hvaða áherslur hefðu komið í staðinn.
Þögn RÚV um áherslur Bandaríkjaforseta varð meira og meira æpandi eftir því sem sama fréttin um þær vondu breytingar á heimasíðu Trump skv. skilningi fréttastofu RÚV voru ítrekaðar oftar.
Þess var t.d. ekki getið í fréttum RÚV að eitt af fyrstu verkum Trump var að færa styttu af Winston Churchill aftur á viðhafnarstað í Hvíta húsinu. Obama hafði látið fjarlægja hana.
Frétastofa RÚV hefur ekki minnst á að helstu áhersluatriði Trump sem sett voru á nefnda heimasíðu forstetans heldur bara það sem er þar ekki en áhersluatriðin sem sett voru inn eru:
Að berjast við ISIL og sigra þau hermdarverkasamtök
Að skapa 25 milljón ný störf
Að minnka skattbyrði allra borgara
Að auka orkuframleiðslu Bandaríkjanna
Að endursemja um NAFTA
Að styrkja herinn (rebuild the military)
Að koma á öðru heilbrigðiskerfi en svonefndu Obamacare.
Vissulega má gagnrýna margt af þessu, en það er þó heiðarleg og hlutlæg fréttamennska að segja rétt frá og málefnalega um þá stefnu í stað þess að vera með einhliða neikvæðan áróður.
Áhersla Trump á rétt hins vinnandi fólks og nauðsynlegar takmarkanir á frelsi fjármagnsins til að eyðileggja störf fólksins er athyglisverð og eðlilslík því að ríkisstjórn Íslands mótaði þá stefnu, að vinna gegn því að fjármagnið geti á grundvelli rangláts kvótakerfis tekið vinnuna frá fólkinu að geðþótta.
Þá er gagnrýni Trump á NATO og utanríkisstefnu Obama réttmæt. Nauðsynlegt er að byggja brýr yfir til Rússa og skapa eðlileg samskipti og það þarf ekki að þýða neina undansláttarsemi heldur hitt að búa ekki til óvin fyrirfram eins og Óbama gerði með Assad,Mubarak, Al Sisi, Pútin o.fl.
Sú stefna Trump að ætla að draga úr frjálsum viðskiptum landa á milli er varhugaverð. Frjáls viðskipti hafa aukið velmegun í heiminum og fært hundruðir milljóna manna frá hungri til velmegunar. Á sama tíma hafa stjórnendur vestrænna ríkja ekki gætt að réttindum borgaranna en leyft fjármagnseigendum að fara sínu fram á kostnað hins almenna borgara.
Afturhaldið og vinstri pópúlisminn hafa gengið hönd í hönd fyrir sérréttindum hinna fáu á kostnað hagsmuna alls almennings.
Þessi mál hefði verið vert að RÚV hefði fjallað um og staðið fyrir málefnalegri umræðu í Kastljósi í stað þess að vera eingöngu með einhliða neikvæðar fréttir og vinstri sinnaða svonefnda sérfræðinga, sem geta ekki flokkast undir annað en skefjalausan áróður og innrætingu.
Vonandi bregst nýr menntamálaráðherra við þeirri áskorun að gera Fréttastofu RÚV að málefnalegri hlutlægri fréttastofu eins og lög um RÚV kveða á um. Við sem erum ekki vinstri pópúlistar eigum ekki að þurfa að greiða til þeirrar skoðanalegu dýflissu vinstri öfga sem fréttastofa RÚV hefur svo mikið dálæti á en gleymir á sama tíma því sem eru raunverulegar fréttir.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2017 | 09:28
Hvað segir Trump forseti í innsetningarræðunni
Eftir rúmar 7 klukkustundir tekur Donald Trump við sem 45.forseti Bandaríkjanna. Allt venjulegt fólk óskar honum velfarnaðar í starfi. Velferð heimsbyggðarinnar hvort sem einhverjum líkar það betur eða verr er undir því komin að ofurveldið Bandaríkin gangi til góðs heima fyrir og í alþjóðamálum.
Í innsetningarræðu sinni mun Trump leggja áherslu á að draga úr ríkistúgjöldum og ég spái því að hann boði gamla stefnu ungra Sjálfstæðismanna um "Báknið burt", en það er stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngu gleymt því miður.
Trump hefur ekki haft þá skoðun að ríkisstjórnir leysi vandann og tekur þá sennilega í sama streng og Ronald Reagan sem sagði að ríkistjórnir væru vandamálið en ekki lausnin.
Trump mun líka fara inn á gildi þess að vera Bandaríkjamaður og hvaða áskoranir það hefur í för með sér.
Trump hefur lofað að einbeita sér að því að bæta hag hinnar svokölluðu miðstéttar í Bandaríkjunum og mun vafalaust leggja fram helstu stefnumál sín hvað það varðar á eftir.
Það sem mér finnst einna forvitnilegast varðandi ræðu Trump er með hvaða hætti og hvernig hann leggur fram stefnu sína um niðurskurð ríkisútgjalda en ætla má miðað við fyrri yfirlýsingar að hann muni stefna að því að spara meira en 10 trilljónir dollara á næstu 10 árum.
Engin Bandaríkjaforseti hefur náð eins miklum árangri í að draga saman ríkisútgjöld og Demókratinn Harry S. Truman. Mesti blómatími í bandarísku efnahagslífi tók við í kjölfar þess. Vonandi verður það einnig raunin nú og Trump nái þessum árangri.
Á sama tíma og allt venjulegt fólk óskar nýjum Bandaríkjaforseta velfarnaðar megnar vinstri fjölmiðlaelítan ekki að sjá nokkuð jákvætt við forsetaskiptin og hamast við að finna allt hið neikvæða. Sú var raunin í morgunútvarpi RÚV á rás 2 í morgun þar sem frábær fréttamaður vestan hafs svaraði jákvætt spurningum neikvæðninnar hér heima fyrir,sem varð til þess að leitast var við af neikvæðninni að elta uppi eitthvað sem gæti verið neikvætt við embætistöku Donald Trump. Ekki hlutlæg fréttamennska það nú sem fyrr.
Hvað svo sem því líður þá er alltaf spennandi að sjá hvernig nýjum forseta Bandaríkjanna farnast og þó að Donald Trump hafi fjarri því verið minn óskaforseti þá hefur hann fært fram mörg góð stefnumál og sett mál sem brenna á venjulegu fólki í forgang. Vonandi gengur honum allt í haginn við það góða sem hann hefur ætlað sér að gera.
1.1.2017 | 10:13
2017
Gjöfult og gott ár 2016 kveður. Ár mikilla umskipta þar sem kom í ljós að vinstri- stjórnmála- háskóla- og fréttaelítan sem og elítu stjórnmálaflokkar í Evrópu átta sig ekki á því hver vandamál venjulegs fólks eru og standa svo gapandi af undrun yfir því að meirihluti kjósenda skuli hafa aðrar skoðanir en þau.
Brexit í Englandi og Sigur Donald Trump í USA var eitthvað sem engin bjóst við. Samt gerðist það og einungis vitifirrta vinstrið trúir því að Pútín forseti hafi ráðið öllu um hvernig fór. Því fólki væri nær að skoða að lífskjarabatinn hefur að mestu farið framhjá svokallaðri miðstétt og þeim sem lægst hafa launin, en skolað sér helst til ofurfjárfesta og þeirra sem þiggja allt sitt frá hinu opinbera sem launafólk eða sem gjafir frá skattgreiðendum
Furðuyfirlýsingar kanslara Þýskalands Angelu Merkel um þann ábata sem Þýskaland hafi af innflytjendastraumnum þar sem fleiri vinnandi hendur komi til að bæta lífskjörin í landinu stangast á við raunveruleikann, en samkvæmt nýjustu tölum eru eingöngu um 34 þúsund innflytjenda af um 1.2 milljónum innflytjenda sem komu til landsins árið 2015 í vinnu. Það þýðir að þýskir skattgreiðendur þurfa að fæða og klæða rúmlega milljón fleiri en þeir hefðu þurft að gera ef helstefna Angelu Merkel í innflytjendamálum hefði ekki komið til.
Búast má við að árið 2017 verði gott ár fyrir okkur, en það eru hættumerki eins og óhófleg styrking krónunnar, okur gagnvart útlendingum sem gæti drepið þá gullgæs sem aukin straumur ferðamanna er fyrir okkur. Jón Ásbergsson forstjóri Íslandsstofu sagði í fréttum fyrir nokkru að ríkið fengi nú um 60 milljarða af ferðamönnum á ári. Það munar um minna og það ætti ekki að vera ofrausn að eyrnamerkja þó ekki væri nema 5% af þeim hagnaði til að bæta aðstöðu á ferðamannastöðum koma upp salernisaðstöðu og veita björgunarsveitum myndarlegan fjárstuðning í stað þess að láta þær nær eingöngu þrífast á flugeldasölu.
Donald Trump tekur við 20. janúar n.k. og fróðlegt verður að vita hvernig honum gengur. Fyrstu skref hans lofa meiru en ýmis ummæli hans í kosningabaráttunni gátu bent til. Það er þörf stefnubreytingar hjá USA. Utanríkisstefna þeirra er komin í þrot og saga tómra mistaka og brota á alþjóðalögum alla þessa öld.
Ár hanans byrjar skv. kínversku stjörnufræðinni og það hefu þá þýðingu sem þeir sem trúa á stjörnuspeki vita. Í byrjun febrúar á alþjóðadegi Hijapsins (höfuðfat sumra múslimskra kvenna) eru konur hvattar til að finna út hvernig það er að vera með slíkt handklæði á höfðinu.
Nýr forseti Frakklands verður kosinn á árinu. 10 ár verða liðin frá því að Steve Jobs kom fram með iPhoninn. Fimmtíu ár frá dauða Che Guevara. 100 ár frá byltingu kommúnista í Rússlandi og 500 ár frá því að Marteinn Lúther hóf andstöðu sína við Kaþólsku kirjuna sem leiddi til aðskilnaðar kaþólskra og mótmælenda. Þannig er margs að minnast. En áskoranir framtíðarinnar eru margar.
Við fáum nýja ríkisstjórn í byrjun árs 2017 ef að líkum lætur. Ótrúlegt gauf hefur verið á þeim sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum og ótrúlegt að það skuli taka fólk svona langan tíma að finna út úr því hvort það er samstarfsgrundvöllur eða ekki. Katrín Jakobsdóttir, sem hafði öll spil á hendinni eftir kosningarnar hefur spilað hvern afleikinn á fætur öðrum sem veldur því að öllum líkindum að VG verður utan stjórnar og heldur áfram eyðimerkurgöngu ásamt systurflokki sínum Pírötum.
Svo fremi stjórnmálamenn og lífeyrissjóðir valdi ekki meiri háttar búsifjum á árinu og ofurverðlagning hrekji ferðamenn ekki frá landinu þá verður árið 2017 með þeim bestu sem við höfum upplifað - að vísu með þeim fyrirvara að náttúruhamfarir setji ekki strik í reikninginn. Við eigum alla möguleika til að rísa til betri kjara og batnandi þjóðlífs ef við leyfum einstaklingunum að njóta aukins svigrúm og þúsund blómum framtaks þeirra áð blómstra. Mér finnst gaman að sjá hvernig íslenskir listamenn einkum í tónlist hafa haslað sér völl með framúrskarandi hætti. Þannig getum við náð árangri. En besta leiðin til þess er að ríkið hætti að styðja atvinnurekstur og leyfi öllum að sitja við sama borð.
Gleðilegt ár árið 2017 verður ef við leikum ekki af okkur.
Nú er kominn tími til að hlusta á Vínartónleikana í beinni svo ég segi:
Kæru vinir Gleðilegt ár 2017
Þið sem hafði horn í síðu minni og teljið ykkur vera óvini mína vil ég líka óska gleðilegs og farsæls nýs árs og geri mér grein fyrir því að ég bjó ykkur til því miður.
Lifið heil
31.12.2016 | 12:22
Maður ársins
Björgunvarsveitirnar voru valdar maður ársins á RÚV. En Björgunarsveitirnar eru ekki maður. Maður ársins er einstaklingur ekki samtök óháð því hversu frábær svo sem þau kunna að vera.
Maður ársins hér innanlands er tvímælalaust Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins, sem kom upp úr engu og var kosinn forseti. En það var engin í kosningabaráttu fyrir hann um titilinn maður ársins enda maðurinn nýkjörinn forseti.
Þegar RÚV setur upp kosningu um mann ársins er eðlilegt að einhverjir hugsi gott til glóðarinnar og fari í hreinræktaða kosningabaráttu eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og nokkrir stjórnmálaleiðtogar aðrir en áttu ekki erindi sem erfiði. Óneitanlega hlítur það að vera nöturlegt fyrir Sigmund Davíð eftir allt erfiðið að Jóhannes Kr. Kristjánsson, sem upplýsti um Panamareikninga tengsl Sigmundar, skuli hafa skákað honum niður um sæti
Kosning sem þessi er að vonum ómarkviss og til viðbótar kemur að RÚV heimilar tilnefningu félagssamtaka og björgunarsveita, sem öll eru góðra gjalda verð. En það er önnur kosning um annað svipað og þegar Time magasine valdi borðtölvuna mann ársins á sínum tíma.
Björgunarsveitirnar eiga sértakan heiður skilinn fyrir afrek sín á árinu. Karlalandsliðið í knattspyrnu á líka heiður skilinn fyrir frábæra frammistöðu á árinu og þannig má áfram telja og e.t.v. væri markvissara að kjósa afreksfólk og samtök ársins flokkað niður.
Allt er þetta þó meira til gamans, en að það hafi heimssögulega þýðingu. Ekki dregur það úr skemmtanagildinu að sporgöngufólk Sigmundar Davíðs og Birgittu Jónsdóttur skuli leggjast í víking til að styðja sinn frambjóðanda án annars takmarks eða tilgangs.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2016 | 10:28
Rök og rökleysa
Nokkru fyrir frestun funda Alþingis var til afgreiðslu frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Sigríður Andersen benti við það tækifæri á, að líklega væru fá dæmi um grófari mismunun gagnvart einstaklingum, en slík lagasetning þar sem nokkrum eintaklingum væri með þessum hætti hleypt framhjá almennum reglum um veitingu ríkisborgararéttar.
Þess hefði mátt vænta að málefnaleg athugasemd Sigríðar yrði til þess að alþingi hætti að rugla í biðröðinni.
Í stað málefnalegrar umræðu um athugasemd Sigríðar tók til máls tilfinningaþrunginn Pawel Bartoszek sem þakkaði fyrir að hafa fengið ríkisborgararétt með þessum hætti 19 árum áður. Á grundvelli persónulegra sérhagsmuna fyrir 19 árum taldi þingmaðurinn réttlætanlegt að mismunun einstaklinga héldi áfram.
Þessi ummæli Pawel eru ámóta og mannsins sem vildi ekki leyfa frjálsan innflutning á bifreiðum af því að hann naut fyrirgreiðslu ákveðins þingmanns til að geta ásamt örfáum flutt inn bíl vegna fyrirgreiðslu þingmannsins.
Þá er þessi rökleysa Pawel með sama hætti og fullyrt væri að óréttlæti væri fólgið í því að almennar lánareglur giltu í fjármálastofnunum og það ættu að vera sérreglur fyrir suma. Slík þjóðfélagshugsun sérhyggju og mismunar fólks er andstæð inntaki hugmynda um jafnræði borgaranna.
Nú hefði mátt ætla að fjölmiðlar hefðu gert málefnalegri athugasemd Sigríðar góð skil en það var ekki. Hún gleymdist. Þess í stað varð aðalfrétt þeirra hin tilfinningaþrungna rökleysa Pawel Bartoszek, sem hafði ekkert málefnalegt gildi varðandi þá athugasemd Sigríðar Andersen, að allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum.
Pawel sem iðulega hefur ritað góðar og markvissar greinar um þjóðfélagsmál, ætti að gaumgæfa að gerast aldrei talsmaður fyrir þeirri meginreglu einræðisins, sem greinir m.a. í bókinni Animal Farm: Að öll dýr væru jöfn, en sum dýr væru jafnari en önnur.
19.12.2016 | 09:48
Keyptar fréttir?
Mörgum finnst fréttamennsku hafa farið aftur á síðari árum og flestar fréttastofur flytji einsleitar fréttir þar sem merkustu fréttaviðburðum er iðulega sleppt.
Fréttamenn Euronews fréttastofunar sem fær mikla styrki frá Evrópusambandinu fóru í verkfall í vikunni til að mótmæla því að yfirstjórn fréttastofunnar leyfði einræðisstjórnum eins og t.d.Saudi Arabíu að kaupa fréttir og fréttatengt efni.
Eitt er að kaupa fréttir og annað að birta ekki gagnrýni. Margir fréttamannanna á Euronews benda einnig á að fréttastofan birti ekki lengur gagnrýni á ýmsar einræðisstjórnir t.d. í Tyrklandi.Verkfall fréttamanna Euronews sannar það sem margir hafa talið að væri fyrir hendi, að fréttaflutningi væri í raun stýrt af peningaöflum og ríkisstjórnum. Fjárglæframaðurinn George Soros er einn þeirra sem hefur látið þetta til sín taka og staðið fyrir námskeiðum fyrir blaða- og fréttafólk til að innræta því blessun opinna landamæra. Fullyrt er að ritstjóri Kastljóss RÚV hafi sótt slíkt námskeið, en fyrir því hef ég ekki traustar heimildir og hún getur þá neitað því sé það rangt.
Ríkisstjórnir Saudi Arabíu, Flóaríkjanna og annarra íslamskra einræðisríkja hafa einnig verið iðin við að kaupa fréttir og reyna að koma í veg fyrir óhagstæðan fréttaflutning. Þar við bætist að vestrænar fréttastofur virðast taka gagnrýnislaust við fréttum frá upplýsingamiðlurum ríkisstjórna Bandaríkjanna og forustufólks Evrópusambandsins.
Í sjálfu sér er það ekkert nýtt að ríkisstjórnir og hagsmunasamtök reyni að stjórna fréttaflutningi. Sennilega hefur aldrei kveðið eins rammt að því og nú og því miður virðist fréttaelítan upp til hópa láta það yfir sig ganga og láta letina bera vandaða hlutlæga fréttamennsku ofurliði. Það er svo miklu auðveldara að birta bara það sem að manni er rétt.
Vegna þessa er eins dags verkfall fréttamanna Euronews kærkomin áminning til fréttafólks um allan heim að láta ekki kaupa sig og sinna skyldum sínum við neytendur af einlægni og heiðarleika.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2016 | 10:40
Isil verður ekki aðskilið frá Íslam
Stjórnmálaleiðtogar í vestrænum ríkjum með Obama forseta og Merkel kanslara í forsvari hafa í kjölfar hryðjuverka sem framin eru af Íslamistum sagt:
"Þetta hefur ekkert með Íslam að gera"
Hollande Frakklandsforseti og vestræna fjölmiðlaelítan samsinnir þessu rugli og ístöðulitlir makráðir kirkjuleiðtogar murra sama söng. Þeir sem halda öðru fram eru sagðir, Íslamófópar, öfgafólk, rasistar, nýrasistar o.s.frv. Smá saman er þó að renna upp fyrir fólki að þeir sem hafa verið stimplaðir á jaðrinum í umræðunni eru að segja það sem allir ættu að sjá og vita.
Nú hefur erkisbiskupinn af Kantaraborg æðsti leiðtogi bresku biskupakirkjunnar stigið fram og tekið afstöðu gegn þessu Óbamíska rugli. Í ræðu sem hann hélt í Frakklandi þegar hann var sæmdur titli heiðursdoktors sagði hann m.a.:
"Ísil er ekki aðskilið frá Íslam"
Greinilega finnst erkibiskupnum nóg komið af afneitun stjórnmálaleiðtoga, fréttaelítunnar og kollega sinna.
Erkibiskupinn segir að yfirlýsingar um að hryðjuverk Ísil hafi ekkert að gera með með Íslam skaði viðleitni til að takast á við og berjast gegn öfgunum. Hann segir líka að trúarleiðtogar allra trúarbragða verði að kveða sér hljóðs og taka ábyrgð á hryðjuverkum öfgafólks sem segist aðhyllast trú þeirra og fólk verði að vita hvað um sé að ræða annars geti það aldrei barist gegn þessari hugmyndafræði hatursins með áhrifaríkum hætti.
Hryðjuverkaárásirnar í Evrópu sýndu að það væri brýn nauðsyn til að fólk aflaði sér þekkingar á trúarbrögðum og hryðjuverkin mætti ekki meðhöndla eingöngu sem öryggismál því þá yrði illmögulegt eða ómögulegt að sigra þessa óværu. Trúarleiðtogar allra trúarbragða yrðu að standa upp og taka ábyrgð á trúarsystkinum sínum hvar svo sem þau fremdu hryðjuverk.
Erkibiskupinn sagði líka að það væri tími til kominn fyrir Evrópuríki að finna á ný kristilegar rætur menningar sinnar.
Í ræðunni gagnrýndi erkibiskupinn Evrópusambandið fyrir miðstýringu, spillingu og stofnanaveldi og sagði að milljónir Grikkja þjáðust vegna aðgerða stjórnenda Evrópusambandsins og sagði:
"Þeir hafa gert landið (Grikkland) að stærsta skuldafangelsi í sögu Evrópu".
Það er óneitanlega ánægjulegt að sá velmetni fræðimaður og trúarleiðtogi sem erkibiskupinn af Kantaraborg er skuli taka undir sjónarmið okkar sem höfum barist gegn hryðjuverkahugmyndafræði Íslam og vekja athygli á því að þarna er um hættulega pólitíska hugmyndafræði að ræða.
Það er svo kaldhæðni örlaganna að á sama tíma og erkibiskupinn vekur máls á þessum staðreyndum skuli vestræna fréttaelítan fara hamförum gegn Michael Flynn hershöfðingja sem Donald Trump hefur skipað til að vera þjóðaröryggisráðgjafa og Stephen Bannon sem Trump hefur valið sem aðalstjórnmálaráðgjafa sína, vegna þess að þeir hafa varað við öfgaíslam á sömu forsendum og Welby erkibiskup í Kantaraborg gerði í ræðu sinni.
Það er mál til komið að fólk á Vesturlöndum átti sig á að það á í baráttu við pólitíska hugmyndafræði þar sem öfga-Íslam er, sem er ekki síður hættuleg heildarhyggja í fullri andstöðu við einstaklingshyggj, en nokkru sinni kommúnisminn og fasisminn.
Welby, Flynn og Bannon átta sig á því sem betur fer. En hér á landi fljóta stjórnmálaleiðtogar og kirkjuleiðtogar sofandi að feigðarósi og engin þeirra tekur upp virka baráttu fyrir skynsemi í innflytjenda- og öryggismálum þjóðarinnar. Þannig getur það ekki gengið lengur .
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 54
- Sl. sólarhring: 155
- Sl. viku: 3555
- Frá upphafi: 2513359
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 3330
- Gestir í dag: 51
- IP-tölur í dag: 51
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson